Tíminn - 04.01.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 04.01.1975, Blaðsíða 6
TÍMINN Laugardagur 4. janúar 1975 Land án laga 09 réttor Hvltir menn ganga fyrir um alla hluti, næstir koma kynblend- ingar, en svertingjar búa við þröngan kost á öllum sviðum. Menntun þeirra er t.d. mjög léleg, Hin s.k. svertingaríki (bantustans) sem komið hefur verið á fót bæta ekki úr skák. Svertingarikin eru nú þrjú, en verið er að undirbúa fleiri Hviti minnihlutinn hefur lagt undir sig viðáttumikil landflæmi, þar sem gróðurlendi er bezt og mest von um málma og önnur auðæfi i jörðu. Litið er um atvinnu i svert- ingarikjunum, þannig að margir fara á brotti atvinnuleit. Vinnu er helzt að fá í námum, iðnaði eða við fiskveiðar. Fjölskyldur sinar verða menn hins vegar að skilja eftir segir Nangolo. Mönnum er Hka bannað að sækja sjálfir um vinnu — allar atvinnuumsóknir verða að ganga i gegnum sér- staka vinnumiðlunarskrifstofu. Verkamennirnir búa i búðum, sem minna helzt á þrælabúðir nasista, Launin eru lág og matur skorinn við nögl, þannig að margir eru vannærðir. Með þessu móti verða Suður-Afrikumenn sér úti um ódýrt vinnuafl. Afrlkönsku verkamennirnir eru nánast réttlausir. Þeim er ekki leyft að-mynda verkalýðsfélög og verkföll eru bönnuð. Þrátt fyrir þaö kom til verkfalla 1971 og 1972 Ráðamenn I Suður-Afriku og Ródeslu eru nií mjög uggandi um sinn hag eins og sjá á samningaum- leitunum Ian Smiths. for- sætisráðherra Ródeslu nú fyrir skemmstu. Þjóöfrelsis- hreyfingar þær sem herir Ródeslu og Suður-Afríku eiga I höggi við, eflast með degi hverjum og um leið magnást ótti þeirra, sem við stjðrnvölinn sitja. — Suður-Afríka hefur lagt Namiblu undir sig I trássi og engan skyldi furða, þótt innan tlðar yrði enn efnt til verkfalla, segir Nangolo. Þessari yinnu má helzt likja við þrælahald. Oft liður hálft annað til tvö ár að verkamönnunum er ekki leyft að fara heim til sin. Þótt einhver i fjölskyldunni sé dauðvona kemur fyrir að mönnum sé bannað að fara. Yfir- vinnu fá menn ekki greidda nema með höppum og glöppum og sama máli gegnir, ef unnið er á sunnudögum. Aðbúnaður á vinnu- stöðum er laklegur og I námunum deyja margir úr lungnasjúk- dómum, þvi að oft er of seint að bjarga mönnum, þegar loks er um þá skeytt. Heilbrigðisþjónustan er-mjög léleg þegar svertingjar eiga I hlut, segir Nangolo. Með geð- sjúklinga er svo farið að þeir eru einfaldlega lokaðir inni, þar til þeir róast. Slðan eru þeir látnir ' fara eða neyddir til þess að vinna á sjúkrahúsunum. Læknishjálp fá þeir ekki. A Robben-eyju situr fjöldi fanga, Við fáum annað veifið fregnir af liðan þeirra, sem er ekki upp á marga fiska, því að læknishjálp fá þeir ekki. Þeir fá hvorki að leita til tannlæknis, augnsérfræðings, né venjulegra lækna, þótt þörf kref ji. Sem dæmi má nefna, að fóturinn var eitt við lög og rétt og þrengt mjög kost innbyggja lands- ins, En þár. I landi hefur einnig sprottið upp þjóðfrels- ishreyfing, sem berst með oddi og egg gegn ,Suður- Afrlkumönnum, þótt viö ofurefli sé að etja. Einn talsmanna þjóð- frelsisfylkingarinnar heitir Muvula ya Nangolo. Hann ritstýrir blaði, sem nefnist Namibla I dag. Nangolo lýstir hér ástandinu I Namiblu. sinn tekinn af einum þeirra manna sem styðja okkur. Hægt hefði verið að bjarga fætinum, en það var einfaldlega ekkert um það skeytt, fyrr en allt, var um seinan. Þá hafa margir veikzt af völdum pyndinga. Algengt er að menn séu pynd- aðir með raflosti. Þá eru leiðslur festar við kynfærin og slðan er mönnum gefið hvert lostið á fætur öðru. Þessar leiðslur eru lika stundum skrúfaðar a fing- urna. Margar þeirra pyndingaaðferða sem beitt er tlðkast I fasista- rlkjunum, en hér hafa þær verið „endurbættar" á ýmsan máta. Ég get einnig skýrt frá þvl, að yfirvöldin hafa fengið til liðs við sig pyndingasérfræöing Ur annarri heimsáifu, segir Nangolo. Hann starfar á Robben- eyju, þar sem 50 fangar frá Namibiu eru niöur komnir. Margir sitja I fangelsi án þess að hafa komið fyrir rétt eða veriB dæmdir. Þá má minna á aö mönnum er ósjaldan refsað með svipuhöggum. Það nægir að hafa gert sig sekan um að syngja söng þjóðfrelsisfylkingarinnar eða nefna oröiö Namibla. Fyrir yfir- sjónir að þessu tagi fá menn 20-30 svipuhögg. Við krefjumst frelsis, segir Nangolo. Namibia er auðugt land og þess vegna er það arðrænt af suður-afrikönskum, evrópskum, bandariskjum kanadiskum og japönskum auðfélögum. 1 jörðu leynast demantar, gull kopar, úranium, vanadlum, germanium, sink, og blý, svo að nokkuð sé nefnt. Við reynum nú að efla þekkingu og skilning l'ólks á ástandinu i landinu, segir Nangolo. Fyrst kom til vopnaðra átaka með þjóð- frelsisfylkingunni og Suður- Afrlkönum I ágúst 1966. Slðan hefur baráttan geisað og í'arið harðnandi. En betur má ef duga skal og þess vegna erum við þakklátir, öllum, sem leggja okkur lið á einhvern máta. Mvula ya Nangolo — einn liðsmanna þJóWrelslifyikujgarinnar I Namibiu, sem berst gegn Suftur-Afrlku Húsakynni ir nby ggja Namibiu eru ekki af stásslegra Uglnu. Innanlands- flug liggur niðri gébé—Reykjavlk. — Seinnihluta dags I gær, lá allt innanlandsflug niori. Aætlað hafði verið að fljiiga fjórar ferðir til tsafjarðar, en þangað hefur ekki verið hægt að fljúga siðan fyrir áramót. A fimmtudagskvöld var loksins unnt að fljúga til Akureyrar, en þá biðu fjöldi manns eftir flug- fari. Sex ferðir voru farnar þá um kvöldið, sú slðasta fór úr Reykja- vík um kl. hálf tólf. 1 gær var áætlað að fljúga 3 ferðir til Akureyrar, fjórar til Isafjarðar, þrjár til Patreksfjarð- ar, 2til Húsavikur og svo til Sauð- árkróks, Vestmannaeyja, Egils- staða, Raufarhafnar og Þórs- hafnar. En eins og fyrr segir þá lá allt flug niðri vegna veöurs. O Hafnargerðir Þýðingarmesta ákvæöi reglu- gerðarinnar er skipun þriggja manna nefndar um málefni hafn- anna. 1 henni skulu eiga sæti full- trúi tilnefndur af Hafnasambandi sveitarfélaga og tveir fulltrúar til nefndir af samgönguráðherra. Skal annar þeirra vera starfs- maður samgönguráðuneytisins og er hann jafnframt formaður nefndarinnar.' Með nefndinni er stefnt að þvi aðauðvelda samskipti ráðuneytis, Hafnamálastofnunar og ein- stakra hafna og komið verulega tilmóts við fyrri óskir Hafnasam- bands sveitarfélaga I þessu efni, en sambandið hafði við setningu hafnalaganna óskað eftir, að Hafnamálastofnuninni yrði sett sérstök stjórn. Verkefni nefndarinnar er í stór- um dráttum tviþætt: Annars veg- ar að l'jalla um öll meiri háttar reksturs- og fjárfestingarmál Hafnamálastofnunarinnar sjálfrar og fylgjast með rekstri hennar og framkvæmdum. Hins vegar skal nefndin vera ráðgef- andi um f jögurra ára áætlanir um hafnargerðir, um framkvæmda áætlanir fyrir einstök ár, svo og fjármál hafnanna, þar á meðal gjaldskrármál. I nefndinni eru ólafur S. Valdi- marsson, skrifstofustjóri, for- maður, Guðmundur G. Þórarins- son, verkfræðingur, og Gunnar B. Guðmundsson, hafnarstjóri, til- nefndur af Hafnasambandi sveit- arfélaga. Gert er ráö fyrir að hafnaáætl- unin sem nær til ársins 1978 hljóði upp á 3,4-4 milljarða kr. Aætlunin nær ekki yfir Reykja- víkurhöfn né landshafnirnar I Njarövikum, höfnina á Rifi á Snæfellsnesi né Þorlákshöfn, en þar standa nú yfir mestu hafnar- framkvæmdir hér á landi óg á að veröa lokið 1976. Aðalsteinn Júllusson vita- og hafnamálastjóri sagði, að fram- kvæmdir þar væru nú svolltið á eftir áætlun, sem aðallega stafaði af slæmu tiðarfari i haust, en ekki væri ástæða til að ætla að sú töf hefði veruleg áhrif á heildar- framkvæmdir verksins. Fjárþörf dfsilstöðva á undanförnum árum. A Vestfjörðum m.a. til byrjunar- framkvæmda við Mjólkárvirkj- un. A Norðurlandi var m.a. lógð tengilina milli Laxárvirkjunar og Sauðárkróks. Að undanförnu hef- ur verið lögð megináherzla á raf- orkuframkvæmdir á Austurlandi og þar hefur einkum verið varið fé til Lagarfossvirkjunar auk dfsilstöðva. Rafveitusvæðiö vestan Núps- vatna hefur verið tengt Vik í Mýr- dal, en su tenging er veik vegna efnisvandræða. Ollukostnaður Rarik (Raf- magnsveitna rikisins) á þessu ári er áætlaður 252 milljónir kr. eða svipaður og 1973, þo'tt áætlað sé að nokkrar dlsilstöðvar verði teknar úr notkun. Háspennullnur Rarfk eru nú samanlagt 8.000 km að lengd 11- 132 þúsund kilóvolt. Er þetta nálægt þvl sama vegalengd og héöan til Peking. „Er þvl ekki að undra að eitthvað gefi sig á allri þessari löngu línu", sagði orku- málastjóri. Annars .var það ánægjulega ástandi gær að hvergi var bilun á Suðurlandi, Vesturlandi og Vest- fjörðum um þrjúleytið I gærdag. Og hvergi á landinu var raf- magnsskömmtun. ©Póstur 0g sími við gerð tillagna um skipulag pósts og sima. Megininntakið i þessum skipulagshugmyndum, sem nefndin hefur mótað og byggt er á áliti framangreindra sérfræðinga, en endurskipulagn- ing aðaldeilda stofnunarinnar og ennfremur að meiri áherzla verði lögð á dreifingu hinna daglegu starfa stofnunarinnar ut I póst- og simaumdæmin. Jafnframt er á- herzla lögð á, að áætlanagerð verði aukin. Akveðið var að láta fyrsta á- fanga þessara skipulagsbreyt- inga koma til framkvæmda meö breytingu á reglugerð um stjórn og skipulag pósts og simamála. Gaf samgönguráðherra út nýja reglugerð þann 20. desember si. Með þessari reglugerð eru slmatæknideild og radiotækni- deild stofnunarinnar sameinaðar I eina tæknideild, en sú breyting var aö nokkru komin áöur til framkvæmda. 1 reglugerðinni eru ákveðin mörk umdæmis I, þ.e. svæöið frá sýslumörkum Snæfellsness- og Dalasýslu að vestan og á Skeiðar- ársandi aö austan. Hefur allur póst- og f jarskiptarekstur á þessu svæði verið settur undir eina stjórn, umdæmisstjóri i umdæmi I, sem heyrir beint undir póst- og simamálastjóra. Mun það em- bætti verða auglýst laust til um- sóknar og þvi ráðstafað varan- lega frá marslokum að telja. Frá sama tima sameinast ritsima- og langlinumiðstöðin annarri sima- starfsemi i Reykjavik undir dag- legri stjórn simstjórans i Reykja- vík og heitið Bæjarsiminn i Reykjavik fellur niður. Eins og áður getur er hér um að ræða fyrsta áfanga margvislegra breytinga á skipulagi og rekstri stofnunarinnar. Er nú unnið að endurskoðun skipulags pósts og sima, miðað við þegar ákveðnar breytingar I Reykjavlk. Jafnframt er unnið að þvi að kanna málefni annarra umdæma og gerð tillagna um, hvernig hin- um daglega rekstri verði dreift á önnur umdæmi landsins. En gert er ráð fyrir að þær tillögur veröi tilbúnar á komandi hausti. 1 nefndinni, sem starfað hefur að þessari skipulagningu, eru Jón Skúlason, póst- og simamála- stjóri, sem er formaður, Brynjólfur Ingólfsson, ráðúneyt- isstjóri og Hörður Sigurgestsson, framkvæmdastjóri. Ritari nefndarinnar er Jón Böövarsson, deildarstjóri, fjárlaga- og hag- sýslustofnunar. © Áhrifamikil flokknum, sem er stjórnarflokk- urinn á Indlandi, og þvl valda- mikill af þeim sökum. Háværar kröfur komu fram um, að hann segðiaf sér ráðherraembætti árið 1973, þegar I ljós kom, að mikil spilling hafði ráðið rikjum i vatnsveituframkvæmdum i Bihar. Þá var Mishra mjög gagn- rýndur á nýafstöðnu þingi, en hann visaði öllum ásökunum á bug.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.