Fréttablaðið - 03.02.2005, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 03.02.2005, Blaðsíða 64
Námskeið um Toscu og Puccini verður haldið hjá Endurmenntun Háskóla Íslands og hefst 15. febr- úar næstkomandi. Á námskeiðinu er farið í uppbyggingu tónlistar- innar, samspil hennar og textans grandskoðað og gætt að hvernig form tónlistarinnar stjórnar dramatískri framvindu verksins. Þrjú fyrstu kvöld námskeiðsins er fjallað um Puccini og Toscu og einstakir hlutar óperunnar teknir til nánari skoðunar með hjálp tón- og mynddæma. Síðasta kvöldið verður farið á sýningu í óperunni þar sem færi gefst á stuttu spjalli við nokkra af aðstandendum upp- setningarinnar. Nánari upplýs- ing0ar um námskeiðið er að finna á Óperuvefnum www.opera.is. Kennari á námskeiðinu er Gunnsteinn Ólafsson tónlistar- maður. Skráning er hjá Endur- menntun Háskóla Íslands í síma: 525 4444, netfang: endurmennt- un@hi.is. Nú þegar er orðið uppselt á frumsýninguna á Toscu og fer hver að verða síðastur að tryggja sér miða á aðra og þriðju sýningu. Alls verða níu sýningar á Toscu. Síðasta sýningin hefur verið flutt yfir á laugardaginn 12. febrúar í stað sunnudags 13. febrúar. ■ 3. febrúar 2005 FIMMTUDAGUR Leikfélag Reykjavíkur • Listabraut 3, 103 Reykjavík NÁMSKEIÐ UM VESTURFARNA STENDUR YFIR Í BORGARLEIKHÚSINU Kennarar: Viðar Hreinsson, 2/2 Upp- haf vesturferða Gísli Sigurðsson, 9/2 Sagnalist Vestur Íslendinga Helga Ögmundardóttir, 16/2 Lífskjör og að- stæður frumbyggjanna Böðvar Guð- mundsson, 23/2 Bréfin frá Vestur-Ís- lendingum. Skráning hjá Mími Sí- menntun á www.mimi.is eða í síma 5801800. Þátttakendum verður boðið á sýningu á Híbýlum vindanna Miðasölusími 568 8000 midasala@borgarleikhus.is Miðasala á netinu www.borgarleikhus.is Miðasalan í Borgarleikhúsinu er opin: 10-18 mánudaga og þriðjudaga, 10-20 miðviku-, fimmtu- og föstudaga 12-20 laugardaga og sunnudaga Börn 12 ára og yngri fá frítt í Borgarleikhúsið í fylgd fullorðinna - gildir ekki á barnasýningar STÓRA SVIÐ HÍBÝLI VINDANNA leikgerð Bjarna Jónssonar á vesturfara- sögu Böðvars Guðmundssonar Lau 5/2 kl. 20 - UPPSELT, Sun 6/2 kl 20 - UPPSELT, Fi 10/2 kl 20 - UPPSELT, Fö 11/2 kl 20 Lau 12/2 kl 20 - UPPSELT, Fi 17/2 kl 20, Fö 18/2 kl 20 - UPPSELT, Lau 19/2 kl 20 Fö 25/2 kl 20, Lau 26/2 kl 20 HÉRI HÉRASON e. Coline Serreau Su 13/2 kl 20 Síðasta sýning LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Su 6/2 kl 14, Su 13/2 kl 14, Su 20/2 kl 14 - AUKASÝNING, Su 27/2 kl 14 - AUKASÝNING Síðustu sýningar HOUDINI SNÝR AFTUR Fjölskyldusýning um páskana. Forsala aðgöngumiða hafin. NÝJA SVIÐ/LITLA SVIÐ ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN SÝNIR: VIÐ ERUM ÖLL MARLENE DIETRICH FOR e. Ernu Ómarsdóttur og Emil Hrvatin Aðalæfing í kvöld kl 20 - kr. 1.000 Frumsýning Fö 4/2 kl 20 - UPPSELT Hátíðarsýning Su 6/2 kl 20 Mi 9/2 kl 20, Fi 10/2 kl 20, Fö 11/2 - LOKASÝNING BELGÍSKA KONGÓ e. Braga Ólafsson, Gríman fyrir besta leik í aðalhlutverki Lau 5/2 kl 20 Lau 12/2 kl 20 - UPPSELT, Su 13/2 kl 20 - UPPSELT, Fi 17/2 kl 20, Su 20/2 kl 20, Fi 24/2 kl 20, Fö 25/2 kl 20 Sýningum lýkur í febrúar AUSA eftir Lee Hall Í samstarfi við LA. Su 6/2 kl 20, Fö 11/2 kl 20, Lau 19/2 kl 20, Lau 26/2 kl 20 Ath: Miðaverð kr. 1.500 SVIK eftir Harold Pinter Samstarf: Á SENUNNI,SÖGN ehf. og LA Fö 4/2 kl 20 - UPPSELT, Su 13/2 kl 20, Su 27/2 kl 20 SAUMASTOFAN 30 ÁRUM SÍÐAR eftir Agnar Jón Egilsson. Í samstarfi við TÓBÍAS. Lau 5/2 kl 20, Lau 12/2 kl 20, Fö 18/2 kl 20 2. sýning 13.feb. kl. 19.00 – NOKKUR SÆTI LAUS 3. sýning 18.feb. kl 20.00 – NOKKUR SÆTI LAUS 4. sýning 20. feb. kl. 19.00 – 5. sýning 25. febrúar kl. 20.00 6. sýning 27. febrúar kl. 19.00 – 7. sýning 4. mars kl. 20.00 8. sýning 6. mars kl. 19.00 – 9. sýning 12. mars kl. 19.00 Miðasala á netinu: www. opera.is Miðasalan er opin kl. 14-18 virka daga, kl. 13-18 lau. og sun. og fram að sýningu sýningardaga. Símasala kl. 10-18 virka daga. Frumsýning 11. febrúar kl. 20 – UPPSELT Fös. 4. feb. kl. 20 örfá sæti Sun. 13. feb. kl. 20 Sun. 20. feb. kl. 20 örfá sæti Sun. 27. feb. kl. 20 Sýningum fer fækkandi Sun 6. feb. kl. 20.00 Allra síðasta sýning KRINGLUKRÁIN UM HELGINA • Fjölbreyttur sérréttamatseðill öll kvöld vikunnar • Tilboðsmatseðill fyrir Leikhúsgesti • Hópamatseðill • Sérsalur fyrir hópa Borðapantanir í síma 568-0878 www.kringlukrain.is Mannakorn með dansleik um helgina menning@frettabladid.is Námskeið um Toscu Draumaskip Atla Heimis „Þetta er eitt af þessum verkum Atla sem er með þessum ótrúlega fallegu melódíum,“ segir Una Sveinbjarnardóttir fiðluleikari, sem í kvöld kemur fram með Sin- fóníuhljómsveit Íslands á Myrk- um músíkdögum. Hún leikur ein- leik í fiðlukonsert eftir Atla Heimi Sveinsson. Konsertinn heitir Draum- nökkvi og er tileinkaður listaverki Jóns Gunnars Árnasonar, Sólfar- inu við Skúlagötu. „Þessi konsert er mjög dramat- ískur og myndrænn, svolítið im- pressjónískur og fer líka út í róm- antík,“ segir Una. „Hann er mjög flottur og svakalega erfiður. Síðan eru mjög lýrískar strófur inn á milli. Alveg frábært stykki.“ Una segist hafa legið yfir þessum konsert býsna lengi, enda enginn hægðarleikur að ná tökum á honum. Hún hefur haft nóg að gera undanfarið, því í síðustu viku lauk hún prófi í Berlín þar sem hún hefur verið í framhaldsnámi undanfarin ár. „Ég spilaði annan konsert þar.“ Konsert Atla Heimis er saminn árið 1987 fyrir Kammersveit Austurbotns, en hann hefur einu sinni verið fluttur hér á landi áður. Á tónleikum Sinfóníuhljóm- sveitarinnar í kvöld verður einnig flutt brot úr verki Hauks Tómas- sonar, Fjórða söng Guðrúnar, sem hann hlaut tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs fyrir nú í haust. Þetta brot er hljómsveitarkafli sem nefnist Gildran og fjallar um það þegar bræður Guðrúnar Gjúkadóttur þiggja heimboð frá Atla, sem þá er giftur Guðrúnu. Þar með ganga þeir í gildru sem Atli hefur búið þeim og láta báðir lífið. Einnig verður flutt annað verk eftir Hauk, sem heitir Ardente og var frumflutt úti í Danmörku á síðasta ári. Auk þess frumflytur hljóm- sveitin tvö verk á þessum tón- leikum. Annað heitir Venite ad me og er eftir Jón Nordal, fyrir barnakór og hljómsveit (frum- flutningur á Íslandi). Verkið er til- einkað Halldóri Hansen barna- lækni og einlægum tónlistarunn- anda sem nú er látinn. Skólakór Kársness undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur tekur þátt í flutn- ingnum. Hitt verkið, sem frum- flutt verður, heitir Sólófónía og er eftir Kjartan Ólafsson. ■ UNA SVEINBJARNARDÓTTIR Leikur einleik í fiðlukonsert eftir Atla Heimi Sveinsson með Sinfóníuhljómsveit Íslands á Myrkum músíkdögum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.