Tíminn - 03.01.1975, Blaðsíða 12

Tíminn - 03.01.1975, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Föstudagur 3. janúar 1975 róðurinn. Jóhann reyndi af öllum mætti að halda réttri stef nu bátsins. En það gekk ekki sem bezt. Stundum dok- aði hann við og lofaði Katrínu, sem sat kófsveitt við róðurinn, að vinna á, stundum andæfði hann og stundum þreif hann jafnvel um hlumminn hjá henni og reyndi að kenna henni réttu tökin. Loks rak hann upp skellihlátur. ,,Það er eins og Bakkabræður séu komnir á sjó. En sú mildi að enginn sér til okkar". „Ég vil fá að róa", sagði Katrín. „Ég hef aldrei átt þess kost á því að læra áralagið. En ég læri það strax ef ég fæ að halda áfram. Þegar þau voru komin út f yrir hólmana, kom það síður aðsök, þótt stefnan væri dálítið reikul. Sólin hækkaði á lofti, og brátt tók að hlýna. Svitinn bogaði af enni Jóhanns,sem nú tók það ráð að fara úr jakkanum. Katrín, sem sat i stafni veitti því eftirtekt, að skyrtu- bakið varð gegnvott af svita á skammri stundu. „Þú svitnar svo ægilega, Jóhann. Það er þó ekki orðið svo heitt ennþá", „O, það er bara heilnæmt að svitna", svaraði hann hirðuleysislega. En áratogin urðu því linari, sem hann reri lengur, og andardrátturinn þyngri. Katrín fór að ókyrrast. „Jóhann", sagði hún loks skipandi röddu. „Nú hættir þú og færð mér árarnar." „Nei-nei. Þetta gengur vel svona". „Þú getur þó hvílt þig ofurlitla stund". „Jæja, þá, ef þú endilega^ vilt það". Hann fékk henni árina og færði sig aftur í skutinn. Þar sat hann um hríð álútur og studdi annarri hendinni á ennið en hinni á síðuna, IFkt og hann væri sárþjáður. Katrín hafði ekki séð framan í hann, meðan hann réri, en hún dauðskelkuð,er hún sá, hve illa honum leið. „Líður þér hræðilega illa?" spurði hún. „Æ, ég veit það ekki....það..." „Þú hefðir alls ekki átt að róa". „Þetta líður strax frá. Ég ætla að hvíla mig dálitla stund". „Leggstu út af, ef þú getur — A ég að stefna beint áf ram?" „Já — Er vatn í nestispokanum?" Það eru þar áf ir í f lösku — Gerðu svo vel. Drekktu eins og þú vilt". „Þakka þér fyrir....A-a-æ, þetta var gott. Nú get ég haldið áfram aðróa". „Ne-hei. Þú situr þarna kyrr. Við komumst áreiðan- lega til Bómarsunds, ef þú segir mér bara stefnuna." „Þú átt að stefna á milli hólmanna tveggja, sem þú sérð þarna út frá". Það var auðvelt að telja um fyrir Jóhanni, enda virtisth hann eiga f ullerf itt með að halda sér uppréttum, þar sem hann sat á skjön á þóftunni. Katrín beit á vörina og reri. Nú, þegar hún var orðin ein um róðurinn, fór hún sér hægara en áður og þreifaði fyrir sér, hvernig bezt myndi að beita árunum unz hún komst upp á lag með að stjórna bátnum, svo að mynd var á. Hún hafði alltaf dregið sig í hlé, þegar hún var á sjó, til þess að láta ekki aðra komast á snoðir um hve lítið hún kunni með bát að f ara. Jóhann var á hinn bóginn ágætur sjómaður. Því fór fjarri, að henni þætti fyrir yfirburðum hans. Þáð lá meira að segja við, að henni þætti vænt um það, ef eitt- hvað það bar að höndum, sem hann kunni betur að ráða fram úr heldur en hún. Það var eins og lóð á þá vogar- skálina, sem léttari var. Eftir klukkustundar róður skreið báturinn gegnum sundið milli Prestseyjar og Bómar. Katrín litaðist for- viða um. Bómarmegin var ströndin klettótt og hrjóstrug að sjá en við þverhnípta höfðana kúrðu hér og þar vesaldarlegir kofar á dreif. Fjær og lengra upp frá ströndinni, þar sem rústir gamalla virkismúra blöstu við, virtust snýnu hlýlegra. Presteyjan var iðjagræn og vaxin skógi, og á einum stað var steingarður, sem sýni- lega var gerður af mannahöndum framan við sjóinn. „Sjáðu Jóhann, hvað þessi garður þarna er meistara- lega vel hlaðinn", sagði Katrín. „O", sagði Jóhann hirðuleysislega, „Þetta er ekkert. Þú ættir að koma i stórborg. — þar eru mílulangar sfein- bryggjur, sem svo mörg skip liggja við, að siglutrén eru eins og skógur til að sjá". „Þú hefur séð svo margt Jóhann", sagði Katrín sár- forvitin. „Andskotann ekki meira en margir aðrir — Þessi mannavirki þarna eru síðan Rússar voru hér. Á þeim tíma var Bómarsund kaupstaður, og Prestey fékk að njóta þess", svaraði hann laundrjúgur. Þau festu bátnum við klettahlein Bómarsundsmegin. „Við bindum hann ekki við bryggjurnar, þvi að þá kynni einhver að stela honum. Við erum ekki lengur heima á Þórsey. Hér er alls konar fólk á ferð. Einn kemur og annar fer", sagði Jóhann. Þau gengu nú upp klappirnar. Katrin var alveg eins og .... tekinn fastur af þjófum penm^ J . Áemji6S hann j3W iiressilegal Lomo frá Llongo er á leiðinni til höfuðborgar* innar, veröur fyrir býflugnaárás 3. janúar 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 9.15: Finnborg örnólfsdóttir les söguna „Maggi, Marf og Matthias” eftir Hans Petterson (2). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli liða. Spjallað við bændur kl. 10.05. „Hingömlu kynni”kl. 10.25: Sverrir Kjartansson sér um þátt með tónlist og frásögnum frá liðnum ár- um. Morguntónleikar kl. 11.00: 12.00 Dagskráin.., Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miödegissagan: „Söng- eyjan” eftir Ykio Mishima. Anna Maria Þórisdóttir þýddi. Rósa Ingólfsdóttir byrjar lesturinn. 15.00 Miðdegistónleikar. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Popphornið 17.10 Útvarpssaga barnanna: „Anna Heiða vinnur afrek” eftir Rúnu Gislad. Edda Gisladóttir les (6). 17.30 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Þingsjá. Umsjón: Kári Jónasson. 20.00 Frá tónleikum I Dóm- kirkjunni 29. f.m.Einsöngv- arar og óratóriukór Dóm- kirkjunnar flytja Jóla- óratóriu eftir Bach ásamt félögum 1 Sinfóniuhljóm- sveit Islands. Stjórnandi: Ragnar Björnsson. 21.30 Útvarpssagan: „Dag- renning” eftir Romain Rol- land. Þórarinn Björnsson Islenskaði. Anna Kristin Arngrimsdóttir leikkona les (5). 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. Húsnæðis- og byggingarmál. Ölafur Jensson ræðir við Zophonias Pálsson skipulagsstjóra. 22.35 Bob Dylan. Ómar Valdimarsson les úr þýð- ingu sinni á ævisögu hans eftir Anthony Scaduto og kynnir hljómplötur, niundi þáttur. 23.20 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. 3. janúar 1975 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Dagskrárkynning og auglýsingar. 20.40 Eldfuglaeyjarnar. Sænskur fræðslumynda- flokkur. Sjötti og siðasti þáttur.. Flam ingóeyjan. Þýðandi og þulur Gisli Sigurkarlsson. (Nordvisi- on—Sænska sjónvarpið). 21.50 Kastljós. Frétta- skýringaþáttur. Umsjónar- maður Eiöur Guðnason. 21.55 Villidýrin. (The Zoo Gang). Nýr, breskur saka- málamyndaflokkur i sex þáttum, byggður á sögu eft- ir Paul Gallico. 1. þáttur Siðbúin hefnd. Þýðandi Kristmann Eiðsson. Fjórar aðalpersónur myndaflokks- ins, þrir karlar og ein kona, störfuöu saman I frönsku andspyrnuhreyfingunni á striðsárunum. Þar fengu þau viöurnefni i samræmi við eölisfar hvers þeirra, refurinn, fillinn, tigrisdýriö og hlébaröinn. Tuttugu ár- um siðar hittast þau, aftur og taka upp þráðinn að nýju, en þó á litið eitt frábrugðn- um vettvangi. Aöalhlut- verkin leika Brian Keith, John Mills, Lilli Palmer, og Barry Morse. 22.45 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.