Fréttablaðið - 03.02.2005, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 03.02.2005, Blaðsíða 38
F2 10 3. febrúar 2005 FIMMTUDAGUR Pantanir í síma 5116030 www.hotelcabin.is, booking@hotelcabin.is ÞORRABLÓT 20 - 80 manna hópar Tökum að okkur Þorrablót fyrirtækja, félagasamtaka, vinahópa, átthagasamtaka o.s.frv. Súðin á 6. hæð Hótel Cabin er einstaklega huggulegur veislusalur þar sem hópar njóta næðis en þó er stutt í ys og þys miðborgarinnar. Salatbarinn - ávallt ferskur í hádeginu. Opinn virka daga frá klukkan 11.30 til 14.00 Hótel Cabin, Borgartúni 32 Hver og hvar? Veitingastaðurinn Laugaás, Laugarásvegi 1, 104 Reykjavík. Hvernig er stemningin? Að koma á Laugaás er eins og að ganga aftur í barndóm því veitingastaðurinn hefur ekkert breyst síðan hann opnaði 1979. Rauðköflóttu gardínurnar skapa svolítið sveitalega stemningu sem alls ekki má breyta og borðin með flísunum vekja upp minningar. Það eina sem hefur breyst er að það eru komnir nýir stólar. Laugaás er annálaður fjölskyldustaður og það er gott að koma þangað ef fjölskyldan ætlar að gera sér glaðan dag. Matseðillinn: Það ætti hver fjöl- skyldumeðlimur að geta fundið eitt- hvað við sitt hæfi. Á Laugaás er veg- legur barnamatseðill með hamborg- urum og pítsum eins og krökkum þykir gott. Það er þó heldur meira lagt í matseðilinn handa fullorðna fólkinu og þar er lambalæri í alvöru bernaisesósu einn besti maturinn á seðlinum. Það er líka mikið úrval af fiskréttum og öðrum kjötréttum. Svo má ekki gleyma súpu dagsins en hún er ein sú besta í bænum, ekta rjóma- löguð og góð. Hvað er vinsælast: Fiskigratínið er einn vinsælasti rétturinn á matseðlin- um. Það kostar 1690 krónur og er fá- anlegt bæði í hádeginu og á kvöldin. Réttur dagsins: Í hádeginu er boð- ið upp á rétti dagsins. Það er yfirleitt eitthvert sjávarfang í boði eins og fiskigratín, pönnusteikt ýsa og hvít- laugsristaður steinbítur. Verð á rétt- um dagsins í hádeginu er frá 1190- 1390 krónum. Súpa fylgir með rétt- um dagsins. Vín frá Ástralíu eru fyrir löngu búin að festa sig í sessi hér á landi. Íslenskir neytendur hafa áttað sig á því að þau bjóða gífurlega mikið fyrir peninginn. Vínræktarsvæði Ástralíu eru mörg en fá eiga jafnmikla sögu og Barossa-dalurinn, mið- stöð víngerðar í Suður-Ástralíu. Ef einhver einn einstakling- ur hefur mótað Barossa umfram aðra þá er það líklega Peter Lehmann sem oft er nefndur baróninn af Barossa. Vín hans hafa notið gífurlegra vinsælda um allan heim og er Ís- land þar engin undantekning. Í úttekt á vínum Lehmanns í Morgunblaðinu fékk eitt vín, Stonewell Shiraz, fullt hús í stigum en annað vín, Mentor sem byggir á Cabernet Sauvignon og fleiri frönskum þrúgum, fékk nítján stig af tuttugu. Hjá tímaritinu Gestgjafanum hafa bæði Peter Lehmann Shiraz og Peter Lehmann Cabernet Sauvignon ver- ið valin vín mánaðarins og fyrir jólin valdi Þorri Hringsson vínrýnir Peter Lehmann Mentor sem jólavín blaðsins. Mikill „bolti“ eins og vínáhugamenn kalla stór og mikil vín og gef- ur virkilega mikið fyrir peninginn. Verð í Vínbúðum 2.890 kr. Veitingastaðurinn Laugaás Afturhvarf til fortíðar Hvaða matar gætir þú síst ver- ið án? Ég gæti alls ekki verið án osta því ég er alveg sjúkur í þá. Er einhver matur sem þér finnst vondur? Ég smakka alltaf allan mat en mér finnst hákarl vondur og ég hef aldrei kunnað að meta rjúpur. Mér finnst þær alls ekki góðar. Fyrsta minningin um mat? Ég gleymi seint þeim degi þegar ég smakkaði saltkjöt í karrísósu fyrst en þetta er einn af mínum uppá- haldsmáltíðum sem mamma mín eldar. Ég var þriggja ára og hef haldið tryggð við þennan rétt síðan. Besta máltíð sem þú hefur fengið? Hana fékk ég þegar ég var búinn að hjóla í tólf tíma aust- ur fyrir fjall frá Reykjavík. Þá eld- uðum við Heinz spaghettí úr dós. Það var ein besta máltíð sem ég hef fengið. Leyndarmál úr eldhússkápun- um? Nóg af svörtum pipar. Hvað borðar þú þegar þú þarft að láta þér líða betur? Þá elda ég mér oft ekta spagettí bolognese. Hvað áttu alltaf í ísskápn- um? Ég á alltaf helling af sinnepi af ýmsum gerðum, ost, mjólk og appel- sínusafa. Ef þú yrðir fastur á eyðieyju, hvaða rétt myndir þú taka með þér? Ég hugsa að ég myndi hafa það eitt- hvað einfalt sem ég fengi ekki leið á. Ætli ég myndi ekki hafa með mér nóg af nautakjöti sem ég gæti eldað á ýmsa vegu. Hvað er það skrítnasta sem þú hefur borð- að? Þegar ég var í Danmörku einu sinni fékk ég kengúru. Hún var matreidd eins og steik, medium rare í rauðvínssósu. Matgæðingurinn Jói B. auglýsingagerðarmaður og plötusnúður Elskar saltkjöt í karrísósu Kristinn R. Ólafsson, útvarps-maðurinn og pistlahöfundur-inn góðkunni, hefur verið bú-settur í Madrídarborg á annan áratug og þekkir því borgina, fólkið og mannlífið manna best. Hann segist þó ekkert hafa spáð neitt sérstaklega mik- ið í matinn, heldur borði eiginlega allt. „Ég hesthúsa eiginlega allt sem fyrir mig er lagt.“ Kristinn segir matartíma Madríd- inga vera vægast sagt mjög undarlega miðað við það sem gerist annars stað- ar, en þeir borða hádegismatinn sinn um tvö leytið, og kvöldmatinn klukk- an tíu á kvöldin. „Reyndar eru samtök hér sem eru að berjast fyrir því að fá þessu breytt, þar sem vinnudagurinn verður mjög langur og sundurslitinn. Þá hefur það líka lagst af að fólk hvíli sig á þessum tíma nema við sem erum svo heppinn að vinna heima,“ segir Kristinn og bætir því við að þessi hefð sé ekki gömul, hún hafi komist á seint á síðustu öld. Spánverjar eru miklir fiskunnendur og stærsti fiskmarkaður Evrópu er í Madríd sem verður að telj- ast eilítið undarlegt þar sem Madríd er langt inn í landi. “Þá er varla hægt að tala um spænska matargerð, þar sem hvert hérað hefur sína hefð. „Saltfiskurinn er vinsælastur í Kata- lóníu og Baskahér- aði, en sala á fiski hefur þó dalað, enda Spánverjar hættir að vera rammkaþólskir og virða varla föst- una,“ segir Kristinn sem gefur hérna upp- skrift að „þjóðarrétt“ Ma- drídar. Callos a la madrile–a 1/2 kíló nautavinstri 1/2 kíló nautasnoppa 1/2 kíló framlappir 1/2 kíló skinkubein 1/2 kíló svínakryddpysla Heil blóðkryddpylsa (gerð úr svínakjöti og hrísgrjónum) 100 gr. af skinku paprika einn hvítlaukshaus einn laukur paprikukrydd lárviðarlauf Chile (þurrkuð paprika) salt pipar ólífuolía edik „Matreiðslan að þessu tekur nokkuð langan tíma,“ segir Kristinn. „Nauta- hlutir réttarins eru skornir niður í smá bita og settir í leirpott með köldu vatni, ediki og salti. Þannig eru þeir látnir liggja í klukkutíma til þess að hreinsast.“ Þá segir Kristinn að vatn- inu sé hellt og nýju vatni komið fyrir í pottinum. Nautabitarn- ir séu í framhaldi af þessu skolaðir og þrifnir. „Þeir eru síðan soðnir þangað til suðan kemur upp en þá er aftur skipt um vatn og öllu skellt út í, nið- urskornu: skinku- beininu, svínakrydd- pylsunni, blóðkrydd- pylsunni, skinkunni, paprikunni, hvít- laukshausnum, lárviðarlaufinu, þurrk- uðu paprikunni, og ólífuolíunni.“ Kristinn segir að þetta sé soðið þangað til að vinstrin séu orðin mjúk.“ Réttur- inn er yfirleitt borinn fram einn og sér, eða með brauði og góðu víni.“ Kristinn segist hafa smakkað þennan rétt tvisvar og hann sé algjör kalóríubomba. „Þessi réttur er mjög oft borinn fram á þessum tíma þegar það er kalt, svo að þetta er hálfgerður þorrarétt- ur þeirra Spánverja.“ Frá veitingastað í Madríd Matmálstími Spánverja er mjög undarlegur miðað við það sem gerist annars staðar. Kristinn R. Ólafsson „Ég hesthúsa eigin- lega allt sem fyrir mig er lagt.“ Nauta– og svínakjötsréttur Spænsk kaloríubomba Mentor frá meistara Lehmann Frá Madríd Sala á fiski hefur dalað því Spánverjar eru löngu hættir að vera rammkaþólskir og virða lítt föstuna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.