Fréttablaðið - 03.02.2005, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 03.02.2005, Blaðsíða 36
ir Auddi. Í 70 mínútum var ein mynda- tökuvél í stúdíóinu, það var enginn sem stjórnaði henni heldur stóð hún á þrí- fæti. Núna eru þeir með fullkomið stúdíó og nokkra myndatökumenn. Ný sviðsmynd mun líta dagsins ljós og segja Strákarnir að hún verði í „Austin Powers“ stíl. Sviðsmyndin var þó ekki hönnuð í stíl við krullurnar á Sveppa, bringuhárin á Audda eða vegna hinna kynþokkafullu gleraugna Péturs. „Það er glamúr og gleði sem fylgir þessu tímabili og því á að reyna að framkalla hana í þáttunum. Það var ekki okkar ákvörðun að fá nýja sviðs- mynd og okkur var eiginlega sama hvernig hún myndi líta út. Okkur fannst skipta aðalmáli að fá nýtt stúdíó,“ segir Sveppi. „Það var reyndar beiðni frá Stöð 2 að við yrðum alltaf fullir í settinu en við neituðum því. Þeir héldu að við yrðum hressari ef við værum fullir,“ segir Auddi en Pétur Jóhann kemur alveg af fjöllum. „Ég man nú ekkert eftir því að þetta hefði verið rætt,“ segir Pétur. „Það var af því að þú varst ekki á þeim fundi,“ segir Auddi og svo skella þeir allir upp úr. Engir uppar Aðspurðir um litaval á sviðsmyndinni vilja þeir ekkert gefa upp. „Er þetta eitthvert tískuviðtal?“ seg- ir Pétur og hinir skellihlæja. „Hún verður úr bólstruðu gervileðri og svona, rosalega flott,“ segir Sveppi. Spurðir um hvort klæðaburður þeirra verði í stíl við innréttingarnar segja þeir að svo verði ekki. „Ef fólk heldur að við séum að verða voðalegir uppar á því að vera komnir yfir á Stöð 2 er það hinn mesti mis- skilningur. Við erum og verðum áfram sömu vitleysingjarnir,“ segir Auddi og Sveppi segir að þeir verði með meira kjöt á beinunum í nýja þættinum. Þeir ljóstra því upp að þeir verði með baðker í þættinum í staðinn fyrir ógeðsdrykk- inn sem þeir segja að sé orðinn mjög þreyttur. Færri vita hins vegar að Ingi- björg Sólrún var fyrsta konan til að drekka ógeðsdrykk en sá drykkur inni- hélt aðallega mjólk, sinnep, aspas og einhver krydd. Fræga fólkið til í tuskið Í gegnum tíðina hafa drengirnir verði lunknir við að fá ýmsa fyrirmenn í þjóðfélaginu í þáttinn til sín og fengið þá til að framkvæma ótrúlegustu hluti. Hver man ekki eftir því þegar þeir náðu Þórólfi Árnasyni, fyrrum borgar- stjóra, úr fötunum og létu hann búa til engla í snjónum. Þeir fengu líka ofur- töffarann Eið Smára fótboltaspilara til að klæða sig í drag. Svo ekki sé talað um alla ógeðsdrykkina sem drukknir hafa verið. „Þetta er svo skemmtilegt sem við erum að gera. Fólk eins og Ingibjörg Sólrún hefði ekki getað prófað fíflagang á neinum vettvangi nema hjá okkur. Það er svo mikið af fólki þarna úti sem lang- ar að prófa. Við erum að gera það sem okkur hefur dreymt um að gera síðan við vorum litlir strákar,“ segir Sveppi. „Ég held að margir horfi á þáttinn með krökkunum sínum og séu svolítið að reyna að ganga í augun á þeim með því að koma í þáttinn,“ segir Auddi og bætir við að Guðni Bergs hafi ekki ætl- að að koma í þáttinn en hafi snögglega skipt um skoðun þegar sonur hans hafi verið á móti því. „Hann ákvað að slá til til að stríða syni sínum,“ segir Auddi brosandi. Frægðinni fylgja lítil fríðindi Árið 2004 var ekki bara ár kennara- verkfalla, náttúruhamfara og lækkun dollarsins. Strákarnir upplifðu eitt besta og annasamasta ár lífs síns. Sveppi lék í Fame og strákarnir léku í Svínasúpunni, voru með 70 mínútur og slógu í gegn í auglýsingum Símans. Mörgum þótti þó nóg um fíflaganginn og Biskupsstofa færði viðskipti sín yfir til OgVodafone vegna auglýsinga Strákanna. Þeir félagar eru þó sam- mála um að það sem var merkilegast á árinu 2004 er að hafa fengið Pétur Jóhann til liðs við sig. Þeir vilja ekki tala mikið um sitt persónulega líf, en Auddi viðurkennir þó að íbúðarkaup sem hann gerði á árinu hafi staðið upp úr. Spurðir hvort þessi velgengni hafi haft einhver áhrif vilja þeir ekki viðurkenna það. „Við lifum eins og kóngar. Auddi var að kaupa íbúð með spánýju olíu- bornu parketti,“ segir Sveppi í hæðnis- tóni og glottir úr í annað. „Við lifum ósköp venjulegu lífi, ekkert ólíku og þegar ég var að vinna hjá Wurth. Þetta er ekki eins og í Bandaríkjunum,“ segir Auddi sem starfaði á lager áður en sjónvarps- draumurinn rættist. Þeir segjast þó stundum fá frítt í bíó. „Það kemur fyrir að við fáum ein- hver fríðindi. Tommi á Hamborgara- búllunni bauð mér til dæmis upp á máltíð um daginn,“ segir Sveppi. „Fenguð þið frían borgara hjá Tomma? Ég hef aldrei fengið frían borgara,“ segir Pétur. „Þú verður bara að tala við hann,“segir Sveppi og Pétur bætir við: „Ég skil þetta ekki, ég tala alltaf við hann.“ „Ef þú ert að fiska eftir því hvort við séum ríkir get ég sagt þér að við vöðum ekkert í peningum. Ég hef það þó aðeins betra eftir að ég hætti á lag- ernum,“ segir Auddi og Pétur segist vera óendanlega ríkur af ást og ham- ingju. Nýtt flaggskip Þrátt fyrir frægð og frama eru þeir alltaf sömu vitleysingjarnir. „Ég viðurkenni það fúslega að ég hef minna samband við gömlu vini mína sem er ekki gott,“ segir Sveppi sem er orðinn fjölskyldumaður í Graf- arholti og hefur ekki tíma til að stökk- va í keilu á hverju kvöldi. Pétur Jóhann er hinsvegar með mjög ákveðnar skoð- anir á frægðinni. „Ég hef tekið eftir mikilli breytingu varðandi konur. Þær horfa meira á mig girndaraugum heldur en fyrir ári síð- an,“ segir Pétur og félagar hans eru al- gerlega sammála þessu. Þáttur Strákanna verður á dagskrá fram á vor. Þá taka við upptökur á meiri Svínasúpu. Þeir eiga líka venjulega drauma eins og aðrir íslendingar og það er komast í gott sumarfrí. „Ég veit ekki hvert ferðinni er heit- ið í sumarfrí. Það getur vel verið að ég fari til Íraks. Það er gott veður þar, hægt að fá mjög hagstæð flugfargjöld, auð- velt að redda sér íbúð og svo er flug- eldasýning þar allt árið. Annars skiptir engu máli hvert maður fer ef maður er í nógu góðum félagsskap,“ segir Auddi og glottandi. Þeir félagar hafa miklar væntingar til nýja þáttarins. „Þetta verður náttúrlega flaggskip Stöðvar 2,“ segir Pétur. „Ég vænti þess bara að þessi þáttur eigi eftir að sameina fjölskyldur fyrir framan skjáinn,“ segir Sveppi. „Þessi þáttur var eiginlega það sem við þurftum. Það var kominn tími til að fá nýtt ögrandi verkefni. Þetta er í fyrsta sinn í þrjú ár sem við erum stressaðir,“ segir Auddi. „Þetta er góð áskorun fyrir okkur,“ segir Sveppi. Dagurinn í dag er stór í lífi Audda, Sveppa og Péturs Jóhanns því í kvöld fer þátturinn Strák- arnir í loftið á Stöð 2. Marta María Jón- asdóttir hitti þá meðan undirbún- ingur var í hámarki. Þó að stressið væri að yfirbuga þá var stutt í húmorinn. Sterkt bræðralag Auðunn Blöndal er einn á skrifstofu þremenninganna þegar blaðamann ber að garði. Fimm mínútum seinna koma Pétur Jóhann Sigfússon og Sverrir Þór Sverrisson í loftköstum með „shake“ í hönd. Þeir eru líka með „shake“ handa Audda eins og hann er kallaður. „Hann hélt að hann hefði borið vit- lausa olíu á parkettið sem hann er ný- búinn að kaupa og það væri ónýtt. Þess vegna keyptum við „shake“ svo hann yrði glaður,“ segir Sveppi. Auddi og Sveppi eru búnir að vinna saman í þrjú ár og eru farnir að vera eins og systkin og segja að Pétur Jó- hann sé eins og nýi vinur þeirra. „Það er búinn að vera mikill upp- gangur hjá mér eftir að þeir tóku mig upp á sína arma fyrir ári síðan. Ég var að skíta upp á bak í útvarpinu,“ segir Pétur Jóhann sem stjórnaði áður þætt- inum Ding Dong á FM 957. Talið berst að kostum og göllum Strákanna. Sveppi segir hans helstu kosti vera hvað hann sé stundvís, röskur og duglegur en eins og staðan er man hann ekki eftir neinum göllum hjá sjálfum sér. „Helstu gallar Sveppa eru þegar hann dettur í töffarann. Þá verður hann mjög skapmikill og vill ráða öllu. Það gerist sem betur fer örsjaldan,“ segir Auddi og útskýrir að þetta ástand birt- ist aðeins þegar þeir verða pirraðir hvor út í annan. „Mér finnst samt mjög gaman þeg- ar þetta gerist,“ segir Sveppi og segir að helstu ókostir Audda séu hvað hann sé dálítið fýlugjarn. „Já, ég viðurkenni það. Ég get verið svolítið fýldur en það ristir aldrei mjög djúpt,“ segir Auddi og bætir við að hans helstu kostir séu hvað hann sé snöggur, áræðinn og þoli mikið magn af áfengi. Pétur Jóhann tekur undir það. „Ég þoli líka töluvert magn af áfengi, hef mikið peningavit og er skapgóður. Hvað ókostina varðar fer ég oft í taugarnar á sjálfum mér hvað ég er mikil bleyða. Svo er ég óstundvís en það er kannski ekki ókostur því ég vel það sjálfur. Ég bíð stundum bara úti á næsta horni í rólegheitunum til að vera aðeins of seinn og tek góðan tíma í að raða í skjalatöskuna mína í rólegheit- um.“ Hentu leiðinlegu atriðunum út Síðastliðinn mánuð hafa Strákarnir verið að undirbúa nýja þáttinn sem fer í loftið klukkan 20.00 í kvöld. Þátturinn er hálftíma langur og verður á dagskrá fjóra daga vikunnar. Drengirnir fullyrða að aðdáendur 70 mínútna eigi eftir að fíla þáttinn enda sé hann í svipuðum anda. „Áður en við fórum af stað með undirbúninginn gerðum við könnun á því hvað fólki fannst leiðinlegast í 70 mínútum. Áhorfendur kunnu ekki við afmælisdagbókina, spurningu dagsins, endursýningar og auglýsingar í miðjum þætti og því verður það ekki með,“ seg- F2 8 3. febrúar 2005 FIMMTUDAGUR BESTA ÁSKORUNIN HINGAÐ TIL Strákarnir eru nýkomnir frá Lundúnum þar sem þeir tóku upp efni. Þeir hittu Hermann Hreiðarsson, Eið Smára og hina meðlimi Chelsea liðsins. „Ég held að margir horfi á þáttinn með krökkunum sínum og séu svolítið að reyna að ganga í augun á þeim með því að koma í þáttinn,“ segir Auddi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.