Tíminn - 03.01.1975, Blaðsíða 5

Tíminn - 03.01.1975, Blaðsíða 5
Föstudagur 3. janúar 1975 TIMINN S Aukið ÖRYGGI, SPARNAÐ og ÁNÆ.GJU í keyrslu yðar, með því að lóta okkur annast stillingarnar á bifreiðinni. Framkvœmum véla-, hjóla- og Ijósastillingar ósamt tilheyrandi viðgerðum. Ný og fullkomin stillitaski. O. £ngi!l>cft//on h/f Stilli- og vélaverkstæði Auðbrekku 51 Kópavogi, sími 43140 VERIÐ FYRRI TIL Hafiö ,, Pyrene slökkvitæki ávallt við hendina. • < K Happdrœtti SÍBS Auknir möguleikar allra BIPREIÐn EIGEnOUR! Bessi Bjarna- son fær norskanstyrk Be«il Bjarnason tekur vit norska aámsstyrknum. Lengst tll vinstri ern þeir Valdimar Helgason og R6- bert Arnfinnsson aö óska Bessa til hamingju meö styrkinn. Tfmamynd Gunnar. Nýlega ákvaö stjórn Det norske teater f Osló aö veita fslenzkum leikara meiriháttar styrk til kynningar og námsdvalar f Nor- egi. Er til þessa styrks stofnaö f tilefni af þjóöhátíöarárinu og ákvaö leikhússtjórnin norska aö hann skyldi falla f skaut leikara viö Þjóöleikhúsiö vegna ánægju- legra samskipta þessara tveggja leikhúsa. Hins vegar var leikhús- stjórn Þjóöleikhússins faliö aö velja mann til styrksins. Fyrir valinu varö Bessi Bjarnason, og var honum afhentur styrkurinn viö stutta athöfn i Kristalssal leikhússins s.l. mánudag þann 30. desember. Styrkurinn nemur 10 þúsund norskum kr. eöa á þriöja hundraö þúsund islenzkra króna. Tormod Skagestad, leikhús- stjóri Det norske teater i Osló af- henti sjálfur styrkinn, en hann dvaldist hér i einn sólarhring á leiö til Bandarikjanna, en hann er aö fara til New York að stjórna sýningu á Brúðuheimili Ibsens á Lincoln Center. Hlutverk Noru i þeirri sýningu á Liv Ullman að leika, en aðrir leikarar verða bandarískir. Tormod Skagestad er einn kunnasti leikhúsmaður Norömanna. Hann hefur um 14 ára skeið verið leikhússtjóri Norska leikhússins og samtimis afkastamikill leikstjóri, bæði heima fyrir og erlendis. Þá er hann kunnur leikhúshöfundur. Það var einmitt leikgerð hans á Kristinu Lafransdóttur eftir Sigrid Undset, sem Det norske teater kom með i gestaleik til Þjóðleikhússins fvrir rúmum áratug og var Skaeestaa einmg leikstjóri þeirrar sýningar. Þjóö- leikhúsið hefur hinsvegar sýnt Galdra-Loft i Norska leikhúsinu I Osló. Bessi Bjarnason er fæddur 1930. Hann stundaði nám í Leiklistar- skóla Þjóðleikhússins og braut- skráðist með fyrsta árgangi skól- ans 1952. Hann kom fyrst fram á leiksviöi í barnaleiknum Snæ- drottningunni 1951 og ári síðar lék hann sitt fyrsta stóra hlutverk Litla-Kláus i Litla-Kláusi og Stóra-Kláusi. Hann hefur siðar starfað óslitið hjá Þjóðleikhúsinu á svokölluðum A-samningi og leikið þar samtals 112 hlutverk og á siðustu árum verið einn af buröarásum og vinsælustu leikur- um leikhússins. Meðal hlutverka hans má nefna: Leopold I Sumar i Týról, Cliff Lewis I Horfðu reiður um öxl, Lubin I George Dandin, Hrólfur I samnefndu leikriti, Christopher Mahon I Lukku- riddaranum, Andrés Agahlýr i Þrettándakveldi, Hann i Ég vil, ég vil og nú siðast t.d. Maðurinn i Hversdagsdraumi, ráðherrann i Lýsiströtu og skemmtistjórann I Kabarett. Bessi leikur um þessar mundir prinsinn i Hvað varstu að gera I nótt, Heildsalann I Ég vil auðga mitt land og Kasper i Kardemommubænum. Hann er væntanlegur I stóru hlutverki i Hvernig er heilsan? núna i janúar og slöar á þessu leikári fá leik- húsgestir að sjá hann i hinu fræga hlutverki dr. Coppeliusar I ballettinum Coppelia. Munið: A morgun getur verið of seint að fá sér slökkvitæki. Olalur Gislason &CohS Sundaborg, Reykjavík. Sími: 84800. 4 Þrir eins Aukavinningurinn í ár er að venju sérstakur, þrír Citroen Ami bílar allir eins, þeir verða dregnir út í júní. En það er ekki aðeins aukavinningurinn sem vekur athygli, öll vinningaskrá okkar er gjörbreytt. Fjöldi veglegra vinninga hefur margfaldast og möguleik- inn á að hreppa vinning sem munar um herur aldrei verið meiri. Teningunum er kastatT Nú er að vera meó. Vió drögum 10. janúar. Vélritunar- og hraðritunarskólinn Notið fristundirnar: Vélritun — blindskrift, uppsetning og frágangur verzlunarbréfa, samninga o.fl. Úrvals rafmagnsritvélar. Dag- og kvöldtimar. Upplýsingar og innritun f sfma 21768. HILDIGUNNUR EGGERTSDÓTTIR — Stórholti 27 — Simi 21768 Gullveröiaunahafi — The Business Educators’ Association of Canada.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.