Tíminn - 04.01.1975, Blaðsíða 16

Tíminn - 04.01.1975, Blaðsíða 16
Laugardagur 4. janúar 1975'' er peningar AugtýsidT iTiffis&smm G§ÐÍ fyrirgóðan maM ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Callaghan ræðir við Vorster Brezki utanríkisráðherrann segist hafa áhuga á að hitta sendinefnd blökkumanna frá Ródesíu að máli Reuter-Lusaka. 1 sameiginlégri fréttatilkynningu brezkra og zamblskra ráðamanna, sem gefin var út I gær, segir m.a., aö James Callaghan, utanrlkisráöherra Bretlands, haldi til fundar viö John Vorster, forsætisrá6herra Suður-Afriku, til viöræðna um vandamál Ródesiu. Callaghan neitaði að skýra frá, hvenær fundurinn yrði haldinn, en fréttaskýrendur töldu, að hann yrði i dag, þa Hklega I Pretoriu eöa á búgarði Vorsters i grennd við Port Elisabet. Fimmtán ár eru slðan háttsettur brezkur ráð- herra sótti Suður-Afríku heim. HttmSHORNA < \%7A MIUI NTB/Reuter-Washington. At- vinnuleysi eykst stöðugt I Bandarikjunum. t gær var lil- kynnt, að 7,1% vinnufærra Bandarlkjamanna hefði verið atvinnulaus I siðasta tnánuöi, þ.e. 6,5 millj. manna. Atvinnumálaráðuneyti Bandarlkjanna upplýsti, að tala atvinnulausra hefði ekki verið svo há slðan i mai árið 1961. Og efnahagssérfræðing- ar telja, að eftirstriðsmetið frá árinu 1958, þegar atvinnu- leysi nam 7,4% verði eflaust slegið fyrir árslok. Gerald Ford Bandarikjafor- seti hefur að undanförnu setið á fundum meö sérfræðingum slnum. Fréttaskýrendur búast við, að á næstunni grípi Bandarlkjastjórn til þess ráðs að lækka tekjuskatt til að örva viðskipti og bæta þannig efna- hagsástandið. Sú breyting þýddi kúvendingu I stefnu stjórnarinnar, þar eð hún beitti sér fyrir hækkun á tekjuskatti há- og miðlungs- tekjumanna I haust. Reuter-París. Valery Giscard d'Estaing Frakklandsforseti lét svo um níælt I gær, að Bret- ar yröu að llkindum aoal höfuðverkur Efnahagsbanda- lags Evröpu I náiiuii framtiö. Callaghan, sem dvalizt hefur fjóra daga I Lusáka, höfuðborg Zamblu, og átt m.a. viðræöur við Kenneth Kaunda forseta, hélt fund með fréttamönnum í gær, áður en hann lagði af stað til Botswana, sem er næsti viðkomu- staður ráðherrans á ferðalagi hans um sunnanverða Afrlku. Callaghan var hóflega bjartsýnn á lausn vandamála Ródesfu, en stjórn Ian Smiths sagði sig sem kunnugt er úr lögum við Bretland árið 1965. — Enn er löng leið fyrir höndum, svaraði ráðherrann, þegar hann var spurður um horf- ur á ráðstefnu um stjórnskipun Giscard d'Estaing Forsetinn lét ummæli þessa efnis falla á fundi með frétta- mönnum, þar sem hann til- kynnti heimsókn sina til Bandarikjanna á árinu 1976. Jafnframt lét hann þess getið, að hann kæmi til með að ávarpa Bandarlkjaþing á enskri tungu. Þessi ákvörðun Giscard d'Estaing brýtur I bága við hefð fyrirrennara hans á. forsetastóli, sem neit- uðu að tala ensku (þótt þeir kynnu hana mæta vel), til að halda uppi heiðri franskrar tungu. Þá upplýsti forsetinn, að hann legði nú stund á ensku- nám tvö kvöld i viku, til að liðka enskukunnáttu slna fyrir heimsóknina vestur um haf. Reuter-Addis Ababa. Land- stjórinn I umdæminu Öegem- der I nor&vesturhorni Eþlóplu er horfinn, eins og jör&in hef&i gleypt hann. Landstjórinn er sag&ur hafa gengið I li& me& fyrri land- stjóra I umdæminu Tigre, sem nii er landflótta, enda eftir- lýstur af herforingjastjórn þeirri, er nú fer me& völd i Eþióplu. Landstjórarnir eru báðir tengdir Haile Selaisse, fyrrum Eþlóplukeisara. Ras (þ.e. her- togi) Mengesha Seyom, fyrr- um landstjóri I Tigre-um- dæmi, hefur lýst yfir stofnun skæruli&ahreyfingar til frels- unar héraði þvi, er hann réð yfir, en hertoginn er mjög vin- sæll meðal ibúa I Tigre. Frétt- ir herma nú, að Nega Tegeon, hershöfðingi og fyrrum land- stjóri I Begemder-umdæmi, hafi nú gengið I liö með Men- gesha hertoga. Þess má geta, að bæ&i Begemder og Tigre liggja að Eritreu, en sem kunnugt er hefur verið mjög róstusamt I þvl héraði að undanförnu. Areiðanlegar fréttir herma, að foringjar skæruliða- hreyfinganna tveggja, er berj- ast fyrir sjálfstæði Eritreu, hafi lofað að styðja baráttu skæruliða Mengesha greifa, þótt þá greini á við hertogann I stjórnmálaskoðunum. Astandið I Asmara, höfuð- borg Eritreu, er enn þrungið spennu. Talsmaður herfor- ingjastjórnarinnar sagði I fyrradag, að ekki hefðu borizt neinar fréttir frá Asmara. Þess má geta að lokum, að Eþíópia á aðeins aðgang að sjó f Eritreu, þar sem hafnar- borgirnar Massawa og Assab eru — sii fyrrnefnda I 120 km fjarlægð frá Asmara. A leið- inni er fjalllendi, sem talið er kjörinn staður fyrir skæru- liðabaráttu. Ródeslu með þátttöku fulítrúa blökkumanna og hvitra manna. Callaghan sagði, að góð sam- biið Bretlands og Zambiu gerði samningaumleitanir auðveldari, en Itrekaði, að enn væru mörg ljón á veginum til varanlegrar lausnar á vandamálum Ródesiu. Aðspurður um fundinn með Vorster, kvaðst Callaghan hafa áhuga á að heyra viðhorf suður- afríska forsætisráðherrans til hugsanlegrar lausnar á vanda- málum nágranna sinna. Hann sagði og, að Zambíustjórn hefði hvatt sig til að fara á fund Vorst- ers. Hann upplýsti jafnframt, að hann sneri aftur til Lusaka að loknum fundinum. Callaghan kvaðst hafa áhuga á að hitta sendinefnd afríska þjóð- frelsisráðsins I Ródeslu að máli, en stjórn Smiths hefur meinað nefndinni að halda til fundar við brezka utanrikisráðherrann, eins og fram kom i Tlmanum i gær. . í fréttatilkynningu brezkra og zamblskra ráðamanna segir, að nauðsyn sé á nánari afskiptum Breta af lausn mála I Ródesiu, en Callaghan vék sé'rhjá að svara I hverju nánari afskipti yrðu fólg- in. Indverskur ráðherra myrtur: Áhrifamikill, en umdeildur Indira Gandhi kennir stjórnarandstöðunni óbeint um morðið Reuter—NýjuDelhi. LalitNarain Mishra, járnbrautamálaráðherra Indlands, lézt I gær af völdum sprengjutilræ&is I fyrrakvöld. Rá&herrann var mjög umdeildur, enda var hann einkum bendla&ur vi& þá spillingu, sem sög& er rlkj- andi innan indversku stjórnarinn- ar. Mishra hafði nýlokið við að flytja ávarp I tilefni af opnun nýrrar járnbrautar til bæjarins Samastipur I Bihar-héraði þegar sprengjan sprakk. Svo kald- hæðnislega vill til, að ráðherrann átti einmitt afmæli þennan dag, að auki er hann ættaður frá Bihar-héraði. Nltján manns til viðbótar særðust af völdum sprengingarinnar, þ.á.m. bróðir Mishra, sem gegnir embætti landbiinaðarráðherra I Bihar. í fyrstu var talið, að meiðsli Mishra væru minni háttar, en nokkrum klukkustundum slðar var tilkynnt, að hann hefði látizt. Þá höfðu læknar árangurslaust reynt að fjarlægja sprengjubrot, er lent höfðu I maga ráðherrans. Lögreglan hefur nú handtekið yf ir tuttugu manns, sökuð um aðild að sprengjutilræðinu. Mishra er fyrsti indverski ráð- herrann sem ráðinn er af dögum frá þvl Indland hlaut sjálfstæði. Mahatma Gandhi, friðarhöfðing- inn mikli og aðalsjálfstæðishetja Indverja, féll að visu fyrir morð- ingjahendi árið 1948, en Gandhi gegndi aldrei ráðherraembætti. Indira Gandhi forsætisráðherra hefur óbeint kennt andstæðingum indversku stjórnarinnar I Bihar um morðið á Mishra. Hún kvað orsök þess vera það andrúmsloft, er stjórnarandslaðan hefði skapað með sifelldum árásum á spillingu innan stjórnarinnar. Jayaprakash Narayan, leiðtogi stjornarandstöðunnar i Bihar, hefur visað ásökunum af þessu tagi á bug. Hann hefur krafizt víðtækrar rannsóknar á morðinu, og jafnframt gefið I skyn, að ekki hafi verið allt með felldu I sam- bandi við sprengjutilræðið. Aðrir stjórnarandstæðingar hafa tekið I sama streng. Mishra var mjög áhrifamikill I indverskum stjórnmálum, eink- um I Bihar. Hann er talinn hafa stutt mjög við bakið á Kongress- Framhald á 6. siðu. Óánægja í Arabaríkjum Ummæli Kissingers um hugsanlega valdbeitingu Bandaríkjanna í Miðjarðarhafslöndum vekja athygli NTB/Reuter—Beirut. Ummæli Henry Kissingers, sem fram koma I vi&tali vi& bandarlska timaiitio Business Week, hafa vaki& mikla athygli. i vi&talinu gefur bandarfski utanrikisrá&- herrann I skyn. a& Bandarfkin kunni a& beita vopnavaldi I Mið- jar&arhafslöndum, en aðeins I Itr- ustu neyð. Talsmenn rlkisstjórna Araba neituðu yfirleitt að segja álit sitt á ummælum Kissingers, en fyrstu viðbrögð I Arabarikjunum benda til nokkurrar óánægju I garð utanrlkisráðherrans. Viðbrögð blaða í Arabarikjun- um voru fremur óljós, en þau falla aðallega I tvo farvegi: Ýmist leggja þau áherzlu á, að Kissinger sé andvigur valdbeit- ingu gegn Aröbum eða hann liti- loki hana ekki, ef sérstaklega standi á. Hótanir um valdbeitingu eru yfirleitt litnar alvarlegum augum I Arabarlkjunum og leiðtogar nokkurra þeirra hafa lýst yfir, að olluvinnslustöðvar og þvilik mannvirki verði umsvifalaust sprengd i loft upp, komi til vopna- átaka, þar sem Arabar standi höllum fæti. Talsmaður Gerald Fords Bandarikjaforseta sagöi I gær, að forsetinn teldi viðbrögð þau, er Kissinger drap á i blaðaviðtalinu, einkar eðlileg I neyðartilfelli. Talsmaðurinn gat ekki svarað þeirri spurningu, hvort utanrikis- ráðherrann hefði borið ummælin undir forsetann, áður en þau voru birt. Callaghan: Enn löng leiö fyrir liöiiiliiin, unz lausn fæst á vanda- málum Ródesiu Œimtttt Blaðburðarfólk vantar á: Bergstaðastræti Suðurlandsbraut Túnin Austurbrún Laugarásveg Voga Sundlaugaveg Kleppsveg (frá 118) Upplýsingar í síma 1-23-23 Kópavogi Blaðburðarfólk óskast í eftirtalin hverfi: Digranesveg Skálaheiði Tunguheiði Traðirnar Umboðsmaður sími 42073

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.