Fréttablaðið - 03.02.2005, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 03.02.2005, Blaðsíða 23
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 7 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 173 stk. Keypt & selt 40 stk. Þjónusta 36 stk. Heilsa 7 stk. Skólar & námskeið 4 stk. Heimilið 16 stk. Tómstundir & ferðir 3 stk. Húsnæði 17 stk. Atvinna 22 stk. Tilkynningar 2 stk. Góðan dag! Í dag er fimmtudagurinn 3. febrúar, 34. dagur ársins 2005. REYKJAVÍK 10.01 13.42 17.23 AKUREYRI 9.58 13.26 16.56 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag „Mestu máli skiptir að vatnið sem rósirnar standa í sé hreint,“ segir Gísli Jóhannsson, rósabóndi í Dalsgarði í Mosfellsdal, spurður um umhirðu af- skorinna rósa. Laufin mega alls ekki standa í vatn- inu því þá fúlnar það og stíflar sárið á rósinni, en sárið er sá staður þar sem rósin hefur verið skorin. „Efnið sem kallað er næring og fylgir oft blómvöndum er ekki einungis næring heldur einnig sótthreinsandi efni sem heldur vatninu hreinu,“ segir Gísli og bætir við að nóg sé að bæta á vatnið reglulega ef hún er notuð, annars þurfi að skipta vatninu út. „Rósir þurfa að ná ákveðnum þroska til að að geta haldið áfram að springa út og eru útsprungn- ar rósir líklegastar til að lifa lengst,“ segir Gísli en hérlendis virðist fólk sækjast eftir rósum sem eru lítið útsprungnar sem er ekki endilega besta stigið. Í Evrópu og Ameríku eru blóm keypt mun opnari og á sínu fegursta stigi. „Til að fá langa endingu á rósunum er gott að láta þær standa í sellófóni í heilan sólarhring þannig að eina leiðin fyrir vatnið að gufa upp er í gegnum knúbbinn og hann verður stærri og fallegri,“ segir Gísli en hérlendis segir hann gjarnan erfitt að hafa afskorin blóm þar sem húsin séu það vel kynnt að loftið þorni. „Loftið skrælnar helst yfir daginn þegar fólk er í vinnu og því er ágætt að taka rósirnar að kvöldi og pakka þeim inn í sellófan og láta þær standa á svölum stað þar sem svalinn hægir á þroska rósanna. Í lok dags þegar fólk kemur heim úr vinnu er hægt að taka rósirnar fram og njóta þeirra,“ segir Gísli. „Blóm eru þannig að það þarf að fylgjast með þeim og vera í beinni snertingu við þau, þetta eru eins og lítil börn,“ segir Gísli og bætir við: „Rósir eru eins misjafnar og mannfólkið og mjög mis- jafnt hvað þær eru duglegar að standa og lifa lengi.“ kristineva@frettabladid.is Rósir eins misjafnar og mannfólkið Gísli Jóhannsson rósabóndi upplýsir hvernig best sé að halda afskornum rósum lengi á lífi. tiska@frettabladid.is Leikkonan Sarah Jessica Parker heldur áfram að auglýsa fyrir tískufyrirtækið Gap. Leikkonan, sem er þekktust sem Carrie í þáttunum Sex and the City, hefur skrifað undir samning þess efnis að auglýsa vorlínu Gap á þessu ári. Þetta er þriðja herferðin sem Parker tekur þátt í fyrir fyrir- tækið en auglýs- ingar með henni í aðalhlutverki verða frumsýnd- ar í mars vestan hafs. Gap hefur fengið sterk og jákvæð við- brögð við Parker enda er hún afskaplega smart og alltaf vel til fara. Rótgróni skyrtuframleiðand- inn Rocola hefur nú sett nýja tegund skyrtna á markaðinn. Þessar skyrtur eru gerðar úr hundrað prósent bómullargarni sem hefur verið sérstaklega meðhöndlað þannig að það hrindir frá sér óhrein- indum og þarf ekki að strauja. Skyrtuunn- endur þurfa því ekki að hafa áhyggj- ur af blett- um því skyrtan hrindir frá sér olíu og efnum sem innihalda vatn. Ef þú hellir víni eða kaffi á þig þá rennur vökvinn bara í burtu. Einnig er hægt að þvo blek, tómata, sósu og sultu af fljótlega með rökum klút. Hægt er að þvo skyrturnar í venjulegri vél. Skyrturnar fást í hvítu og bláu í karlastærðum á vefsíðunni menswear.co.uk og kosta þær um 5.500 íslenskar krónur. Í tilefni af tískuvikunni í New York sem hefst 4. febrúar hafa nokkrir Bandaríkjamenn stofn- að vefsíðu til heiðurs tónlistinni sem heyrist á tískusýningum. Slóðin á vefsíðuna er imagin- aryrunways.com og mun markmið hennar vera að styrkja tískusýningartónlist fyrir utan tískupallinn. Einnig munu stofnendur síðunnar athuga hvernig tónlist er valin á tísku- sýningar og gera rannsóknir tengdar því. Afríka eins og hún leggur sig virðist vera aðaláhrifavaldurinn í tískunni nú til dags. Hvers- dagsfatnaður eftir hönnuði eins og Ashish Gupta og Cacharel býr yfir sterkum, afrískum áhrif- um og fatahönnuðurinn Jean Paul Gaultier notaðist meira að segja við afríska tísku í hátísku- sýningu sinni á dögunum. Aðrar verslanir hafa fylgt þessu fordæmi og er nú hægt að klæða sig afrískt í verslunum eins og Top Shop, Wallis og Dorothy Perkins. „Blóm eru þannig að það þarf að fylgjast með þeim og vera í beinni snertingu við þau, þetta eru eins og lítil börn,“ segir Gísli Jóhannsson rósabóndi. Smáauglýsingar á 995 kr. visir.is LIGGUR Í LOFTINU í tísku FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA FJÁRMÁL TILBOÐ o.fl. Þú getur pantað smáauglýsingar á www.visir.is KRÍLIN Ég tók ekki nammið – það var bara allt í einu komið upp í munninn á mér! Gott er að eiga góða skó BLS. 6 ][ SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.