Tíminn - 04.01.1975, Page 12

Tíminn - 04.01.1975, Page 12
12 TÍMINN Laugardagur 4. janúar 1975 krakki: hún skimaði í allar áttir og hrasaði um hverja steinvölu sem á vegi hennar varð< því að augun voru fest á hinum fornu minjum um dvöld Rússa á Álandi. Við bugðu, sem varð á veginum, var veitingahús undir lágum ási. Staur var rekinn niður við veginn og stór ör visaði mönnum leiðina. Katrín nam staðar, þegar þau voru komin að hliðinu, tók í ermi Jóhanns og leit á hann í barnslegri gleði, sem aðeins örsjaldan brá fyrir í svip hennar og gæddi hana einhverjum bragandi töfrum. ,,Nú verður þú Jóhann, aðannastallt, því að nú ætla ég að vera fln frú. Þú verður að útvega okkur vagn og borga allt. Hérna eru f imm mörk: það ætti að nægja". Jóhann starði undrandi á hana, en tók svo • við peningunum með ánægjubrosi. Ekki var honum þaö á móti skapi að þykjast vera f ínn herramaður, er hafði svo hraðan á, að hann þurfti að fá sérstakan vagn f yrir sig fyrst konan hans vildi taka þátt í þeim leik. Áköf eins og litil börn örkuðu þau heim að bænum og báðu um hest- vagn. Að fimmtán mínútum liðnum stóð hesturinn tygjaðurá hlaðinu og hjónin úr kotinu á Klifinu klifruðu upp í vagninn. Þetta var tvíhjóla kerra, há undir öxul og f jaðralaus. Hún hoppaðiog skrölti, ef smáarðavarð fyrir henni á veginum, og kastaðist hræðilega til í brekkunum. En Jóhanni og Katrínu fannst þetta dásamlegt ferðalag, Þau hefðu kosið að það yrði sem lengst. ökusveinninn sat í framsætinu, en hjónin þrýstu sér hvort að öðru fyrir aftan hann. Þau sátu uppi og skimuðu á báða bóga og nutu hins óvenjulega f relsis til hlítar. I hlöðunum sem voru við veginn var auðheyrilega verið að þústa korn — þau könnuðust sem við hljóðið — og þau horfðu með mestu vorkunnsemi á fólk, sem þau sáu við vinnu. Nú voru þau langt frá öllu þess háttar. Þetta var þeirra hátíðistdagur og frá skógum og engibrekkum og jafnvel utan úr hausttæru loftinu bárust hljómar dásamlegra klukkna, sem þau ein heyrðu. Um ellef uleytið nam vagninn staðar í Kastalahólmi. Þar borguðu þau f lutinginn, því að þau höfðu ákveðið að ganga það sem eftir var leiðarinnar, til þess að spara ferðapeningana. Þau héidu þvi áfram fótgangandi og gáfu sér góðan tíma til þess að virða fyrir sér bænda- býlin, sem á leið þeirra urðu. Loks voru þau komin að Hallarsundinu Þau staðnæmdust á hvol, rétt við mjóa trébrú, þrumdi svipþungur miðaldakastali. Gamlir múr- arnir spegluðust í tæru sundinu milli skógivaxinna nesja. ,, Heldurðu, að okkur sé óhætt að tylla okkur í brekkuna fyrir neðan kastalann?" sagði Katrín spyrjandi. ,,Auðvitað. Það þorir enginn að segja neitt við því. Það halda allir, að við séum sumargestir á skemmtiferð". Þau settust í sólvarman hvamm skammt frá kastala- múrunum og tóku nestið upp úr malnum og röðuðu þvi umhverfis sig. Auk áfanna höfðu þau meðferðis rúg- brauð, síld og kaldar kartöflur, sem þau stráðu á salti, áður en þau mötuðust. Katrín hafði roðið ofurlítilli smjörklínu ofan á sneið Jóhanns, en sjálf át hún þurrt. Jóhann var matlystugri heldur en hann haf ði verið langa tíð. Hann naut mjög þessa óvanalega ferðalags með konu sirTni óg máltíðarinnar, sem þau neyttu þarna undir berum hirhni. Þegar þau höfðu matazt, héldu þau ferðinni áfram yf- ir brúna á Hallarsundinu og eftir vegi, sem lá til norð- vesturs. Sólin skein glatt, og það var orðið heitt í veðri, eftir því sem orðið gat um þetta leyti árs. Þeim varð því fljótt ómótt á göngunni. Beggja megin vegarins voru reisuleg bændabýliog lágkúruleg kot. Akrarog engi voru i dalverpum milli skógivaxinna hæða. öðru hverju mættu þau hlöðnum kornvögnum og urðu þá að þoka út af veginum, til þess að hindra ekki umferðina. ( hvert skipti, sem vagn fór framhjá, þyrluðust upp rykmekkir undan hófum hestanna, og þá setti alltaf að Jóhanni þurrahósta, sem Katrínu fannst mjög Iskyggilegur. Næst hvíldu þau sig í Haraldsbæ í Saltvík. Þar urðu þau að láta ferja sig yfir sundið. Þau fengu að fljóta á lítilli bátkænu. Þau héldu enn áf ram göngunni, er þau voru komin yf ir sundið, og nú lá vegurinn til suðvesturs í stef nu á bæinn. Af hryggnum, sem hann lá eftir, var undrafögur útsýn yfir sólglitrandi sundin til beggja handa. Síðan lá hann gegnum þéttan barrskóg, en þegar út úr honum kom, blasti bærinn við framundan. Loks voru þau komin á leiðarenda. Jóhann, sem hafði áður komið á þessar slóðir, benti henni á stórhýsin og búðirnar, sem þau áttu leið fram- hjá, áður en þau bar að húsi læknisins. „Líttu á, Kata", sagði hann. „Goðbær er ekki eins og Vesturbær. Þetta er eins og maður sé kominn í borg. Hér er allt mögulegt: apótek og sjúkrahús og ótal búðir". Klukkan var um tvö, er þau ömbruðu inn í hús læknis- ins og tóku sér sæti í biðstofunni, þar sem allmargt fólk var þegar f yrir. Jóhann gaf sig á tal við hvern af öðrum og var alldrjúgur. Einkum leiddi hann talið að útgerðinni og Norðkvist skipareiðara. „Jú-jú. Við eigum orðið heil- anflota og ætlum þóað kaupa nýskiptil viðbótar. Viðer- Laugardagur 4. janúar 7.00 Morgúnútvarp. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veöurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 tþróttir. Umsjón: Jón Asgeirsson. 14.15 Að hlusta á tónlist, X. Atli Heimir Sveinsson sér um þáttinn. 15.00 Vikan framundan. Magnús Bjarnfreðsson kynnir dagskrá útvarps og sjónvarps. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. tsienskt mál. Jón Aðalsteinn Jóns- son cand. mag. flytur þátt- inn. 16.40 Tfu á toppnum. örn Petersen sér um dægur- lagaþátt. 17.30 Sögulestur fyrir börn. Sigurður Karlsson les sög- una „Jólasveinninn, sem sprakk” eftir Þuríði J. Arnadóttur. 18.00 Söngvar I léttum dúr. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Alþjóðastarf Rauða krossins.Eggert Asgeirsson framkvæmdastjóri flytur erindi. 20.00 Hljómplöturabb. Þor- steinn Hannesson bregður plötum á fóninn. 20.45 „pagur i iifi fjölbýlis- húss”, smásaga eftir Gunn- ar Gunnarsson blaðamann. Höfundur les. 21.00 Létt tóniist frá hollenska útvarpinu 21.35 Galdratrú og djöflar, fyrri þáttur. Hrafn Gunn- laugsson tók saman. Lesari með honum: Randver Þorláksson. 22.00 Fréttir. 22.15 Veöurfregnir Danslög 23.55 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Laugardagur 4. janúar 1975 16.30 Lina langsokkur. Framhaldsmynd, byggö á hinni kunnu, samnefndu barnasögu eftir Astrid Lind- gren. 1. þáttur. Þýðandi Kristin Mantyla. Aöur á dagskrá áriö 1972. 17.00 iþróttir. Enska knatt- spyrnan. 17.50 Aðrar Iþróttir. Umsjónarmaður Ómar Ragnarsson. Hié. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Dagskrárkynning aug- lýsingar. 20.30 Læknir á lausum kili. Bresk gamanmynd. Þýð- andi Jón Thor Haraldsson. 20.55 Jane Goodall og bavlanarnir. Bandarisk fræðslumynd um rannsókn- ir sem breski náttúrufræð- ingurinn Jane Goodall hefur gert á lifnaðarháttum og atferli villtra baviana i Afrlku. Þýöandi Maria Hreinsdóttir. Þulir Guðrún Jörundsdóttir og Ellert Sigurbjörnsson. 21.50 Marla Baldursdóttir. Dægurlagaþáttur tekinn upp i sjónvarpssal sfðastlið- iö haust. Undirleik með söng Mariu annast þeir Björgvin Halldórsson, Engilbert Jensen, Gunnar Þórðarson og Rúnar Július- son. Stjórn upptöku Egill Eövarðsson. 22.05 Makleg málagjöld (Armored Car Robbery). Bandarisk biómynd frá ár- inu 1950. Aðalhlutverk Charles McGraw og Willi- am Talman. Þýð. Helga Júliusdóttir. Fjórir ræningj- ar veröa lögregluþjóni aö bana. Vinur hans og sam- starfsmaður gengur aö þvi meö oddi og egg að hand- sama illvirkjana, en þaö er erfiöara en hann hyggur. 23.10 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.