Fréttablaðið - 03.02.2005, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 03.02.2005, Blaðsíða 1
SKOÐANAKÖNNUN Rúmlega 63 pró- sent telja að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir verði næsti formaður Samfylkingarinnar, en einungis 32 prósent nefna núverandi for- mann, Össur Skarphéðinsson. Þetta kemur fram í nýrri skoðana- könnun sem Fréttablaðið lét fram- kvæma. Ef einungis er litið til þeir- ra sem segjast myndu kjósa Sam- fylkinguna er munurinn enn meiri. Ef einungis er tekið tillit til þeirra sem taka afstöðu telja tæp 77 pró- sent að Ingibjörg Sólrún taki við formennsku, en rúm 21 prósent telja að Össur haldi áfram. Gunnar Helgi Kristinsson, pró- fessor í stjórnmálafræði segir að hann telji Össur enga möguleika eiga á sigri. Staða hans hafi þó batnað síðan fyrir einu til tveimur árum. Síðan fyrir kosningar hafi staða Ingibjargar Sólrúnar veikst, en það fylgi því að vera ekki á þingi. „Össur er sterkur í flokknum, fyrir utan að njóta meiri vinsemdar í Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. En það er erfitt að sjá fyrir sér að hann vinni þennan slag. Hann sagði sjálfur að hann sæi Ingibjörgu Sólrúnu fyrir sér sem framtíðarleiðtoga.“ Gunnar Helgi segir erfitt að meta stöðu þeirra tveggja í for- mannskosningunni út frá öðrum baráttum um formannsembætti stjórnmálaflokks. „Það er nærtæk- ast að bera saman Davíð Oddsson og Þorstein Pálsson árið 1991. En þar var munurinn mun minni á milli frambjóðendanna. Þar gat enginn sagt fyrir fram hvernig myndi fara, þrátt fyrir að menn hafi gert því skóna að Davíð yrði framtíðarleiðtogi flokksins.“ Gunnar Helgi man ekki eftir for- mannsslag þar sem sitjandi for- maður hafði svo slaka stöðu. Ekki er búið að ákveða hvenær kosning hefst. Nú eru um 14.000 á kjörskrá, og verður kosið um for- manninn meðal flokksmanna Sam- fylkingarinnar í póstkosningu, um það bil mánuði áður en landsfund- ur flokksins hefst. Búið er að skipa þriggja manna undirbúningsnefnd fyrir kosningarnar, en í henni sitja Flosi Eiríksson, Jón Gunnar Ottós- son og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson. - ss/sjá síðu 4 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI FIMMTUDAGUR MYRKIR MÚSÍKDAGAR Sinfóníu- hljómsveit Íslands flytur verk ásamt Kór Kársnesskóla á Myrkum músíkdögum í Há- skólabíói klukkan 19.30. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG 3. febrúar 2005 – 32. tölublað – 5. árgangur ● frumsýnd í gautaborg á morgun Gargandi snilld Engir álfar og tröll: ▲ SÍÐA 34 SÁTTUR VIÐ VERÐIÐ ÞRÁTT FYRIR SAM- RÁÐ Loftur Árna- son, framkvæmda- stjóri Ístaks, segir fyrirtækið ekki ætla að krefjast bóta vegna samráðs olíu- félaganna. Hann segist sáttur við kjörin. Farið verður yfir gögn vegna Land- helgisgæslunnar og Ríkiskaupa. Sjá síðu 2 MIKIÐ VERK ER ÓUNNIÐ Íslenskur starfshópur sem vann að því að bera kennsl á lík þeirra sem féllu í hamförunum við Indlandshaf á annan í jólum sneri heim frá eyjunni Phuket við Taíland á þriðjudag. Hópurinn segir að mikið starf sé óunnið þar sem enn eigi eftir að bera kennsl á mörg þúsund lík. Sjá síðu 4 FÉKK SJÓNINA AFTUR EFTIR STÓRAR AÐGERÐIR Íris var komin með minna en 20% sjón og stefndi hrað- byri í að verða blind vegna arfgengs sjúk- dóms. Þá fékk hún gefins hornhimnur, aðra frá Danmörku en hina frá Bandaríkjunum. Hún fór í tvær aðgerðir og fékk sjónina aftur. Sjá síðu 6 Kvikmyndir 36 Tónlist 34 Leikhús 36 Myndlist 36 Íþróttir 30 Sjónvarp 40 ● heimili ● tíska Sýnir húsgögn í Stokkhólmi Reynir Sýrusson: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS HÆGT KÓLNANDI Sunnanátt í fyrstu en snýst í ákveðna norðanátt fyrir norðan síðdegis. Slydduél og síðar él, fyrst vestan til, en norðan til í kvöld. Sjá síðu 4 Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 Helmingi fleiri nefna Ingibjörgu Sólrúnu Mun fleiri telja að Ingibjörg Sólrún verði næsti formaður Samfylkingarinnar, en að Össur haldi áfram. Prófessor í stjórnmálafræði segist ekki telja að Össur eigi möguleika á sigri og man ekki eftir formannsslag þar sem sitjandi formaður hafði svo slaka stöðu. SIGURVEGARI KVÖLDSINS Ísfirðingurinn Örn Elías Guðmundsson, eða Mugison eins og hann er betur þekktur, sópaði að sér verð- launum á Íslensku tónlistarverðlaununum sem afhent voru í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi. Aðrir atkvæðamiklir listamenn voru Ragnheiður Gröndal sem var valin besta söngkona ársins og hljómsveitin Jagúar sem var valin flytjandi ársins. ÍRAKSMÁLIÐ Eiríkur Tómasson lög- fræðiprófessor hafði ekki aðgang að fundargerðum utanríkismála- nefndar er hann vann álit fyrir forsætisráðherra um lögmæti ákvörðunar ríkisstjórnarinnar að styðja innrásina í Írak. Þetta stað- festi Eiríkur á fundi utanríkis- málanefndar í gær. „Þetta veikir stórkostlega álit Eiríks og sérstaklega þann þátt sem fjallar um samráðsskylduna við utanríkismálanefnd. Hann byggði eingöngu á upplýsingum frá forsætisráðuneytinu, gögnum sem öðrum er ekki einu sinni hleypt í,“ segir Steingrímur J. Sig- fússon, formaður Vinstri grænna. Hart var tekist á um kröfu stjórnarandstöðunnar að aflétta ætti trúnaði af fundargerðum nefndarinnar þar sem fjallað var um Íraksmálið. Meirihlutinn hafn- aði því. „Ég lýsti mig hins vegar óbundinn af því hvað mín eigin um- mæli varðar. Utanríkismálanefnd hefur ekki vald til þess að meina mér að láta mína afstöðu koma fram. Nú liggur það fyrir að utan- ríkisráðherra var búinn að segja það sama og Rannveig Guðmunds- dóttir hefur sömuleiðis lýst þessu yfir,“ segir Steingrímur. - sda Eiríkur Tómasson og álit um Íraksmálið: Fékk ekki aðgang að fundargerðum Inni í Fréttablaðinu í dag Ragga Gísla ruglar saman reytum við japanskan slagverksleikara ■ 17 kaupir Retro Göturnar í lífi Sigtryggs Baldurssonar ■ Klæðskerasniðnir íþróttaskór F25. TBL. 2. ÁRG. 3. 2. 2005 Gunnlaug þandi raddböndin fyrir Benetton „Áfram sömu vitleysingarnir“ Auddi, Sveppi og Pétur 20-40 ára Me›allestur dagblaða Samkvæmt fjölmi›lakönnun Gallups nóvember 2004 MorgunblaðiðFréttablaðið 61% 37% Febrú artilbo ð Office 1 Sup erstor e fylgir blaðin u í da g! Íslensku tónlistarverðlaunin: Mugison með fernu VERÐLAUN Tónlistarmaðurinn Mug- ison kom sá og sigraði á Íslensku tónlistarverðlaununum sem veitt voru í gærkvöldi og fór heim með fern verðlaun. Mugison sigraði í flokkunum besta poppplatan, besta lagið, besta plötuumslagið og vinsælasti flytjandinn. Aðrir flytjendur sem gátu unað vel við sitt voru meðal annars Ragnheiður Gröndal sem vann til tvennra verðlauna fyrir bestu dægurlagaplötuna og sem söng- kona ársins. Reggíhljómsveitin Hjálmar þótti hafa gefið út bestu rokkplötuna og vera bjartasta vonin. Páll Rósinkranz var valinn söngvari ársins en hljómsveitin Jagúar flytjandi ársins. - bs/Sjá nánar á síðu 42 FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Hver telur þú að verði formaður Sam- fylkingarinnar að loknu flokksþingi? Ingibjörg Sólrún Gísladóttir 63,2% Össur Skarphéðinsson 32,3% Annar 4,4%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.