Fréttablaðið - 03.02.2005, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 03.02.2005, Blaðsíða 14
MISHEPPNUÐ METTILRAUN Lindsay Muir reyndi í gær að setja hæðar- met í loftbelg en þurfti að hætta við vegna mikilla vinda. Hún vonaðist til að komast í 10.101 metra hæð yfir Norður-Ítalíu. 14 3. febrúar 2005 FIMMTUDAGUR Rannsókn þýsku lögreglunnar vegna fíkniefna í Hauki ÍS: Munu leita aðstoðar íslensku lögreglunnar FÍKNIEFNI Beiðni um aðstoð ís- lensku lögreglunnar við rann- sókn á fíkniefnamáli sem tveir Íslendingar sitja í gæsluvarð- haldi út af, hefur ekki enn borist íslenskum yfirvöldum. Að sögn Roberts Dütsch, upplýsingafull- trúa hjá tollinum í Hamborg, er beiðnin enn í þýska kerfinu hafi hún ekki borist til Íslands. Hjá dómsmálaráðuneytinu, alþjóðadeild ríkislögreglustjóra og fíkniefnadeildinni í Reykja- vík fengust þær upplýsingar að beiðni um aðstoð við rannsókn málsins hafi ekki borist. Íslend- ingarnir tveir sem voru skip- verjar á Hauki ÍS hafa setið í gæsluvarðhaldi í tæpan mánuð eftir að leit var gerð í skipinu í Bremerhaven. Í skipinu fundust þrjú og hálft kíló af kókaíni og þrjú og hálft kíló af hassi í klefum mannanna. Dütsch segist ekki gefa upp neinar frekari upplýsingar en fram eru komnar um gang rann- sóknarinnar. Þó staðfesti hann að ekki hefðu fleiri verið hand- teknir vegna málsins. - hrs ATVINNA Í könnun sem IMG Gallup gerði kom í ljós að fjórðungur fólks í atvinnuleit á höfuðborgar- svæðinu gat hugsað sér að flytjast búferlum, byðist því starf við hæfi. Flestir þeirra sem voru til- búnir að flytja töldu Akureyri ákjósanlegan búsetustað. Þegar þátttakendur voru beðnir að nefna eitt til þrjú fyrirtæki sem þeir gætu helst hugsað sér að vinna hjá voru fjölmörg fyrir- tæki nefnd. KB banki, Íslands- banki, Icelandair, Actavis, IMG og Landsbankinn voru oftast nefnd. Spurt var um áhuga þátttak- enda á að starfa í ellefu atvinnu- greinum. Af þeim greinum sem spurt var um höfðu þátttakendur mestan áhuga á að starfa hjá bönk- um, sparisjóðum, verðbréfafyrir- tækjum og hátæknifyrirtækjum. Þar á eftir komu tölvu- eða hug- búnaðarfyrirtæki en minnstan áhuga sýndu þátttakendur á störf- um í fiskiðnaði. Könnunin var gerð síðla árs í fyrra. Þátttakendur voru um 1000 en gagnaöflun fór fram á vef- svæðum ráðningarstofanna Mann- afls, Liðsauka og Vinna.is. - kk Kraumandi óánægja starfsmanna Kópavogs Starfsfólk í skrifstofustörfum í Kópavogi segir störf þeirra hafa verið gengis- felld í nýju starfsmati sveitarfélagsins. Dæmi séu um að laun þeirra sem hefji störf á skrifstofunni séu 20 til 30 þúsund krónum lægri en þeirra sem fyrir séu. KJARAMÁL Meirihluti starfsmanna skrifstofu Kópavogsbæjar und- irrituðu bréf til bæjarstjórnar- innar og mótmæltu launamis- rétti og versnandi stöðu starfs- manna í Starfsmannafélagi Kópavogs. Á stjötta tug starfsmanna segja ekki lengur unað við þrælsótta, und- irgefni og hræðslu við að kvarta yfir kjörum og að- búnaði. Þeir krefjast þess að samið verði við þá heima í hér- aði. H a n s í n a Björgvinsdóttir, b æ j a r s t j ó r i Kópavogs, segir ekki koma til greina að segja sig úr samstarfi við launanefnd sve i tarfé lag - anna. Starfsfólk bæjarins sé of fjölmennt til að það gangi upp. Guðrún Einarsdóttir, aðalbók- ari Kópavogsbæjar, segir mæl- inn hafa fyllst þegar starfsmat sveitarfélaga, sem átti að liggja fyrir 1. desember 2002, hafi verið birt ný- lega. Starfs- fólk hafi búist við launa- h æ k k u n : „Flest störf hækka um tvo launaflokka, fjögur þúsund krónur. Aðrir sem hafa beðið þolinmóðir eft- ir leiðréttingu launanna sjá störf þeirra lækkuð frá einum og upp í fjórtán launaflokka.“ Skrifstofu- störf lækki um allt að 20 til 30 þúsund krónur. Hansína segir mikla þróun í samfélaginu geta breytt störfum fólks: „Það er ekki óeðlilegt að óánægja komi fram þegar fólki er sagt að starfið sem það vinnur er ekki eins verðmætt og fyrir það er greitt.“ Samningar starfs- mannanna séu lausir 1. mars. Þá verði málin skoðuð. Jófríður Hanna Sigfúsdóttir, formaður Starfsmannafélags Kópavogs, segir bréf starfs- manna á Kópavogsskrifstofu fé- laginu óviðkomandi. Með starfs- matinu sé síðasta kjarasamningi framfylgt. Hún hafi ekki heyrt af eins kraumandi óánægju annarra starfsmanna bæjarins. Guðrún segir fólk almennt að leita leiða til að ganga úr starfs- mannafélaginu til að ná kjara- bótum. Í bréfinu stendur að sí- fellt versni staða félaga í starfs- mannafélaginu. Laun félags- manna hafi hækkað um 35 pró- sent á sama tíma og dæmi séu um að laun yfirmanna, sem ekki þurfi að vera í félaginu, hafi hækkað um 75 til 80 prósent. Hansína segir launahækkun yfirmannanna hafa verið nauð- synlega. Fólk hafi ekki gefið kost á sér í nefndir. gag@frettabladid.is Ákæra þingfest: Sló mann með flösku í höfuðið DÓMSMÁL Ákæra á hendur tvítug- um manni var þingfest í Héraðs- dómi Reykjaness í gær. Maðurinn er sakaður um sérstaklega hættu- lega líkamsárás eftir að hafa slegið annan mann í höfuðið með flösku. Flaskan sem notuð var til árás- arinnar brotnaði við höggið með þeim afleiðingum að þolandinn hlaut skurð aftan á vinstra eyra. Árásin átti sér stað í Hafnarfirði í maí á síðasta ári. Telst brotið varða við 218. grein almennra hegningar- laga. - hrs HAUKUR ÍS Tveir skipverja Hauks ÍS hafa verið í haldi þýsku lögreglunnar í tæpan mánuð. Í skipinu fundust þrjú og hálft kíló af kókaíni og þrjú og hálft kíló af hassi í klefum skipverjanna. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M – hefur þú séð DV í dag? Klámmyndum af íslenskum smástelpum dreift á netinu Stúlkurnar miður sín en varnarlausar Starfsmannafélögin: Áttu von á kjarabót KJARAMÁL Misskilnings virðist hafa gætt við kynningu á síðasta kjarasamningi launanefndarinn- ar við starfsmannafélagið á Seltjarnesi. Það segir Ingunn Hafdís Þorláksdóttir núverandi formaður Starfsmannafélags Seltjarnarness. „Ég vil meina að starfsmatið hafi ekki verið rétt kynnt fyrir félagsmönnum í upphafi og við séum að vinna úr þeirri flækju núna,“ segir Ingunn. „Það vonuðust allir til að starfsmatið leiddi til kjarabóta,“ segir Ingunn. Reyndin hafi verið önnur. Launanefndin hafi talað um hækkun heildarinnar, en ekki allra starfshópa. - gag INGUNN HAFDÍS ÞORLÁKSDÓTTIR Vill að starfsmannafélög sveitarfélag- anna semji við launanefndina. Félögin séu sterkari saman. AKUREYRI Í JANÚARSÓL Hlýir vindar hafa leikið um Akureyringa síðustu daga og engu líkara en vorið sé handan hornsins. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /K K Fólk á höfuðborgarsvæðinu í atvinnuleit: Akureyri ákjósan- legur búsetustaður Forseti Íslands: Flytur ræðu á Indlandi FORSETINN Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, flytur í dag setning- arræðu á alþjóðlegri ráðstefnu um loftslagsbreytingar og sjálfbæra þróun sem haldin er í Dehli á Ind- landi. Í tilkynningu frá skrifstofu forsetans segir að forsetinn muni í ræðu sinni einkum fjalla um vax- andi hættu vegna loftslagsbreyt- inga sem rannsóknir á norður- slóðum hafi leitt í ljós. Hann mun einnig tala um reynslu Íslendinga af nýtingu jarðhita og sjálfbærra orkulinda og þann lærdóm sem önnur lönd geti dregið af henni. -th Fljótsdalshérað: Víðfeðmasta sveitarfélagið SVEITARFÉLÖG Landmælingar Íslands hafa staðfest að Fljótsdalshérað er víðfeðmasta sveitarfélag landsins, alls 8.884 ferkílómetrar að flatar- máli. Sveitarfélagið Fljótsdalshérað varð til 1. nóvember 2004 við sam- einingu Austur-Héraðs, Fellahrepps og Norður-Héraðs. Fljótsdalshérað er fjölmennasta sveitarfélag á Aust- urlandi, með 3.364 íbúa 1. desember síðastliðinn, en þar af búa ríflega 2.100 manns í þéttbýlinu á Egils- stöðum og í Fellabæ. Er það því fjölmennasti þéttbýliskjarninn á Austurlandi. - kk ,,Það er ekki óeðli- legt að óá- nægja komi fram þegar fólki er sagt að starfið sem það vinnur sé ekki eins verðmætt og fyrir það er greitt,“ segir Hansína. ÓLÆTI Á SJÚKRAHÚSI Jenita Jeyarajah, með Barn 81 í höndun- um, og Murugupillai Jeyarajah, fyrir miðju, ruddust inn á sjúkrahús til að sækja barnið sem þau segjast eiga. Srí Lanka: Allir vilja óþekkt barn SRI LANKA, AP Lögreglan í Kal- munai á Srí Lanka handtók fjóra einstaklinga eftir að þeir réðust inn á sjúkrahús þar sem barn sem þeir segjast eiga er vistað. Ekki hefur enn tekist að bera kennsl á barnið, sem nefnt er Barn 81 þar eð það var 81. ein- staklingurinn sem lagður var inn á sjúkrahúsið eftir að flóðbylgjan reið yfir Srí Lanka á annan í jól- um. Barnið er ungur drengur sem níu konur segjast eiga. Fólkið sem lögreglan handtók er ákært fyrir líkamsárás og að fara inn á sjúkrahúsið í heimildar- leysi. ■ HANSÍNA BJÖRGVINSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.