Tíminn - 04.01.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 04.01.1975, Blaðsíða 4
TÍMINN Laugardagur 4. janúar 1975 tð2Q .¦ . .:...' ¦¦.¦ • - .:¦¦ ¦ ¦ ¦ . Eins og venjulegur unglingur Loks er Caroline Kennedy, sem nti er á sautjánda ári farin aö lifa og haga sér, eins og venju- legur unglingur. Hér er hún að leika kanadiska utgáfu af brennubolta, en sá leikur er henni mjög svo geðfelldur, að þvl er sagt er. Caroline er steinhætt að hugsa um það, þótt mamma hennar sé alltaf að tala um að hún sé of feit. Hún er lika að mestu hætt að hugsa alvar- lega um trúmál, en við sjálft lá, að hiin gengi i klaustur, svo al- varlega þenkjandi var hiin á þvi sviði. Fílsungi í dýragarði Nýlega fæddist filsungi i Alma- Ata-dýragarðinum í Sovétrikj- unum. Hann hlaut nafniö Almaz, sem mun þýða demant- ur. Þetta er i annað sinn, sem móöir Almaz elur afkvæmi i dýragarðinum, en móðirin og faðirinn eru Palma og Dubas, sem eru indverskir filar. Fyrra afkvæmi þessara duglegu fíla- hjóna fæddist fyrir fjórum árum og hlaut nafniö Batyr. Hann er nU I Karagandadýragarðinum. Palma yfirgefur ekki ungann sinn eitt einasta augnablik. Hún gætir hans eins og sjáald- urs auga sins og elur hann á spenvolgri mjólk. Þegar Dubas fékk að sjá son sinn i fyrsta skipti ógnaði hann næstum lifi hans með yfirþyrmandi bliöu- hótum. Hann ætlaði greinilega aö taka hann algjörlega að sér, og vildi meira aö segja ekki leyfa móðurinni að koma nokk- urs staöar nálægt. Aðstæður allar eru hinar ákjósanlegustu í Alma-Ata-dýragarðinum, og hafa þær orðið til þess að fjöl- mörg dýranna þar hafa eignazt afkvæmi, sem er annars heldur óvenjulegt i dýragörðum. t dýragarðinum eru alls 2000 dýr af 300 tegundum. Nú er i ráði að stækka garöinn um 200 hektara, og verður allt kapp lagt á að umhverfi dýranna verði sem allra likast þvi, sem þau eiga að venjast I eigin heimkynnum. A annarri myndinni er Yana Kokayeva, sem vinnur i dýra- garðinum, að Ieika við Almaz, en Yana er sú eina, sem móöirin leyfir aö koma nálægt syni sln- um. A hinni myndinni er unginn að sjtiga móöur sína. Og hugsaðu þér bara, rétt eftir ao þeir voru farnir með þig I sjukra- bflnum klifraði litla dúfan niður lir trénu hjálparlaust. ¦*- /#i<ri> Segöu mér, hversu lengi þarf ég að biöa hérna. >5K Heyrðu 89. Þú ert héðan úr þorp- inu. Hvenær eru fiskimennirnir vanir að draga upp netin? DENNI DÆMALAUSI „Meinarðu ÞIÐ BÆÐI I sama árabátnum?"

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.