Fréttablaðið - 03.02.2005, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 03.02.2005, Blaðsíða 22
Atburðirnir á fundi Freyju, fé- lags framsóknarkvenna í Kópa- vogi, á fimmtudaginn í síðustu viku þar sem nýir félagar hlutu kosningu til stjórnar eiga ekki að koma neinum á óvart sem þekkja til mála Framsóknar- flokksins í Kópavogi. Sem fyrr- verandi formaður Framsóknar- félags Kópavogs er ég mest undrandi á því að til þessa hafi ekki komið fyrr. Siv Friðleifsdóttir, ritari Framsóknarflokksins, hefur brugðist við þessum atburði með því að kalla eftir áliti laganefnd- ar flokksins og þar með reynt að gera samflokksmenn sína tor- tryggilega. Þó svo að viðbrögð Sivjar við þessum tíðindum séu í sjálfu sér ekki óvænt, verður samt að segjast eins og er að þau koma úr hörðustu átt. Alltént kvað við annan tón úr hennar herbúðum sl. haust þegar kosið var á aðalfundi Framsóknarfé- lags Hafnarfjarðar. Mágur Sivj- ar lagði þar til atlögu við sitjandi stjórn, sennilega vegna þess að hún var ekki nægjanlega hlið- holl málstaðnum. Þá liggur það fyrir að umræðan um dauðalist- ann og húskarlana er að koma í bakið á henni sjálfri. Hvort tveggja hertæki sem smíðuð voru í herbúðum Sivjar og hafa gjarnan verið notuð gegn flokks- mönnum sem ekki ganga í takti við áætlanir hennar, eða töldu það eðli málsins samkvæmt rétt að hún léti af störfum ráðherra í vetur. Staðreyndin er sú að á undan- förnum árum hafa áform Sivjar um frama innan flokksins valdið ítrekuðum árekstrum í kjör- dæminu og æ meira hefur borið á því að þeim sem ekki „trúa“ sé refsað grimmilega. Nægir í því sambandi að nefna djöfulskap- inn úr hennar herbúðum á und- angengnum kjördæmisþingum, þó svo að á síðasta þingi hafi e.t.v. steininn tekið úr í þeirri at- lögu sem þar var gerð í nafni jafnréttismála. Þá hefur Siv nefnt það sem sérstakan missi að Una María Óskarsdóttir hafi tapað varaformannsstöðu sinni í stjórn Freyju. Það á auðvitað að vera verkefni allra formanna landssambanda, þar er Una María ekki undanskilin, að auka breidd þeirra fylkinga sem þeir fara fyrir. Þeim árangri ná þeir vart með því að þaulsitja sjálfir stjórnir undirfélaganna. Farið hefur fé betra hafa margir sagt við mig en ég held einfaldlega að þau vinnubrögð sem Una María hefur tamið sér, t.d. gagnvart Framsóknarfélagi Kópavogs, séu nú einfaldlega að hitta hana fyrir sjálfa. Það hefur einfaldlega við- gengist, til alltof langs tíma, í þessum flokki að konur hafi getað kallað eftir völdum og áhrifum á þeirri forsendu einni að þær séu konur, að íslenskur raunveruleiki sé svo snautlegur að til skammar sé fyrir húskarla flokksins og hæfileikar, þekking og innsæi í íslenskt samfélag skipti þar engu máli, einungis tölfræðin. Auðvitað er slíkur málflutn- ingur byggður á sandi og konur sem teknar eru alvarlega gefa minna en ekkert fyrir slíkan málflutning. Þetta vita auðvitað allir. Dapurlegra er að margar hæfileikaríkar konur sjá í þess- um málflutningi farartálma inn í flokkinn og fjölmörgum konum í flokknum er mikill ami af þessum málflutningi. Það er hins vegar döpur staðreynd að alltof margar konur láta glepjast af þessum málflutningi og svo eru það þær sem blygð- unarlaust nota hann sér til fram- dráttar. Hvernig víkur því ann- ars við að félagsmenn Freyju ráðast að Sigurbjörgu Vilmund- ardóttur með þeim hætti sem þeir hafa gert, eða þá að nýjum félagsmönnum. Freyja var orðin eins og sjúkur líkami hvers hvítu blóðkorn réðust gegn nýju blóði. Raunalegast er að lesa heima- síðu Sivjar á laugardaginn. Þar greinir hún frá því að Lands- samband framsóknarkvenna ætli á súpufundi að ræða þetta mál sem árás á stöðu kvenna og jafnréttismál flokksins. „Þvílík krísa“. Ég spyr: Í hvaða ljósi er þetta krísa? Er þetta krísa vegna þess að fjölgaði í Freyju? Er þetta krísa vegna þess að þessar nýju konur eru kjarkmiklar, vilja breytingar og vilja vinna innan vébanda Framsóknar- flokksins? Ég held varla. Þetta er auðvitað krísa vegna þess að þetta eru ekki réttar konur. Þetta eru ekki konurnar sem fóru hringinn á Toyotunni með formanni Landsambandsins. Fátt er svo með öllu illt að ei boði gott. Nú líður að aukaaðal- fundi í Framsóknarfélagi Kópa- vogs. Ég ætla að leyfa mér að túlka orð Sivjar þannig að ólíkt því sem áður hefur tíðkast láti Nesjamenn félagið í friði af því tilefni. Líkt og Siv gerði í Hafnarfirðinum í haust, lýsi ég yfir ánægju yfir því að fjölgi í flokknum. Segi það blygðunar- laust að ég á mér þá ósk heitasta að fjölgi meira. Hlakka til að vinna með nýjum og gömlum fé- lögum að málefnum til framfara í Kópavogi. Höfundur er fyrrverandi for- maður Framsóknarfélags Kópa- vogs og varabæjarfulltrúi. ■ Vel getur farið svo að Skaftá verði tamin, ýmist til að hefta landeyð- ingu af hennar völdum eða með því að virkja ána. Meðal annars er rætt um þá lausn að veita ánni í Langa- sjó. Vatnið varð ekki þekkt að fullu fyrr en á 19. öld og hefur síðan breyst úr aflöngu jökullituðu fjalla- vatni í blátt og tært stöðuvatn. Enn má reikna með að aðeins lítið brot Íslendinga þekki vatnið og um- hverfi þess af eigin raun og líklega enn færri útlendingar. Langisjór hefur eftirtektarverða stöðu meðal stærstu stöðuvatna landsins, á borð við Þingvallavatn, Mývatn, Hvítárvatn og Löginn. Hann er afar lítt snortinn af mönn- um. Að honum liggur jeppaleið og í hann hefur verið sleppt silungi. Vatnið er meðal fegurstu staða há- lendisins vegna lita, gróðurs (vikra- vistkerfis) og jarðmyndana. Beggja vegna vatnsins eru öflugustu gossprungur landsins, þ.e. Veiði- vötn-Vatnaöldur í norðri og Laka- gígar-Eldgjá í suðri . Vistkerfið er ungt, allfjölbreytt og merkilegt að fylgjast með framvindu þess. Og síðast en ekki síst er eyjum prýtt vatnið í kvos milli tveggja mó- bergshryggja en þeir eru ummerki öflugra sprungugosa undir ísaldar- jökli. Utan í Fögrufjöllum er röð stórfenglegra gíga. Þar sem þetta svæði í heild er í raun einn virkast hluti plötuskila á þurru landi í heimnum, og bæði með gosmenjar af íslausu og jökulþöktu landi, er það vísast til einstætt í heiminum. Langisjór er að mestu ónumið land í þeim skilningi að þar er unnt að stunda umhverfisvænar og léttar landnytjar. Á ég þá við að nýta umrætt svæði, að meðtöldum stóru gossprungunum, sem auðlind til fræðslu og ferðaþjónustu. Þarna eru fjölbreyttir gígar, alls konar hraun, gervigígar og laus gosefni og móberg í öllum myndum í mergjuðu landslagi. Auðvelt er að stika gönguleiðir, setja niður lítil hús og hóflega þjónustumiðstöð, skipuleggja gönguferðir (nú þegar að nokkru fyrir hendi) og bátsferð- ir. Svæðið hentar líka til vetrar- ferða. Það ber auðveldlega tugþús- undir gesta á ári ef vel er að staðið og alls ekki eingöngu þjálfaðasta hluta þeirra. Ef eitthvert svæði á skilið að verða þjóðgarður (hæfilega stór og með óunnum þróunarmöguleikum) er það gosreinin á umræddum slóð- um. Ef eitthvert svæði má merkja sem heppilegt svæði á Heims- minjaskrá SÞ er það þessi hluti gossprungukerfisins (ásamt með Öskju, dyngjunum og gossvæðum á NA-landi sem sjálfstæðu minja- svæði). Gleymum því ekki að mörg svæðanna sem hafa verið nefnd sem minjaefni á Íslandi hafa þýðingu í augum Íslendinga en miklu síður gagnvart heimsbyggð- inni því sambærilegar eða mun merkilegri náttúruminjar af sama tagi eru til á fleiri stöðum, jafnvel mörgum. Hagsmunir ólíkra aðila togast á um Langasjó. Þá er að velja þann kost sem hæfir hagsmunum sem flestra og helst allra. Hann er sá að leyfa Langasjó að mæta náttúruleg- um örlögum sínum en athuga hvort og hvernig megi halda tjóni af völd- um árinnar í lágmarki, virkja aðrar orkulindir, jafnvel með því að ýta allri aurahagkvæmni til hliðar. ■ 3. febrúar 2005 FIMMTUDAGUR22 Langisjór: Ónumið land mikilla tækifæra Staðreyndin er sú að á undanförnum árum hafa áform Sivjar um frama innan flokksins vald- ið ítrekuðum árekstrum í kjördæminu og æ meira hefur borið á því að þeim sem ekki „trúa“ sé refsað grimmilega. Um atburðina í Freyju ARI TRAUSTI GUÐMUNDSSON JARÐEÐLISFRÆÐINGUR UMRÆÐAN NÁTTÚRUVERND GESTUR VALGARÐSSON UMRÆÐAN FRAMSÓKNAR- FLOKKURINN ,, Á 180 km hraða niður Laugaveginn Hvurslags forræðishyggja er það að ég skuli ekki geta keyrt niður Laugaveginn á 180 km hraða á mínum EINKAbíl? Hvers vegna eru stjórnvöld að skipta sér af því? Þeir sem vilja ekki eiga á hættu að verða fyrir bílnum á ofsahraða geta bara keyrt Hverfisgötuna, eða Skúla- götuna. EIGNArétturinn er alltaf fótum troðinn í þessu landi. Er það ekki brot á mannréttindum að njörva mig niður með lögum og reglum? Og að skipa mér að nota bílbelti og banna mér að tala í far- síma í mínum EINKAbíl? Hvað varð um mitt frelsi? Og sjálfsákvörðun- arréttinn? Hvers virði eru mann- réttindi ef ég get ekki gert allt sem mig langar til, hvar sem er og hvenær sem er, burtséð frá því hvort ég skaða aðra? Annað slagið má lesa skondnar greinar um yfirvofandi en löngu tímabæra reykhreinsun á veitinga- og kaffihúsum, í húsum sem veit- ingamenn eiga sjálfir í sumum til- fellum. Af hverju mega þeir ekki stjórna því sem gerist í þeirra eigin eignum, sbr. í þeirra eigin bílum? Geta þeir ekki skellt upp nautaati innanhúss á laugardögum, frjálsum skylmingum á sunnudögum, að- gangur öllum frjáls. Þeir sem vilja ekki eiga á hættu að meiðast geta sótt aðra staði. Það segir sig sjálft að allir opin- berir staðir, sem bjóða upp á þjón- ustu við almenning, þurfa vitanlega að lúta ákveðnum lögum og reglum, líka veitinga- og kaffihús, þótt þau hafa verið stikkfrí undanfarna ára- tugi. Annað slagið hafa virtir ein- staklingar tjáð sig um þetta mál, m.a. með því að segja: ,,Þeir sem vilja ekki vera í reyk geta bara valið annað kaffihús?“ Ef þetta við- horf væri við lýði hjá öllum aðilum sem bjóða upp á þjónustu við al- menning gæti t.d. annað hvert flug til Akureyrar verið reyklaust, í þriðju hverri sætaferð til Hvolsvall- ar mætti reykja og jafnvel í öllu flugi til Köben en þeir sem vildu reyklaust flug þangað gætu bara valið aðra leið, t.d. í gegnum Osló. Og svo mætti reykja í verslunum 10-11 en ekki Bónus. Þeir sem vilja ekki reyk geta bara verslað á öðrum stað. Verslunareigendur hljóta að ráða yfir sínum húsum. Öllum viti bornum mönnum ætti að vera ljóst að frelsi einstaklings- ins, í siðmenntuðum þjóðfélögum, takmarkast þegar frelsið er farið að skaða aðra. Okkur er frjálst að neyta áfengis en samt megum við ekki aka undir áhrifum áfengis. Hvers vegna? Getur það verið vegna þess að ölvaður ökumaður er hættulegur sjálfum sér og um- hverfinu? Kemur yfirvöldum það við? Í umræðunni um reyk- eða reyklaust umhverfi ber dauðsföll sjaldnast á góma, jafnvel þótt á bil- inu 30-40 manns deyi árlega af völd- um óbeinna reykinga. Er kannski óþægilegt að fá vitneskju um þess- ar staðreyndir. Svo ekki sé minnst á hina 400 sem deyja árlega af völd- um reykinga. Á slíkt má helst ekki minnast þótt fólk á besta aldrei kveðji reglulega þennan heim eftir áratugi í fjötrum fíknar. Opinber- lega fá menn illvígan sjúkdóm eða krabbamein en reykingarnar eru stikkfrí, eins og veitingahúsin. ENGINN hefur nokkurn tímann fært rök fyrir því hvers vegna ætti að leyfa reykingar á veitinga- og kaffihúsum sem og skemmtistöðum og krám umfram aðra opinbera staði. Slíkt kemur ekki á óvart því engin rök eru fyrir því. Reykingar tíðkast þar enn af gömlum vana og sökum þess að menn hefur skort hugrekki til að takast á við vanda- málið og eftirlitsaðilinn hefur horft á staðina með blinda auganu. Engu að síður vilja rúmlega 8 af hverjum 10 Íslendingum engan reyk á veit- inga- og kaffihúsum. Að lokum má geta þess að Ísland hefur nú þegar fullgilti rammasamning Alþjóða- heilbrigðismálastofnunarinnar um tóbaksvarnir sem kveður m.a. á um það að yfirvöld verða að hreinsa reyk úr öllum opinberum stöðum, þar með talið veitinga- og kaffihús- um. Kannski eru hinir háttsettu líka blindir. ■ ÞORGRÍMUR ÞRÁINSSON RITHÖFUNDUR UMRÆÐAN FORRÆÐISHYGGJA Föstudaginn 4. febrúar • Eggert Skúla nýr ritstjóri Veiðimannsins segir frá útgáfuáætluninni. • Veiði- og hrakfallasögur. • Össur Skarphéðinsson segir frá ísaldarurriðanum í Þingvallavatni. • Veiðistaðalýsingin verður um Krossá á Skarðsströnd. • Happahylurinn er í boði Arkó. • Þórólfur Antonsson frá veiðimálastofnun fjallar um laxveiðihorfurnar 2005. • Árshátíðin kynnt. Nýju „stelpurnar“ í skemmtinefndinni Brennivín og hákarl fyrir þá sem það vilja auk venjulegra veitinga Húsið opnar klukkan 20.00. Opið hús hjá SVFR Krókhálsi 5, 110 Reykjavík Sími: 587 5800 • www.arko.is Síðast var fullt hús og gríðarleg stemmning Flóðbylgja og Framsókn Ég heyrði í fréttum um daginn að rýma ætti hús í Þorlákshöfn ef Kötlugos yrði a.m.k. við sérstakar aðstæður. Nú bíð ég eftir því að fá eitthvað inn um lúguna frá almannavarnar- nefnd Árnessýslu eða bæjarstjórn um málið. Við hljótum að fá ítarleg fyrirmæli. Einhvers konar rýmingaráætlun hlýtur að liggja fyrir eða hvað? Þá rýmingaráætlun ætti að kynna sérstaklega í leik- og grunn- skóla. Þá hljóta niðurstöður einhverra rann- sókna að liggja fyrir. Hvað myndi t.d. gerast ef flóðbylgja yrði fimm metra há? Tíu metra há? Hve há flóðbylgja yrði til þess að skapa neyðarástand? Um þetta þyrftu almennir fjölmiðlar að fjalla og bæjarstjórn þyrfti að sjálfsögðu að vita allt um málið. Eitt af því sem taka þyrfti tillit til í þessari vinnu er að allar neyðaráætlanir og tilkynningar þyrftu að vera til á íslensku, pólsku, eistnesku og taílensku. Næstum því tíundi hver íbúi Þor- lákshafnar er tiltölulega nýkominn frá öðr- um hlutum heimsins og þeir þurfa að bjarga sér ekki síður en aðrir. Látum vera þó við séum skammt á veg komin með að taka tillit til þess fólks sem vinnur fyrir okkur í grunnframleiðslunni fyrir lágmarkskaup en þegar um neyðaráætlanir er að ræða þarf allt að vera á hreinu. Ég ætla ekki að tala um Framsóknarflokkinn en lítill flokkur án grundvallarviðhorfa hlýtur alltaf að vera í hættu fyrir valdabröltsmönn- um. Og satt að segja er efitt að koma auga á fyrir hvað Framsóknarflokkurinn stendur nú um stundir. Annars vegar er hópur manna sem hefur undanfarin ár litið til Venstre í Danmörku sem var lítill vinstri flokkur en þróaði sig til hægri og er nú stór hægri flokkur. Hins vegar eru sveitamenn- irnir í flokknum sem eru aldir upp á hlaðinu heima, hafa aldrei hleypt heimdraganum og eru jafnvel á móti EES. Raunar er ég svolítið utangátta í þessum flokki, tel mig í hvorug- um hópnum eða báðum. En þó að ein- staklingur geti lifað klofinn þá er erfitt fyrir heilan stjórnmálaflokk að gera það án þess að einhvers staðar sjái á. Baldur Kristjánsson á baldur.is AF NETINU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.