Tíminn - 07.01.1975, Qupperneq 1

Tíminn - 07.01.1975, Qupperneq 1
HF HÖRÐUR GUNNARSSON SKULATÚNI 6 - SÍMI (91)19460 4. tölublað — Þriðjudagur 7. janúar 1975 — 59. árgangur. Landvélarhf Samningafundir sjómanna og út- gerðarmanna á miðvikudag og fimmtudag FB—Reykjavik — Sa’mninga fundir hafa verið boðaðir með Sjómannasambandi fslands og viðsemjendum þeirra. A mið- vikudaginn mun Sjómannasam- bandið sitja samningafund með togaraeigendum, en á fimmtu- daginn verður sfðan fundur með Landssambandi islenzkra út- vegsmanna. Miðstjórn Alþýðusambands fslands kom saman til fundar I gær, og var þar ákveðið að fela samninganefnd aö hefja saiuuiuguvíuiicúui víð vinnuveitendur hið fyrsta. Myndin var tekin á fundinum I gær. (Timamynd Gunnar) Innanlandsf lug: Mestu örðug- leikar * i heilan áratug gébé—Reykjavik — Mikil vand- ræði og erfiðleikar hafa verið með innanlandsflug vegna óveðursins um landið undanfarið sagði Sveinn Sæmundsson, blaðafull- trúi Flugleiða i viðtali við Timann. Þetta er langversti kaflinn, sem komið hefur siðast- liðinn áratug, siðan flugvéia- - kosturinn batnaði með tilkomu Fokker Friendshipvélanna. Einn- ig hefur millilandaflug raskazt vegna þessa. Áætlað var i gær, að Fokker- vélarnar fimm, sem Flugleiðir hafa yfir að ráða, færu 24 ferðir til ýmissa staða úti á landi, þ.e. ef unnt reyndist að fljúga til Húsa- vikur, en þar var ófært, seinni hluta dags i gær, og biða 200 manns eftir flugfari. Þá var einnig ólendandi á Raufarhöfn og Þórshöfn, og á Noröfirði, en þangað hefur ekki verið- unnt fljúga siðan fyrir áramót. — Allt hefur lagzt á eitt til að hamla flugi, sagði Sveinn. Mikill snjór er viðast hvar, og vind- styrkur mikill. Þá hefur ófærð á vegum hamlað þvi að hægt væri að komast til flugvalla, t.d. hefur verið ófært, milli Siglufjarðar og Sauðárkróks, þannig að farþegar á Siglufirði, sem eru margir, hafa ekki komizt með bifreiðum til Sauðárkróks, til að ná i flugvél. Aætlaðar voru fimm ferðir til Isafjarðar i gær, en þangað hefur ekki verið unnt að fljúga siðan fyrir áramót. Þar af var ein ferðin um Akureyri suður. Sömu Frh. á bls. 15 Ófull- nægjandi skýrsla — frd sýslumann- inum á Blönduósi — tefur mdl rækjuveiðibdtanna gébé—Reykjavik — Rækjuveiöar hefjast á ný I Húnaflóa 15. janúar, en eins og áður hefur verið skýrt frá, voru tveir rækjuveiðibátar á Biönduósi, Aðalbjörg og Nökkvi, sviptir veiðileyfum sinum um miðjan desember, vegna þess að þeir lönduðu á Blönduósi, en ekki þar sem þeir höfðu fengið fyrir- mæli um og leyfi tii að landa. Mál þetta hefur verið í athugun hjá sýslumanninum á Blönduósi, Jóni tsberg, og sjávarútvegsráðuneyt- inu. — Skýrsla sú, er við fengum frá sýslumanni, var heldur stuttara- leg og ófullnægjandi, sagði Þórð- ur Asgeirsson hjá sjávarútvegs- ráðuneytinu. Þvl hefur verið ákveðið að fara fram á frekari skýrslu, en þær upplýsingar sem við báðum um, fengum við ekki allar. — í rauninni var skýrsla sýslu- manns styttri en skeyti það, sem við sendum honum til að biðja um ákveðnar upplýsingar i málinu, sagði Þórður ennfremur. Við er- um ákveðnir i að halda máli þessu áfram, og bátarnir eru þvi enn leyfislausir. Hraði á rekstri málsins er þvi i höndum sýslumannsins. t afereiðslusal Flugfélags tslands á Reykjavfkurflugvelli var mikið um að vera I gær. Farþegar voru þar margir og farangur mikili eins og sjá má á þessari mynd. Fimm Fokker Friendship-flugvélar voru i ferðum I allan gærdag og fóru 24 ferðir út á land. Enn er þó ófært á nokkra staði, eins og Norðfjörð, Raufarhöfn og Þórshöfn. Vonazt var til, að hægt yrði að fljúga til Húsavikur fjórar ferðir i gærkveldi, en þangað hefur ekki verið hægt að fljúga siðan fyrir áramót, og biða tvö hundruð manns eftir að komast þaðan. Timamynd: Gunnar. Ein í jeppanum á heiðinni með fjögurra ára son sinn Kröggur á ferð yfir Holtavöruheiði um helgina gébé—Reykjavik — Ferðafólk i WiIIys Wagoner-jeppa var teppt á Holtavörðuheiði á annan sóla- hring nú fyrir helgina. t bif- reiðinni, voru 2 karlmenn, 1 kona og 4 ára gamall drengur, og voru þau á leið til Reykjavíkur frá Akureyri. Ferðafólkið lagði af stað frá Akureyri á fimmtudagsmorgun. t jeppanum voru þau Jónatan Tryggvason, Gylfi Matthiasson og kona hans, Kristin Svein- björnsdóttir, og Sigurður sonur þeirra fjögurra ára gamall. Þegar að öxnadalsheiði kom, var ekki búið að ryjða hana og þurftu þau að biða til klukkan átta um kvöldið unz mokstri var lokið. Tafði þetta eðlilega mikið fyrir þeim, og sagði Gylfi, að þetta fyrirkomulag væri furðulegt þvi að bifreiðir, sem ætla suður, eru ekki komnar að Holtavörðuheiði fyrr en klukkan 10-11 á kvöldin,en snjóruðningstæki fara yfirleitt af heiðunum um 8-9 leytið á kvöldin, svo að ef eitthvað er að veðri, er heiðin þá orðin ófær aftur. — Okkur var sagt, að Holta- vörðuheiðin- yrði ekki rudd fyrr en á föstudagsmorgun, og höfðum við ákveðið að biða i Hrútafirði, Frh. á bls. 15

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.