Fréttablaðið - 08.01.2005, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 08.01.2005, Blaðsíða 2
SPURNING DAGSINS Auðveldlega Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðar- sambandsins, gagnrýnir Impregilo fyrir að virða ekki starfsréttindi, ökupróf og vinnuvélaréttindi. Sýslumaður á Seyðisfirði virðist eiga að líta fram- hjá því. Kínverskir starfsmenn þurfi ekki í læknis- skoðun áður en þeir hefji störf. Verkalýðsfélög hafi ekki heimild til að sjá til þess að reglum sé fylgt. Guðmundur, sé miðað við starfshætti á Kárahnjúkum, getið þið þá ekki bara verið löggur og læknar líka? 2 8. janúar 2005 LAUGARDAGUR HEILBRIGÐISMÁL Tíðni kransæða- sjúkdóma hefur verið á niðurleið á síðustu árum og einkum áratugum, að sögn Vilmundar Guðnasonar yfirlæknis hjá Hjartavernd. Dánartíðni af völdum krans- æðastíflu hefur lækkað um meira en helming meðal karla og um meira en þriðjung meðal kvenna, að því er fram kemur í tímaritinu Hjartavernd. Um er að ræða tímabilið frá 1981 – 2001 og fólk í aldurshópnum 25 – 74 ára. Enn fremur kemur fram, að ný- gengi sjúkdómsins, það er hlut- fallslegur fjöldi þeirra sem hefur veikst á hverju ári hefur lækkað álíka mikið. Mest hefur þessi lækk- un orðið í yngri aldursflokkunum. Þannig hefur dánartíðni og ný- gengi kransæðastíflu meðal karla yngri en 40 ára lækkað um meira en 70 prósent á þessu tímabili. Ástæða þessarar þróunar er sögð sú, að allir helstu áhættu- þættir hjarta- og æðasjúkdóma hafi færst mjög til betri vegar meðal þjóðarinnar. Vilmundur sagði, að þróunin í lækkun á tíðni þessara sjúkdóma hefði að líkindum verið hægari á síðustu tveimur árum heldur en áður. Það stafaði trúlega af því að menn væru búnir að ná þeim árangri sem hægt væri með þeim aðferðum sem beitt væri í dag. - jss Samþykkir 150 milljóna stuðning Ákveðið var að hækka framlag Íslands vegna náttúruhamfaranna í Asíu í 150 milljónir króna. Stuðningurinn er bundinn ákveðnum verkefnum. HAMFARIR Ríkisstjórn Íslands ákvað á fundi sínum í gær að hækka framlag Íslands til bág- staddra þjóða við Indlandshaf í 150 milljónir. Inni í þeirri tölu eru nokkur framlög sem þegar höfðu verið ákveðin. Framlaginu er ætlað til neyðaraðstoðar og end- uruppbyggingar. „Þetta er myndarleg viðbót við það sem almenningur hefur látið af hendi rakna“, segir Þórir Guðmundsson, upplýsingafulltrúi Rauða Kross Íslands. „Þetta fé mun nýtast í hjálparstarfi ekki að- eins á næstu vikum og mánuðum heldur árum enda mikið verkefni framundan í upp- byggingu á stóru svæði.“ Þegar hafði verið veitt 5 millj- ónum króna til Rauða Krossins en samkvæmt samþykktinni er 6 milljónum bætt við. Þá er inni í tölunni hjálpar- flug til Taílands í byrjun árs þar sem slasaðir Svíar voru fluttir til síns heima sem kostaði 35 milljónir króna. 25 milljóna króna þróunaraðstoð við Sri Lanka sem þegar hafði verið ákveðið að Þróunarsamvinnu- stofnun Íslands hæfi á árinu. Bætt er við 50 milljóna króna aukaframlagi í þróunaraðstoð og enduruppbyggingarstarf á Sri Lanka. Þá var samþykkt 10 milljóna króna framlag til Matvælaáætlun- ar Sameinuðu þjóðanna, 10 millj- ónir króna til Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, 4 milljónir króna til Barnaheilla á Íslandi og 5 milljónir króna til Hjálparstarfs kirkjunnar. Á sama ríkisstjórnarfundi var samþykkt að hækka framlag Íslands til Alþjóðaframfarastofn- unarinnar (IDA) um 30% þannig að framlag Íslands á árunum 2006 – 2008 verði samtals 616 milljónir króna. IDA veitir styrki og vaxta- laus lán til fátækustu ríkja heims og gegnir stóru hlutverki í styrk- veitingu og veitingu lána til ríkja á því svæði þar sem náttúruham- farirnar áttu sér stað. a.snaevarr@frettabladid.is Fuglaveiki: Ferðamenn veri á verði HEILBRIGÐI Fólk sem ferðast til Asíu er beðið um að vera á varð- bergi gagnvart fuglaflensu. „Aðvörun okkar hefur verið að menn eigi að forðast að vera í námunda við fiðurfé og þvo sér vel um hendurnar,“ segir Har- aldur Briem sóttvarnalæknir. Á Heilsuverndarstöð Reykja- víkur er fólki til dæmis bent á að vera ekki á mörkuðum þar sem fuglum er slátrað og þeir seldir. Í lagi sé að borða fugla- kjöt sé það vel soðið. Ekki sé ástæða til að hætta við ferðir vegna fuglaveiki. - gag HUGH ORDE Yfirlýsing yfirmanns lögreglunnar hefur vakið hörð viðbrögð. Norður-Írland: IRA sakað um bankarán NORÐUR-ÍRLAND, AP Hugh Orde, yfirmaður lögreglunnar í Norður- Írlandi, sakar Írska lýðveldisher- inn (IRA) um að hafa staðið á bak við bankaránið í Belfast 20. des- ember þegar um þremur milljörð- um króna var stolið. Írski lýðveldisherinn þver- tekur fyrir þetta og forsvarsmenn Sinn Fein, hins pólitíska arms Írska lýðveldishersins, taka í sama streng. Ummæli Orde hafa vakið hörð viðbrögð og hafa sum- ir tekið svo djúpt í árinni að segja að þau skaði tilraunir stjórnvalda í Bretlandi og Írlandi til að koma á friði. Orde neitar að láta draga sig inn í pólitíkina í kringum málið. Hann segist hafa sterkan grun um að IRA standi að baki ráninu. Lögreglan hefur enn ekki handtekið neinn vegna ránsins þrátt fyrir ítarlega leit í Belfast. ■ Verkjalyf: Allt að 60% verðmunur NEYTENDUR Verðmunur algengra verkjalyfja í apótekum er allt að sextíu prósent. Neytendasamtök- in athuguðu verð á þrettán verkja- lyfjum í níu apótekum á Akureyri og Reykjavík á miðvikudaginn. Verðmunur var minnstur tæp- lega þrjátíu prósent en mestur um sextíu prósent. Rimaapótek í Reykjavík bauð oftast lægst verð eða sex sinnum. Laugarnesapótek í Reykjavík var tíu sinnum með hæsta verð. Væru allar þrettán vöruteg- undirnar keyptar væri verðmun- urinn tæplega 34 prósent milli dýrasta og ódýrasta apóteksins. - gag ÁREKSTRAR Á AKUREYRI Fjórir árekstrar urðu á Akureyri fyrripart gærdags. Lögreglan á Akureyri segir tjónið mismikið en engan hafa slasast. Sumir bíl- anna hafi verið vanbúnir í vetrar- færðinni. Hún hvetur bifreiðaeigendur að setja bílana á nagladekk. OF HRAÐUR AKSTUR Í HÁLKU Ökumaður var tekinn við akstur á áttatíu kílómetra hraða í fljúgandi hálku á Dalvík. Leyfilegur há- markshraði þar er fimmtíu. Lög- reglan hafði nýlega hafið vegaeftirlit þegar maðurinn náðist. ■ AFRÍKA ,, Þetta fé mun nýtast í hjálpar- starfi ekki aðeins á næstu vik- um og mánuðum heldur árumELDUR Í RUSLATUNNUM SKÓLA Tvisvar á tveimur dögum hefur verið kveikt í rusli í sorpgám- um við skóla í Keflavík. Í gær var slökkvilið kallað að leik- skólanum Garðaseli. Greiðlega gekk að slökkva eldinn. Á fimmtudagskvöld logaði í sorp- gámi við Holtaskóla í Keflavík. Lögreglan í Keflavík telur að fjórir til sex piltar hafi verið þar að verki. Þeir hafi sést á hlaupum á þeim tíma sem elds- ins varð vart. Skattamál: 100 milljóna álagning SKATTAR Börn Pálma heitins í Hag- kaup og ekkja hans hafa fengið endurálagningu skatta upp á um 15-20 milljónir á mann vegna samruna Hagkaupa og Bónuss á sínum tíma. Þetta gera samtals tæpar 100 milljónir króna. Endurálagningin er til komin vegna ágreinings ríkisskattstjóra og endurskoðenda Hofsfjölskyld- unnar um aðferðir við endurskoð- un. Lilja Pálmadóttir býst við að álagningunni verði áfrýjað fyrir hennar hönd. „Okkar endurskoðendur unnu þetta á sínum tíma í góðri trú. Svona endurálagning er rútína hjá ríkisskattstjóra. Það eina sem er fréttnæmt er að upphæðirnar eru kannski hærri en gengur og gerist. Yfirskattanefnd leysir ágreining af þessu tagi.“ - ghs 14 stöðvar ■ LÖGRELGUFRÉTTIR ■ LÖGREGLUFRÉTTIR Grunur um skipulagða glæpastarfsemi: Eþíópíumenn áfram í haldi GÆSLUVARÐHALD Gæsluvarðhaldi yfir þremur Eþíópíumönnum var framlengt um viku í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Einn þeirra er sænskur ríkisborgari en hinir voru með sænsk vegabréf, sem voru í eigu annarra, þegar þeir komu til landsins rétt fyrir ára- mót. Sænski ríkisborgarinn er grun- aður um að standa að skipulagðri glæpastarfsemi með því að að- stoða útlendinga við að komast á milli landa. Fólkið var á leið til Baltimore í Bandaríkjunum þegar það var handtekið í Leifsstöð. Vegabréf tveggja þeirra reyndust ekki vera í eigu þeirra. Flugfar fólksins var bókað af sama manninum og greitt var fyrir þau með sama greiðslukortinu. Sá sem er grun- aður um glæpinn hefur áður farið til Baltimore í gegnum Ísland með öðrum manni. Sá mætti hins veg- ar ekki í flug sem hann átti bókað til baka og virðist því hafa orðið eftir einhvers staðar í Bandaríkj- unum. Upplýsingar frá landamæra- lögreglu í Svíþjóð staðfesta að maðurinn hefur á síðastliðnum fimm mánuðum fengið útgefin að minnsta kosti þrjú vegabréf og í júlí var manni er bar vegabréf hans vísað frá Þýskalandi af þarlendum yfirvöldum. - hrs ÚTIVIST Hreyfing og útivist eru mikilvæg vopn í baráttunni gegn hjarta- og kransæðasjúk- dómum Þróun tíðni kransæðastíflu á 20 ára tímabili: Ört lækkandi dánartíðni UNGUR DRENGUR BAÐAÐUR Á SRI LANKA Ríkisstjórn Íslands stórjók framlög ríkisins til bágstaddra á fundi sínum í gær. MISNOTUÐU KONUR OG STÚLKUR Friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna misnotuðu konur og stúlkur kynferðislega í Kongó samkvæmt nýrri skýrslu Sam- einuðu þjóðanna sem gerð var opinber í gær. Friðargæslu- liðarnir þvinguðu konur og stúlkur til kynmaka í skiptum fyrir mat eða peninga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.