Fréttablaðið - 19.02.2005, Side 42

Fréttablaðið - 19.02.2005, Side 42
19. febrúar 2005 LAUGARDAGUR Það er alltaf gam- an að fólki sem er til- búið til að hrista upp í hlutunum með mis- viturlegum ummæl- um um það sem því liggur á hjarta. Sumir skjóta sig í fótinn en aðrir standa uppi kok- hraustir og svalir á eftir. Svona fólk lífgar upp á tilveruna því ef enginn þyrði að segja neitt yrði nú lítið gaman að hlutunum. Russel Crowe, sem sló í gegn í Óskarsverðlaunamyndinni Gladi- ator, er einn af þeim sem eru ófeimnir við að tjá sig. Hann hefur verið áberandi í fjölmiðlum upp á síðkastið, enn meira en vanalega. Fyrst tjáði hann sig um Joseph Fiennes, aðalleikara annarrar verð- launamyndar, Shakespeare in Love, og sagði hann hafa verið eins og teprulegur og sætur strákur í hlut- verkinu og engan veginn verið rétti maðurinn í starfið. Skömmu síðar gerði Crowe lítið út stórstjörnunum Robert De Niro, Harrison Ford og George Clooney þegar hann gagn- rýndi þá fyrir að leika í auglýsing- um. Sagðist hann sjálfur aldrei not- færa sér frægð sína á þennan hátt. Clooney skaut á hann á móti og sagði að það hefði Crowe samt gert með því að kynna hljómsveit sína 30 Odd Foot of Grunts. Gott hjá Cloon- ey. Ég sá nefnilega heimildarmynd um sveitina ekki alls fyrir löngu og fékk þá einmitt á tilfinninguna að hún væri eingöngu þekkt vegna Crowe. Greyið gat ekkert sungið og tónlistin var ekki upp á marga fiska. Líklega er hann með of marga já- menn í kringum sig sem þora ekki að segja hvað hann er lélegur. Síðan las ég frétt í gær þar sem Crowe var gagnrýndur fyrir að hafa valdið töfum á myndinni Eucalypt- us vegna stjörnustæla sinna. Var uppblásið sjálfsálit hans sagt alltof fyrirferðarmikið. Þetta hef ég líka áður heyrt um Crowe. Þótt hann sé góður leikari virðist mikilmennsku- brjálæðið vera hans akkilesarhæll. Ég þekki hann samt ekkert og kannski er þetta bara ágætis ná- ungi. Út á við virkar hann samt á mig sem leiðindagaur, sem þó er hægt að hafa gaman af. ■ STUÐ MILLI STRÍÐA FREYR BJARNASON VELTIR FYRIR SÉR MISVITURLEGUM UMMÆLUM LEIKARANS RUSSELS CROWE. Ummæli sem lífga upp á tilveruna M YN D : H EL G I S IG U RÐ SS O N S M Á R A L I N D Sími 517 7007 Vorlínan 2005 er komin Full búð af nýjum vörum Miðasala í síma 568 8000 www.HOUDINI.is Eftir Patrick McDonnell ■ PONDUS ■ GELGJAN ■ KJÖLTURAKKAR ■ BARNALÁN ■ PÚ OG PA Eftir SÖB Eftir Kirkman/Scott Eftir Jerry Scott & Jim Borgman Eftir Frode Överli Ááááiiiiii......þetta get ég þolað! Það sem meiðir hins vegar er að vita til þess að ég á þetta allt saman skilið. Ég var búinn að gleyma því að þið eruð að lesa Ívan hlújárn saman... Hvernig gengur? Fínt! Já, við lesum tvo kafla í einu og gerum svo hlé til að ræða um innihald þeirra. Mér fannst kafli sjö vera lengri en kafli sex. Já! Mér fannst líka vera fleiri bókstafir í honum. ...þrír.... fjór- ir...... fimm....... sex! Ég má gera aftur! Nei, það máttu ekki. Ég á að gera! Láttu þig dreyma! Ég er yngst svo ég má gera eins oft og ég vil. Láttu mig fá teningana! Ég veit um fólk sem þarf að vinna í því að halda aftur af keppnis- skapinu! Allt í lagi, en ég má byrja! 44-45 (32-33) Skrípó 18.2.2005 19:09 Page 2

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.