Tíminn - 07.01.1975, Blaðsíða 12

Tíminn - 07.01.1975, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Þri&judagur 7. janúar 1975. „Nei, Katrin, kauptu pípu. Sjáðu lakkríspípurnar þarna á hillunni". ,,Ég kaupi líka eina handa þér, þú sem annars reykir ekki, en þú f ærð hana ekki f yrr en við komum heim". „Kauptu þá þá þriðju handa sjálfri þér, svo að við get- um þótzt reykja öll þrjú", sagði Jóhann glaður eins og lítill drengur. „Það veltur nú á því, hvað dýrar þær eru", svaraði hún En niðurstaðan varð sú, að hún keypit þrjár litlar lakkríspípur, og þegar hún var búin að reka þessi við- skipti, sneru þau af stað heimleiðis. Þau hvíldu sig við ferjusundið og snæddu það, sem eft- ir var af nestinu. Þá var liðið að kvöldi, og sólin var tekin að síga að skógivöxnum vesturásnum. Blakkur skuggi færðist yfir ströndina, en úti á sundinu og handan þess var enn glampandi sólskin. „Gengur gufubáturinn ekki hér með ströndinni, Jó- hann?" spurði Katrín. „Jú-jú". „Eigum við ekki að hætta við að fara landleiðina og fara með bátnum? Það verður ekki mikið dýrara. Við yrðum hvort eð er að fá vagn í Haraldsbæ, því að þú get- ur ekki gengið öllu lengra í dag, heldur en þú ert búinn". Það hýrnaði yf ir Jóhanni. „ Já, Katrín. Við tökum okk- ur far með gufubátnum. Hann kemur frá AAaríuhöfn í kvöld, hann ætti að vera kominn hingað um áttaleytið". „Þá gerum við það", sagði Katrín, sem sjálf var þegar farin að hlakka til sjóf erðarinnar. — „ En Jóhann", bætti hún við hugsi, „hvað verður þá um kænuna í Bómar- sundi?" „Æ, hver skrattinn", sagði Jóhann vonsvikinn. „Henni verðum við að koma heim". „Já, þaðverðum viðaðgera", sagði Katrín. Þeim varð báðum orðfall. Leiðin til Bómarsunds, sem verið hafði svo Ijúf og skemmtileg um morguninn, óx þeim allt í einu í augum nú um sólarlagsbilið. Loks datt Jóhanni ráð í hug. „Við getum farið af guf u- bátnum í Sundi og tekið kænuna og róið þaðan heim. Gufubáturinn kemur við í Bómarsundi". „Langar þig til að fara með gufubátnum, Jóhann?" „Æ-já. Ég hefði gaman af því að koma á f lot einu sinni enn". „Förum við þá út á sjálft hafið?" „Nei, út á sjálft hafið förum við eiginlega ekki, en við siglum norður Sviðið, og þar er þó drjúgur spölur til beggja landa". „Þá förum við með guf ubátnum", sagði Katrín ákveð- in og rif jaði upp í huga sínum orð læknisins, að Jóhann yrði að vera í sem beztu skapi. Seintá áttunda klukkutímanum heyrðist skipsblástur, og rétt f sömu andrá kom litli skerjagarðsbáturinn fyrir nesoddann. Hann lagðist við bryggjuna, og þau hjónin hröðuðu sér um borð. Að fám mínútum liðnum var land göngubrúin dregin upp og sjóferðin hófst. Báturinn hélt suður sundið, sömu leið og hann hafði komið, og stefndi út á Sviðið, hið mikla haf í vitund allra Álendinga. Það var dásamlegt að horfa á strendurnar, laugaðar skini kvöldsólarinnar, líða fram hjá. Sums staðar voru þær lágar, og þar óx sef í grunnum víkunum, og þar özluðu letilegar kýr hópum saman fram og aftur og slöfruðu í sig grasið. Annars staðar gengu naktir, þverhníptir klettahöfðar fram í sjóinn. Það var í hæsta lagi, að fá- einar skældar og kræklóttar dvergfurur hefðu fest þar rætur í skorum eða skútum. Hér og þar teygðu skógar- rungur sig niður að f læðarmálinu, og neðstu trén, vaxtar miklir elrirunnar, slúttu jaf nvel sums staðar alveg niður að tæru vatnsborðinu. Er lengra dró frá sjónum, uxu barrtré og lauftré hlið við hlið, og þar glitraði á haust- sölnað laufið i dökkgrænum barrbreiðunum. Sundið breikkaði smámsaman, og síðan tók Kórsnes- fjörðurinn við, sagði Jóhann. Ot úr honum var farið gegnum stuttan ál, og þá blöstu bláar unnir Sviðsins við augum ferðalangsins. Eins og Jóhann hafði sagt var siglt norðaustur yf ir f lóann. Strendur Alands sáust gerla handan hans, en í suðri sást aðeins mjög ógreinilega til lands í kvöldskininu. Sólin gekk undir, og það kólnaði mjög snögglega. Sjór- inn tók á sig skuggalegan, grænleitan blæ og litlar, kvik- ar bárur léku við kinnungana. Jóhann og Katrín höfðu setið á afturþiljum, þar sem farangrinum var hlaiðið saman. „Komdu, Katrín", sagði Jóhann, þegar báturinn var komin spölkorn út á f lóann. „ Við skulum fara upp á ef ri þiljurnar, því að þar er betri útsýn". Þau römbuðu upp á efri þiljur,þar sem finar fúr með hatta og prúðbúnir fyrirmenn stóðu með sjónauka á lofti. Katrín fór hjá sér, því að hún var aðeins með baðmullarskýlu yfir höfðinu og í stuttri treyju og með Ijóta skóá fótunum. En samt sem áður var hún heilluð af allri dýrðinni. Þarna kom hún auga á fólk, sem hún þekkti. Larsson sat þarna og reykti digran vindil og skrafaði viðókunnugan herramann, og úti við brjóstriðið stóð frú Engman. — Það kólnaði nú óðum, og farþegarn- 7. janúar 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veöurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Viö vinnuna: Tónleikar. 14.35 Dauöasyndir menn- ingarinnar. Vilborg Áuöur Isleifsdóttir menntaskóla- kennari les þýöingu sina á útvarpsfyrirlestrum eftir Konrad Lorenz. Fyrsti kafl- inn nefnist: Offjölgun. 15.00 Miödegistónleikar: 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). Tón- leikar. 16.40 Litli barnatiminn. Anna Brynjúlfsdóttir stjórnar. 17.00 Lagiö mitt. Berglind Bjarnadóttir sér um óska- lagaþátt fyrir börn yngri en tólf ára. 17.30 Framburöarkennsla i spænsku og þýsku 17.50 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Svipleiftur úr sögu tyrkjans. Sverrir Kristjánsson sagnfræðingur flytur fimmta erindi sitt: Sjúklingurinn viö Sæviðar- sund. 20.00 Lög unga fólksins. Ragnheiður Drifa Stein- þórsdóttir kynnir. 20.50 Aö skoöa og skilgreina. Björn Þorsteinsson sér um þátt fyrir unglinga. 21.20 Myndlistarþáttur i um- sjá Magnúsar Tómassonar. 21.50 Tónleikakynning. Gunn- ar Guðmundsson segir frá tónleikum Sinfónluhljóm- sveitar Islands I vikunni. 22.00 Fréttir. 22.15 Veöurfregnir Kvöidsag- an: „t verum”, sjálfsævi- saga Theódórs Friöriksson- ar. Gils Guðmundsson les (16). 22.35 Harmonikulög. Allan og Lars Erikson leika. 23.00 A hljóðbergi. „The Mer- chant of Venice”. — Kaup- maðurinn i Feneyjum — eft- ir William Shakespeare. Með aðalhlutverk fara: Michael Redgrave, Peter Neil, John Westbrook, Paul Danemann og Nicolette Bernard. Leikstjóri: R.D. Smith. Fluttir verða þættir úr leikritinu. 23.55 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. ÞRIÐJUDAGUR 7. janúar 1975 20.00 Fréttir og veður 20.30 Dagskrárkynning og auglýsingar 20.35 Söngur Sólveigar. Finnskt framhaldsleikrit i þremur þáttum. Aðalhlut- verk Leena Uotila, Lii- samaija Laaksonen og Aino Lehtinmahi. 1. þáttur. Þýð- andi Kristin Mantyla. Sagan gerist I Finnlandi um og eftir heimsstyrjöldina siö- ari. Aðalpersónan er finnsk stúlka, Sólveig, og er saga hennar rakin frá fæðingu til fullorðinsára. Foreldrar hennar eru drykkjufólk, og sinna litið um barnið svo uppeldið lendir að mestu á afa hennar og ömmu. (Nordvision — Finnska sjónvarpiö) 21.20 (Jr sögu jassins. Þáttur úr myndaflokki, sem danska sjónvarpið hefur gert um jassinn og sögu hans. Rætt er við fræga jassleikara og söngvara, sungnir negrasálmar og leikin jasstónlist ýmiss konar. Meðal þeirra sem fram koma I þættinum, eru Sonny Terry, Eubie Blake og Bessie Smith. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. (Nordvision — Danska sjón- varpiö) 22.00 Heimshorn. Frétta- skýringaþáttur. 22.30 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.