Tíminn - 03.01.1975, Blaðsíða 16

Tíminn - 03.01.1975, Blaðsíða 16
Föstudagur 3. janúar 1975 J Tíminner peningar AuglýsidT fyrir góóan mai ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Mitchell Haldemann Ehrlichman Þrír samstarfsmenn Nixons sakfelldir: NEITA SEKT SINNI, — en eiga yfir höfði sér langa fangelsisvist og háar sektir NTB-Washington. — Kviðdómur i hinu svonefnda Watergatemóli, sem höfðað var á hendur nokkr- um mönnum fyrir að reyna að hindra uppijóstrun innbrots I aðalstöðvar demókrata I júni árið 1972, kvað upp úrskurð sinn i fyrrakvöld. Kviðdómurinn komst m.a. að þeirri niðurstöðu, að þrir af sam- starfsmönnum Richard Nixons, fyrrum Bandarikjaforseta, væru sekir, þ.e. þeir John Mitcheli (fyrrum dómsmáiaráðherra), Bob Haidemann (fyrrum ráðgjafi forsetans I innanrikismáium) og John Ehriichman (fyrrum starfs- mannastjóri Hvita hússins). Þeir Mitchell, Haldemann og Ehrlichman neita stöðugt sekt sinni og segjast ætla að áfrýja úr- skurði réttarins, e.t.v. allt til hæstaréttar. Fari svo, liða nokkur ár, unz endanleg niðurstaða fæst i málinu. John Sirica, dómari i Water- gate-málinu, hefur enn ekki kveð- ið upp dóm yfir sakborningunum, en þeir eiga yfir höfði sér langa fangelsisvist og háa sekta- greiðslu. Náðar Ford þá? Reuter-Washington. — Boilalegg- ingar voru meðai fréttaskýrenda um, hvort Gerald Ford Banda- rikjaforseti náðaði sakborning- ana i Watergate-málinu. Að sögn Iteuter-fréttastofunnar iá ekki ljóst fyrir í gærkvöidi, hvort til þess kæmi, enda óvíst, að Ford hefði þrauthugsaö máiið. IRA lengir vopnahléð — en hefur um leið í hótunum á sér bera til að forðast blóðsút- hellingar. Friður úti í Ródesíu? Ródesíustjórn meinar leiðtogum blökkumanna að ræða við Callaghan, utanríkisráðherra Breta Reuter-Salisbury. Hið afrlska þjóðfrelsisráð I Ródesiu tilkynnti i gær, að Ródesíustjórn hefði meinað sex manna sendinefnd ráðsins að fara til Lusaka, höfuð- borgar Zambiu, til fundar við James Callaghan, utanrikisráð- herra Bretlands, sem um þessar mundir er á ferð um sunnanveröa Afriku. Einn af leiðtogum þjóðfrelsis- ráðsins, Edson Sithole, sagði I gær, að þessi þröngsýna ákvörð- un Ródesiustjórnar gæti orðið til þess, að ekkert yrði úr frekari viðræðum um framtiðarstjórn i Ródesiu milli leiðtoga blökku- manna og stjórnar Ian Smiths. Sithole kvað nú óvist, hvort blökkumannaleiðtogar fengju tækifæri til að ræða við Callag- han, eins og ráðgert hafði verið. Brezki utanrikisráðherrann held- ur I dag frá Zambiu til Botswana, þar sem hann hefur tveggja daga viðdvöl, áður en hann heldur heimleiðis. Sithole sagði, að enn væri þvi timi fyrir Ródesiustjórn að breyta ákvörðun sinni, svo að af viðræðunum gæti orðið. Ródesiustjórn gaf tvær ástæður fyrir synjuninni að sögn Sithole: Þota sú frá Zambíu, sem sækja átti sendinefndina, hefði ekki fengið lendingarleyfi á flugvellin- um við Salisbury. Og þjóðfrelsis- ráðið hefði ekki sótt formlega um fararleyfi fyrir fulltrúa i sendi- nefndinni, en þeir sátu áöur i NTB/Reuter-London/Dublin. —- irski iýðveidisherinn (IRA) á- kvaði gær að framiengja um tvær vikur vopnahlé það, er I gildi hef- ur verið á Norður-irlandi og Bret- landi um jói og áramót. Þessi ákvöröun IRA gcfur fyrirheit um — að sögn Reuter- f réttastofunnar — að bardagar á Norður-irlandi og sprengjutilræöi á Bretlandi hverfi úr sögunni von bráðar. En vonir manna um frið eru þó á veikum stoöum reistar. T.d. veldur það vonbrigðum, aö leiö- togar IRA hafa aðeins fallizt á að framlengja vopnahléð — sem þegar hefur staðið i ellefu daga — um hálfan mánuð. Jafnframt hafa þeir krafizt þess, að brezk stjórnvöld geri ráðstafanir á þessum hálfa mánuði til að koma á varanlegum friði á Bretlands- eyjum — ella gripi IRA til vopna á ný- Þessar ráðstafanir eru m.a. þær, að brezka stjórnin lýsi yfir brottflutningi brezkra hermanna frá Norður-írlandi I áföngum, umsvifalaust verði hætt að taka menn fasta á Bretlandi án dóms og laga og brezki herinn láti sem minnst á sér bera á Norður-Ir- landi, meðan hann dveíst þar. Eins og áður getur hótuðu leið- togar IRA, að þráðurinn yrði tek- inn upp að nýju, ef brezk stjórn- völd daufheyrðust viö kröfum þeirra. — Og þá veröur tekið til athugunar, hvort gripa þurfi til annarra hernaðaraögeröa en beitt hefur verið fram að þessu, segir I fréttatilkynningu frá her- ráði IRA I gær. Áöur en ákvörðun IRA var tek- in, létu brezk stjórnvöld lausa eöa náöuðu um 170 manns, sem tekin höfðu verið höndum, sökuð um aöild að hermdarverkum þeim, er IRA hefur lýst sig bera ábyrgö á. Um leið var tilkynnt, að til at- hugunar væri að kveðja heim hluta af þeim 16 þúsund brezkum hermönnum, sem nú eru á Norð- ur-trlandi. Leiðtogar IRA telja þessar aðgerðir þó ekki nægja til aö varanlegt vopnahlé komist á. Þá hermdu áreiðanlegar fréttir i Belfast, að lögreglumenn og her- mennlétuum þessar mundir litið Jarðskjálftarnir miklu í Pakistan: Tala látinna nálgast 6000 Reuter-Rawalpindi. — Björg- unarsveitir fundu tvö svæði til viöbótar I Karakóramf jöllum , sem orðiö hafa hart úti I jarð- skjálftunum I Pakistan um slð- ustu helgi. Óttazt er nú, að allt að sex þúsund manns hafi látiö lifiö I þessum náttúruhamförum. Björgunarsveitir, sem einkum nota þyrlur við björgunarstarfið, hafa aö undanförnu verið við leit aöfólki.sem beðiö hefur bana i af- skekktum byggðum i fjalllendinu, svo og flutt mikið magn matvæla og lyfja til bágstaddra. tran og Saudi-Arabia hafa látið háar f járupphæðir af hendi rakna til björgunarstarfsins. Erfitt er um vik að aðstoða þá, sem hjálp- ar eru þurfi, en talið er, að sextán þúsund hafi slasazt i náttúruham- förunum og a.m.k. sextiu þúsund misst heimili sin, en eflaust eru þessar tölur varlega áætlaðar, að sögn fréttamanna, sem fylgzt hafa með björgunarstarfinu. Reuter-Moskvu. — Mario So- ares, utanrikisráöherra Portúgal, kom til Moskvu I gær til viöræöna viö sovézka ráöamenn. I opinberri frétta- tilkynningu, sem gefin var út I tilefni af komu Soares, segir, aö vonandi treysti hún tengsi Portúgal og Sovétrfkjanna. Búizt er við, að Soares dveljist tvo til þrjá daga i Moskvu og ræði m.a. við And- rei Gromyko utanrikisráð- herra. Soares kom til Moskvu frá Nýju Delhi, þar sem hann undirritaði sáttmála um endurnýjun á stjórnmálasam- bandi Indlands og Portúgal. Stjórnmálasambandið var rofiö fyrir tuttugu árum, þeg- ar Indverjar lögðu undir sig portúgölsku nýlendurnar á Indlandsskaga, Goa, Daman og Diu. Soares, sem er leiðtogi portúgalskra sósialista, er háttsettasti embættismaður Portúgal, er heimsótt hefur Sovétrikin frá þvi hinni hægri- sinnuðu einræðisstjórn var steypt af stóli i byltingunni I fyrravor. Alvaro Cunhal, leið- togi portúgalskra kommúnista og ráðherra án ráðuneytis I Portúgalsstjórn, var á ferð- inni i Moskvu i desember og undirritaði þá samning um aukin viðskipti Sovétmanna og Portúgala. Reuter-New York. — Um 170 manns slösuðust i gærmorgun, er tvær neðanjarðarlestir rák- ust á I New York-borg. Aö sögn voru flestir þeirra litt sárir, en þó voru tiu af þeim, er slösuðust, i lffshættu sið- degis i gær. Areksturinn olli að sjálfsögðu miklu öngþveiti i járnbrautarsamgöngum stór- borgarinnar fyrrihluta dags I gær. • Reuter-Kyrenia, Kýpur. Bul- ent Ecevit, sem fyrirskipaði innrás Tyrkja á Kýpur I júli I fyrra, en hann gegndi þá em- bætti forsætisráöherra Tyrk- lands, var ákaft fagnaö, er hann steig á land viö Kyrenia i gær. Blómum var stráð á bifreið Ecevits og fagnandi mann- fjöldinn öskraði: — Ecevit, Ecevit! Þjóðarleiðtoginn fyrr- verandi lagði i gær blómsveig á leiði tyrkneskra hermanna, er féllu I innrásinni i fyrra- sumar. I dag ávarpar Ecevit svo tyrkneskumælandi Kýpur- búa, sem eiga heima i Nikósiu, en mikill viðbúnaður er af þeirra hálfu til að taka á móti honum. Þá mun hann og eiga viðræður við Rauf Denktash, leiðtoga tyrkneskumælandi eyjarskeggja, um ástand mála á Kýpur. Ecevit fangelsi i Ródesiu. Sithole sagði áð ekki væri annað að sjá en Ródesiustjórn hefði breytt fyrri ákvörðun um óheft frelsi, leiðtog- um blökkumanna til handa, en sú yfirlýsing var einn liðurinn i bráðabirgðasamkomulagi blökkumanna og stjórnarinnar um vopnahlé i landinu. Ródesíustjórn tjáði sig ekki um þetta mál siðdegis i gær. ©ntijit Blaðburðarfólk vantará: Bergstaðastræti Suðurlandsbraut Túnin Austurbrún Laugarásveg Voga Sundlaugaveg Kleppsveg (trá 118) Upplýsingar í síma 1-23-23 Kópavogi Blaðburðarfólk óskast í eftirtalin hverfi: Digranesveg Skálaheiði Tunguheiði Traðirnar Umboðsmaður sími 42073

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.