Fréttablaðið - 30.12.2004, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 30.12.2004, Blaðsíða 66
26 30. desember 2004 FIMMTUDAGUR Við hrósum... ...knattspyrnukappanum Eiði Smára Guðjohnsen en hann hefur sópað til sín verðlaunum að undanförnu. Hann var valinn Knattspyrnumaður ársins fyrir skömmu af KSÍ, Íþróttamaður Fréttablaðsins og Vísis á þriðjudaginn og í gær var hann valinn Íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttafréttamanna. sport@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 27 28 29 30 31 1 2 Fimmtudagur SEPTEMBER Við þökkum... ...þeim rúmlega 3.500 manns sem tóku þátt í kosningunni um Íþróttamann ársins á Vísi dagana 8.–22. desember. Án ykkar hefði kjörið orðið heldur hjákátlegt og það er von okkar að enn fleiri taki þátt á næsta ári. ÍÞRÓTTAMAÐUR ÁRSINS Knattspyrnu- maðurinn Eiður Smári Guðjohn- sen var í gær kjörinn íþróttamað- ur ársins 2004 af Samtökum íþróttafréttamanna. Þetta er í fyrsta sinn sem Eiður Smári hlýt- ur þennan titil en hann er fyrsti knattspyrnumaðurinn sem hlýtur hann í sautján ár. Síðasti knatt- spyrnumaðurinn sem hlaut þenn- an titil var faðir hans, Arnór Guðjohnsen, en hann hlaut hann árið 1987 eftir frábært tímabil með belgíska liðinu Anderlecht. Eiður Smári átti mjög gott ár með Chelsea og mörk hans áttu þátt í því að liðið hafnaði í öðru sæti í ensku úrvalsdeildinni og komst í undanúrslit Meistara- deildarinnar. Hann var yfirburða- maður í íslenska landsliðinu og skoraði þrjú af fjórum mörkum liðsins í undankeppni EM. Eiður Smári er fimmti knatt- spyrnumaðurinn sem hlýtur þennan titil en áður höfðu Ásgeir Sigurvinsson, í tvígang, Guðni Kjartansson, Jóhannes Eðvalds- son og Arnór Guðjohnsen fengið þessa virtu viðurkenningu. Eiður Smári tekur við kyndlin- um af handknattleiksmanninum Ólafi Stefánssyni en hann varð efstur í kjörinu 2002 og 2003. Eiður Smári var ekki viðstadd- ur afhendinguna í gær þar sem hann fékk ekki leyfi frá knatt- spyrnustjóra Chelsea, Jose Mour- inho, til að mæta vegna þess gíf- urlega álags sem er á leikmönnum þessa dagana. Þetta er í fyrsta skipti síðan 1984 sem íþróttamað- ur árins er ekki viðstaddur kjörið en þá komst Ásgeir Sigurvinsson ekki. Eiður Smári og Arnór eru aðrir feðgarnir sem hljóta þessi verð- laun en áður höfðu þeir Vilhjálm- ur Einarsson og Einar Vilhjálms- son fengið þau. Ítarlegt viðtal við Eið Smára Guðjohnsen, Íþróttamann ársins, mun birtast í Fréttablaðinu á morgun. oskar@frettabladid.is UNNUSTAN TÓK VIÐ BIKARNUM Unnusta Eiðs Smára Guðjohnsen, Ragnhildur Sveinsdóttir, sést hér taka við bikarnum góða úr hendi Adolfs Inga Erlingssonar, formanns Samtaka íþróttafréttamanna. Eiður Smári átti ekki heimangengt. Fréttablaðið/E. Ól Eiður Smári í fótspor föður síns Eiður Smári Guðjohnsen, leikmaður Chelsea og fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, var í gær- kvöld valinn Íþróttamaður ársins 2004 af Samtökum íþróttafréttamanna. Hann er fyrsti knattspyrnu- maðurinn sem hlýtur þennan titil síðan faðir hans, Arnór, fékk hann fyrir sautján árum. ■ ■ SJÓNVARP  17.30 Þrumuskot á Skjá einum. Farið yfir leiki í ensku knattspyrnunni.  18.30 Evróputúrinn á Sýn. Sýnt frá móti á evrópsku mótaröðinni í golfi.  19.30 Sterkasti maður heims á Sýn. Kraftajötnar reyna fyrir sér í ýmsum þrautum.  20.00 Bestu bikarmörkin á Sýn. Saga ensku bikarkeppninnar.  21.00 Bardaginn mikli á Sýn. Sýnd viðureign Muhammad Ali og Joe Frazier.  22.00 NFL tilþrif á Sýn. Svipmyndir úr leikjum helgarinnar. Tímaritið Birta - frítt fyrir þig • Svanhildur Hólm er meiri töffari en pæja • Glimmer, glans og galakjólar • Áramótaskaup að eilífu • Brynhildur Björnsdóttir stingur í samband • Bíómyndir vikunnar • Sjónvarpsdagskráin • Persónuleikapróf • Stjörnuspá og margt fleira ÚTBREIDDASTA TÍMARIT LANDSINS KEM UR Í D AG Ásgeir Örn Hallgrímsson á leið til Þýskalands: Náði samkomulagi við þýska liðið Lemgo HANDBOLTI Einn efnilegasti hand- knattleiksmaður landsins, Ásgeir Örn Hallgrímsson, mun skrifa undir tveggja ára samning við þýska stórliðið Lemgo í byrjun næsta árs. Hann klárar þessa leiktíð með Haukum en flytur síð- an búferlum til Þýskalands næsta sumar. Ásgeir Örn hefur verið orðaður við fjölda erlendra liða síðustu mánuði en hefur tekið sér góðan tíma í að finna rétta félag- ið. „Ég fór utan til félagsins rétt fyrir jól og leist gríðarlega vel á allar aðstæður. Ég vildi taka minn tíma og skoða allt vel áður en ég tók ákvörðun um hvert ég færi. Ef eitthvert lið vill virkilega fá mann þá bíður það eftir manni. Umgjörðin hjá Lemgo er frábær og þetta er mjög metnaðarfullt fé- lag sem stefnir hátt og ég er gríð- arlega ánægður með val mitt,“ sagði Ásgeir Örn við Fréttablaðið í gær. Lemgo hefur verið með eitt besta lið Þýskalands síðustu ár og innan raða félagsins er fjöldi reyndra landsliðsmanna. Þeir eru margir hverjir að komast á aldur og því er félagið smám saman að sækja unga leikmenn eins og Ás- geir og Loga Geirsson, sem gekk til liðs við félagið fyrir tímabilið. „Þetta leggst gríðarlega vel í mig og það er gaman að hafa Loga þarna á svæðinu. Það munar mik- ið að hafa Íslending á staðnum og við Logi höfum alltaf náð ágæt- lega saman. Ég neita því ekki að það er ákveðinn léttir að vera bú- inn að fá botn í mín mál. Ég vildi velja rétt og ég tel mig hafa gert það,“ sagði Ásgeir Örn en hann er ákveðinn í því hvernig hann ætlar að kveðja Haukana. „Ég ætla að kveðja með Íslands- og deildar- meistaratitli. Svo fer ég sáttur til Þýskalands.“ henry@frettabladid.is Á LEIÐ TIL ÞÝSKALANDS Ásgeir Örn Hallgrímsson leikur með Lemgo næstu tvö árin. Fréttablaðið/Vilhelm ÚRSLIT Í KJÖRINU Í GÆR Eiður Smári Guðjohnsen, knattsp. 329 Þórey Edda Elísdóttir, frjálsar íþr. 246 Rúnar Alexandersson, fimleikar 162 Kristín Rós Hákonardóttir, sund 159 Ólöf María Jónsdóttir, golf 127 Birgir Leifur Hafþórsson, golf 100 Ólafur Stefánsson, handknattleikur 94 Jón Arnór Stefánsson, körfuknattl. 43 Hermann Hreiðarsson, knattspyrna 25 Heimir Guðjónsson, knattspyrna 16 Jón Oddur Halldórsson, frjálsar íþr. 9 Gunnar Örn Ólafsson, sund 9 Margrét Lára Viðarsdóttir, knattspyrna 9 Edda Lúvísa Blöndal, karate 8 Jakob Jóhann Sveinsson, sund 8 Guðrún S. Gunnarsdóttir, knattspyrna 6 Ragnheiður Ragnarsdóttir, sund 6 Róbert Gunnarsson, handknattleikur 6 Guðmundur Stephensen, borðtennis 5 Laufey Ólafsdóttir, knattspyrna 4 Rúnar Jónsson, rall 4 Gylfi Einarsson, knattspyrna 3 Heiðar Helguson, knattspyrna 3 Heiðar Davíð Bragason, golf 2 Kristjana Sæunn Ólafsdóttir, fimleikar 2 Björn Jónsson, hestaíþróttir 1 Helena Sverrisdóttir, körfuknattleikur 1 66-67 (26-27) sport 1 29.12.2004 20:50 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.