Fréttablaðið - 03.02.2005, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 03.02.2005, Blaðsíða 21
Íslenskir stjórnmála- menn hafa fengið þarfa og verðskuldaða yfir- halningu sem þeir munu seint gleyma. Þökk sé fram- taki Þjóðarhreyfingarinnar. Þökk sé framtaki Þjóðarhreyfingarinnar Málflutningur þeirra örfáu stað- föstu gegn áhrifamiklu fram- taki Þjóðarhreyfingarinnar er orðinn brjóstumkennanlegur. Í fyrstu var söfnun hreyfingar- innar svarað af mikilli heift en litlum rökum. Nú er látið að því liggja að þetta brambolt hafi svo sem ekki skipt neinu máli og engu skilað. Samt hafa hinir örfáu staðföstu ekki fundið gleði sína á ný. Beiskjan loðir við tungu þeirra. Skýringin er auðvitað sú að Þjóðarhreyfingin náði takmarki sínu. Í fréttatilkynningu sem gefin var út þegar hafist var handa segir: „Ástæða söfnunarinnar er að í mars 2003 tóku forsætis- ráðherra og utanríkisráðherra Íslands einhliða ákvörðun um að lýsa yfir stuðningi við innrás Bandaríkjanna og bandamanna þeirra í Írak. Ákvörðun þessi hefur hvorki verið afgreidd formlega frá Al- þingi né frá ríkisstjórn Íslands. Með ákvörðuninni var nafn Ís- lendinga – okkar allra – lagt við aðgerðir innrásarhersins í Írak – þrátt fyrir eindregna andstöðu þjóðarinnar.Yfirlýstur stuðning- ur Íslands hefur vakið mikla at- hygli á alþjóðavettvangi. Á þeim sama vettvangi er því nauðsynlegt að leiðrétta þessi mistök ráðherranna – og biðja Íraka afsökunar á þeim.“ Enginn reiknaði með að íbúar New York þyrptust út á götur daginn sem yfirlýsingin birtist eða Bush bæðist afsökunar á innrásinni í Írak. Þó varð yfir- lýsingin til þess að hreyfa við Hvíta húsinu. Háttsettur yfirmaður á þeim bæ upplýsti að nafn Íslands væri þar notað eftir því sem hentaði við hernaðarrekstur Bandaríkjastjórnar. Kjarni málsins er þó sá að yfirlýsing Þjóðarhreyfingarinnar var birt á heilsíðu í aðalblaði eins virtasta dagblaðs í heimi og fréttir af því flugu um alla heimsbyggðina. Rötuðu á frétta- síður og vefsíður sem milljónir manna lesa. Afar margir eru nokkru nær um raunverulega afstöðu íslensku þjóðarinnar til hinnar löglausu og siðlausu ákvörðunar Davíðs og Halldórs. Dýrmætast er þetta framtak Þjóðarhreyfingarinnar þó fyrir okkur sjálf ñ í bráð og lengd – sem táknræn aðgerð. Sem vitn- isburður um að Íslendingar bregðast við þegar ráðamenn vanvirða lýðræðið og sverta nafn þeirra. Íslenskir stjórnmálamenn hafa fengið þarfa og verðskuld- aða yfirhalningu sem þeir munu seint gleyma. Þökk sé framtaki Þjóðarhreyfingarinnar. ■ 21FIMMTUDAGUR 3. febrúar 2005 Stóðst ekki mátið að láta frá mér smá athugasemd varðandi auglýs- ingar frá Umferðarstofu. Mikið hefur verið í umræðunni að berir kvenlíkamar séu settir í auglýsing- ar og vilja femínistar meina að þetta sé gríðarlega neikvætt fyrir konur. Gott og vel, ég ætla ekki að taka afstöðu til þess þó í mínu til- viki stökkvi ég ekki til og kaupi súkkulaði eða bíl þó svo fatalaus kona sé í auglýsingu á varningnum. Í auglýsingum frá Umferðar- stofu sést karlmaður með barn í fanginu hlaupa niður stiga af því- líku vítaverðu kæruleysi að setti að manni hroll. Önnur auglýsing sýnir karlmann úti á svölum að gera klárt fyrir grillið en ekkert handrið á svölunum. Hann er með ungan son sinn með sér og missir litli drengur- inn boltann fram af svölunum. Snáðinn stingur sér að sjálfsögðu á eftir boltanum. Mér finnst þessar auglýsingar sýna karlmenn í ljósi sem samfélag- ið vill að þeir séu. Þegar kemur að börnum vita karlmenn minna en ekki neitt eða um barnauppeldi yfir höfuð. Við erum kærulausir gagn- vart börnunum okkar og ef barn slasast þá er það karlmanni að kenna. Vil ég hvetja Umferðarstofu til þess að hugsa sig tvisvar um áður en næsta auglýsing er gerð því það er örugglega hægt að koma þessum áríðandi skilaboðum á framfæri án þess að ráðast gegn karlmönnum og börnum þeirra. Þessi stöðuga nei- kvæða umfjöllun um karlmenn og börn er orðin rosalega þreytandi því ég held að hægt sé að segja með vissu að við erum alveg eins og mæðurnar. Viljum það besta fyrir börnin okkar og elskum þau skil- yrðislaust. Höfundur er jafnréttismaður. ■ HJÖRTUR HJARTARSON UMRÆÐAN ÞJÓÐARHREYFINGIN ,, Neikvæð ímynd í auglýsingum Vil ég hvetja Um- ferðarstofu til þess að hugsa sig tvisvar um áður en næsta auglýsing er gerð því það er örugglega hægt að koma þessum áríð- andi skilaboðum á framfæri án þess að ráðast gegn karl- mönnum og börnum þeirra. ,,OTTÓ SVERRISSON UMRÆÐAN AUGLÝSINGAR UMFERÐARSTOFU Nú um áramótin tóku gildi nýjar reglur um sorphirðu í Reykjavík. Þessar breytingar hafa reyndar haft nokkurn aðdraganda. Mér finnst að með þessum nýju reglum sé sorphirðan komin út í algera vit- leysu. Sett hafa verið eða verða sett örmerki á allar sorptunnur sem mér skilst að kosti um 5.000,- kr. á hverja tunnu í Reykjavík! Hugsið ykkur, fimm þúsund krón- ur! Og að auki hefur verið settur dýr búnaður í hvern sorpbíl sem mér skilst að lesi hvaðan hver tunna er. Og ekki er öll vitleysan eins. Sumstaðar (einbýlishús) á að hirða sorp á tveggja vikna fresti, annars vikulega, en samt þarf sorp- bíllinn að aka hvort sem er um hverfið. Hvað er eiginlega að? Eru einhverjir blýantsnagarar hjá Reykjavíkurborg, sem hafa of lítið að gera (naga blýanta), búnir að finna upp hjólið eina ferðina enn? Við borgarbúar höfum sam- viskulega greitt okkar sorphirðu- gjöld í gegnum árin, og nú á að fara að þvinga okkur til að minnka sorp. Hvað eigum við að gera við sorpið svo við þurfum ekki að borga meira? Fara með það upp í Heið- mörk, eða Elliðaárdal? Það er a. m. k. ódýrara. Og svo þegar maður fer með rusl úr geymslunni sinni á sorphaugana . . . æ fyrirgefið . . endurvinnslustöðvarnar! Ja hérna, öllu má nú nafn gefa, þá líður manni eins og glæpamanni, maður er spurður: Er þetta frá heimili eða fyrirtæki? Ertu með bílaverkstæði, rekurðu sjónvarpsviðgerðir o.s. frv. Er furða að maður sjái heilu bílhlössin af drasli í nágrenni borg- arinnar þegar fólk er tekið í svona yfirheyrslu? Og í ofanálag þarf að borga fyrir að henda sumu drasli á sorphaugana . . . úps . . . gleymi mér alltaf . . . endurvinnslustöðvarnar. Ég hvet íbúa Reykjavíkur að hunsa alveg þessa vitleysu og troða sorpi, drasli og hverju sem er í tunnurnar sem aldrei fyrr, þó við þurfum kannski að borga meira fyrir. Með því móti komum við best til skila andstöðu okkar við þessa dellu. Reykjavíkurborg á að sjá sóma sinn í því að hirða frá okkur sorp sem oftast. Og svo er hér ábending til ykkar borgarbúar varðandi sorptunnur: Við eigum ekki sorptunnurnar, heldur Reykjavíkurborg, og þar af leiðir að Reykjavíkurborg á þá að sjá um þrif á þeim! Munið það næst þegar þarf að þrífa tunnurnar! Og aftur: Muna að henda sem mestu drasli í tunnurnar. Samstaða er það sem skilar mestum árangri! ■ Að mínu mati snúast stjórnmál fyrst og fremst um mannskilning. Hvernig lítum við á annað fólk, eða okkur sjálf, og hvernig upplifum við það net einstaklinga sem móta sam- félagið. Ég vil líta á einstaklinga sem ábyrga, skapandi og heiðar- lega. Ég vil líta á einstaklinga sem upplýsta með sjálfstæðar skoðanir og þess megnuga að taka ákvarðan- ir í eigin málum. Ég vil líta á ein- staklinga sem ófullkomnar verur sem bæði hafa kosti og galla en geta sem heild stutt og bætt hver annan. Ég lít á stjórnmálaflokka sem hóp fólks með mismunandi skoðanir en sömu megin markmið. Hóp fólks sem er tilbúið að vinna saman af virðingu og víðsýni en hafa þó þroska til að lúta vilja lýðræðisins. Ég styð forystu sem hefur kjark til þess að leita að nýjum lausnum mála, viðurkenna margbreytileika og fjölbreytni mannlegs lífs og vill vinna samkvæmt því. Ég kýs stjórn- málaflokk sem tengir saman vald og ábyrgð og hefur þrek til að hlusta á skoðanir allra sem málið varðar, hvaða flokki sem þeir til- heyra. Ég vil sjá stofnanir samfé- lagsins með öflug eftirlitskerfi. Stofnanir sem veita frjálsu fram- taki einstaklinga aðhald og móta leikreglur. Ég vil sjá öflugt velferð- ar- og menntakerfi þar sem litið er til framtíðar og hugað að þeim verðmætum sem búa í hverjum ein- staklingi. Ég vil sjá stofnanir sam- félagsins byggja á samvinnu og skilvirkni þar sem árangur er mæli- kvarðinn á gæði þeirra. Ég vil lifa í samfélagi þar sem ríkir jafnræði og jafnréttti, samfélagi þar sem jöfn- uður birtist fyrst og fremst í jöfnum tækifærum. Ég vil sjá stjórnmál þar sem borin er virðing fyrir ein- staklingum, þar sem mannskilning- urinn er grundvallaður á tillitssemi og lýðræði og réttur einstaklinga á mannsæmandi lífi er í fyrirrúmi. Ég tel að Ingibjörg Sólrún og Sam- fylkingin geti gert þessar hugmynd- ir að veruleika. Þess vegna vel ég Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttir sem formann Samfylkingarinnar. ■ Kjósum Ingibjörgu Sólrúnu INGA SIGRÚN ATLADÓTTIR KENNARI OG GUÐFRÆÐINGUR SKRIFAR UM FORMANNSKJÖR Í SAMFYLKINGUNNI JÓN JÓNSSON FYRRVERANDI VAGNSTJÓRI SKRIFAR UM SORPHIRÐU Í REYKJAVÍK Ég vil sjá stjórnmál þar sem borin er virðing fyrir einstaklingum, þar sem mannskilningurinn er grundvallaður á tillits- semi og lýðræði og réttur einstaklinga á mannsæm- andi lífi er í fyrirrúmi. ,, Sorphirða á villigötum Í Fréttablaðinu á mánudaginn voru gerð þau mistök að sagt var að lopapeysa sem Cinta- mani framleiðir kosti 19.960. Það er rangt því peysan kostar 16.960 krónur. ■ LEIÐRÉTTING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.