Tíminn - 04.01.1975, Page 8

Tíminn - 04.01.1975, Page 8
8 TÍMINN Laugardagur 4, janúar 1975 RÆTT VIÐ FULLTRUA Á A 16. flokksþingi framsóknar- manna, sem haldið var I siðasta mánuði, voru saman komnir full- trúar viðsvegar af landinu. Blaðamaöur Timans hitti að máli nokkra fulltrúa og spurði þá fregna úr heimabyggð. Bjarni Arason frá Vestur- landi: „Miklar framkvæmdir á sviði orkumála i undirbúningi....” Bjarni Arason, héraðsráðu- nautur Borganesi, var einn full- trúa Vestlendinga á flokksþing- inu. Bjarni sagði að mjög miklar framkvæmdir og uppbygging heföi átt sér stað i Vesturlands- kjördæmi undanfarin ár. — 1 Reykholti hafa verið miklar byggingaframkvæmdir. Þar hef- ur staöið yfir stækkun skölans og verið byggt nýtizku skólahús- næði. A Hvanneyri er verið að endurbyggja skólann, og hefur hluti nýja húsnæðisins þegar ver- iðtekinn i notkun, en vonir standa til að heimavist og mötuneyti taki til starfa næsta vetur. Þá er unnið að byggingu nýs iþróttahúss á Akranesi, og stórt iþróttahús, sem verða skal landshluta- iþróttahús, er að risa i Borgar- nesi. — Hvað heilsugæzlu snertir eru Vestlendingar tiltölulega vel sett- ir. í vetur mun verða tekin i notk- un ný læknamiðstöð i Borgarnesi, og þvi fylgir stórbætt aðstaða til heilbrigðisþjónustu fyrir Borgar- fjarðarhérað. A Akranesi er einn- ig starfrækt mjög gott og afar fullkomið sjúkrahús. — Jöfn og mikil uppbygging hefur orðiö i landbúnaði alls stað- ar i héraöinu nú siðustu ár, og af- koma bænda er betri en löngum áður. Það er áberandi, að viðhorf Friðjón Guörööarson, Sighvatur Daviðsson, Guðmundur Svavars- son og Björn Axelsson frá Austur- landi: „Hringvegurinn gjör- breytti aðstöðunni hjá okkur....” t þeirra, sem landbúnað stunda, til framtiðarinnar hefur gjörbreytzt, og meiri bjartsýni gætir. —Orku- og samgöngumál kjör dæmisins voru rædd ítarlega á kjördæmisþingi Framsóknar- flokksins á Akranesi i byrjun nóvember, og þar eru mikil verk- efni framundan. í orkumálum standa yfir og eru i undirbúningi miklar framkvæmdir, m.a. er unnið að lagningu raforku frá Andakilsárvirkjun vestur á Snæ- fellsnes og i Dalasýslu, en þessir hlutar kjördæmisins hafa verið afskiptir, hvað raforku snertir. Þá er unnið að hönnun hitaveitu fyrir Borgarnes og Hvanneyri, en fyrirhugað er að nýta heitt vatn frá Deildartunguhver. Hjá Leirá i Leirársveit stendur yfir leit að heitu vatni með djúpborun, en það er gert með hitaveitu fyrir Akranes fyrir augum. Þá er I kjördæminu mikill áhugi á að virkja Kljáfoss i Hvitá og að sú virkjun yrði að verulegum hluta i eigu sýslu- og bæjarfélaganna i kjördæminu. — Ferjan, sem fyrir skemmstu var keypt til Akraness, er þegar orðin veruleg samgöngubót fyrir Akranes, og hefur veriö notuð mun meira en gert var ráð fyrir, þegar kaup fóru fram. Nú eru I undirbúningi hafnarbætur bæði á Akranesi og i Reykjavik, þannig að hægt verði að aka beint að og frá borði, og mun það væntanlega stórauka gagnsemi ferjunnar. — Þegar Heydalsvegur var opnaður, batnaði mjög öll aðstaöa til samgangna við og i Dalasýslu. 1 framhaldi þarf að gera nýjan veg yfir Álftafjörð, svo að Stykkishólmur fái lika notið góðs af Heydalsveginum. Mikil þörf er fyrir bættar samgöngur milli kauptúnanna á Snæfellsnesi, og einnig þarf að bæta vegi um sunnanvert nesið. Fyrjr forgöngu Sambands islenzkra sveitar- félaga er nú hafin samvinna á Snæfellsnesi um varanlega gatnagerð þar. — Vestlendingar vænta þess, aö þegar á næsta ári verði hafin bygging brúar yfir Borgarfjörð- inn, en með þvi verður stigið mjög stórt skref i framfararátt. — 1 Ölafsvik er unnið að hafnar- gerö og stækkun á viðlegurými, sem orðið er ónógt fyrir sivaxandi bátaflota. Þá má geta þess, að von er á nýjum skuttogara til Grundarfjarðar i byrjun næsta árs. — Ég held mér sé óhætt að segja, að stórhugur og bjartsýni er rikjandi meðal Vestlendinga. 1 öllum kauptúnum og i dreifbýli er mikið unnið að ibúðarhúsabygg- ingum, og gróska er i atvinnulif- inu, sagöi Bjarni að lokum. Sitjandi viö eitt borðið I Súlna- salnum voru fjórir fulltrúar frá Austurlandi, þeir Friðjón Guðröðarson, Sighvatur Daviðs- son, Guðmundur Svavarsson og Björn Axelsson, allir frá Horna- firöi. Þeir sögðu, aö uppbyggingin þar hefði oröið gifurlega mikil og hröð að undanförnu, en gæti veriö enn meiri, ef nægir fjármunir væru fyrir hendi. T.d. vantaði til- finnanlega meira fé til nýja frystihússins, sem þar væri I byggingu, og gengi bygging þess þar af leiðandi allt of hægt. — Hjá okkur hefur gætt mikils húsnæöisskorts að úndanförnu, en nú eru f byggingu tvö fjölbýlishús meö 28 fbúðum, og komast hús- næðismál I mun betra horf, þegar þau verða tekin I notkun. Einnig eru I byggingu nýjar verbúöir i Höfn. — Þá er verið að reisa heilsu- gæzlustöð. Við höfum mjög góðan lækni, en hann hefur alltof mikil verkefni, og ekki hægt að ætlast til að hann anni þeim öllum. Það er þvi mikil þörf fyrir fleiri lækna á staðnum. Til bráðabirgða hefur verið komiö upp elli- og hjúkrunarheimili með aðstöðu fyrir lækni. í þeim tilgangi voru keypt tvö viðlagasjóðshús, sem þjóna þessu hlutverki einkar vel. — Viö höfum alls ekki verið nægilega vel settir i rafmagns- málum, en nú er búið að vinna aö viðbótarframkvæmdum við Þórisós, svo að búast má'við betri útkomu I þeim málum I vetur en verið hefur. — í Flatey á Mýrum er hafin bygging heykögglaverksmiðju. Þar er búið að sá i 200 hektara, og verksmiðjan tekur til starfa á vori komanda. • — Nú er komið rennandi vatn á flesta bæi i nágrannasveitunum. Siöustu stórframkvæmdunum i vatnsveitumálum lauk nú i byrj- un vetrar, þegar lokið var viö að leggja vatnsveitu á Mýrarnar. — Verið er að leggja arfmagn I siðustu sveitina, sem eftir var i sýslunni, þ.e. Lónið, sem er aust- ast i sýslunni. Rafmagnslinan er nú komin að fremstu bæjunum þar i sveit. — Þá er vert að benda á, að i haust og i vetur hefur verið saltað töluvert magn af sild á Horna- firði, og hver veit nema Höfn eigi eftir aö verða álika sildarbær og Siglufjörður var I sinni tið, ef vel verður á málum haldið. — Annarsmá segja, að tilkoma hringvegarins hafi gjörbreytt öllu lifi og horfum á staðnum. Nú fara allir flutningar fram á landi, og mun fleira fólk kemur til staðar- ins en áður gerðist. Okkur finnst ástæöa til að hvetja þá, sem njóta vegarins mest, til að stuðla að viðgangi hans, með þvi að kaupa hlutabréfin, sem eru á boðstólum. — Mjög margir ferðamenn hafa heimsótt okkur i sumar en það er engin ástæða til þess að þeir geti ekki jafnt komið til okk- ar á veturna, við erum a.m.k. staðráðnir i að taka á móti öllum ferðamönnum, sem koma, og leit- ast viö að veita þeim viðunandi þjónustu. — Hvað framtiðarhorfurnar snertir, þá erum við afskaplega bjartsýnir og setjum mikið traust á nýja, unga þingmanninn okkar, sögðu fjórmenningarnir. Einn fulltrúanna úr Noröur- landi vestra var Stefán Guö- mundsson, framkvæmdastjóri Otgerðarfélags Skagfirðinga, en hann er frá Sauðárkróki. Stefán sagði, að fólk i hans byggðarlagi hefði notið mjög mikils góös af byggðastefnu sið- ustu ára. Uppbyggingin á Sauðár- króki og I kjördæminu i heild hefði aukizt mjög og hagur at- vinnuveganna batnað. ■ — Áður má segja, að atvinnu- leysi hafi verið viðast hvar i kjör- dæminu, og fólksfækkun var áberandi, t.d. á stöðum eins og Sauðárkróki, Hofsósi og Skaga- » strönd. Alls staðar I kjördæminu var annað hvort um fólksfækkun eða óeðlilega litla fólksf jölgun að ræða. — Aðeins fór að glóra til með stofnun Otgerðarfélags Skagfirð- inga árið 1968, og vaknaði þá ný Stefán Guðmundsson frá Norður- landi vestra: „Ráðin hefur verið bót á atvinnuleysinu I kjördæm- inu....” von um bættan hag. En atvinnu- leysi var þó meira eða minna við- loðandi þar til viö fengum skut- togarana á Sauðárkróki og Hofsósi. Rekstur skuttogaranna hefur gengið þolanlega, þótt auðvitað sé um byrjunarörðug- leika aö ræða. En það sem megin- máli skiptir I þessu samband er, að ráðin hefur verið bótá atvinnu- leysinu og nægilega atvinnu er að fá á þessu svæði. Enda er nú töluvert aðstreöaðstreymi af fólki úr öörum landshlutum, fyrir utan það, að unga fólki(ð sezt nú fremur að en áður. — 1 kjördæminu er margs kon- ar iönaður. Þar er mjög fjöl- breyttur þjónustuiðnaður, sem þjónar bæði héruöunum sjálfum og selur framleiðsluna til Reykja- vfkur og viðar um land. Um nokk- urra ára skeið hefur verið starf- rækt sútunarverksmiðja á Sauð- árkróki, og sokkabuxnaverk- smiöjan, sem þar er, mun senni- lega taka til starfa aftur eftir ára- mótin. — A Siglufirði er nýtekið til starfa fyrirtækiö Húseiningar, sem væntanlega mun selja sina framleiðslu um land allt. Þar er nú ágætis ástand i atvinnumál- um, þótt ætið séu nokkrar sveiflur á vegna niðurlagningarverk- smiðjunnar. — Hvaö orkumálin snertir, þá er margt i deiglunni þar,. Við höf- um trú á þvi, aö virkjaö muni i Jökulsá eystri i Skagafirði, en það mál er nú I rannsókn. Við von- umst til að það verii tekið meö I dæmiö I þvi sambandi, að verði virkjun verð i Jökulsá eystri, mun ekkert dýrmætt land fara til spill- is, eins og sums staðar er hætta á. —Ekki er hægt að segja að við búum við orkuskort, en við höfum þurft að notast töluvert mikið við diselvélar. — Hitaveituáætlun hefur veriö gerð fyrir Siglufjörð, og fylgir henni kostnaðar- og rekstraráætl- un. Mikill áhugi er á að koma þeim áætlunum i framkvæmd sem fyrst. A öðrum stöðum i kjör- dæminu er einnig unnið að áætlun um hitaveituframkvæmdir. — Mjög mikið og þarft starf var unnið i samgöngumálum kjördæmisins siðasta kjörtima- bil. 1 þvi sambandi má nefna sér- staklega mikla vegalagningu i Húnavatnssýslu og Fljótunum 1 Skagafirði. — Ekki má gleymast, að unnið er að flugvallargerð á Sauðár- króki. Flugvöllurinn, sem nú er unniö að, mun verða afar full- kominn með 2000 metra langri flugbraut. Við vonumst til, að þessi flugvöllur verði að hluta tekinn i notkun þegar á næsta ári — Ég vil benda á það, i sam- bandi við hina gifurlegu uppbygg- ingu, sem orðið hefur i okkar landshluta nú siðustu árin, að Framsóknarflokkurinn er, hefur verið og mun verða forystufiokk- ur Islendinga i byggðamálum og mótun réttlátrar byggðastefnu, og það er mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir þeirri staðreynd. Einnig er verst að benda á, að Framsóknarflokkurinn hefur ætið átt forystu i rikisstjórn, þegar landhelgin hefur verið færð út. Þess vegna trúi ég þvi, að Fram- sóknarflokkurinn muni einnig sjá 200 mllunum vel borgið. — Annars er þetta þing með ánægjulegri flokksþingum, sem ég hef setið. Það er gleöilegt að sjá hérna svo margt ungt fólk, sem allt virðist taka virkan þátt i störfum þingsins. Mér finnst störf þessa þings lofa góðu og gleðst yfir þeim samhug, sem hér hefur rikt. Guðmundur Stefánsson frá Túni I Hraungerðishreppi var einn af fulltrúum Suðurlands á flokks- þingi framsóknarmanna. — Hvað landbúnað i minni heimabyggð snertir, þá hefur orðið mikil uppbygging þar á undanförnum árum. Mikið hefur verið byggt og endurnýjað i húsa- kosti, bæði ibúðar- og gripahús. Einnig hefur afkoma bænda verið betri en oftast áður. Hinu er ekki að leyna, að horfurnar I landbún- aðinum nú eru heldur slæmar, og óhugs gætir meðal margra bænda. Sérstaklega stendur þeim stuggur af ört hækkandi verðlagi á rekstrarvörum til landbúnaöar- ins, og má i þvi sambandi benda á hina gifurlegu hækkun áburðar- verðs, sagði Guðmundúr. — Umferðarþunginn um veg- inn austur um land hefur verið mjög mikill I sumar, og þörfin á þvi að haldið verði áfram við lagningu varanlegs bundins slit- lags á Austurveginn er knýjandi. Það væri gaman að fá samanburð á umferðarþunga um Norður- landsveg og Austurlandsveg á s.l. Guömundur Stefánsson frá Suð- urlandi: „Byggingu brúar yfir ölfusárósa verður að hraöa....”

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.