Tíminn - 07.01.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 07.01.1975, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Þriðjudagur 7. janúar 1975. Halldór Pólsson, búnadarmólastjóri: Halldór Pálsson Arferði. Arið 1974 var landbúnaðinum hagstætt, en þó ekki alveg eins gott og árið 1973. Þetta veldur nokkurri furðu, þar eð hitastig ársins 1974 var aðeins i meðallagi, en það er eins og gengur ekki einhlitt að treysta meðaltölum. í byrjun hins nýliðna árs var öll jörð i klaka- viöjum, af þvi að siðustu tvo mánuði ársins 1973 féll mikill snjór um land allt samfara miklum frostum. Spilliblotar öðru hverju hleyptu svo öllu i gadd einkum viða á Suður- og Suðvesturlandi. Vetrarmánuð- imir janúar til april voru óvenju hlýviðrasamir, sérstaklega þó norðanlands og austan. A landinu var meðalhiti i marz 3 stig yfir meðaltali. Um sumarmál var jörð viðasthvar örisa á láglendi og þvi nær klakalaus, en nokkur snjór var þá á hálendi, þvi að úrkoma var mikil siðari hluta vetrar og féll að mestu sem snjór á hálendinu. Mai var einnig hlýr en júni i meðallagi. Þar eð jörð kom nær klakalaus undan vetri og veðursæld rikti alla vormánuðina greri óvenju snemma. Viða var nokkur sauðgróður I úthaga i aprillok og alls staðar var nægur gróður fyrir lambfé siðari hluta mai og I byrjun júni, jafnvel þótt allþröngt væri í högum. Kom þetta sér sérlega vel fyrir bændur, sem láta ær bera úti, en varð að minni notum fyrir hina, þótt alls staðar sparaði þessi hag- stæða tið kjarnfóðurgjöf og túnbeit bæði handa sauðfé og nautgripum. Helzti annmarkinn var sá, að á svona góðu vori báru ær víða of seint, til þess að hafa full not af hinum snemmvaxna gróðri. Nokkurn skugga bar á hið góða vor, að allvíða komu tún kalin undan svellum vetrarins, sem lengst höfðu legið, eða frá þvl I nóvember-desember fram á út- mánuði. Vlðast héldu bændur þó, er svellin leysti, að jörðin kæmi óskemmd undan þeim, þvi að hún var græn að lit, en fáum dögum siðar fölnaði græni liturinn og stór svæði túnanna urðu brún. Mest bar á þessu á flatlendis- túnum á Snæfellsnesi, sums staðar i Borgarfirði, á Suðurlandi og Suðausturlandi. Um tlma óttuðustu bændur uppskerubrest af völdum kalsins, en vegna mildrar veðráttu eftir að snjóa leysti náðu hin kölnu tún sér furðu vel, þótt mikið vantaði víða á, að þau gæfu fulla uppskeru. Vorstörf voru viða unnin snemma, t.d. sáning kartaflna, en vegna anna komst þó áburður ekki alls staðar nógu snemma á tún til að nýta til fulls hina hagstæðu vorveðráttu. Gert var ráð fyrir að sláttur hæfist með allra fyrsta móti, en svo varð ekki nema á stöku stað. Ýmislegt olli þvl. Spretta varð vægari I júnl en búizt hafði verið við, einkum þar sem seint var borið á, þvl að þá var svalt marga daga og úrkomusamt. Margir drógu að hefja slátt vegna úrkomu. Fjöldi bænda hófu slátt I slöustu viku júni og fyrstu viku júll. Veöurstofan segir að sumar- mánuðirnir júlí, ágúst og septem- ber hafi verið fremur kaldir, júll aðeins undir meðallagi, ágúst 0,5- 1,0 stig undir og september 2-3 stig undir meðallagi. Samt telja bændur víðast hvar á landinu þetta hafa verið sérlega gott sumar. Á Norðaustur- og Austur- landi var þó heyskapartið mjög erfið sakir mikilla úrfella eftir að nokkuð kom fram I júli og fram á haust. Aðeins þeir, sem fyrst hófu heyskap I þessum landshluta, náðu nokkru verulegu heymagni fyrirhafnarlitið og vel verkuðu. Á vesturhluta landsins allt austur I Suður-Þingeyjarsýslu og Skafta- fellssýslu lék veðráttan við bændur svo að hey náöust þar víöast hvar prýðilega verkuð, en of lltil, þar sem kalskemmdir voru. Svo einstök voru góðviðrin, að mjög óvlða koma frost til skaða fyrir kartöflusprettu, þrátt fyrir lágan meðalhita sumar- mánuöina. Aftur á móti spratt há fremur lltið og grænfóður, sem seint var sáð. 1 október og nóvember var hiti I meöallagi og góðviðrasamt, en desember var bæði kaldur og illviðrasamur vlðast hvar á landinu, svo að um jól voru snjóa- lög mikil einkum á Norðaustur- og Austurlandi, en hlákan um áramótin hefur leyst mikið af snjó á láglendi. í heild hefur árið veriö óvenju góðviðrasamt þótt mikil illviðri væru um allt land um gangnaleytið I september og aftur aftökunorðanhrlðar I desember, en sllku mega Islend- ingar ávallt búast við. Áburðarnotkun Heildarnotkun tilbúins áburðar slðustu 4 ár hefur verið: aðeins ræktað á 13 ha I Rangáf- vallasýslu á Samsstöðum, Korn- völlum og Þorvaldseyri. Hraðþurrkað gras og grasmjöl. Framleitt var nokkru meira af grasmjölskögglum og grasmjöli Köfnunarefni, hreint N Fosfóráburður, P2 05 Kalláburður, K2 O 1974 1973 1972 1971 smál. smál. smál. smál. 13.437 13.628 12.982 12.911 7.489 7.587 7.103 7.280 5.379 5.450 5.452 5.580 sauðkindur, þar af 689,329 ær, 41.918 hross, 839 gyltur og geltir, 4996 grisir, 169,769 varphænur, 59,625 aðrir alifuglar og 12.055 minkar. Ekki er enn vitað um tölu búfjár I ársbyrjun 1975, en samkvæmt úrtaki úr þeim 22 hreppum, þar sem fóðurforði nú var borinn saman við fóðurforða i fyrra, kemur I ljós, að ám og kúm hefur aðeins fjölgað, en gemlingum og ungneytum fækkað. Samkvæmt upplýsingum frá Framleiðsluráði landbúnaðarins var innvegin mjólk til mjólkur- samlaganna fyrstu 11 mánuði ársins 1974 108,759,507 kg eða 3.251.981 kg eða 3,1% meiri en á sama tíma 1973. Haustið 1974 var slátrað I sláturhúsum 907,161 kind, 827,190 dilkum og 79.971 fullorðinni. Er það 48.448 kindum fleira en 1973, og er það fleira en nokkru sinni fyrr, Meðalfall dilka reyndist nú 14,30 kg eða 0,64 kg léttara en ,1973. Lauslega áætlað nemur skaðinn fyrir bændur af þvl hve sláturfé var nú rýrara en 1973 um 180 milljónum króna. Þessi vænleikamunur dilka milliáranna 1973 og 1974 orsakast án efa af þvl, hve grös trénuðu snemma s.l. haust, en þeir sem höfðu grænfóður eða áborna há til haustbeitar fyrir sláturfé, náðu vænleikanum upp. Kindakjötsframleiðslan varð nú 13.571 smálesta eða aðeins 216 smálestum meiri en 1973 þrátt fyrir að 48.448 fleiri kindum væri nú slátrað. Þessi aukning nemur aðeins 1,6%. Enn liggja ekki fyrir tölur um nautgripaslátrun á árinu 1974, en hún hefur aukist til muna frá árinu ’73. Svina og kúklinga kjötsframleiðslan eykst einnig, en tölur um þá framleiðslu eru ekki enn fyrir hendi. Fjárfesting og framkvæmdir Enn hafa ekki borist allar skýrslur um jarðræktar og byggingarframkvæmdir bænda á árinu 1974. Framræsla með vélgröfnum skurðum mun hafa verið um 10% meiri en 1973, en þá var hún I lágmarki um árabil. Margir hafa nú ræst fram nokkru meira land en þeir hafa enn ræktað og er þvi eðlilegt að fram- ræsla minnki nokkuð. Hinsvegar eykst þörfin fyrir að endurnýja eða hreinsa gamla skurði. Vlðasthvar þarf að endurgrafa skurðina á 10-20 ára fresti. Jarðræk.tarfram.kvæmdir svo sem nýraékt, endurvinnsla túna Jarðræktarframkvæmdir svo og grænfóðurrækt virðist hafa áður, en byggingarframkvæmdir A árinu 1974 var notað 1,4% minna af köfnunarefni, 1,3% minna af fosfóráburði og 1,3% minna af kalíáburði en 1973. Aburðarverksmiðjan I Gufu- nesi framleiddi 1974 34.875 smá- lestir af áburði, þar af eingildar N áburöur af mismunandi styrk- leika (33% N, 26% N og 20% N) 8.262 smálestir, en 26.613 smá- lestir blandaður áburöur. Áburöarsalan seldi 59.686 smá- lestir af áburði á árinu 1974 sem er 1876 smál. eða 3% minna en 1973. Bændur hafa því notað nokkru minni áburö þrátt fyrir aukningu ræktaðs lands, heldur en árið 1973, einkum virðast þeir hafa dregið úr notkun sterkari áburðartegundanna. Meðalverð á áburði var 42% hærra en árið 1973. Áburðarefnin eru frá 7-10% dýrari I blönduöum en hreinum áburðartegundum. Uppskera og jarðargróði. Enn ligg ja ekki fyrir allar skýrslur um fóðuröflun landsmanna sumarið 1974. Eftir úrtaki úr 22 hreppum að dæma úr öllum landshlutum er heyfengur nú um 4% minni að magni til en 1973, en þá var hann rúmlega 4% minni en 1972, sem var algjört metár, hvað heyöflun varðar. Vestanlands og norðan er heyfengur svipaður eða nokkru meiri en 1973, litið, eitt minni austanlands en mun minni sunnanlands t.d. um 25% minni I einni sveit I Arnessýslu. Fyrningar frá fyrra ári bæta vlða úr uppskerurýrnun I ár, en sumir bændur hafa keypt hey eða verða að gera þaö, nema þeir hafi fækkað fénaði til muna. Nú eru hey góð viðasthvar á landinu. Rannsóknarstofnun land- búnaðarins og Rannsóknarstofa Norðurlands hafa I samráði við ráöunauta að venju látið efna- greina heysýni úr öllum lands- hlutum. Rannsóknir þessar sýna, að fóðurgildi töðunnar er hátt. Nú þarf að meðaltali 1,8 kg I fóður- einingu eða svipað og i fyrra. Nokkur munur er á heygæðum eftir landshlutum. Það er bezt á Vestfjörðum, aðeins 6 sýni, þar þarf l,6kgaftöðuIFE,en lakast á Austurlandi og Suðurlandi 1,9 kg I FE. Eggjahvltumagn, þ.e. hundraöshluti hráeggjahvitu I þurrefni, er hæst I Vestfjörðum, 15,4%, næst hæst á Norðurlandi 15,3% en lægst á Austurlandi 13,6% og næstlægst á Vesturlandi 13,9% en 14,0% á Suðurlandi. Grænfóðuruppskeran var misjöfn, einkum eftir þvl hvenær var sáð, og hvort tókst að verja hana fyrir áföllum af illgresi. Enn liggja ekki fyrir tölur um i hve marga hektara sáð hefur verið grænfóðri vorið 1974, en líklega hefur það verið nokkru minna en 1973. Hið góða vor, og hve snemma gréri hefur gefið mörgum bændum von um aö hafa næga möguleika til fóöuröflunar og haustbeitar, en þar munu ýmsir hafa misreiknað sig eins og slðar verður að vikið. Þeir, sem ná góðum tökum á grænfóður- rækt, hafa jafnan af henni hin beztu not. Það lengir sumariö, þ.e. þann tíma, sem fénaður hefur aðgang að gróðri meö miklu fóðurgildi, það sparar kjarn- fóöurkaup og það tryggir afurðir af búfénu. Kornrækt. Korn, bygg, var og neykökum en áður, eða samtals um 5430 smálestir, er skiptast á verksmiöjurnar sem hér segir? Grasm jölskögglar: smál. Fóður og fræ, Gunnarsholti 1420 Stórólfsvallarbúið 1600 Brautarholti Kjalarnesi 860 Fóðuriðjan, Ólafsdal 600 Grasmjöl: Samt. 4480 Fóöuriðjan, Ólafsdal 80smál. Þangmjöl: Fóöuriðjan, ólafsdal 120 smál. Heykökur: Hjá Búnaðarsambandi Suðurlands 350 smál. Hjá bændum á Svalbarðsströnd 400smál. Samt. 750 smál. Katöfluuppskera 1974 er áætluð 100-140 þúsund tunnur, en reyndist 1973 aðeins 40 þúsund tunnur,þ.e. það magn, sem barst óskemmt á markað. Þjóðar- neyzla af kartöflum er 100-120 þúsund tunnur. Ætti ekki að þurfa að flytja inn mikið af kartöflum i ár takist geymsla á heimafram- leiðslunni vel. Gulrófnauppskera mun liklega hafa verið eitthvað meiri en 1973, en þá entist hún aðeins fram I mars. Grænmeti. Samkvæmt upplýsingum frá Sölufélagi garðyrkjumanna var framleiðsla »mikilvægustu tegunda, sem hér segir. Tölurnar eru að nokkru leyti áætlaðar: lg74 19?3 Tómatar 300 smál. 309 smál. Gúrkur 207 smál. 257 smál. Hvítkál 190 smál. 165 smál. Gulrætur 85 smál. 80 smál. Blómkál 71 þús. stk. 64 þús. stk. Sölufélag garðyrkjumanna seldi grænmeti fyrir um 100 milljónir króna á árinu 1974 eða fyrir 40 milljónir meira en 1973. Búfjáreign og búfjárframleiðsla 1 ársbyrjun 1974 var bústofn landsmanna 67.338 nautgripir, þar af 36.975 mjólkurkýr, 845.796

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.