Fréttablaðið - 13.01.2005, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 13.01.2005, Blaðsíða 44
F2 14 13. janúar 2005 FIMMTUDAGUR Faxafeni 8 • 108 Reykjavík • sími 534 2727 • e-mail: skatabudin@skatabudin.com • www.skatabudin.com S K Í Ð A V E R S L U N 20 - 50% Sí›ustu dagar útsölunnar A›eins í nokkra daga SKÍ‹AAFSLÁTTUR Hvaða matar gætir þú síst verið án? Ég gæti ekki lifað án grænmetis og brokkólí, paprika, blómkál og gul- rætur eru í mestu uppáhaldi og ég fer nærri daglega á Salatbarinn. Finnst þér einhver matur vondur? Já, ég forðast súrmat. En það er eingöngu af því að ég hef ekki alist upp við slíkan mat. Fyrsta minningin um mat? Ég var mikið hjá ömmu Jónu á Klepps- veginum sem barn. Hún notaði mik- ið grænmeti og baunir í sína matargerð og var langt á undan sinni samtíð hvað það varðar. Hún var alger snill- ingur í gerð grænmetisrétta og gerir það að verkum að ég kann að meta þennan mat. Besta máltíð sem þú hefur fengið? Fyllt hveititortilla eins og Gummi á Tex-mex útbýr fyrir mig sérstaklega. Hún er með fersku salati, kryddhrísgrjónum, sýrðum rjóma, guacamole og sterkri salsasósu. Leyndarmál úr eldhússkápnum? Vatnsmelóna! Ég get ekki án henn- ar verið. Þegar maður læðist í ís- skápinn á kvöldin eða eftir þuluvaktirnar er best að ráðast á hana. Hvað borðar þú þegar þú þarft að láta þér líða betur? Einhver spámaður hvíslaði því að mér að ferska grænmetið og stöðug vatnsdrykkja efldi ork- una hjá konum á mínum aldri og ég hef haldið mig við það. Vatn og litaríkt græn- meti er að mínu skapi. Hvað áttu alltaf í ísskápnum? KEA aloe vera skyr. Við (ég og strákarnir mínir) getum alls ekki verið án þess. Ef þú yrðir föst á eyði- eyju, hvaða rétt myndir þú taka með þér? KEA-skyr. Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur borðað? Heill krabbi sem ég valdi sjálf úr stóru búri. Matgæðingurinn Ellý Ármannsdóttir, þula og eigandi Spámaður.is Með KEA-skyr á eyðieyju Hver og hvar Veitingastaðurinn Þrír frakkar, Baldursgötu 14, 101 Reykjavík Hvernig er stemmningin? Þrír frakkar var opnaður 1989 af mat- reiðslumeistaranum Úlfari Eysteins- syni og hefur hann rekið staðinn allar götur síðan. Staðurinn er vinalegur, í göngufæri frá miðbænum og tekur 44 gesti í sæti. Hann hefur verið með eindæmum vinsæll enda er staðurinn einn fárra sem bjóða upp á hvalkjöt, sem þykir hið mesta sælgæti, ásamt sjófugli og hefðbundnum fisktegund- um. Staðurinn er opinn mánudaga til föstudaga frá hálf tólf til hálf þrjú, og frá sex til tíu. Um helgar eru Þrír frakkar með opið frá sex til tíu á kvöldin. Matseðillinn Þó að sjávarþemað sé gegnumgangandi á matseðli Þriggja frakka er hægt að fá þar hefðbundna kjötrétti á borð við lambakjöt og hann býður einnig upp á grænmetis- rétti. Þá er hægt að fá fjölbreytta for- rétti, eins og hrátt hvalkjöt að japönskum sið og súpur. Vinsælast Plokkfiskurinn er án nokkurs vafa einn langvinsælasti rétt- ur Þriggja frakka enda um mikið sæl- gæti að ræða. Þá er hvalkjötspipar- steikin alltaf vinsæl. Plokkfiskurinn kostar 1.990 krónur og fylgir rúg- brauð með en hvalkjötspiparsteikin kostar 2.990 krónur. Réttur dagsins Í hádeginu er veitt- ur fjörutíu prósenta afsláttur og fylg- ir þá súpa með. Þá býður staðurinn einnig upp á súpu dagsins sem kostar 890 krónur og forrétt dagsins en hann kostar 1.490. Þrír frakkar: Plokkfiskur og hvalkjöt Flestir segjast þekkja ítalskan mat og matargerð. Helgi Björnsson stór- söngvari var um skeið búsettur í lista- borginni Flórens á Ítalíu. „Ég var reyndar það heppinn að ég fór með stelpuna mína á leikskóla á morgnana og fór svo að undirbúa næstu máltíð.“ Hann segir að þrátt fyrir að ítölsk matargerðarlist líti oft út fyrir að vera einföld liggi mikil hugsun að baki. „Það er kannski búið að vera að hakka og baka allan daginn, en þegar þú færð þetta á diskinn lítur þetta út fyrir að vera mjög einfalt.“ Helgi segir að oft séu menn að troða rjóma í pastarétti, sem sé ekki mikið gert á Ítalíu. „Pasta er í raun hugsað sem forréttur, prima. Þú færð bara smá pasta á disk, svo kjötsneiðina eina með smá sósu, og loks grænmet- ið. Þá eru þeir búnir að fá öll vítamín- in sem þeir þurfa.“ Ástæðan fyrir því að hann valdi þennan rétt er sú að nú er sá tími þegar það er kalt og menn þurfa að fá góða næringu. „Svo eru menn líka að fá sér sósuna úr einhverri dós í stað þess að gera þetta sjálfir. Það er hægt að búa til þessa sósu sjálfur og geyma hana inni í skáp.“ Ragú alla bolognese/ Spaghetti Bolognese 300 g kjöthakk 100 g beikon 4 msk. smjör 1 stór laukur 1-2 sellerístilkar 1-2 gulrætur 2 negulnaglar 125 ml kjötsoðkraftur 1 tsk. tómat puré svartur pipar grófmalaður salt Að sögn Helga á að brúna kjötið á pönnunni í smjörinu ásamt beikon- sneiðunum og fíntsöxuðu grænmetinu (saxað saman í matvinnsluvél ásamt neglinum). „Þegar kjötið er farið að brúnast á að bæta kjötsoðinu við og lækka hitann. Þá er tómatkrafturinn settur út í, saltað og piprað og hellt vatni yfir þannig að fljóti yfir kjötkássuna.“ Þegar þessu er lokið er sett á lægsta hitann. „Hér ligg- ur galdurinn; það á að láta þetta malla helst í þrjá tíma.“ Helgi segir að rétturinn ætti ekki að eyðileggjast þó hann væri eldaður skemur. „Finnið einhvern góðan hljóm- disk eða vínylplötu og farið að taka til ... eða eitthvað. Galdurinn við kjöt- sósuna er nefnilega að gefa sér tíma og láta hana malla lengi við vægan hita.“ Helgi segir að matgæðingar muni uppskera ríkulega þegar sest verður að borðum yfir rjúkandi spaghetti, soðnu „al dente“ (7 til 8 mínútur) með þessari dýrindis kjötsósu sem gefin hefur verið þessi tími og að síðustu er rifnum ferskum parmesanosti stráð yfir her- legheitin. „Ekki skemmir að skola þessum dýrindisrétti niður með rauð- vínsglasi.“ Víninnflutningsfyrirtækið Eðalvín var stofnað á sínum tíma með markmiðið „fræðsla og fagmennska“ að sögn stofn- endanna. Í ljósi þessara háleitu mark- miða standa Eðalvín fyrir athyglisverð- um nám- skeiðum um vín. Nám- skeiðin eru á afar hag- stæðu verði, grunnverðið fyrir námskeiðin er 1.500 kr en getur breyst við sérstök tækifæri, t.d. ef utan- aðkomandi leiðbeinandi er fenginn. Að auki býðst öllum þátttakendum 20% af- sláttur af veitingastöðum í Kvosinni en námskeiðin eru haldin á Vesturgötu 5 í jaðri Grjótaþorpsins. Stundum eru námskeið haldin annars staðar, t.d. eru tvö námskeið fyrirhuguð í Reykjanesbæ. Nánari upplýsingar má finna á edal- vin.is en eftirfarandi námskeið eru fyrirhuguð á næstunni: Janúar 20. Matur og vín 27. Að smakka blint Febrúar 3. Námskeið fyrir fagfólk veitingahúsa 4. Matur og vín (í Reykjanesbæ) 10. Matur og vín 17. Ítölsk vín 24. Matur og vín Mars 3. Að smakka blint (í Reykjanesbæ) 10. Að smakka blint 17. Lífræn vín Apríl 7. Chardonnay víða að 14. Matur og vín 28. Að velja vín í veisluna Maí 12. Freyðivín og kampavín 19. Grillmatur og vín 26. Hvítvín og hvítvín! Vínskóli Eðalvína Spaghetti Bolognese „Bolognese að hætti veitingastaðarins Ítalíu sem hefur að sjálfsögðu ítalskar matreiðsluhefðir í hávegum.“ Heimatilbúið Spaghetti Bolognese: Góður réttur gegn kulda E. Ó L.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.