Tíminn - 04.01.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 04.01.1975, Blaðsíða 7
Laugardagur 4. janúar 1975 TÍMINN t! Útgefandi Framsóknarflokkurinn Frainkvæiiidastjúri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábtn). Jón Helgason. Augiýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrif- stofur I Aðalstræti 7, slmi 26500 — afgreiðsluslmi 12323 — auglýsingaslmi 19523. Verð I lausasölu kr. 35.00. Askriftargjaldkr: 600.00 ámánuði. ,, Blaðaprenth.f. Hæfileg bjartsýni í áramótagrein Ólafs Jóhannessonar, formanns Framsóknarflokksins-sem birtist hér i blaðinu á gamlársdag, vék hann m.a. að horfum fram- undan. Hann sagði m.a.: ,,Ég er enginn spámaður og ætla þvi ekki að hætta mér út á þá hálu bnajt að gizka á, hver verða muni framyindan á komandi ári. Ég vil aðeins segja það, að framundan eru áreiðanlega efnahagslegir erfiðleikar. Þeim valda að lang- mestu leyti versnandi viðskiptakjör og innflutt verðbólga, sem ekki er á færi neinna stjórnvalda að ráða við. En viðbrögð og viðhorf hér á landi og landlægur verðbólguhugsunarháttur hafa magnað vandann, i stað þess að úr honum hefði þurft að draga með skynsamlegum mótaðgerðum stjórn- valda og þjóðarinnar allrar, En i öllum gagnað- gerðum okkar verður að forðast einstefnuakstur. Það verður að gæta þess^ að úrræði á einu sviði valdi ekki meiri skaða á öðrum. öll eru mál þessi flókin. En aðalatriðið er, að viljann vantar. Hver og einn miðar við sinn imyndaða stundarhag og lokar augunum fyrir þeim staðreyndum, sem við blasa, þar á meðal þvi sem er að gerast i kringum okkur i nálægum löndum. Það hefur óhjákvæmi- lega sinar afleiðingar hér. En það er sannarlega engin ástæða til að láta hugfallast, þó að um sinn syrti i álinn. Við Islend- ingar höfum oft séð það svartara. Aldrei áður höfum við verið betur undir það búnir að mæta nokkrum mótbyr eins og nú. Og viseulega er engin vá fyrir dyrum, þó að velmegun geti ekki aukizt með sama hraða og allra siðustu árin, eða jafnvel þó að eitthvað þyrfti að draga saman seglin. Við skulum þrátt fyrir allt lita með hæfilegri bjartsýni til komandi árs. Tilvera, framfarir og sjálfstæði okkar Islendinga haf a byggzt á bjartsýni—jafnvel stundum þvert gegn fræðisetningum — og svo verður enn að vera". Þá vék ólafur Jóhannesson að stjórnarsam- starfinu og sagði: „Núverandi rikisstjórn hefur að ýmsu leyti góð skilyrði til að veita landinu forsjá. Hún hefur mikinn þingstyrk og hún á stuðning hjá stórum meirihluta þjóðarinnar. Hún ætti þvi að hafa góðar forsendur til að beita sér fyrir skynsamlegri lausn þeirra vandamála, sem við er að fást. En til þess þarf einbeittan viíja og samstilltan stuðning þess þingliðs, er hún styðst við. Starfsaldur stjórnarinnar er enn of stuttur til að dómur verði felldur um störf hennar. Við skulum biða þess, að af henni fáist meiri reynsla. En það er min skoðun, að hún þurfiað taka betur á en hingað til, ef duga skal". AAál málanna í áramótagreininni vék ólafur Jóhannesson að þvi, að engin mál hefðu verið meira á dagskrá i heiminum á liðna árinu en oliuverð og orkumál. Oliuverðhækkunin hefði haft mikil áhrif hér eins og annars staðar. ölafur sagði siðan: „Við verðum að leggja stóraukna áherzlu á beizlun hinna ónotuðu orkulinda, svo að spara megi sem mest innflutning orkugjafa — oliu og bensins — þó að eftir sem áður verðum við alltaf háðir notkun oliuvara. Það er ekkert vafamál, að orkumálin verða alltaf mál málanna hjá okkur á næstunni og munu krefjast mikilla átaka af stjórn- valda hálfu. Umfram allt þarf náttúrlega að gera ráðstafanir til að koma i veg fyrir það neyðar- ástand i rafmagnsmálum, sem átt hefur sér stað vetur eftir vetur á vissum stöðum". Þ.Þ. Richard Davy, The Times, London: Margþætt vandomál sovézkra ráðamanna Kerfið ekki eins traust og það virðist úr fjarska SOVÉTRÍKIN virðast ugg- vekjandiúr fjarlægð, grá fyrir járnum og boðandi um sjálfa sig og umheiminn hugmyndir, sem sýnast ekki vita á neitt gott. Þegar inn fyrir landa- mærin er komið eru þau ekki sérlega traustvekjandi, en lita. eigi að siður allt öðruvisi út en úr fjarska. Þar rikir ekki þrautskipulagt valdakerfi, sem skákmeistarar stjórna. Þetta er i raun samansafn 108 þjóða, nær hálfa lcið umhverfis hnöttinn og afar torvelt er að stjórna þvl. Við stjórnvölinn standa Ihaldssamir og stundum spilltir skrifstofuvaldsmenn, sem löngum verja miklum tima i að leysa vanda, sem þeir hafa sjálfir valdið Kerfið er miklu óskipulegra, marg- þættara, lausara og mann- legra en það virðist úr f jarska. Flestir einstaklingarnir i hinum fámenna og iðjusama hópi við stjórnvölinn eru að reyna að þoka öllu i núlima horf en stundum eru þeir I efa um, að kerfið sé undir breytingarnar búið. Viðleitni þeirra til bættrar sambúðar við Vesturveldin skapar allt aö þvi eins mikinn vanda og hun leysir. Hún veldur vopnum, sem erfitt er að uppfylla. Hún krefst umskipta á forgangsatriðum og nýrra aðferða við ákvarðanatöku, en það ógnar hagsmunum voldugra afla innan kerfisins. Einnig krefst viðleitnin aðlög- unar og vestrænum áhuga- efnum og hagsmunum, sem eru öndverð aldagömlum hefðum. FLJÓTT á litið sýnist hið gifurlega vald rlkisins geta eytt öllum áhyggjum, en saga Rússa er ekki til þess fallin að auka öryggiskennd valdhafa. Aðkomumanni i Moskvu er tiðum sagt frá þvi, hve stjórn- endurnir þykist óöruggir um sig og hve mjög þá bresti auðveldar valdhefðir, sem styðji til dæmis við bakið á valdastéttum i Bretlandi (hverjar sem þær nú eru). Ekki er langt um liðið frá byltingunni, miklar sviptingar hafa orðið á þeim tima og kerfið, sem við tók að Stalin látnum, er I þann mund að komast á fullorðinsár. Lögmæti veldur enn vanda, auk þess sem gömul feynsla og eigið eðli RUssa eflir þá trú þeirra, að röð og regla sé háskafleyta á ólgusjó óreiðu og sviptinga. ER málum i raun og veru svona varið eins og nú standa sakir, eða hefir öryggisieitin orðið ávani eða yfirvarp og tákn ákveðinna hagsmuna? Þessu getur aðkomumaður ekki svarað af neinni sann- færingu! Tvöfeldni og spéspeglar hamla allri vissu. I hinum gömlu, stóru húsum hvilir leynd yfir sumum her- bergjum og þau eru ævinlega læst og ákveðin málefni aldrei rædd, en flestir lifa eðlilegu lifi, vinna, ala upp börn og virðast njóta litlu verri blöndu ánægju og erfiðleika en aðrir menn. I sliku húsi sýnist allt öruggt, svona fljótt á litið, en þeir, sem heima eiga i Rúss- landi, eru á öðru máli. Þeir segja daglegt lif manna miklu óeðlilegra en það sýnist, mikil óvissa og spenna ríki og eitur ósannindanna, sem gegnsýri kerfið, spilli öllu og umturni. Gesturinn verður að gæta meira hófs i dómum, en eigi að Brerjnef siður er erfitt að vita, hvaða kvarða beri að miða við. Sagt er, að rúmlega fjórði hver Bandarikjamaður kviði þvi, að hann kunni þá og þá að missa atvinnu sina. Ahyggju- efni Rússa er annars eðlis, gleði þeirra sennilega einnig önnur. Ólik menning torveldar beinan samanburð. Rússar eru velmegandi á mælikvarða Asiubúa og saman borið við nálæga fortlð þeirra sjálfra. En vist er um það, að meðferð allra uppíýsinga veldur alvarlegum vanda, sem valdhafar ættu að kanna vendilega og fordóma- laust. Þessi vandi veldur þvi meðal annars, hve margir hlutsa á erlendar útvarps- stöðvar og erlendir blaða- menn eiga i höggi við grun- semdir, sem gera einföldustu athuganir tortryggilegar. En áhrifa þessa vanda gætir miklu víðar. SÚ bðt er á orðin, að miklu meiri áherzla er á það lögð nú en áður að fullnægja efnis- legum þörfum almennings. Þetta kunna allir að meta, en kröfurnar vaxa með fullnægingunni Um 1960 urðu þrir fimmtu hlutar þjóðar- innar að sæta þvi, að fleiri en ein fjölskylda byggi I sömu ibúð, og stundum jafnvel I sama herbergi. Búizt er við, að á næsta ári þurfi ekki nema fjórðungur þjóðarinnar að sæta þessu. 40 milljónir ibúa hafa verið byggöar siðan 1956 og samkvæmt fimm ára áætluninni, sem lýkur á næsta ári, á að bæta við 12 til 14 milljónum ibúða, eftir þvi, hvað telst ibúð eða ekki. En þetta er vitaskuld hvergi nærri nóg. Þeir, sem ekki eru auðugir eða njóta forréttinda, verða að biða langa lengi eftir nýrri ibúð, og meðal gólfflötur Á ibúa er 7,7 fermetrar. Einkabilar eru að verða tiltölulega algengir. Um 660 þúsund fiatbilar eru smiðaðir árlega. Þeir kosta meira en þriggja ára meðallaun, en roskið fólk hefir safnað miklum inneignum þau ár, sem hörgull var á flestu, og ung hjón, sem bæði stunda góða vinnu, geta sparað mikið saman ef þau snúa sér að þvi i alvöru. Auk þess er hægt að fá æði margt á óopinberum markaði, einkum fyrir þá, sem eiga vini á réttum stöðum. . NAUÐÞURFTIR eru ódýr- ar, til dæmis fargjöld hvers konar og listflutningur. Leiga fyrir ibúðir i rikiseign er 3-5% af tekjum venjulegrar fjöl- skyldu, ef ekki þarf að sæta svartamarkaðsverði. 63% fjölskyldna eiga sjónvarp, 73% útvarp, 57% þvottavél og 43% kæliskáp. Helzt brestur á i vörugæðum og þjónustu, og meðan svo hattar aukast sparisjóðsinnstæður ört, en óvandaðar vörur hlaðast upp. Nú stendur fólk i Moskvu ekki I biðröðum við brauðbúðir, heldur ef allt I einu éru falir erlendir skór, skrautleg sund- föt (já, þó að vetur sé) eða loðkápur. Samfélagið er á margan hátt hæggengt og þröngt, en tiltölulega betra vanmáttug- um og meðalmönnum en þeim, sem af bera. Starfsupp- sagnir eru afar fágætar og þeir, sem ekki vænta mikils, geta veriö áhyggjulausir. Fátt hvetur til áhættu eða ábyrgðar, og venjulega er öruggara að taka enga ákvöröun en. að láta sig henda mistök. HREYFING er á og margt breytist. Hin æðsta stjórn þrýstir á, almenningur mögl- ar og kerfið verður i auknum mæli að laga sig að vaxandi velmegun, fullnægingu margs konar þarfa og ófyrirsjáan- legum kröfum neytenda- markaðar. Nýjungum er hleypt af stokkunum og nýr iðnaður verður til. Flestu hrakar þó frá þvi, sem upp- haflega var ætlað, en árangur- inn er nokkur eigi að slður. Af þessu leiðir, að eins konar millistétt er að verða til. Hún er ekki gædd þeim breytingaáhuga, sem skóp lýðræðið á Vesturlöndum, en hún girnist öryggi, velmegun, skynsemi, lögmæti, auknar upplýsingar, góða menntun börnum sinum til handa og frama vegna verðleika fremur en flokkshollustu. Millistéttin hefir engan sérstakan áhuga á hugsjónum, en sennilega girnist hún ekki sundrun kerfisins eða afturhvarf. Samkvæmt kenningunni ætti hún að rlsa gegn kerfinu og krefjast þess, að valið væri afdráttarlaust milli þarfa framkvæmdastjórnar og skrifstofuvaldsins, en I reynd má vel láta sér lynda að þumbast áfram og sætta sig við smábreytingar við og við. ÞESSAR litlu breytingar glæða vonir gestins. En þegar hann kemur heim til London liggja á skrifborði hans langar skrár fanga, ofsóttra manna og útlaga. Þá hlýtur að vakna hjá honum su spurning, hvernig á þvi standi, að stjórn svona mikils og öflugs rikis óttist þjóðina jafn mikið og eigi jafn erfitt með að láta að vilja hennar og raun ber vitni? Leita má einfaldra svara i sögu Rússlands, sem hefir litlum breytingum tekið að sumu leyti. Viðurkenna má, að stuðningur almennings við hina óánægðu er ekki ýkja mikill, rússnesk hefð. krefst skilyrðislausrar hollustu á báða bóga, og meðalvegurinn ersiður en svo auðrataður. En samt sem áður hlýtur að vera eitthvert samband milli þess, hve breytigirni menntamanna er barin harkalega niður og erfiðleikanna á nýbreytni á öðrum sviðum, meðal annars i efnahagslifinu. Aðlögun og samræmi er erfitt að flokka og aögreina. Meðferð hinna óánægðu hlýtur þvi að halda áfram að vekja athygli á Vesturlöndum, ekki aðeins af mannúðar- og siðferðis- ástæðum, heldur og vegna þess, að hún elur á efa- semdum og spurningum um, hve breytingarnar I nútima horf séu i raun og veru miklar, hve traust kerfið sé þegar allt komi til alls og hve varanleg núverandi utanrikisstefna valdhafanna muni verða.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.