Tíminn - 07.01.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 07.01.1975, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 7. janúar 1975. TÍMINN 3 DR. JAKOB JÓNSSON KVADDI HALLGRÍAASSÖFNUD Á SUNNUDAGINN FB—Reykjavik — Dr. Jakob Jónsson, sóknarprestur i Hall- grimssókn, flutti kveðjupredikun til safnaðar sins við messu i Hall- grímskirkju á sunnudaginn. Dr. Dr. Jakob Jónsson kvaddi söfnuð sinn á sunnudaginn. Jakob lætur nú af störfum sökum aldurs, en hann varð sjötugur I janúar sl. Athöfnin var venjuleg messa, en söngflokkurinn i kirkjunni söng sem stólvers, undir stjórn organistans, Páls Halldórssonar, sálm séra Jakobs Jónssonar nr. 215 I sálmabókinni nýju með lagi eftir dr. Róbert A. Ottósson. Var þetta persónuleg kveðja söngflokksins til fráfarandi sóknarprests. í lok messunnar ávarpaði séra Ragnar Fjalar Lárusson dr. Jakob Jónsson og konu hans, og þakkaði þeim störf þeirra i þágu kirkjunnar. Kona dr. Jakobs, Þóra Einarsdóttir, hefur verið I stjórn Kvenfélags Hallgrimssóknar frá upphafi, og formaður I langan tima. Dr. Jakob Jónsson hafði sama ræðutexta og hann hafði, er hann hóf starf sitt sem aðstoðarprestur á Djúpavogi I ágústmánuði 1928. í ræðunni minntist dr. Jakob þeirra safnaða, sem hann hefur þjónað, bæði á Austurlandi og vestan hafs, áður en hann kom til Hall- grlmskirkju. Dr. Jakob Jónsson sagði i viðtali við Tlmann, að þrátt fyrir það, að hann væri nú hættur sem sóknarprestur, þá væru verkefnin næg, og ekki ástæða til að sitja auðum höndum. Hann sagðist hafa mestan hug á að vinna nú að ákveðnu visindalegu verkefni, sem hann hefði hugsað um und- anfarin ár og hann hefur komið inn á I fyrirlestri, sem hann hélt á guðfræðingaþingi I Belgiu I sumar, og fékk þar mjög góðar undirtektir. Viðvíkjandi preststarfinu sjálfu sagði dr. Jakob, að hér væru svo gifurleg verkefni fyrir prest. að. eins og hann orðaði það I predik uninni, prestur I Rvík væri llkt staddur og bóndi, sem fengin er i hendur stór landsnámsjörð, en hefur ekki bolmagn eða tækifæri til þess að yrkja nema litla sneið af henni. Dr. Jakob sagðist álita, að skapa þyrfti skilyrði fyrir þvi, að f jórum sinnum fleiri prestar gætu unnið að kirkjulegum störfum hér I Reykjavik, ekki sizt sálgæzlustarfinu, heldur en nú gera. Sagðist hann álíta að I kirkjulegum málum, rétt eins og i heilbrigðismálum og viðar, þyrfti aö sérhæfa menn til ákveðinnar þjónustu, t.d. á sjúkrahúsum, en dr. Jakob sagðist hafa haft sérstaka ánægju af starfi slnu á þeim vettvangi. — A þessu sviði eru svo mikil verkefni, að helzt þyrfti að setja þar I sérmenntaða menn, sagði hann. Magnús Kjartansson ritar grein I Þjóðviljann siðastl. sunnudag þar sem hann ræðir um orkumálin. M.a. vikur hann að raforku- samningnum við álbræðsluna i Straumsvik: „Verðið sem álbræðsian greiddi var þegar I upphafi undir fram- ieiðsiukostnaðarverði og það þvl fremur sem siðar þurfti að ráðast I miðlunarframkvæmdir til þess að tryggja Búrfellsvirkjun lág- marksöryggi og leggja nýja stofnlfnu til Reykjavfkur. Þróunin siðan hefur sannað með hverju nýju ári hversu hraksmánarlegur þessi samningur var. Um það er nú tiltækt mjög eftirminnilegt dæmi. Á siðustu árum hefur verið kannað hvort hagkvæmt væri að koma upp járnblendiverksmiðju hérlendis, fslenzku fyrirtæki sem lyti f einu og öllu islenzkum iögum og islenzkum dómstólum, en banda- riski auðhringurinn Union Carbidc ætti minnihluta i. t þeim samningsdrögum sem nú liggja fyrir er reiknað með þvf að þetta fyrirtæki greiði sem svarar 118 aurum fyrir kilóvattstundina af for- gangsorku og samt skili verksmiðjan góðum arði. Þetta er semsé talið cðlilegt gangverð á rafmagni tii orkufreks iðnaðar á þessu ári, og jafnframt eru f samningsdrögunum ákvæði um að raforkuverðið skuli fara stighækkandi, og verði endurskoðað reglulega I samræmi við alþjóðiega þróun. Það sem nú er talið eðlilegt gangverð á raf- magni til orkufreks iðnaðar er ferfalt hærra en það verö sem álbræöslan greiðir og á að greiða fram til ársins 1997. Á siöasta ári mun álbræðsian hafa greitt um 326 milljónir króna fyrir þá raforku sem hún keypti frá Landsvirkjun. Ef hún hefði greitt það sem nú er taliö sanngjarnt gangverð og forsenda fyrir rekstri hugsaniegrar járnbiendiverksmiðju hefði heildargreiðslan átt að vera 1304 milljónir króna. Mismunurinn er tæpur milljarður króna á einu einasta ári, milljarður sem hinn erlendi auðhringur hirðir i arð og flytur úr landi — þvi að álbræöslan er erlent fyrirtæki og ábati hennar verður ekki eftir I landinu. Einn milljarður króna er ámóta upphæð og það kostar að leggja fuilgilda stofnlinu milli Suðurlands og Norðurlands. Enginn getur sagt um það, hver þessi mismunur mun verða orðinn árið 1997, en svo örar hækkanir virðast fyrir- sjáanlegar á orkuverði að heildartap okkar á þessum viðskiptum verður talið I mörgum tugum milijarða áður en lýkur." STEYPUSTÖÐVARNAR KANNA MÖGULEIKA Á AÐ FLYTJA INN SEMENT FH—Reykjavlk — Athugun hefur vegum steypustöðvanna i væri fyrir steypustöðvarnar að farið fram að undanförnu á Reykjavik, hvort hagkvæmara flytja inn sement frá útlöndum heldur en kaupa það af Sements- verksmiðju rikisins. Telja for- svarsmenn stöðvanna, að þeir gætu sparaö um 10% með þessum hætti, en forsvarsmenn Sements- verksmiðjunnar halda þvi hins vegar fram, að það sé ekki raunhæf tala, enda sé hún byggð á aðstæðum, sem aðeins séu til á papplrnum. Vlglundur Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri Steypustöðvarinn- ar BM Vallá, sagði I viðtali við Tlmann, að könnun á mögulegum innflutningi hefði hafizt á siðasta ári. Væri könnunin nú komin á lokastig, og ei annað eftir en að taka ákvörðun um, hvort af innflutningi stöðvanna skuli verða. Tonn af Portland sementi kostar hér 8740 krónur, og sagði Vlglundur, að steypustöðvar- menn teldu, að hægt væri að lækka það verð um 10%, þótt reiknað hefði verið inn i það flutningskostnaður, verðjöfnun- argjald og tollar, en i Norður- Evrópu kostaði sementstonnið milli 3000 og 4000 krónur. Nokkurn aðdraganda þyrfti þó til, áður en hægt væri fyrir steypustöðvarnar að hefja inn- flutninginn, og þá aðallega varð- andi útbúnað við móttöku á sementinu hér. Koma þyrfti upp tönkum við hafnarsvæðið, sem steypustöðvarnar vildu sjálfar fá að setja upp, og sem allra næst höfninni. Ekki hefur fengizt lóð undir þessa tanka, og aðeins hafa farið fram lauslegar viðræður við hafnarstjóra varðandi það mál. Á Reykjavikursvæðinu eru starf- andi þrjár steypustöðvar, sem eru aðilar að könnun þeirri, sem fram hefur farið varðandi inn- flutninginn. Þá sagði Viglundur, að steypustöðvarnar hefðu farið fram á að fá sömu kjör varðandi sementskaupin hjá Sementsverk- smiðjunni og kaupfélögin fengju, en að þvi hefði ekki verið gengið. Svavar Pálsson, framkvæmda- stjóri Sementsverksmiðju rikis- ins, sagðist telja, að það verð, sem talað væri um hjá steypu- stöðvunum, væri ekki raunhæft, og væri það miðað við aðstæður, sem væru til á pappirnum, en ekki I veruleikanum. Annars Frh. á bls. 15 Sigurður O. Björnsson látinn SIGURÐUR O. Björnsson, prentsmiðjustjóri á Akureyri lézt á fjórðungssjúkrahúsinu þar sl. laugardag, 73 ára að aldri. Sigurður var sonur hins merka prentlistarmanns og út- gefanda Odds Björnssonar og hóf ungur nám I prentsmiðju föður sins og starfaði þar, fyrst sem nemi, siðar sem prentari, unz hann keypti prentsmiðjuna ásamt öðrum og gerðist prent- smiðjustjóri. Prentverk Odds Björnssonar á Akureyri er þjóð- kunnugt fyrirtæki, vandað prentverk og mikilvirkt út- gáfufyrirtæki, og naut þar mjög skipulagningu gáfna og atorku Sigurðar. Sigurður var kunnur fyrir störf sln að landgræðslu og rikuleg framlög sln til aðhlynningar þeirrar menning- arstarfsemi. Sigurður O. Björnsson var tvlkvæntur. Fyrri kona hans, María Kristjánsdóttir, lézt árið 1932, en siðari kona hans, Kristln Bjarnadóttir, lifir mann sinn. Siguröur O. Björnsson Böðvar Stein- þórsson bryti látinn FB—Reykjavík — Látinn er i Reykjavík Böðvar Steinþórsson bryti. Böðvar var fæddur 20. febrúar 1922 á Akureyri, sonur hjónanna Steinþórs Guðmunds- sonar kennara og Ingibjargar Benediktsdóttur skáldkonu. Hann lauk sveinsprófi I mat- reiðsluiðn 1945, en þá var fyrsta sveinspróf i þeirri iðn haldið. Böðvar stundaði matreiðslu- störf hjá Eimskipafélagi Is- lands og Skipaútgerð rlkisins á strlðsárunum til 1943, en þá fór hann til matreiðslunáms að Hótel Borg. Slðan vann hann að iðn sinni á ýmsum veitinga- stöðum þar til hann tók aftur upp störf hjá Skipaútgerð rlkis- ins 1955 og fram til dauðadags. Böðvar starfaði mikið aö félags- málum, og hann var varabæjar- fulltrúi I Reykjavlk árin 1950 til 1954. Böðvar Steinþórsson Bætt kjör Idglaunafólks t Reykjavikurbréfi Mbl. á sunnudaginn er rætt um áramóta- greinar forustumanna stjórnmálflokkanna. Mbl. segir: ,,Þá er athyglisvert, að formenn beggja stjórnarflokkanna og for- menn beggja lýðræðisflokkanna I stjórnarandstöðu telja ekki vera grundvöll fyrir almennum kauphækkunum á næsta ári. Það hefur lengi viijað ioða við að menn neituðu að viðurkenna þá staöreynd, að almennar lifskjarabætur hljóta að vera háðar þjóðarframleiðslu og aukningu þjóðartekna á hverjum tima Nú virðast menn á hinn bóginn hafa gert sér grein fyrir því, að það ér út I hött að setja fram kröfur um aukinn kaupmátt launa, þegar almennar þjóðartekjur minnka um 1% tvö ár i röð eins og nú er allt útiit fyrir. Kauphækkanir, sem ekki eiga sér stoð I aukinni þjóðarframleiðslu og auknum þjóðartekjum hljóta ávallt að vera óraunhæfar, þær kynda undir verðbóigu og verðlagshækkunum og valda þeim þyngstum búsifjum, sem verst eru settir. Nú virðast þær skoðanir vera rikjandi, að gera verði sérstakar ráðstafanir I tengslum við almennar efnahagsaðgerðir til þess að bæta stöðu þeirra, sem lægst hafa launin. Þetta var I fyrsta skipti gert með bráðabirgðalögum núverandi rlkisstjórnar um svonefndar launajöfnunarbætur. Og forystumenn alllra lýðræðisflokkanna telja rétt aðhalda þessari stefnu áfram, eftir þvisem föng eru á.” Rétt er að geta þess, aðþað var ólafur Jóhannesson, sem fyrstur bar fram tillögur um láglaunabætur i sambandi við stjórnar- myndunarsamningana á sl. sumri. -Þ.Þ. Borgarbókasafnið lánaði meira en milljón bækur árið 1974 BÓKAUTLAN Borgarbókasafns Reykjavlkur urðu slðast Iiðið ár rúmlega milljón bækur (1.004.807), sem jafngildir þvi, að safnið hafi á árinu lánað hverjum Reykvikingi 11,8 bækur. Útlánaaukningin frá fyrra ári er 7.7%, og er það heldur meiri aukning en árin 1972 og 1973. Arið 1973 lánaöi safnið 923 þús. bækur (aukning 6.7%) og 1972 865 þús. bækur (aukning 6.5%). Bókaeign safnsins var i árs- byrjun 1974 222 þús. bindi, og hefur þvl hver bók verið lánuð 4.5 sinnum til jafnaöar á árinu. Varla þarf að taka þaö fram, að þessar tölur allar eru mjög háar miðað við það sem venjulegt er bæði hér á landi og I nágranna löndunum. Mun Reykjavlk t.d. vera hæst 1 bókanotkun á mann af höfuðborgum Norðurlanda. Útlán Borgarbókasafns 1974 skiptast þannig á mánuði ársins: janúar febrúar marz aprll mal júnl júll ágúst sept. okt. nóv. des. talbækur 103.246 bindi 91.486 bindi 91.226 bindi 91.359 bindi 76.824 bindi 64.813 bindi 74.100 bindi 61.978 bindi 78.433 bindi 94.168 bindi 93.691 bindi 83.352 bindi 131 bindi Samt. 1.004.807 bindi. Af yfirlitinu sést, að mest hefur verið lesið I janúarmánuði, og er það likt og verið hefur. Neðst I yfirlitinu eru taldar talbækur, en það eru lesnar bækur á segulbönd og kasettu- bönd. Eru þær eingöngu ætlaðar blindum og sjóndöprum. Hefur Borgarbókasafn unnið að þvi undanfarin ár að koma sér upp safni slikra talbóka, en útlán á þeim hóf safnið ekki að ráði fyrr en á miðju ári 1974. Borgarbókasafnið rekur nú auk aðalsafnsins þrjú útibú — i Bú- staðakirkju, að Sólheimum 27 og Hofsvallagötu 16, tvo bókabila, skólabókasöfn i Laugarnesskóla, Melaskóla og Austurbæjarskóla, og auk þess bókasafnsþjónustu við skip, aldraða, fatlaða o.fl. Fangarnir fundnir Gsal—Reykjavlk — Hún varö ekki löng útivistin, sem félagarn- ir tveir fró Litla-Hrauni urðu sér úti um, þegar þeir laumuðust burt frá vinnuhælinu fyrir helgi. A sunnudaginn gómaði lögreglan þá I Reykjavik, þar sem þeir voru á gangi við þriðja mann, er einnig var strokufangi, — en sá hafði laumazt burt frá sjúkrahúsi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.