Fréttablaðið - 03.02.2005, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 03.02.2005, Blaðsíða 70
42 3. febrúar 2005 FIMMTUDAGUR Lárétt: 1 alda, 5 sig, 6 grastotti, 7 sólguð, 8 auð, 9 kvenselur með kóp, 10 á nótu, 12 kveikur, 13 nár, 15 mar, 16 árkvíslar, 18 drykkjumaður. Lóðrétt: 1 fjölskyldugæfa, 2 djöfla, 3 tveir eins, 4 heiðarlegi, 6 sælgæti, 8 hrein, 11 stórfljót, 14 ílát, 17 kyrrð. Lausn 1 5 6 87 9 12 15 10 13 16 17 11 14 18 2 3 4 Tónlistarmaðurinn Mugison var sigurvegari Íslensku tónlistar- verðlaunanna sem voru haldin í ellefta sinn í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi. Mugison vann fern verðlaun; fyrir bestu poppplötuna, besta lagið, umslag ársins og sem vin- sælasti flytjandinn. Það voru áhorfendur heima fyrir sem völdu vinsælasta flytjandann í gegnum síma og með smáskila- boðum. Samúel Jón Samúelsson var einnig sigursæll. Hann var val- inn flytjandi ársins í jazzflokki ásamt hljómsveitinni Jagúar, átti bestu plötuna ásamt Tómasi R. Einarssyni auk þess sem Jagúar var valin flytjandi ársins í popp,- rokk- og dægurtónlistar- flokki. Tómas R. vann síðan verð- laun fyrir besta tónverkið, sem nefnist Ást og er að finna á plötu hans og Samúels, Dansaðu fíflið þitt dansaðu! Þess má geta að Tómas R. vann einnig verðlaun fyrir bestu jazzplötuna á síðasta ári, Havana. Söngkonan Ragnheiður Gröndal og reggísveitin Hjálm- ar unnu tvenn verðlaun hvor. Ragnheiður fyrir bestu dægur- tónlistarplötuna og sem söng- kona ársins og Hjálmar fyrir bestu rokkplötuna og sem bjartasta vonin. Í flokknum Ýmis tónlist vann Ellen Krist- jánsdóttir íslensku tónlistar- verðlaunin fyrir plötuna Sálma, sem naut gríðarlegra vinsælda fyrir síðustu jól. Heiðursverðlaunin féllu að þessu sinni í skaut Helgu Ing- ólfsdóttur semballeikara. Þá hlaut Barði Jóhannsson og hljómsveit hans Bang Gang út- flutningsverðlaun Reykjavíkur – Loftbrúar fyrir eftirtektar- verða útrás á erlendri grundu á síðasta ári. ■ ÍSLENSKU TÓNLISTARVERÐLAUNIN: VEITT VIÐ MIKINN FÖGNUÐ Í ÞJÓÐLEIKHÚSINU Mugison kom, sá og sigraði AÐ MÍNU SKAPI HAFDÍS VÍGLUNDSDÓTTIR, SÖNGKONA Í VESTMANNEYSKA KVENNABANDINU SIGYN TÓNLISTIN Ég hlusta á Radiohead þegar ég vil slaka á, Maus þegar ég vil komast í gott skap, og mikið á gamlan blús og djass, eins og Ellu Fitzgerald og Billie Holiday. Svo dái ég Janis Joplin og get alltaf hlustað á einstaka rödd hennar og magnaðan karakterinn. BÓKIN Las um daginn Dagbók Önnu Frank og dregst að efni sem tengist helförinni og stríðsárunum. Les annars mikið þótt sjónvarpið í svefnherberginu hafi aðeins breytt þeirri venju. Hef gaman af dularfullum og öðruvísi bókum eins og Ísfólkinu og Galdrameistaranum, og dáist að ímyndunarafli Margit Sandemo. BÍÓMYNDIN Ég horfi lítið á sjónvarp, fer aldrei í bíó og leigi mér sárasjaldan spólu. Sá þó ævintýramyndina Goon- ies með stráknum mínum um daginn, en sú mynd hafði mikil áhrif á mig sem barn þegar ég fór að leita fjársjóðs í klettunum í Heimaey. Það er reyndar sunnudagsbíó í Eyjum, en sætin óþægileg og eftir litlu að slægjast. Ég á því fastar vídeómyndir sem ég horfi á aftur og aftur. BORGIN Reykjavík er eftirlætið, en mig langar að tékka aftur á New York þótt mér þætti hún bæði yfirþyrmandi og óþægileg þegar ég heimsótti hana sem barn; auðvitað ófrjáls ferða minna í stórborginni. Í höfuðstaðnum finnst mér gaman að skoða mannlífið, auk þess sem ég fell betur í hópinn þar en hér í Eyjum, þar sem ég sker mig eilítið úr. BÚÐIN Kolaportið er æði. Mér finnst Spútnik og fleiri búðir flottar en tími ekki að kaupa mér föt þar og hef fundið það sama mun ódýrara í Kolaportinu. Andrúms- loftið þar er skemmtilegt, fólkið forvitnilegt, sem og mál- verkasýningarnar. VERKEFNIÐ Ég flyt til Reykjavíkur í mars og þá ætlum við Sigyn-stúlkur að æfa stíft því við viljum spila meira opin- berlega og þá standast væntingar. Dularfullar bækur, ævintýramyndir og Janis Joplin ... fá nemendur Laugalækjar- skóla sem komu, sáu og sigruðu á Skrekk, hæfileikakeppni grunn- skólanna í Reykjavík. HRÓSIÐ Lárétt: 1bára,5arr, 6tó,7ra, 8tóm,9kæpa,10an,12rak,13lík, 15sæ,16álar, 18róni. Lóðrétt: 1 barnalán,2ára,3rr, 4sóma- kæri,6tópas,8tær, 11níl,14kar, 17ró. M YN D /SÆ ÞÓ R VÍD Ó MUGISON Hinn ísfirski Mugison var sigursæll á Íslensku tónlistarverðlaununum. Hann hlaut verðlaun fyrir poppplötu ársins, besta lagið, umslag ársins og áhorfendaverðlaunin sjálf; vinsælasti flytjandinn. RAGGI BJARNA Gamla brýnið Raggi Bjarna tróð upp í gærkvöldi við fínar undirtektir. Raggi gaf út vinsæla plötu fyrir síðustu jól. RAGNHEIÐUR GRÖNDAL Söngkonan Ragnheiður Gröndal var meðal annars val- in besta söngkonan. Hún steig á stokk í Þjóðleikhúsinu og fór á kostum. Með Fréttablaðinu alla fimmtudaga POPP PLATA ÁRSINS Mugimama, Is This Monkeymusic? – Mugison ROKK PLATA ÁRSINS Hljóðlega af stað – Hjálmar DÆGURTÓNLIST PLATA ÁRSINS Vetrarljóð – Ragnheiður Gröndal SÖNGVARI ÁRSINS Páll Rósinkranz SÖNGKONA ÁRSINS Ragnheiður Gröndal FLYTJANDI ÁRSINS Jagúar LAG ÁRSINS Murr Murr – Mugison BJARTASTA VONIN Hjálmar SÍGILD OG SAMTÍMA TÓNLIST TÓNVERK ÁRSINS Sinfónía eftir Þórð Magnússon PLATA ÁRINS Verk fyrir selló og píanó. Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari og Edda Erlendsdóttir píanóleikari spila tónverk eftir Enescu, Janacek, Kodaly og Martinu. FLYTJANDI ÁRSINS Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari BJARTASTA VONIN Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari JAZZFLOKKUR PLATA ÁRINS Dansaðu fíflið þitt dansaðu!, Samúel Jón Samúelsson, Tómas R og Jagúar TÓNVERK ÁRSINS Ástin eftir Tómas R. Einarsson FLYTJANDI ÁRSINS Samúel Jón Samúelsson og stórsveitin Jagúar ÝMIS TÓNLIST HLJÓMPLATA ÁRSINS Sálmar – Ellen Kristjánsdóttir UMSLAG ÁRINS Mugison – Mugimama, is this monkey music?- Hönnun: Ragnar Kjartansson, Aðalgeir Arnar Jónsson, Mugison og Rúna. MYNDBAND ÁRSINS Björk – Oceana HEIÐURSVERÐLAUNIN 2004 Helga Ingólfsdóttir – Semballeikari VINSÆLASTI FLYTJANDINN: Mugison ÚTFLUTNINGSVERÐLAUN REYKJAVÍKUR-LOFTBRÚ: Bang Gang FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N – hefur þú séð DV í dag? -Vertu flott ófrísk -Allt um börn og meðgöngu TÍMARITIÐ MAGASÍN FYLGIR DV Í DAG 5. TÖLUBLAÐ 3. ÁRGANGUR – FIMMTUDA GURINN 3. FEBRÚAR MAGASÍN Ágústa Edda Veldu réttan barnabílstól Vertu flott – ófrísk Gengur bara betur næst Eiginkonur handboltastjarna VORIÐ ER KOMIÐ Í BARNAFÖTUM[ ] Elskar að vera mamma Allt um börn og meðgöngu 11ráð til aðstyrkja fjölskyldu- böndin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.