Fréttablaðið - 03.02.2005, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 03.02.2005, Blaðsíða 32
F2 4 3. febrúar 2005 FIMMTUDAGUR Vinningar verða afhendir hjá BT Smáralind. Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið Sendu SMS skeytið JA MFF á númerið 1900 og þú gætir unnið. Vinningar eru: • Miðar fyrir 2 á Meet the Fuckers • Varningur tengdur myndinni • DVD myndir • Margt fleira. 11. hve r vinn ur! Ég er hér í framhaldsnámi í lögfræði við University of Chicago, og bý í út- hverfi borgarinnar, sem heitir Hyde Park, og er samblanda af litlu þorpi og háskólahverfi, enda byggt í kring- um háskólann. Það eru þó ekki nema tíu mínútur niðrí miðbæ með strætó. Þetta er mjög fínt og ég fæ tækifæri til þess að upplifa að búa í stórborg þrátt fyrir að vera aðeins frá miðborg- inni. Chicago er þriðja stærsta borgin í Bandaríkjunum, og er í miðvestur- ríkjunum, þar sem hjarta Bandaríkj- anna er. Hún er ekkert mjög fjöl- menningarleg og í raun mjög banda- rísk. Íbúarnir eru mjög vingjarnlegir, og fyrir lokaðan Íslending sem er van- ur ekkert alltof opnu fólki eru þeir kannski einum of og stundum er mér boðið far af fólki sem ég þekki ekki neitt. Það býr ekkert að baki, heldur er borgarbragurinn einfaldlega svona. Chicago er oftast kölluð Windy City, og er auðvitað þekktust fyrir blúsinn, djassinn, Al Capone og Michael Jord- an. Það kom mér samt svolítið á óvart hversu lítið er af myndum og minnismerkjum um Jordan og ég hef ekki enn gerst svo fræg að sjá leik með Chicago Bulls. Ég hafði engan sérstakan áhuga á djass og blús, en er núna nánast orðin for- fallinn fíkill, sérstaklega í blúsinn. Ég reyni að nýta hvert tækifæri til þess að fara á uppáhaldsstaðinn minnn, „Buddy Guy Leugent“, en það er reykmettaður staður í mið- borginni, þannig að maður fær það á tilfinninguna að vera kominn aft- ur til gamla tímans, þegar blúsinn varð til. Miðbærinn í Chicago þykir mjög þrifalegur og hreinn, og þeir sem hafa komið til borga eins og New York og Boston segja hana mun þrifalegri en þær. Þeir eru nýbúnir að byggja hérna útivistargarð með upp- lýstu skautasvelli, þannig að ef ein- hver vill fara á draumastefnumótið eins og bíómyndunum, þá er upplagt að fara þangað. Svo er hér líka bar á 89. hæð í Hancock Tower, en þangað er mjög gaman að fara og fá sér einn kokteil og horfa yfir alla borgina. Þegar ég fer út að borða, fer ég aðal- lega á Núðluhúsið hérna í Hyde Park, þar fæ ég bestu núðlurnar. Heimabær Al Capone og Michael Jordan Það er stuð þegar vor- og sumar-fatnaðurinn fer að streyma inn íverslanir. Þó að lítið sé um stökk- breytingar í tískunni koma alltaf inn ný áhrif og ný „trend“. Núna kemst enginn í gegnum vorið nema að eiga mussu, vítt pils og fullt af skarti. Margir gætu túlkað þetta sem endalaus hippaáhrif en það er ekki hægt að segja að þetta komi allt frá hippatímanum. Þetta er í raun þjóðernistíska. Hönnuðirnir leita í hefðir margra þjóða og blanda því sam- an svo úr verður einn skemmtilegur tískugrautur. Mikið er lagt upp úr skarti sem á að vera úr tré og betra er að hafa meira en minna af því. Það gætir áhrifa frá Indlandi í skyrtum og þær eiga að vera skrautlegar, helst með bróderí. Mikið er um toppa með afrískum áhrif- um þar sem perlur og steinar eru saum- aðir í flíkurnar. Öllum afrísku toppun- um fylgir mikil pilsatíska. Þau eru rykkt til að fá vídd í þau og oftast eru þau í nokkrum stykkjum. Mikið er um hné- síð pils en síð pils koma einnig sterk inn. Pilsin eru ýmist úr bómullarefnum eða öðrum léttum náttúrulegum efnum sem geta flaksast til í rokinu. Einlit pils eru alltaf klassísk en með þjóðernistísk- unni koma margvísleg mynstur sem gaman er að klæðast. Stígvél með fyllt- um hæl eru ógurlega flott við pilsin og svokallaðir „jesúsandalar“ verða mikil tískuvara þegar það fer að hlýna al- mennilega í veðri. Þótt sniðin séu alltaf að víkka verða konur að varast að vera í víðu pilsi við mussu því þá missir lík- aminn allar útlínur. Mussurnar eru því flottastar við þröngar galla- buxur og það er fallegra að vera í aðsniðnu við víðu pilsin. Beltin koma að góðum notum við þjóðernis- dressin og gefa fal- legt yfir- bragð. Fyrir þær sem eru með ofnæmi fyrir búðarrápi geta rótað í skápunum hjá ömmu í von um að hnjóta um þjóðernislega flík. Svo er náttúrlega a l l t a f h æ g t að sauma sér sandala úr gæru- skinni. Þeir yrðu án efa æðislegir við gallabuxur og væri svar okkar íslendinga við þjóðernistískunni. Stærðin virðist ekki skipta máli Edith Piaf enn ótrúlega vinsæl Stórsýningin Híbýli vindanna sem sýnd er í Borgarleikhúsinu gengur að sögn miðasölunnar alveg glimrandi vel, og virðast leikhúsgestir ekki hafa tekið mikið mark á blendnum við- brögðum gagnrýnenda. Tala menn þar á bæ um annað Chicago æði. Reiknað er með að sýningin verði á fjölunum að minnsta kosti til 30. apríl, og eru þegar farnir að seljast miðar á þá sýningu og ekki hægt að fá miða í góð sæti fyrr en í mars. Hjá Þjóðleikhúsinu bera menn sig nokkuð vel, en nei- kvæð umræða um sýninguna Öxin og jörðin hefur haft ein- hver áhrif á gengi hennar. Reiknað er með að leikgerðin klári sínar ellefu sýningar en næst á stóra sviðinu verður Mýrarljós í leikstjórn Eddu Heiðrúnar Bachman en sú sýn- ing verður frumsýnd 10. febrú- ar. Flaggskip Þjóðleikhússins og sú sýning sem nýtur hvað mestra vinsælda er Edith Piaf, og er hún ef til vill sönnun þess að stærð skiptir ekki öllu máli en hún gengur ótrúlega vel. Það er nánast ógerlegt að fá miða á sýninguna og er uppselt í góð sæti fram til 18. mars. Bjargey Ólafs-dóttir er þessadagana með sýningu í Hafnar- húsinu. Hún er svo á leiðinni á kvik- myndahátíðina í Berlín. „Ég mun fara á fullt af fyrirlestr- um og svoleiðis þarna. Í mars fer ég svo til Noregs í þrjá mánuði þar sem ég fer á norskan styrk og verð þar í listamanna- vinnustofu. Ég er á sífelldu flakki.“ Stóri græni bakpokinn minn. Þetta er risastór fjallapoki sem ég keypti þegar ég var nítján ára og var að byrja í hjálparsveit skáta. Ég skipti um dvalar- stað á um það bil þriggja mánaða fresti út af vinnunni og því hef- ur hann farið víða. Eitt sinn svaf ég í snjóhúsi uppi á fjöllum og þangað fór græni bakpokinn með mér. Marglituð teygja. Þetta er svona teygja sem er notuð í teygjutvist og ég keypti í dótabúð á Ísafirði. Lítill, léttur og skrítinn hlut- ur. Ég nota hana til að skreyta íbúðirnar mínar. Ég flyt svo oft og í hús sem eru fullbúin og tek þá svona litla hluti með mér til þess að skreyta og þessi teygja er einn af þeim. Fartölvan mín. Ég skil hana eigin- lega aldrei við mig því ég nota tölvuna helling í vinnuna mína. Ég gæti ekki verið án hennar. Ég vel samt alltaf létta og þægilega hluti sem auðvelt er að ferðast með. En tölvan er bráðnauðsynleg. Tumi Magnús-son myndlist-armaður er þessa dagana að kenna í Listahá- skóla Íslands. Í næstu viku fer hann til Noregs þar sem hann verður í tíu daga. „Um næstu mánaða- mót fer ég svo til New York vegna listasýningar sem ég tek þátt í.“ Stigi. Hann er nauðsynlegur til þess að lifa af hversdag- inn. Það er svo oft sem mað- ur þarf að yfirstíga eitthvað og þá getur verið einstaklega hentugt fyrir manneskjuna að hafa stiga. Það er allavega mjög nauðsynlegt í svona yfirfærðri merkingu. Fallhlíf. Hún er nauðsynleg fyrir mig ef ég þarf að hoppa niður eða ef ég dett niður. Ég hef ekkert farið í raunverulegt fallhlífarstökk og það er ekkert á dagskránni. En ég hef oft far- ið í óraunveruleg fallhlífarstökk þar sem ég þarf eitthvað til þess að draga úr fallinu. Brauðsneið. Hún er mannin- um nauð- s y n l e g svo hann deyi ekki úr hungri. Einnig er hún mér nauðsynleg að því leyti að hún heldur mér við jörðina. Hún er í rauninni bæði andleg og líkamleg næring, brauðsneiðin. Bakpoki og brauðsneið Listamennirnir Bjargey Ólafsdóttir og Tumi Magnússon völdu þrjá ómissandi hluti. Horft yfir til Chicago „Borgin þykir alveg ótrúlega þrifaleg.“ Víð pils Þau spila stórt hlutverk í þjóðernistískunni. Elegant Suðuramerískur toppur úr silki með hekli. Hann er úr versluninni Zara. Endalausir steinar Einfaldur bolur verður svalur þegar búið er að sauma á hann alla þessa lit- ríku steina. Hann fæst í Karen Millen. Tö ff ar al eg t M u ss u r er u t ö ff ar al eg ar v ið g al la b u xu r o g f u llt a f sk ar ti . Þ et ta d re ss e r ú r To p S h o p . Frá borginni minni Katrín Hallgrímsdóttir býr í Chicago Hippaleg stígvél Stígvél með fylltum hæl koma eins og himna- sending inn í þessa tísku og henta sérlega vel við íslenskar að- stæður. Þjóðernistíska ryður sér rúms Í sauðskinnsskóm og gallabuxum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.