Fréttablaðið - 03.02.2005, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 03.02.2005, Blaðsíða 54
Berlingur í stuði Heilsíðuauglýsing KB banka í dönskum blöðum þar sem kynntar eru helstu tölur úr góðu uppgjöri bankans vakti athygli. Augljóst má telja að auglýs- ingin var svar við umfjöllun Berlingske Tidende um íslenskt fjármálalíf. Berlingi rann líka blóðið til skyldunnar og birti frétt um málið. Þar gætir enn þeirrar þráhyggju Berlings að KB banki hafi fjár- magnað kaup Íslendinga á Magsin du Nord, en þau kaup virðast hafa snert viðkvæma taug í brjósti yfirstéttar dansks viðskiptalífs. Straumur fjár- magnaði kaupin og í KB banka sjá menn engan akk í því að stela heiðrinum. Berlingur hefur það eftir Sigurði Einars- syni að auglýsingin sé til þess að fólk geti séð staðreyndir um rekstur bank- ans. Það túlkar Berlingur með því að segja að bankinn geri tilraun til að þagga niður í gagnrýni með aug- lýsingum og ítrekar síðan kenning- ar sínar um að íslenskt viðskiptalíf byggi á köngulóarvef örfárra einstaklinga og hækk- anir á gengi íslenskra fyrirtækja byggi á svipuðum forsendum og netbólan um árið. Bankastjórarnir ritskoðaðir Landsbankinn hélt blaðamannafund í London fyrir íslenska blaðamenn vegna kaupanna á Teather & Greenwood. Fulltrúar breska verðbréfafyrirtækisins voru á staðnum og kynntu sín sjónarmið vegna yfirtökunnar. Fundurinn var á ensku sem er sjálf- sögðu kurteisi við forsvarsmenn Teather & Greenwood. Það var þó ekki einungis kurteisin sem réði tungumálinu. Íslensku blaða- mönnunum var gerð grein fyrir því að engin samskipti fundarins mættu vera á íslensku. Á staðnum var fulltrúi Barclays banka og var hlutverk hans að gæta þess að ekkert kæmi fram á fundinum sem ekki væri að finna í kynningu bankans á yfirtökutilboðinu. MESTA HÆKKUN ICEX-15 X3.692 KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ] Fjöldi viðskipta: 312 Velta: 8.549 milljónir -0,23% MESTA LÆKKUN MARKAÐSFRÉTTIR... Áning ehf., sem er meðal ann- ars eigu Benedikts Jóhannessonar og Þórðar Sverrissonar stjórnar- manna í Nýherja, jók í gær hlut sinn í Nýherja úr 10,92 í 18,4 pró- sent. Það var Íslandsbanki sem seldi hlut sinn. Í gær hækkaði FTSE vísitalan í Lundúnum um 0,20 prósent. Þýska Dax vísitalan hækkaði um 0,38 prósent og í Japan hækkaði Nikkei vísitalan um 0,20 prósent. Verð á hráolíu lækkaði á mörk- uðum í gær og fór verð á tunnu niður fyrir 47 Bandaríkjadali. Hlutabréf í Google ruku upp á markaði í Bandaríkjunum í gær eftir að uppgjör fyrir síðasta ársfjórðung var birt. Hagnaður félagsins nam um 12 milljörðum króna sem er sjöföldun frá árinu 2003. 26 3. febrúar 2005 FIMMTUDAGUR Skýra þarf skattareglur og einfalda skattkerfi ef takast á að laða fjár- magn til landsins. Þetta gildir bæði um eignar- haldsfélög Íslendinga sem skráð eru erlendis og erlend fyrirtæki sem myndu nýta hagstætt skattaumhverfi til að stofna fyrirtæki hér á landi. Verslunarráð Íslands segir að með einföldu skattkerfi, skýrum regl- um og lágri skattaprósentu megi opna möguleika á því að gera Ísland að öflugri alþjóðamiðstöð fjármála. Skattar á fyrirtæki hér á landi eru lágir í samanburði við ná- grannalöndin, eða átján prósent. Á móti lágum sköttum kemur hins vegar skattlagning söluhagnaðar í fyrirtækjum sem fyrirfinnst óvíða í nágrannalöndum okkar. „Þegar menn reikna dæmið til enda þá verður niðurstaðan óhagstæðari hér en í landi þar sem söluhagnað- urinn er ekki skattlagður, þótt fyr- irtækjaskatturinn sé hærri,“ segir Bjarnfreður Ólafsson, lögmaður sem sinnir skattaráðgjöf. Hann ásamt Helgu Zharov, lögfræðingi hjá Íslenskri erfðagreiningu sátu í hópi Verslunarráðs sem fór yfir skattareglur hér á landi. Helga segir vaxandi alþjóðavið- skipti kalla á skýrar skattareglur. Fyrirtæki þurfi að fá skýr og skjót svör við spurningum sínum um skattlagningu. „Vandamálið er oft að ekki hefur reynt á tiltekin atriði í skattamálum og skattayfirvöld geta ekki svarað hvernig eigi að meðhöndla tiltekin atriði. Samning- ar liggja á borðinu og ekki er hægt að bíða eftir að fá svör um skatta- lega meðferð, hugsanlega nokkrum mánuðum síðar.“ Hún segir því miklu skipta að reglurnar séu skýr- ar og það sé þáttur í því gagnsæi sem menn vilji hafa almennt í við- skiptum. „Það sem við leggjum til er að skattareglurnar séu í sam- ræmi við þær skattareglur sem menn þekkja annars staðar frá.“ Þór Sigfússon, framkvæmda- stjóri Verslunarráðsins segir löngu komin tíma til að stjórnvöld móti skýar stefnu í skattamálum og grípi til skipulegra aðgerða til þess að laða til landsins erlent fjármagn og auðvelda innlendum útrásarfyr- irtækjum enn frekar að hasla sér völl erlendis gegnum innlend eign- arhaldsfélög. „Við höfum kosið að hafa yfirskriftina á kynningu þess- ara tillagna -Ísland – Höfn höfuð- stöðva, til þess að leggja áherslu á það að við keppum við aðra um það að höfuðstöðvar íslenskra alþjóða- fyrirtæki verði hér á landi.“ Nú þegar eru um tugur erlendra fyrirtækja með starfsemi hér á landi vegna hagstæðra fyrirtækja- skatta.Skatttekjur af þeim voru um 350 milljónir króna. Verslunaráðið bendir á að slíkum félög hafi ekki fjölgað um skeið, en telja að með þeim breytingum sem þeir leggja til gæti þeim fjölgað. Lækkun skatta og einföldun þeirra myndi því ekki þýða tekjutap fyrir ríkið. Ráðið bendir á að samkeppni í hag- stæðara skattaumhverfi fari vax- andi og mikilvægt að nýta sér sóknarfærin sem þarna liggi. Skattayfirvöld hafa að undan- förnu sett fram þá skoðun að al- þjóðavæðingin hefði aukið skatt- svik. Þau Bjarnfreður, Helga og Þór lögðu á það áherslu að skatt- svik eigi ekki að líða, en koma þyrfti í veg fyrir tortryggni og misskilning milli atvinnulífsins og skattayfirvalda. Mikilvægt væri því að auka og bæta samskipti at- vinnulífs og skattayfirvalda og stuðla að gagnkvæmri virðingu þessara aðila. haflidi@frettabladid.is vidskipti@frettabladid.is Peningaskápurinn… Actavis 40,80 -1,92% ... Atorka 6,15 - 0,81% ... Bakkavör 24,60 -0,61% ... Burðarás 12,95 -0,77% ... Flugleiðir 13,75 -0,36% ... Íslandsbanki 11,90 +1,28% ... KB banki 499,00 -0,20% ... Kögun 46,30 -0,86% ... Landsbankinn 14,25 -0,35% ... Marel 52,50 - 1,13% ... Medcare 5,91 -1,17% ... Og fjarskipti 3,70 – ... Samherji 11,35 +0,44% ... Straumur 10,30 -1,44% ... Össur 83,00 +0,61% Nýta þarf tækifæri í skattkerfinu Íslandsbanki 1,28% Nýherji 0,88% Össur 0,61% Actavis -1,92% Straumur -1,44% Bakkavör -1,20% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: nánar á visir.is                                                   !                 "       #$% &!           "           '((((((((((((((((((((((((((((((((((((((((((( )         *          &               "      *                           #+,,-./."   0      !   #+,,-.1."  0  2  & #+,,-/11                                                              !  " #$  %   "&' 2   34& "  !  # $  %       5   6 7( (  8 9                          "6 8  " :   34&                     ;    5   <          )46          ((((((((((((((((((( &  =1 &   =+#11(/=#11 == &   1>#?1(=-#?1 SKOÐA STARFSEMINA Sigurjón Þ. Árna- son og Halldór J. Kristánsson, bankastjórar Landsbankans, á skrifstofum Teather & Greenwood í gær. Töluverð umfjöllun Breskir fjölmiðlar fjölluðu tölu- vert um kaup Landsbankans á verðbréfastofunni Teather & Greenwood í gær. Í Financial Times var því haldið fram að tilboð Landsbank- ans í hlutabréfin væri hátt en bent á að tenging verðbréfastofunnar við Landsbankann gæti skapað grundvöll til frekari fjárfestinga Landsbankans í fjármálafyrir- tækjum. Verðið sem Landsbank- inn greiðir er um sjötíu prósent- um hærra en meðalverð á bréfum Teather and Greenwood á mark- aði síðustu þrjá mánuði. Daily Express lýsti kaupunum þannig að víkingainnrásin hefði fellt enn eitt fyrirtæki undir íslenskt eignarhald. - þk HÖFUÐSTÖÐVAR Í HÖFN Helga Zharov, Þór Sigfússon og Bjarnfreður Ólafsson telja hættu á því að Ísland verði undir í samkeppni um að fyrirtæki séu með höfuðstöðvar sínar hér á landi. Með einfaldari og skýrari skattareglum megi styrkja samkeppnisstöðu landsins og lokka heim erlend eignarhaldsfélög innlendra aðila, auk þess að freista erlendra fyrirtækja til að hafa starfsemi hér á landi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.