Fréttablaðið - 03.02.2005, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 03.02.2005, Blaðsíða 10
10 3. febrúar 2005 FIMMTUDAGUR Skortur á skólahúsnæði: Borgin vill starfrækja Landakotsskóla REYKJAVÍK Skólayfirvöld í Landakots- skóla hafa óskað eftir skriflegum til- lögum frá fræðsluyfirvöldum um að skólinn verði hluti af almennu skóla- kerfi en Reykjavíkurborg hafði óskað eftir viðræðum um rekstrar- samning við kaþólsku kirkjuna. Hjalti Þorkelsson skólastjóri segir að ekki hafi verið tekin afstaða til málsins. „Þetta eru hugmyndir í lausu lofti og við getum ekki tekið afstöðu fyrr en við fáum eitthvað í hendurnar,“ segir hann. Gert er ráð fyrir að nemendum í Vesturbænum fjölgi um 100 á næstu árum. Vestur- bæjarskóli getur ekki tekið við öllum þessum fjölda og þarf því að leysa málið með öðrum hætti. Landakots- skóli hefur í dag um 100 nemendur og landrými til að taka við öðrum eins fjölda. Hjalti segir að fræðsluyfirvöld hafi viðrað ýmsar hugmyndir um að nýta betur það sem sé fyrir hendi í Landakotsskóla. Fundurinn hafi ver- ið liður í viðræðum um stöðu einka- skólanna í Reykjavík. Tillagnanna er vænst um miðjan febrúar og í fram- haldi af því verður málið skoðað. - ghs Maraþonátök í Framsóknarflokknum Átökin í Framsóknarflokknum eru til tveggja ára því flokksmenn telja að þá muni Halldór Ásgrímsson hætta í stjórnmálum. Árni Magnússon ætlar sér formannsstólinn og hefur hafið valdatafl þar sem hver leikur skiptir máli. Altalað er meðal framsóknar- manna, svo notuð séu orð þeirra sjálfra, að Halldór Ásgrímsson ætli að draga sig í hlé í íslenskum stjórnmálum að loknu þessu kjör- tímabili. Þau innbyrðis átök í flokknum sem flokkurinn hefur þurft að glíma við að undanförnu eru sögð snúast um það hver taki við formennsku flokksins af Halldóri. Slagurinn stendur milli tveggja fylkinga. Önnur er skipuð nánum samstarfsmönnum Hall- dórs og hafa bræðurnir Árni og Páll Magnússynir þar töglin og hagldirnar. Sú fylking hefur ýmist verið nefnd, „þæga liðið“, „klíkan“ eða jafnvel „nýi Fram- sóknarf lokkurinn“ . Auk bræðranna hafa verið orðuð við þennan væng flokksins Val- gerður Sverris- dóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Hjálmar Árnason þingflokksformaður, Guðjón Ólafur Jóns- son varaþingmaður og Björn Ingi Hrafnsson, varaþingmaður og aðstoð- armaður Halldórs. Hinir óþægu Hin fylkingin samanstendur af rótgrónum framsóknarmönnum sem leggja öðru fremur áherslu á lýðræði, samvinnu og jafnræði, eða „gömlu góðu gildin“ eins og þau eru nefnd. Þessi fylking hefur verið nefnd „hinir óþægu“ og „Kidda-klíkan“. Hana skipa meðal annarra Kristinn H. Gunnarsson þingmaður, Jónína Bjartmarz þingmaður, Siv Friðleifs- dóttir þingmaður og Guðni Ágústsson landbún- aðarráðherra. Árni taki við af Hall- dóri Hræringarnar innan flokksins og átökin fyrir upphaf aðalfund- ar Félags ungra fram- sóknarmanna í Kópavogi í fyrrakvöld sem og í Freyj- unni, Félagi framsóknar- kvenna í Kópavogi eru sagðar snúast um það eitt að koma Árna Magnússyni í þá stöðu að hann verði öruggur arf- taki Halldórs um formannssætið. Til þess að svo megi vera verður Árni að komast fram fyrir Siv í flokknum. Siv var fyrsti maður á lista Framsóknarflokksins í Suð- vesturkjördæmi og var kjörin fimmti þingmaður kjördæmis- ins í síðustu alþingiskosningum. Hún var eini framsóknarmaður- inn í kjördæminu sem náði kjöri. Þá hefur Siv verið ritari flokks- ins og þar með gegnt einu helsta trúnaðarembætti flokksins. Ótryggt bakland í kjör- dæmi formannsins Árni var annar maður á lista Framsóknar- flokks í Reykjavík norð- ur. Framsóknarflokkur- inn hefur þar mjög ótryggt bakland, fékk rúm 11 prósent í síð- ustu alþingiskosning- um og alls ekki var út- séð með að formaður- inn sjálfur, sem skipaði fyrsta sæti á listanum, næði kjöri. Árni komst sjálfur inn sem upp- bótarþingmaður. Því stefna stuðningsmenn Árna að því að koma honum í ör- uggt sæti í kjördæmi sem hefur tryggt bakland framsóknar- manna. Tvö hafa verið nefnd, annað er Suðurkjördæmi, þar sem framsóknarmenn hafa löngum haft mikil ítök. Guðni Ágústsson var þar fyrsti maður á lista og hefur þar mikið persónu- fylgi. Á hæla hans var Hjálmar Árnason, sem ólíklegt er að muni vera gert að rýma sæti sitt fyrir Árna því hann hefur í erfið- um málum reynst formannin- um haukur í horni sem for- maður þingflokksins. Ítök í stjórnum hjálpa til Stuðningsmenn Árna horfa því hýrum augum til kjör- dæmis Sivjar, Suðvesturkjör- dæmis. Aðildarfélögin innan flokksins útnefna fulltrúa á flokksþing og kjördæma- þing. Á kjördæmaþingi er raðað á framboðslista. Ítök í stjórnum aðildarfélaganna hjálpa því til við að komast á framboðslista í kjördæm- inu en það er einmitt það sem átökin í Freyju nú á dögunum snerust um. Freyjan hefur verið orðuð við „hina óþægu“ og er fyrrverandi formaður Freyjunnar, Una María Óskarsdóttir, sem var að- stoðarmaður Sivjar í um- hverfisráðuneytinu, sögð vera í þeim hópi. Með því að taka yfir stjórn Freyjunnar með hjálp eiginkvenna sinna og vin- kvenna þeirra, sem margar hverjar koma úr hvítasunnusöfn- uðinum, náðu bræðurnir ítökum í aðildarfélagi sem áður var hlið- hollt andstæðingum þeirra. Ber Siv þar hæst. Hrossakaup í Kópavogi „Óþæga liðið“ í Kópa- vogi undirbjó mótleik fyrir aðalfund Félags ungra framsóknar- manna í Kópavogi á þriðjudagskvöld. Í stjórn sátu stuðnings- menn bræðranna og formaður var Einar Kristján Jónsson, bróð- ir Guðjóns Ólafs vara- þingmanns. Andstæð- ingar þeirra hugðust taka yfir stjórnina og ná þannig til baka þeim fulltrúum flokksþings sem fylkingin hafði tapað við yfir- töku Freyjunnar. Smalað var um fjörutíu nýjum liðsmönnum svo þetta mætti takast, en áður en fundurinn hófst náðust sættir meðal fylkinganna. „Óþæga liðið“, sem bæjarfulltrúinn Ómar Stefánsson var í fararbroddi fyrir, gerði samning við Pál Magnússon sem fundarmenn nefndu sumir „hrossakaup“ á leið út af fund- inum. Ómar fékk tvo fulltrúa í sjö manna stjórn, þar á meðal bróður sinn Jón Þorgrím Stefánsson, og ákveðinn fjölda fulltrúa á flokks- þing. Spenna fyrir flokksþing Flokksþingið er það sem báðar fylkingarnar bíða spenntar eftir. Þar mun koma í ljós hverjir verða næstu leikir í valdataflinu sem mun þó ekki ná hámarki fyrr en á flokksþinginu að tveimur árum liðnum, árið 2007, þegar líklegt er að Halldór láti af formennsku. Halldórs-fylkingin er í nokk- urri klemmu varðandi kjör til stjórnar. Til þess að styrkja stöðu Árna verður að reyna að koma annaðhvort Siv eða Guðna frá sem ritara og varafor- manni. Líklegir fulltrúar á flokkþingi eru sagðir vera jafnmargir í hvorri fylkingunni og því þykir allt of áhættusamt að tefla Árna fram, hvort sem er gegn Siv eða Guðna, því ef hann tapar verða vonir hans um formannsembættið að tveimur árum að engu. Gætu teflt Valgerði fram Til þess að skáka „óþæga lið- inu“ og veikja stöðu Guðna og Sivjar verður „þæga liðið“ að reyna að steypa öðru hvoru þeirra af stalli sem varaformanni og rit- ara. Þykir þar Valgerður Sverris- dóttir líklegust til árangurs enda er hún talin minna umdeild en Árni. Hún hefur jafnframt staðið lengi í fremstu línu í flokknum og var meðal annars fyrst kvenna til að gegna embætti iðnað- ar- og viðskiptaráð- herra. Valgerður gæti jafnframt starfað áfram sem varaformað- ur eða ritari við hlið Árna, takist honum að ná formannsstóln- um á þarnæsta flokksþingi, eins og vonir hans standa til. ■ Su mar sól 19 .950 kr. Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 Fyrstir koma - fyrstir fá! Alicante Beint leigu- flug me› Icelandair í allt sumar! Sumarhúsa- eigendur og a›rir farflegar til Spánar! Flugáætlun Flug fram og til baka með flugvallarsköttum. Verð miðast við að bókað sé á Netinu, ef bókað er í síma eða á skrifstofu bætast 2.000 kr. við hverja bókun. Netverð frá 19. og 31. mars 11. apríl 18. maí og síðan alla miðvikudaga í sumar til 5. október. HJALTI ÞORKELSSON Skólastjóri Landakotsskóla segir hugmyndir borgarinnar liggja í lausu lofti og ekki sé hægt að taka afstöðu fyrr en skólayfirvöld fái eitthvað skriflegt í hendurnar. SIGRÍÐUR D. AUÐUNSDÓTTIR BLAÐAMAÐUR BAKSVIÐS ÁTÖKIN Í FRAMSÓKNARFLOKKNUM HALLDÓR ÁSGRÍMSSON OG SIV FRIÐLEIFSDÓTTIR Halldór og Siv tilheyra sinni hvorri fylkingu Framsóknarflokksins. Slagurinn stendur nú á milli „nýja Framsóknarflokksins” og „hinna óþægu”.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.