Tíminn - 04.01.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 04.01.1975, Blaðsíða 2
I TÍMINN Laugardagur 4. janúar 1975 Laugardagur 4. janúar 1975 Vatnsberinn (20. jan.—18. febr.) Enn einu sinni virðist einföld lausn á vandamál- unum ætla aö skjóta upp kollinum, og þú skalt ekki vera lengi aö hugsa þig um. Ýmisóvænt at- vik geta gerzt heima hjá þér, og reyndu aö færa þér þau i nyt eins og þú getur. Fiskarnir (19. febr.—20. mai . Þú skalt taka daginn snemma. Þaö eru einhver verkefni, sem setiö hafa á hakanum hjá þér, og þaö er um aö gera aö reyna aö fá einhvern botn í þau i dag. Þetta er hagstæður dagur, sem þú skalt reyna að notfæra þér til ýtrasta. Ilrúturinn (21. marz—19. april) Þaö kemur þér aö litlu haldi, þótt fræðiþekkingin sé i góöu lagi. Þú veröur aö reyna aö afla þér raunhæfrar reynslu og kanna allar forsendur, sem þér eru nauösynlegar i ákveönu máli. Fjölskyldumálin og ástamálin eru góö. Nautið (20. april—20. mai) Þaö viröist svo sem allt sé aö falla I ljúfa löö hjá þér, en engu aö siöur skaltu ekki láta þinn hlut' eftir liggja. Þú skalt láta samstarfsfólk ,u vita, hvernig málin standa, og reyndu aö notfæra þér sannfæringarkraftinn. Tviburarnir (21. mai—20. júni) Þú mátt alveg búast viö þvi, að stutt feröalög eöa einhvers konar erindi verði þér til heilla. Þú skalt beita athyglinni aö bréfaskriftum en gættu þess, aö I sambandi viö viöteknar venjur veröi ekki frávik. Þaö gæti oröiö slæmt. Krabbinn (21. júní—22. júli) Þú þarft á aö halda allri þeirri aðstoö, sem þér berst I dag, og þú skalt ekki slá hendinni á móti henni. Þú kemst ekki yfir allt, og þaö skaltu gera þér ljóst, áöur en þú ert búinn að taka aö þér svo mikiö, aö þú sjáir ekki fram úr þvi. Ljónið (23. júli—23. ágúst) Þú skalt notfæra þér þrekið, sem þú ræöur yfir I dag til nytsamra starfa. Þaö er eitthvaö, sem þú þyrftir aö koma á framfæri. Sláöu þvi ekki á frest, en reyndu meö öllu móti aö notfæra þér þá möguleika sem þetta býöur! Jómfrúin (24. ágúst—22. sept.) Þaö litur út fyrir, að einhverjir viöskipta- samningar liggi á lausu. Þú skalt taka frum- kvæöiö og hefjast handa, en engu aö siöur skaltu þiggja annarra ráö. Sérstaklega er þaö nákom- inn, eldri ættingi, sem þú þarft aö tala viö. Vogin (23. sept.—22. okt.) Láttu þetta veröa góöan dag og reyndu aö beina allri þinni viðleitni og starfsorku inn á réttar brautir. Þú veröur aö gæta þess aö fara ekki of leynt og setja ekki ljós þitt undir mæliker. Kvöldiö getur oröiö skemmtilegt. Sporðdrekinn (23. okt.—21. nóv.) Þú skalt hafa tímann fyrir þér og ganga vel frá hlutunum svo aö þú þurfir ekkert aö gera upp á nýtt. Þaö er hætt viö þvi, aö einhver gömul skuldbinding gleymist, en þú skalt láta hana liggja á milli hluta. Nýjar fréttir berast. Bogmaðurinn (22. nóv.—21. des.) Þú skalt taka þátt I ákafa annarra og fögnuði, og þú skalt búa þig undir það, aö kenningar þin- ar þurfi aö endurskoöa. Þaö er hætt viö, aö sam- starf sé öllum fyrir beztu. Athugasemdir á aö skrifa hjá sér til að nota siöar. Steingeitin (22. des.-19. jau) Fjáröflunarmöguleikarnir batna, ef þú aöeins hefur vit á aö nýta frumkvæði þitt og svo auövit- aö þaö, sem þú hefur lært. Og eitt skaltu hafa hugfast, þvi stærri verkefni, sem þú ræöst I á þessu nýbyrjaöa ári, þvi betra. Tíminner peningar I | Auglýsitf : í Timanum I ■!!li iliilii If "lllilf li jjllH.IIK. Jarðhiti — húskuldi HINN tryggi, aldraði vinur Timans og velunnari, Einar Sigurfinnsson i Hveragerði, hefur skrifað grein þá, sem hér fer á eftir. Hún er rituð skömmu fyrir jól eða 21. desember og fjallar um hitaveitumál Hver- gerðinga, sem lengi hafa verið i miklum ólestri og eru raunar enn eins og ráöa má af grein Einars. ,,Þaö var einu sinni, þegar allir ofnar i húsinu voru Iskaldir og þess vegna helzt um of svalt loftið þeim, sem hafa rénandi blóöhita og knappar hreyfingar aö ég fór að skoða blaðadót mitt. Fyrir hendi varð héraösblaðið Suöurland frá 9. júni 1973. Á fyrstu siðu er áberandi fyrirsögn, „Hátiðisdagur I Hverageröi”, og svo kemur löng lofgeröarrolla um þann hátiöis- dag, sem þá var nýlega um garö genginn. Þá, 1. júni, var fagnað- arhóf haldið af ráöamönnum hreppsins i áhaldahúsi sveitar- innar. Þar ávarpar oddvitinn, Olafur Steinsson, gestina ,,i tilefni þess, að hleypt hefur veriö heitu vatni á aöalveituæö hitaveitunnar frá jarðvarma- veitum rikisins i ölfusdal”. Segir hann sögu þessa verks i glöggu máli, hrósar Orkustofn- un rikisins, verkfræöingum, verktökum, starfsmönnum og fleiri. Og svo „var okkur ekiö upp i Dal yfir Varmá” „og þaðan gengið upp I fjall að hitageyminum”, segir þar. Þar var skoðað og útskýrt, spurt og svaraö greiðlega. Tryggvi bankastjóri spurði: „Er mikið af aukaefnum I vatninu?” „Svar. „Föst, uppleyst efni, sem engum gera mein”. Fjallgangan tókst án tiöinda. Menn klifruðu upp á hundrað tonna vatnsgeymi (þvilikt af- rek!), og menn rifjuöu upp sögur og ævintýri, meðal annars sögu um Kristján i Reykjafossi, sem einn hreppsnefndar- maöurinn taldi gott atriði, málinu til framdráttar. Þetta eru smápunktar úr langri grein I Suðurlandi. Myndskreytt er hún og skemmtilega skrifuð af nafnkunnum rithöfundi. Hann skrifar og formála, þar sem er þessi skemmtilega klausa: „Hveragerði á stigi landnáms i flestum greinum, gullöldin I vændum. Oddvitinn hefur i mörg horn að lita, bankastjór- inn þekkir vitjunartima sinn, gróöurhúsabændur stækka akra sina, sá og uppskera við sivax- andi öryggi..GIsli gerir ellina eftirsóknarverða. Svo fátt eitt sé nefnt”. Misræmi milli orða og efnda Vist var þetta fallega sagt og trúlega túlkað. En þá strax var þó viöa orðið vart við alvarlegt misræmi milli orða og efnda. Margir gátu sagt svipaða sögu og Kristján. Ýmis konar truflun og ólag kom viða fram, þar sem gamla veitan hafði gefizt vel árum saman. Opnir skurðir voru viö húsdyr og hlið, svo að vikum og mánuðum skipti og olli hættu og hindrun umferðar. Þessu fylgdu margvisleg óþæg- indi og fjárútlát, þvi aö oft þurfti eitthvað aö laga. Og svo kemur nýja kerfiö með grindum, leiðslum, mælum og stopphönum, sem jafnvel lagningarmennirnir sjálfir skildu naumlega, hvað þá aðrir, og svo virðist sem þetta heita vatn, þvi að heitt er þaö, sé ekki laust við óhreinindi — ekki hættulaus ofnum né rörum. Oft var eitthvað að og oft kvartað. Oftast kom einhver, sem skrúfaöi, mældi, hreinsaöi. Við þaö skánar um stund, en sækir fljótt I sama horf. Og enn, haustið eftir hátiðis- daginn, segir i einu dagblaöinu: „Helkuldi I jarðhitabænum —■ gamla fólkið skelfur, frost i gróðurhúsum”: „Um hádegi á mánudag var orðið svo kalt i barnaskólanum, að senda varð börnin heim og hætta kennslu. Sum Ibúðarhús eru orðin svo köld, aö flögrað hefur að fólki, aö flýja húsin”. Þetta er þvi miður nokkuö leiöinleg útkoma þessa sögulega hálofaöa fyrirtækis. Orkustofn- un — eða hvað það heitir — selur vatn, sem skaðleg efni eru i — verkfræöingar, efnafræöingar, eölisfræöingar mæla, reikna og teikna, sveitarstjórnin trúir öllu, umber allt, þó að siendur- tekin vonbrigði og kvartanir frá hreppsbúum glymji henni i eyrum. Enn er óhappasagan ekki öll Og nú, nær árslokum 1974, er óhappasagan ekki á enda kljáö. „Hún (hitaveitan) verður aldrei I lagi, ekki hægt aö gera neitt, sem varanlegt gagn er I — ég er marguppgefinn, fæ ekki mat — né svefnfrið”, sagöi Þor- valdur Sæmundsson fyrir skömmu. Enn eru ofnar kaldir, menn leggja i kostnað og fyrirhöfn og leita ráða. En ráö og reynsla eru dýr, og misbrestasamt er þetta allt. Og veruleg hætta vofir yfir, ef hörö frost koma. Þetta er ömurleg staðreynd á mesta jaröhitasvæði landsins, þar sem margir hafa hugsað svo gott til þeirrar glóöar og heilsulindar, samanber Gisla Sigurbjörnsson meö sin mörgu og ágætu Asheimili, og raunar fleiri. Þetta þykir vist nokkuð leiðin- leg raunarolla og ekki jólaleg. Já — sannarlega hefði ég viljað senda betri jólagrein og hlý- legri. En sannleikurinn er sagna beztur. Og heilshugar óska ég þess og bið, aö guð gefi Hver- gerðinum og öllum Islands börnum blessunarrikar hátiöir — aö hlýtt veröi og bjart ytra og innra um komandi ár, farsæld veitist hverjum manni og þjóöarheill og vel greiöist úr vandamálunum til heilla landi og lýö. Friöur guös sé og veri meö landi og lýö”. r Iþrótta- og æskulýðsfulltrúi Selfosshreppur óskar að ráða iþrótta- og æskulýðsfulltrúa nú þegar eða eftir nán- ara samkomulagi. Umsóknir ásamt upplýsingum um mennt- un og fyrri störf sendist undirrituðum fyrir 15. jan. 1975. Sveitarstjóri Selfosshrepps. Fiskibótur til sölu 8 tonna Bátalónsbátur, ný- endurbyggður með hand- færavindum o.fl. Vélin yfir- farin. Báturinn er i mjög góðu ástandi. Upplýsingar i simum (91) 2-28-30 og 8-61-89. A iS&J Álfabrenna í Kópavogi Á vegum Tómstundaráðs og ýmissa iþrótta- og æskulýðsfélaga i Kópavogi verður haldin álfabrenna sunnudaginn 5. jan. nk. Hefst dagskráin með skrúðgöngu frá Vallargerðisvelli kl. 17. Hestamenn úr Hestamannafélaginu Gusti fara fyrir göngunni. Gengið verður niður á Smára- hvammsvöll við Fifuhvammsveg. Kl. 17,30 hefjast þar skemmtiatriði. Þar koma fram: 1. Félagar úr Þjóödansafélagi Reykjavikur. 2. Hornaflokkur Kópavogs. 3. Halli og Laddi. 4. Askasleikir og Stekkjastaur. 5. Aifadans og álfaleikir, iþróttafélagiö Gerpla. 6. Hjálparsveit skáta verður meö flugeldasýningu. Kynnir verður Egill Bjarnason. Aðgangs- eyrir verður 200.00 fyrir fullorðna og 100.00 fyrir börn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.