Tíminn - 03.01.1975, Blaðsíða 1

Tíminn - 03.01.1975, Blaðsíða 1
Sanúerson lyftarinn komínn HF HÖRÐUR GUNNARSSON v- •' ’ ■ ■• • ■• ’.O.IfiO , l_______________:______:__:_* - ... 1 1 1 mm\ Lofttjakkar Olíutjakkar Stjórnventlar Landvélarhf Borgarstjórinn þakkar ungu stúlkunni, sem afhjúpaði veggteppiö I gær. Listakonan er lengst til vinstri. Timamynd: Gunnar. Þjóðhátíðarteppið afhjúpað BH-Reykjavik. t gær var af- hjúpaö við hátiölega athöfn, i fundarsal borgarstjórnar að Skúlatúni 2, veggteppiö, sem Vigdis Kristjánsdóttir hefur orfið f tilefni Þjóöhátföarárs eftir málverki Jóhanns Briem. Við athöfnina i gær minntist borgarstjórinn Birgir ísleifur Gunnarsson forsögu málsins. Tvö samstæð listaverk prýöa nú vegg fundarsalarins, en þaö fyrra var borginni gefiö á '175 ára afmæli hennar 1961. Eru bæöi verkin fögur og til- komumikill vottur þjóölegrar listgreinar, sem öllum er sómi aö, er hlut eiga að máli. Að ósk listakonunnar afhjúpaöi ung stúlka Margrét Kærnested, veggteppið, en móöir hennar veitti listakonunni góða aðstoð viö gerö þessa viðamikla lista- verks. Ólafur B. Thors, forseti borgarstjórnar þakkaöi lista- fólkinu snilldarlega unnið verk i snjöllu ávarpi. Ætlunin er, að listaverk þessi prýði væntanlegt ráðhús Reykjavikur. bað mun hafa verið hugmynd Ragnhildar Pétursdóttur, en hún sá slikt verk í ráðhúsinu f Osló, og gekkst fyrir þvi, að Bandalag kvenna lét gera eldra teppið og færa borginni að gjöf. Slðara veggteppið er hug- mynd Þjóðhátíðarnefndar Reykjavíkur, f tilefni þjóðhátiðarársins og er það gert á vegum borgarinnar sjálfrar. Fjögurra ára drengur drukknaði Gsal—Reykjavik. —Fjögurra ára gamali drengur, Ingivald Rúnarsson, til heimilis aö Noröurgeröi 5, Hvolsvelli, drukknaði i skurði skammt frá heimili sfnu s.l. mánudag. Farið var að sakna Ingivalds um klukkan 6, en hann hafði nokkru áður tilkynnt að hann ætl- aði að skreppa i næsta hús. Um þetta leyti var veður nokkuð slæmt og talsvert rok. Er talið liklegt, að Ingivald hafi hrakið undan vindinum og fallið ofan i skurðinn, en þetta hverfi er að byggjast upp og illa upplýst. Engir sjónarvottar voru að slys- inu. Rafveiturnar höfðu látið grafa mikið af skurðum i þessu hverfi og búið var að leggja leiðslur i skurðina. Hins vegar var beðið eftir því, að simaleiðslur yrðu lagðar í skurðina og hefði það verk af einhverjum ástæðum dregizt talsvert á langinn. í rigningartiðinni sem verið hefur á Suðurlandi að undanförnu fylltust umræddir skurðir af vatni, þegar snjó leysti. Eftir að litli drengurinn fannst látinn var dælt upp úr flestum skurðunum og þeir siðan fylltir þótt simaleiðslur vanti enn. Leitin að litla drengnum stóð i tvo kiukkutima. EKKERT FISKVERÐ KOMIÐ ENN Enn hefur fiskverð ekki verið ákveðið. Gagnasöfnun i sambandi við verðákvörðun yfirnefndar er að mestu lokið, og er nú eftir að fara yfir gögnin og samræma margs konar atriði og viðhorf áð- ur, en endanlegt fiskverð verður ákveðið. Liklegt má telja að ákvörðunin dragist eitthvað fram eftir mánuðinum og að verð á fiski verði ákveðið á sama tima, það er að segja bæði á loðnu og þorski og öðrum vertiðarfiski. Forsætisráðherrar Norðurlanda ræða orkumálin í Osló HHJ-Rvik. — Trygve Bratteli, forsætisráöherra Noregs, skýrði fréttamönnum I Osló frá þvf i gær, að sögn fréttastofu Reuters, að forsætisráðherrar Norður- landanna kæmu saman til fundar í Osló hinn 31. janúar. Bratteli skýrði ekki frá þvi, hvaö yrði til umræöu á fundinum, en heimiidarmenn Reuters i Osló, töldu sennilegt, aö á fundinum yrði m.a. rætt um aukið samstarf Norðurianda á sviöi orkumála, ekki sizt með tilliti til norsku Noröursjávaroliunnar. —■ Já, það er rétt, að á þessum fundi,sem Bratteli hefur boðið til, verður sumpart rætt um sam- vinnu á sviði orkumála, sagði Geir Hallgrimsson forsætis- ráðherra i viðtali við Timann. Undanfarið hefur staðið yfir gagnasöfnun um stöðu Norður- laridanna á orkusviðinu á vegum iðnaðarráðuneytis hvers lands um sig. Ég á þó ekki von á þvi,að hugsanleg oliukaup veröi til umræðu fyrr en siðar. Annars verður rætt um Norður- landaráðsfundinn, sem haldinn verður i Reykjavik 15.-20. febrúar n.k. Þá verður þann 30. janúar haldinn i Osló fundur sam- starfsráðherranna. þ.e. þeirra ráðherra, sem hafa með höndum málefni Norðurlandaráðs, en af Islands hálfu er það forsætis- ráðherra, sagði Geir. Skaftárhlaupið um 200—220 aígalítrar •SJ—Reykjavik. Áætlað er að um 200-220 milljónir teningsmetra af vatni og aur renni til sjávar I Skaftárhlaupi þvi, sem nú er aö ljúka. Þessar upplýsingar gaf Sigurjón Rist okkur I gær en þá var hlaupið ekki alveg búiö. t Skaftárdal fór aö draga úr hiaup- inu um ki. 12 þann 30. des. og sfö- degis á gamiársdag haföi iækkað um einn metra I ánni niöri viö Ás- eldavatn viö vestari brúna á hringveginum. — Þetta hlaup hagaði sér mjög likt og venjuleg Skaftárhlaup, sem hafa komið núna, sagði Sigurjón Rist. Þau hafa þó orðið aðeins meiri bæði að vatnsmagni og rennslistoppi. Hlaupið fór ekki alveg eins hátt og Skaftárhlaupið i júli 1972, en þá var hásumar og leysingin bættist við. Hlaupið núna er sennilega það þriðja I röðinni af þeim ellefu Skaftárhlaupum, sem orðið hafa siðari ár. Farvegur árinnar var að- þrengdur af is og það gerði að menn héldu að Skaftárhlaupið nú væri meira en það raunverulega var. ísinn pindi vatnsborðið svona hátt. —Það er mjög hættu- legt að fá svona vatnsgusur i árn- ar I klakaböndum, sagði Sigurjón Rist. — Það var þvi heppni að ekki fór verr. Þegar vatnið kemst ekki áleiðis fyrir þykkum is, flýt- ur það upp á bakkana og virðist miklu meira en það i raun er, og þarna gerðist það. Nákvæmar tölur um hlaupið I Skaftá kvaðst Sigurjón ekki hafa fyrr en eftir rúma viku þegar tek- ið hefði verið úr vatnshæðarmæl- unum, sem eru tveir, annar uppi hjá Skaftárdal, en hinn austur við Kirkjubæjarklaustur, og unnið hefði verið úr upplýsingunum um rennslið klukkustund fyrir klukkustund. — Lækkunin er mjög eðlileg, sagði Sigurjón, og áin er nú að mestu ótrufluð af is. Aurinn sem hlaupið bar fram AFTAKAVEÐUR af vestri var á Eskifirði i fyrrinótt, og ætlaði allt um koil aö keyra um tima. Talsvert tjón varð lika i kaupstaðnum af völdum veðursins, og sleit einkum þakplötur af húsum. verður rannsakaður með tilliti til hverrar ættar hann er, hvort hann er úr sjálfu jökulstálinu eða hvort þarna er um að ræða efni, sem berst frá eldstöð. Hlaupið var mjög aurblandað. Svo vitað sé hefur enn ekki ver- ið flogið yfir ketilsigin i Vatna- jökli, sunnan Bárðarbungu, en þar undir á Skaftá upptök sin. Á þessu svæði 8 km V-NV af Grimsvötnum hafa alltaf komið sig I jökulinn í fyrri Skaftárhlaup- um. Forvitnilegt er að sjá hvort svo er ekki einnig nú og eins hvort þarna er gufa eða eldf jallið undir jöklinum hafi opnað sig. Mikil veðurhæö var viða annars staðar á Austurlandi, og má með sanni segja, að þar séu miklar sveiflur á veðurfarinu. Má þar minnast þess, að einn daginn, komst hiti á Dalatanga upp i fjórtán stig. Aftakaveður á Eskifirði Jósafat Arngrímsson höfðar mál á hendur Vilmundi Gylfasyni HHJ-—Reykjavik. — Jósafat Arn- grimsson i Keflavik hefur ákveöið að höföa mál á hendur Vilmundi Gylfasyni vegna ummæla i sjón- varpsþættinum Kastljósi 20. desember s.l. — Ég er staðráðinn i þvi að höfða mál, sagði Jósafat i viðtali við Timann i gær. Vilmundur gerði sig sekan um grófar mis- sagnir, m.a. hvað varðar upp- hæðir ávisana, sem og það, að ég hefði ekki reynzt borgunarmaöur fyrir þeim. Hann talaði lika um, að dómar hefðu fallið trekk i trekk en sannleikurinn er hins vegar sá, að einungis er um einn dóm að ræða. Ég er heldur ekki viðriðinn tollsvikamál það sem nú er á döfinni eins og látið var liggja að. Hér er þvi um að ræða persónu- legar svivirðingar, sem ég get ekki unað. Samkvæmt kröfu lög- fræðinga hefur þess þvi verið far- ið á leit, að spólan með viðtali Vilmundar við Baldur Möller veröi ekki eyðilögð og ég er stað- ráðinn i þvi að höfða mál. Ég hef rætt þetta mál við Emil Björnsson fréttastjóra sjónvarps- ins og einnig rætt við Vilmund. Ég fór þess á leit, að ég fengi að koma fram i sjónvarpinu — þó að þvi tilskildu, að Vilmundur stjórnaði ekki þvi viðtali. Þessu var hafnað og þess vegna verður höföað mál.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.