Fréttablaðið - 13.01.2005, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 13.01.2005, Blaðsíða 42
„Það er mikil gróska í íslenskri mynd- list“ segir Guðmundur Oddur Magn- ússon, prófessor við Listaháskóla Ís- lands. „Forseti Íslands benti á það í ræðu sinni við opnun myndlistarsýn- ingar að íslensk list er að verða útflutn- ingsvara,“ segir Guðmundur Oddur enn frekar. Hann segir listina vera orð- in mjög fjölskrúðuga og ekki bundna við neitt eitt form, heldur birtist hún í myndböndum, gjörningum og innsetn- inga. Jón Proppé myndlistargagngrýn- andi segir umhverfi íslenskra lista- manna í dag vera þeim mjög hagstætt. „Það er mjög mikið líf og fjör í kring- um listamenn í dag og þeir hafa miklu fleiri sýningarmöguleika.“ Hann segist til dæmis hafa talið sextán opnanir á einni viku í fyrra. „Þetta er öðruvísi en fyrir tuttugu árum, þegar hér voru ein- göngu Kjarvalsstaðir og örfáir sýninga- salir.“ Ungir listamenn hugsa ekki lengur eingöngu um Ísland sem sinn markað heldur virðist útrásin hafa gripið um sig meðal íslenskra myndlistarmanna. Fleiri listamenn hugsa því stærra, en áður var gert og margir listamenn hafa náð að skapa sér nafn erlendis. „Einu tækifærin sem listamenn höfðu hér áður fyrr voru norrænar samsýningar en núna er myndlistamarkaðurinn mun virkari og opnari. Engu að síður er þetta mjög erfiður markaður, og lista- mennirnir þurfa að hafa mikla hæfi- leika til þess að geta staðið upp úr því kraðaki sem þetta er.“ Edda Jónsdóttir, eigandi I8 Gallerí, segir mjög mikilvægt fyrir íslenska myndlistarmenn að geta komið sér á framfæri erlendis. Þar njóti þeir góðs af galleríum sem komi þeim að. „Um leið og galleríin selja verk listamanns erlendis hækkar það verð hans hér heima.“ Útrásin hafi því ekki eingöngu jákvæð áhrif á frama þeirra heldur geti einnig þrýst verðinu upp. Tryggvi P. Friðriksson hjá Gallerí Fold bendir þó á að það sé erfitt að hafa atvinnu af list- inni. „Þeir eru teljandi á fingrum beggja handa sem hafa atvinnu af þessu. Það er erfitt að koma sér upp nafni, og enn erfiðara að viðhalda því.“ Auðvelt að kaupa málverk Hér áður fyrr var það einungis efnað eldra fólk sem hafði efni á því að kaupa sér listaverk. Með tilkomu vaxtalausra lána til listkaupa og lágs verðlags á ís- lenskri samtímalist geta fleiri komið sér upp listaverkasafni. Tryggvi P. Friðriks- son segir vaxtalausu lánin til listaverka- kaupa hafa aukið eftirsóknina í mynd- list og að þau geri fleirum auðveldara að eignast málverk. Hann bendir einnig á að Íslendingar séu gjarnari á að kaupa upprunalegu verkin í stað eftirprentana eins og tíðkist erlendis. „Núlifandi listamenn selja ekki mikið af verkum yfir eina miljón.“ Edda Jónsdóttir segist finna fyrir því að svokallað góðæri hafi haft áhrif. „Kröfur um gæði hafa verið að aukast og kaupgetan samfara því.“ Hún tekur þó undir með Tryggva að listaverkalán- in hafi gert almenningi auðveldara að eignast listaverk. „Listamenn eru ekki verðlagðir eftir gæðum, góðir listamenn eru að mínu mati of lágt verðlagðir á meðan fúskararr og minna þekktir listamenn eru á allt of háu verði,“ segir Edda og bendir á að erlendir safnarar reki oft upp stór augu þegar þeir sjái verðið á góðum listaverkum. Jón Proppé segir það vera mjög erfitt að eiga við verðlag á íslenskri myndlist. „Það er vegna þess að lista- mennirnir vilja að almenningur hér heima geti eignast verk þeirra. Ef þeir vilja koma verkum sínum á framfæri er- lendis verða þeir að verðleggja verk sín í samræmi við það. Þetta skapar oft mikla togstreitu.“ Breytt landslag Stóra fölsunarmálið skók myndlistar- heiminn fyrir átta árum og varð til þess að myndlistamarkaðurinn fór í hálf- gerða gíslingu. Ekki eru þó allir sam- mála um hvers kyns áhrif þetta um- fangsmikla mál hefur haft. „Þeir sem keyptu þessi málverk létu hégómann hlaupa með sig í gönur, að því leyti að þeir keyptu ekki verk heldur nafn,“ segir Guðmundur Oddur og honum finnst þetta mál hafa styrkt stöðu þeir- ra sem hafi verið að skapa alvöru myndlist. „Málið hefur haft frekar já- kvæð áhrif en neikvæð.“ Tryggvi P. Friðriksson er ekki sam- mála þessu og segir markaðinn hafa verið í gíslingu í átta ár, verðið sé of lágt og að hann sjái ekki að þetta hafi haft jákvæð áhrif. „Ég held að kaupendur séu mjög varir um sig, og verð á mynd- list hefur ekki verið að hækka eins og við vonuðumst eftir.“ Honum þykir áhrifin, ef einhver eru, ekki hafa verið ungum listamönnum til góðs. „Ég held að það sé ekki rétt að ungu listamenn- irnir hafi tekið yfir markaðinn,“ segir hann. Undir þetta tekur Edda Jónsdóttir. „Gömlu meistarnir hafa verið settir í salt og markaðurinn hefur verið í ákveðinni krísu, en mér finnst þetta vera að breytast.“ Hún viðurkennir þó að kaupendur séu varari um sig. ,,Það er mjög lágt verð á góðum Kjarval og við seljum til dæmis verk eftir Eggert Pét- ursson á sama verði og hann.“ Hún tel- ur að þetta eigi eftir að breytast, þekk- ingin á verkum meistaranna eigi eftir að verða til þess að verðið hækki og samfara því muni verð á samtímalista- mönnum einnig hækka. Jón Proppé telur hins vegar að markaðurinn með eldri listamennina hafi verið í gangi of lengi. „Fólk var að kaupa hálfkláruð léleg verk sem erfitt var að sjá að væru ófölsuð.“ Hann telur þetta mál ekki hafa leitt til þess að sala á verkum eftir samtímalistamenn hafi dregist saman og styrkt stöðu þeirra ef eitthvað sé. Edda Jónsdóttir segir að hér áður fyrr hafi það eingöngu verið á færi efn- aðs eldra fólks að kaupa sér málverk og það hafi verið fast í fortíðinni, en ekk- ert horft í samtímann. „Sú kynslóð sem kaupir listaverk í dag er yngri og fjár- sterkari. Þetta fólk horfir fram á veginn og hefur áttað sig á því að nútíminn er kominn, hann er í tísku og gömlu meistararnir fá að hvílast í bili,“ segir hún og segir jafnframt að kaupendur vilji vita meira um listamennina, hvar þeir hafi verið keyptir og hvar þeir hafi sýnt. Jón Proppé er sammála þessu, og telur jafnframt að ekki sé einungis við fölsunarmálið að sakast þegar orsakar minnkandi sölu á verkum gömlu meist- aranna sé leitað. „Þeir sem eru að kaupa listaverk í dag eru að kaupa eftir sam- tímamenn sína. Það er nú einu sinni þannig að hver kynslóð á sína kaup- endur.“ Hann bætir því við að inn í þetta spili einnig aukinn áhugi á listum almennt. Nýtt fólk í brúnni „Almenningur vill oft fella dóma eftir skamman tíma, um samtíma sinn, en menn verða að gefa tímanum frið til þess að skilja kjarnann frá hisminu. List á hins vegar alltaf eftir að selja sig sjállf og drullan á alltaf eftir að setjast á botninn og þá fyrst fáum við að sjá hvað var í vatninu,“ segir Guðmundur Oddur. Hann segir að verðlagningu á myndlist sem skipti einhverju máli sé allt of lág og að sama skapi sé verðið allt of hátt á því sem skipti engu máli. „Það er því góður tími að kaupa góða list,“ segir hann og bætir því við að illa upp- lýstir kaupendur kaupi illa upplýsta list og öfugt. „Markaðsvæðingin og froðu- snakkið er áberandi í íslenskri menn- ingu og myndlistin er þar ekki undan- skilin,“ segir hann og bætir við að raun- verulegur listamaður þurfi ekki á þess- ari auglýsingamennsku að halda heldur láti dómgreind hjartans ráða. Honum finnst Steingrímur Eyfjörð Kristmannsson hafa sýnt hverju mikil vinna geti skilað góðri myndlist og hrósar listamönnunum Birgi Andrés- syni og Rögnu Róberts fyrir að sýna hversu mikla þolinmæði þurfi til þess að halda út. Þá nefnir hann einnig Gabríellu Friðriksdóttur, sem honum finnst vera gott dæmi um listamann sem hafi staðið við það sem hún sé að gera. „Krúttkynslóðin svokallaða, sem hefur verið til í kreðsum undanfarin fimm ár, dúkkaði síðan upp sem markaðsvara á síðasta ári.“ Jón Proppé segir gæði íslenskrar myndlistar mjög mikil og margir lista- menn séu að skapa sér gott nafn. „Það eru starfandi listamenn sem eru að búa til mjög flotta myndlist og eru ekki ein- hver bóla heldur hafa menningarlegt gildi.“ Hann tekur undir með Guð- mundi um Gabríellu og Birgi Andrés- son en nefnir líka hjónin Huldu Hákon og Jón Óskar sem hafi verið ákaflega dugleg við setja upp sýningar. „Þá hafa meðal annars þær Anna Jóelsdóttir og Þordís Aðalsteinsdóttir einnig verið að gera góða hluti erlendis.“ Edda Jónsdóttir er sammála hinum viðmælendunum um Gabríellu. „Hún er gott dæmi um vinsælan listamann, vegna þess að hún er ung og hefur allt til brunns að bera til að geta orðið þekkt nafn. Hún þykir því mjög spenn- andi.“ Hún nefnir einnig Gjörninga- hópinn og Eggert Pétursson, sem sé einn af þeim sem taki sér góðan tíma í verk sín og langur biðlisti sé eftir verk- um hans. Ragna Róbertsdóttir og Finnbogi Pétursson eru einnig lista- menn sem hafa verið seldir erlendis ásamt Þór Vigfússyni. Myndlistarmarkaðurinn hefur því allt sem þarf til þess að geta orðið mjög fjörugur, og ljóst að skiptar skoðanir eru um hvar hann standi. Á meðan sumum finnst hann vera í lægð finnst öðrum hann loksins vera sloppinn úr gíslingu gömlu meistaranna og nú loksins fái samtímalist að blómstra og seljast. Dýrari bílar, dýrari hús, ódýr list? Það virðist ekki vera mikið samræmi á verði ís- lenskrar myndlistar og því góðæri sem verið hefur. Íslensk samtímalist er of lágt verðlögð miðað við það sem gengur og gerist er- lendis, gömlu meist- ararnir hafa verið saltaðir og skiptar skoðanir eru um áhrif málverkafölsunar- málsins. Að þessu komst Freyr Gígja Gunnars- son þegar hann skoð- aði íslenska myndlist- armarkaðinn. F2 12 13. janúar 2005 FIMMTUDAGUR Edda Jónsdóttir hjá I8 „Góðir listamenn eru of lágt verðlagðir.“ Tryggvi P. Friðriksson hjá Gallerí Fold „Íslendingar eiga upprunalegu verkin, en ekki eftirprentanir eða plaköt eins og tíðkast erlendis.“ Jón Proppé „Fólk var að kaupa hálf- kláruð léleg verk, sem erfitt var að sjá hvort væru ófölsuð.“ Guðmundur Oddur Magnússon „Sannur listamaður þarf ekki á markaðsvæðingu að halda.“ SAMTÍMALIST LÁGT VERÐMETIN Hvað kosta listaverk? Verð listaverka fer að sjálfsögðu eftir höfundi en líka stærð. Algengasta stærðin sem fólk kaupir er 80x100 cm. Slíkt málverk eftir þekktan listamann fer sjaldn- ast undir tvö hundruð þúsund krónum og er oft nálægt einni milljón. Hjá Gallerí Fold fengust þær upplýsingar að þrír listamenn skeri sig nokkuð úr. Það eru þau Kristján Davíðsson, Karólína Lárusdóttir og Harald Bilson, en verk eftir þau seljast oft á um tvær milljónir. Aðrir núlifandi listamenn selja ekki mikið af verkum yfir einni milljón hjá Gallerí Fold, en hálf milljón þykir ekki óeðlilegt verð fyrir þekktan ungan listamann. Hjá Gallerí I8 fengust þær upplýsingar að verk eftir Gabríellu Friðriksdótt- ur væru að seljast á bilinu fjögur hundruð þúsund til ein miljón. Dýrasta verk sem galleríið hefur selt er eftir Ólaf Elíasson, sem er í sérflokki, en verk eftir hann hafa selst á þrjár og hálfa milljón. Þá hafa verk eftir Finnboga Pétursson og Eggert Pétursson einnig selst á nokkuð háu verði. VA LL I E. Ó L VA LL I G VA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.