Fréttablaðið - 03.02.2005, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 03.02.2005, Blaðsíða 24
Þótt Reynir Sýrusson hafi lengi fengist við hönnun þá berst hann ekki mikið á. Er með teiknistof- una sína, Syrusson, heima hjá sér og stendur að framleiðslu sinna hluta sjálfur. „Þeir eru allir smíð- aðir á Íslandi, hjá helstu hús- gagnaframleiðendum landsins,“ segir hann og lýsir gerð eins stóls. „Einn smíðar stálið, annar húðar það, þriðji sér um tréverkið og fjórði um bólstrunina svo dæmi sé tekið.“ Reynir kveðst hafa byrjað hönnun í föðurhúsum. „Ég er upp- alinn að nokkru á verkstæði föður míns Sýrusar Magnússonar þar sem hann var að búa til allt mögu- legt, stóla, lampa og fleira. Hann var það sem kallað er þúsund þjala smiður. Ég hef alltaf verið dálítill fagurkeri og þegar ég var á tvítugsaldri sá ég mynd af lampa sem mér þótti ægilega flottur en fann hvergi í búðum svo það endaði með því að ég smíðaði hann sjálfur. Upp úr því kviknaði hönnunaráhuginn sem er orðinn að ástríðu í dag.“ Reynir fór í myndlistarskólann hér og síðan til Danmerkur í frekara hönnunar- nám. Hann hefur mikið unnið að sérverkefnum bæði fyrir fyrir- tæki og heimili og einnig eru nokkrir hlutir eftir hann í fjölda- framleiðslu. „Þau fyrirtæki sem ég hef unnið fyrir hafa leitað til mín aftur svo þeim hefur líkað það sem ég hef verið að gera. En mig langar að stækka fyrirtækið mitt og koma íslenskri húsgagna- hönnun á hærri sess en hún er í dag, í samstarfi við íslenska fram- leiðendur,“ segir Reynir og svo er hann rokinn til Svíþjóðar. gun@frettabladid.is Glervaskur Glervaskur ásamt fallegri lýsingu getur verið skemmtileg nýbreytni inn á baðherbergi. Nokkrar verslanir hérlendis selja slíka vaska en einnig er hægt að hafa samband við glerlistamann og láta útbúa fyrir sig glervask og eru þá möguleikarnir endalausir.[ ] ÚTSALA Á KERAMIKI OG FÖNDURVÖRUM Útsölunni lýkur á sunnudag Opið virka daga 10-18 laugar og sunnudaga 13-16 Mikið úrval af viðarörnum og eldstæðum Arinbúðin Stórhöfða 17 v/Gullinbrú (fyrir neðan húsið) Sími 567 2133 · www.arinn.is Tessa 308.000 kr. Aitana 393.700 kr. Kringlunni - sími : 533 1322 GÖTUMARKAÐUR - ÚTSÖLULOK frá fimmtudegi til sunnudags Vandaðar heimilis- og gjafavörur Íslensk hönnun í heimsklassa Reynir Sýrusson húsgagna- hönnuður er einn þeirra Íslendinga sem á fallega hluti á sýningunni Stockholm Furniture Fair & Northern Light Fair sem stendur í Stokkhólmi dagana 9.-13. jan- úar. Hann var á förum þangað út þegar við hittum hann. Ljósmynda- námskeið Vinsælu helgarnámskeiðin fyrir stafrænar myndavélar kosta aðeins 9.900 krónur. Hvert námskeið er alls 8 klst. 12. + 13. feb. kl. 13:00 – 17:00 19. + 20. feb. kl. 13:00 – 17:00 19. + 20. mars kl. 13:00 – 17:00 2. + 3. apríl kl. 13:00 – 17:00 16. + 17. apríl kl. 13:00 – 17:00 Upplýsingar og skráning í síma 898 3911 eða á ljosmyndari.is „Hægt er að fá húsgögnin í hvaða við sem er og með því áklæði sem passar hverj- um og einum,“ segir Reynir sem hannar stílhreina hluti eins og barstóllinn Dizi og símaborðið Hallo! bera með sér. Frekari upplýsingar fást á heimasíðunni www.syrusson.com. Zilo stólar eru á sýningunni í Svíþjóð. Þeir eru til í ýmsum litum. Connect. Bæklingastandur er kominn í fjöldaframleiðslu. Myrra glerskápur hentar vel undir smádótið. Þetta sófaborð heitir Spirit. Nostri heitir þessi stóll sem er meðal þess sem er á sýningunni í Stokkhólmi. Hann er þegar kominn í framleiðslu. Emíra er veglegt sófasett sem hægt er að fá bæði í svörtu og hvítu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.