Tíminn - 04.01.1975, Blaðsíða 13

Tíminn - 04.01.1975, Blaðsíða 13
Laugardagur 4. janúar 1975 TÍMINN 13 Kristján B. Þórarinsson Lögbrot S.V.R. og borgaryfirvalda A undanförnum vikum og mánuðum hefur þróazt hér I borg nokkurs konar forgangsréttur i umferöinni, þ.e.a.s. fyrir strætis- vagna. Sú frekja og litilsviröing, sem þessi nýja yfirstétt um- feröarmála sýnir, er slik, aö ekki veröur lengur viö unaö af hinum almenna vegfaranda. Búið er að eyða milljónum i að endurbæta svokallaö leiöarkerfi SVR, en þessar endurbætur er helzt aö finna I mesta þéttbýliskjarna Reykjavlkur, þ.e.a.s. á Lauga- veginum. Þar er búið að leggja stórfé i að umturna gjaldmælum og bllastæðum götunnar I stað þess að banna með öllu akstur strætisvagna eftir Laugavegi og Hverfisgötu. Þvl það hlýtur að vera öllum ljóst, að vagn með um og yfir hundrað manns á 40-50 km hraða eftir þessum götum, er svipað og fá óvita barni hlaðna byssu I hönd, þvi þar ræður til- viljunin ein, hvort slys verður eða ekki. Svona stórir bilar á svona fjölmennum verzlunargötum geta engan veginn stoppaö snögg- lega, án þess að valda slysi annað hvort á þeim, sem eru I vagninum eða þeim, sem fara um akbraut- ina. Lögbrot. Samkvæmt umferðarlögunum ber öllum vegfarendum aö sýna umburðarlyndi i umferðinni. Þar stendur hvergi að SVR eigi for- gang eða eigi ekki aö fara eftir settum umferðarlögum. Væri for- ráðamönnum SVR nær að kynna sér 37. gr. umferöarlaganna, en hun hljóöar svo: — Vegfarendum er skvlt aö svna varúö I umferðinni, gæta þess að trufla ekki né tef ja að óþörfu aöra vegfarendur og valda eigi þeim eða öðrum, sem búa eða staddir eru við umferðarleið, hættu eða óþægindum. Sérstaka variið skal sýna I nánd viö skóla, leikvelli og aðra staði, þar sem vænta má, aö börn séu að leik. Sömuleiðis skal skylt að sýna sérstaka varúð gagnvart þeim, sem eru á ferö og bera merki fatlaðs fólks. Dómsmála- ráðherra setur reglur um gerð sllkra merkja. í 40. gr. umferðarlaganna er hvergi getið um að SVR eigi for- gang eða megi sýna frekju eða ruddaskap i umferðinni, en hún hljóðar svo: — Þegar ökumaður lögreglubif- reiðar, sjúkrabifreiðar, slökkvi- bifreiðar eöa björgúnarbifreiðar gefur hljóö- og ljósmerki, skal öll- um vegfarendum skylt að víkja úr vegi I tæka tlð. Stjórnendum annarra ökutækja er skylt að aka til hliðar eða nema staöar. Dómsmálaráðherra ákveöur, hvernig merkjum sbr. 1. mgr. skuli háttað. Þau má eingöngu nota þegar nauðsyn ber til, og er stjórnendum ökutækjanna skylt aö taka tillit til annarrá vegfar- enda. Akvæöi 1. og 2. mgr. gilda einn- ig um vélkmiin ökutæki, sem i einstök skipti eru notuð I þjónustu lögreglu, slökkviliðs, eða I lífs- nauðsyn, svo sem við flutning sjúkra manna eða slasaðra. Þeg- ar ökutækið er notað þannig, skal það auðkennt greinilega með hvitri veifu. Okumaöur skal til- kynna lögreglunni innan sólar- hrings um aksturinn. Framangreind ökutæki eru, þegar brýna nauösyn ber til, undanþegin ákvæðum laga þess ara um hámarkshraða og um tak- markanir, sem settar kunna að vera um akstur á ákveðnum veg- um, enda séu þá notuð merki þau, er um ræðir I 1. og 3. mgr. Af þessu er ljóst, að Strætis- vagnar, með borgaryfirvöld I broddi fylkingar hafa gerzt brot- legir við 37. og 40. gr. umferðar- laganna á vitaverðan hátt. Ekki er heldur kunnugt, að dómsmálaráðherra hafi gefið út opinbera lagabreytingu um 1. mgr. 40. gr. Þegar svona er komið málum, að yfirvöld umferöar- mála hafa ekki lengur tök á starfi slnu vegna ágengni S.V.R.-bif- reiöa, er stór hætta á feröum. Ef á að fara að gefa einhvern forgang I umferðinni umfram það sem um getur I umferöarlögunum, þá má búast við að fleiri komi á eftir, sem byggja starfsemi sina á tlmaáætlunum, svo sem póstbil- ar, mjólkurbflar og langferðabif- reiðir eins og Strætisvagnar Kópavogs. Venjulega er bent á lögregluna þegar einhvers er ábótavant I umf erðinni, svo mun lika vera um að ræöa I S.V.R. málinu, en ég hygg að þeim sé ekki eins frjálst að beita þar löggæzlu eins og við aðra vegfarendur, það sést bezt á þvi hvaö þeir eru undanlátssamir við ó'kumenn þessara bifreiða. Viö eigum færa og góða lög- reglumenn, sem eru vakandi yfir hverju fótmáli borgaranna, og það er synd að standa I vegi þeirra ef þeir geta beitt sér fyrir lagfæringu þessara mála. ReykjavíkíllOOár t hlaupinu sem varö i bókaút- gáfunni núna fyrir jólin rak fyrir sjónir lesenda bók, sem ber heitið Reykjavik I 1100 ár. Þetta er safn fyrirlestra, sem fluttir voru um Reykjavlk á ráðstefnu, sem haldin var á Kjarvalsstööum dagana 9.-11. april siðastliðinn. Helgi Þorláksson sá um útgáfuna. Fyrirlestrarnir eru 15 talsins og ekki verður annað sagt en byrjaö sé ábyrjuninni, þvi aö einn fyrirlesturinn fjallar um jarðfræði Reykjavikur og nágrennis, siðan koma greinar um sjálft landnámið og reyk- viskar fornieifar en þessar greinar rita Þorleifur Einars- son, Kristján Eldjárn og Þorkell Grlmsson. Næst koma erindi um byggð I Seltjarnarneshreppi hinum forna eftir Björn Teits- son og um Hólminn i Reykjavik og verzlunina þar eftir Helga Þorláksson, þá kemur ágrip af sögu Innréttinganna, en þann fyrirlestur flutti Lýður Björns- son og er það fyrir margra hluta sakir einn forvitnilegasti þátturinn I bókinni að hinum ólöstuðum. Erindn sem fylgja á eftir, fjalla um viðgang Reykjavikur, byltingar I atvinnullfinu með til- komu nýrra atvinnutækja, fyrst skútunnar og siðan togaranna, en Bergsteinn Jónsson og Heimir Þorleifsson fjölluöu um þetta efni. Vilhjálmur Þ. Gisla- son flutti fyrirlestur um upphaf sérverzlunar i Reykjavlk. Af öðrum toga eru fyrirlestrar Forseti stað festir lög A fundi rikisráðs á Bessastöð- um þriöjudaginn 31. desember 1974 staöfesti forseti Islands eftir- greind lög: 1. Frumvarp til fjárlaga fyrir árið 1975. 2. Lög um veitingu rikisborgara- réttar. 3. Lög um breytingu á lögum nr. 22/1973 um rannsóknir I þágu atvinnuveganna nr. 64/1965. 4. Lög um breytingu á lögum nr. 6/1971, um Hótel- og veitinga- skóla íslands. 5. Lög um Hitaveitu Suöurnesja. 6. Lög um virkjun Bessastaöaár I Fljótsdal. 7. Lög um breytingu á lögum nr. 46 16. aprfl 1971 um lögsagnar- umdæmi Hafnarfjarðarkaup- staðar um heimild fyrir Hafn- arfjarðarkaupstað að taka eignarnámi landspildu I Hafn- arfirði 20. desember 1974. 8. Lög um breytingu á lögum nr. 35 frá 29. aprll 1966, um Lána- sjóö sveitarfélaga 17. desember 1974. 9. Lög um eftirlit með ráðningu starfsmanna og húsnæðismál- um rikisstofnana. 10. Lög um lántöku rikissjóðs og rfkisfyrirtækja. 11. Lög um heimild fyrir rlkis- stjórnina til að ábyrgjast lán fyrir Rafveitu Isafjarðar. 12. Lög um framleiðslueftirlit sjávarafuröa. 13. Lög um breytingu á lögum nr. 97 27. desember 1973 um löndun á loðnu til bræðslu. 14. Lög um ráöstafanir i sjávar- utvegi og um ráðstöfun gengis- hagnaðar. GIsli Björnsson var skipaður til aö vera ieildarstjóri I land- bunaðarráðuneytinu frá 1. januar 1975 að telja. Guðmundur B. Jóhannsson var skipaöur héraöslæknir við lækna- miðstöð i Laugaráshéraði frá 1. janúar 1975 aö telja. Staðfestir voru ýmsir úrskurð- ir, sem fariö höfðu fram utan rlkisráðsfundar. Rikisráösritari, 2. janúar 1975. Skúla Þórðarsonar og ólafs R. Einarssonar um fátækramál Reykjavikur og bernsku reyk- vískrar verkalýðshreyfingar og enn skiptir um svið, þegar Ólafur Ragnar Grimsson og Helgi Skúli Kjartansson fjalla um miöstöð stjórnmálakerfisins og fólksflutninga til Reykja- víkur og i lokin er svo leikið á nýjan streng, þegar þeir nafnarnir Sveinn Einarsson og Sveinn Skorri Höskuldsson tala um leiklistina og komu hennar til Reykjavikur og Reykjavik I skáldsögum, en þar er komið að borgarmenningunni og viöhorfi rithöfundarins og skáldsins til Reykjavikur á ýmsum timum. Þetta yfirlit sýnir, að hér er að ýmsu vikiö allt frá jarðfræði og fornleifafræði til fagurra bókmennta og viða komið við & leiðinni. Af sjálfu leiöir, að viöfangsefnum þeim, sem um er fjallað I fyrirlestrunum, er sjaldnast gerð fullnaöarskil, enda ekki við þvi aö búast. Hitt ætti öllum að verða ljósara en áður, að Reykjavik geymir mörg og sundurleit söguefni, sem biða frekari og mark- visnari rannsóknar en hér hefir verið gerð og það er e.t.v. höfuðkostur þessa verks, að það vísar á viðfangsefni, sem biöa frekari könnunar. A siðari árum hefir komizt nokkur skriöur á útgáfu heimilda og rannsókna á sögu Reykjavlkur og af þessari bók má ráða að enn skuli heröa róöurinn og þvl ber vissulega að fagna. Um fyrirlestrana sjálfa er það að segja, aö þeir eru að jafnaði um svo sérhæft svið, aö bókin er fremur brotasilfur en heild, og vel hefði getaö farið á þvl. að I lokin hefði komið einskonaryfir- litsgrein, sem tengdi fyrirlestr- ana og niöurstöður þeirra saman i eina heild, en þvi skal þó ekki neitað, að hefði það átt að vera vel og vandlega gert, þá heföi þaö kostaö verulega vinnu. titlit bókarinnar er smekklegt og á eftir hverjum fyrirlestri er heimildar skrá, sem kemur þeim að góöu gagni, sem vill fræðast frekar um það efni, sem I fyrirlestrinum er. Þá er nafna- skrá i bókarlok og skrá yfir myndir, en allt þetta eru einkenni góörar bókagerðar. Aðalgeír Kristjánsson. Heilbrigðis- og tryggingamálaráöuneytið 2. janúar 1975. Laus staða Staða læknis við heilsugæzlustöð á Eski- firði er laus til umsóknar. Staðan veitist frá 1. febrúar 1975. Umsóknir sendist heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytinu fyrir 30. janúar n.k. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið. 3. januar 1975. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið vill ráða stúlku eða pilt til afgreiðslu- og sendistarfa á skrifstofu nú þegar. Upplýsingar i ráðuneytinu, Arnarhvoli. RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður VÍFILSSTAÐASPÍTALI AÐSTOÐARLÆKNIR óskast á spitalann frá 1. febrúar n.k. til sex ' mánaða. Umsóknarfrestur er til 27. janúar n.k. Nánari upplýsingar veitir yfirlæknir spitalans. LANDSPÍTALINN YFIRHJÚKRUNARKONA óskast á skruðstofu spitalans frá 20. janú- ar n.k. DEILDARHJCKRUNARKONÁ óskast einnig á skurðstofuna frá sama tima. Umsóknarfrestur um báðar stöðurnar er til 15. þ.m. Nán- ari upplýsingar veitir forstöðukona spitalans. Reykjavik 3. janúar 1975. SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA EIRÍKSGÖTU 5, SÍM111765 Opinber stofnun óskar að ráða 1. DEILDARSTJÓRA. Viðskipta-lög- fræðimenntun eða þekking á sviði við- skipta æskileg. 2. VIDSKIPTAFRÆDING. Laun samkvæmt kjarasamningum opin- berra starfsmanna. Umsóknir sendist blaðinu fyrir 12. janúar n.k. merkt A.B. Auglýsitf íTímanum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.