Tíminn - 07.01.1975, Blaðsíða 16

Tíminn - 07.01.1975, Blaðsíða 16
Þriöjudagur 7. janúar 1975. Ttmlnner peningar Auglýsiif iTfananum SIS-1'OIUH SUNDAHÖFN GSÐI fyrir tjóóan mat $ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Arafat: tsraelsmenn undirbúa ný.tt striö, en aö þessu sinni fara þeir halloka. Stærsta uppboð á gulli í sögunni: „Gullæðið" lét á sér standa NTB/Beuter-Washington. Stærsta uppboö á gulli I sögunni hófst i Washington siödegis I gær. Fyrstu boö hljóöuöu upp á 142-188 Bandarikjadali á únsu. 1 kauphöllinni i London steig gull verö um hálfan dal únsan og komst i 173 1/2 dal. Verðlag i kauphöllinni I London ræður verölagi á gulli i fjölda kauphalla viös vegar um heim. Það var fjármálaráöuneyti Bandarikjanna, sem hélt uppboöiö i Washington. Gullforöi Bandarikjanna nemur um 7,7 millj. tonna, en i gær voru boöin upp 56 tonn af þeim foröa. Miölarar, spákaupmenn og aörir áhugamenn viös vegar aö voru samankomnir I uppboðs- salnum. Tilboö i gullið voru af- hent i innsigluðum umslögum og siöan opnuð siödegis I gær. Um 200 tilboð bárust, og aö sögn fréttaskýrenda viröist svo sem áhugi á gullkaupum sé ekki eins mikill og búizt var viö. Verzlun með gull hefur sem kunnugt er verið gefin frjáls i Bandarikjun- um, en hún var um árabil bönnuö. Dönsku þingkosningarnar: Ahugaleysi almennings NTB—Kaupmannahöfn. , Svo virðist sem danskir kjósendur ætli aö misnota þaö tækifæri, sem Poul Hartiing forsætisráöherra gaf þeim tii aö gera linurnar I dönskum stjórnmálum skýrari. Danir ganga aö kjörboröinu á fimmtudaginn. Þótt þeir eigi nú I meiri efnahagsörðugleikum en oft áður, virðist litils áhuga á kosningunum gæta hjá al menningi. Framboðsfundir eru fremur illa sóttir, og Kaup- mannahöfn ber þess litil merki, að þingkosningar séu I vændum — rúmu ári eftir aðþær siöustu fóru fram. Abyrgir stjórnmálamenn hafa — aö þvi er virðist án árangurs — reynt að fá kjósendur til aö taka ábyrga afstööu og tryggja Danmörku trausta stjórn næsta kjörtimabili. Flest bendir hins vegar til, aö kjósendur láti varnaöarorð þeirra sem vind um eyrun þjóta. Mogens Glistrup, leiötogi Fram- faraflokksins er t.d. sagður hafa náð eyrum fjölda Dana I sjón- varpi I fyrrakvöld, þar sem lýö- skrum og ábyrgðarleysi óö uppi. Fátt nýtt hefur komið fram I kosningabaráttunni aö undan- förnu. Þó hafa ummæli Thomas Nielsens, forseta danska alþýðu- sambandsins, vakiö nokkra at- hygli. Hann hefur sagt berum orðum, að það séu málefnin, er skipti höfuðmáli, en ekki ein- stakir stjórnmálamenn. Þessi orö Nielsens eru skýrö á þann veg, að hann setji ekki sem skilyrði fyrir stuðningi al- þýðusambandsins við nýja rikisstjórn, aö Anker Jörgensen, leiötogi Sósialdemókrataflokks- ins, sitji I forsæti. Hartiing forsætisráöherra og Nyboe Andersen efnahagsráöherra á framboösfundi. Yasser Arafat, leiðtogi PLO, í viðtali við franskt blað: Eigum vísan stuðning öflugs bandamanns — ráðisf Bandaríkin á okkur NTB/Reuter — Paris Yasser Arafat, leiötogi Samtaka Palestinuaraba (PLO), hefur gefið í skyn, aö Arabarikin eigi visan stuðning öflugra banda- manna, ef til árásar komi af hálfu Bandarikjanna. Þá fullyrðir hann, aö israelsmenn undirbúi nú nýtt strið gegn Aröbum. í viötali viö franska timarit'ið Le Monde segir Arafat, aö Bandarikjastjórn hafi gleymt aö taka tillit til tveggja staöreynda: Annars vegar geri Arabar alvöru úr þeirri hótun sinni að sprengja i loft upp allar oliu- lindir, sem finnast i Araba- rikjunum. Og hins vegar eigi þeir visan stuðning öflugra banda- manna, ef til ófriðar dregur. Leiðtogi PLO nefnir engin ákveðin riki i þessu sambandi, en á augljóslega við Sovétrlkim Þessi orð eru sýnilega svar Arafats við ummælum Henry ,/fílÉSHORNfl 'fzfc'Á MILLI Reuter-Lissabon. — Antonio de Almeida Santos, ráðherra sá i Portúgalsstjórn, sem fer meö málefni nýlendna, sagöi i gær, aö þaö, sem inkum stæöi i vegi fyrir sjálfstæöi Angóla, væri sundurlyndi þjóðfrelsis- fylkinga þeirra, er fyrir sjálf- stæöi landsins berjast — en ekki stifni af hálfu Portúgals- stjórnar. — Ég held, aö enginn geti meö réttu brugöiö okkur um einlægan vilja til að leysa vandamál Angóla, sagöi ráö- herrann I viötali viö Reuter-fréttastofuna. Talsmaður Portúgalsfor- seta sagði i siöustu viku, aö fundur leiötoga þjóöfrelsis- hreyfinganna þriggja og Portúgalsstjórnar um sjálf- stæði Angóla hæfist innan skamms I suðurhluta Portúgal, nánar tiltekiö I Algarve-héraöi. Nákvæm tima- eða staðsetning var ekki gefin af öryggisástæðum. Áreiöanlegar fréttir hermdu I gær, að fundurinn yrði ef til vill haldlnn annars staðar I Portúgal. 1 opinberri fréttatil- kynningu, sem gefin var út siðdegis I gær, segir, að fundurinn hefjist 10. janúar en ekki, hvar hann veröi haldinn. Samkomulag um tilhögun þessa fundar náðist á sameiginlegum fundi samningsaöila, sem haldinn var i Mombasa. Þeim undir- búningsfundi lauk i fyrradag. NTB-Osló. — Jens Evensen, hafréttarmálaráöherra Noregs, byrjar I dag viöræöur viö fulltrúa rikja, sem hafa hagsmuna aö gæta vcgna friöunar svæöa fyrir togveiðum úti fyrir strönd Noröur-Noregs. Viöræöurnar fara aö þessu sinni fram i Osló, en áöur hefur Evensen feröazt milli höfuöborga viö- komandi rikja og átt viöræöur viö þarlenda ráðamenn um áform norsku stjórnarinnar i friðunarmálum. Tillaga um friðun nokkurra veiðisvæða úti fyrir strönd Norður-Noregs fyrir tog- veiöum er um þessar mundir til umræðu i nefndum norska stórþingsins, en ekki er ljóst, hvenær þingið afgreiðir til- löguna. í dag ræöir Evensen við sendinefnd frá Frakklandi, en á morgun er von á tiu manna sendinefnd frá Bretlandi, til Osló, undir forystu David Ennals aöstoðarutanrlkisráö- herra. Þá ræöir ráðherrann við vestur-þýzka sendinefnd siöar I vikunni, en að þvi búnu heldur hann til Póllands til viöræðna viö pólska ráöa- menn. 17. október s.l. lagði Even- sen fram tillögur norsku stjórnarinnar I friöunarmál- um fyrir þá brezku, en sú siðarnefnda gat ekki sætt sig viö norsku tillögurnar. Dagana 25. og 26 nóvember fóru svo fram viðræður I London milli Breta og Norðmanna, án þess aö sam- komulag næðist. Óstaðfestar fréttir herma, aö I desember hafi brezka utanrikisráðuneytinu borizt tillögur norsku stjórnarinnar I breyttu formi. Brezk stjórn- völd hafa þó ekki staðfest þessar fréttir, en fréttaskýr- endur álita, að hinar endur- skoðuðu tillögur verði einkum lagðar til grundvallar i viðræðum þeim, sem hefjast i Osló á morgun. Reuter-Kartúm. — Knud Frydenlund, utanrikisráö- herra Noregs, kom I opinbera heimsókn til Súdan I gær. Frydenlund, sem dvelst þrjá daga i landinu, hóf þegar viöræður við súdanska ráö- herra um aukna efnahags- samvinnu milli Noregs og Súdan. Þá hitti hann Jaafar E1 Nimeiry forseta að máli I gærkvöldi. Reuter-Pretoriu, Suður-Afriku. — Maður nokkur segist hafa sett heims- met I þeirri fþrótt aö lifa I sátt og samlyndi meö krókódilum. Hann kveðst hafa dvaliö 23 daga meö þrem krókódilum I einkadýragaröi i nánd viö Pretoriu. Hinn nýi heimsmetahafi, sem sleit sambúðinni i fyrra- dag, segist hafa bætt fyrra met um eina viku. Hann lét vel af dvöl sinni, þótt einu sinni hafi komið fyrir — eftir stanz- laust regn I nokkurn tima — að „vinirnir” þrlr hafi fylgt honum dyggilega eftir. Þessi ofurhugi lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Nýlega dvaldi hann I hvorki meira né minna en 36 daga með sex eitursnákum, og setti aö sjálfsögðu nýtt heimsmet! Kissingers, utanrikisráöherra Bandarikjanna, þess efnis, að svo kunni aö fara, að Bandarikja- menn neyðist til að beita vopna- valdi gegn Arabarikjunum. Arafat fullyrðir i blaðavið- talinu, að Israelsmenn búi sig nú undir nýtt strið gegn Aröbum. Hann kveður stjórnmálaleiðtoga i Israel eiga I miklum örðugleikum um þessar mundir — bæði á sviði stjórnmála og efnahagsmála — og eina lausnins sé áð fara i strið við Araba. Að sögn Arafats biða ísraels- menn að þessu sinni lægri hlut. I þvi sambandi bendir hann á þá staðreynd, að I októberstriðinu svonefnda árið 1973 hafi bæði her- styrkur Araba og hæfni ara- biskra hermanna jafnazt fyllilega á við það, sem gerzt hafi hjá ísra- elsmönnum. í blaðaviðtalinu leggur Arafat áherzluá,að Vestur-Evrópurikin verði jafnhart úti og Bandarikin. gripi Arabar til efnahagslegra refsiráðstafana i tilefni af nýju striöi við ísraelsmenn. — Þeir stórkostlegu efnahagsörðug- leikar, er slik ákvörðun okkar hefði I för með sér, næðu til allra rikja — beint eða óbeint, sagði hann. Arafat staðfestir að unnt sé að mynda bráðabirgðastjórn Palestinuaraba,en visar á bug fullyrðingum, um, að útlaga- stjórn hafi þegar verið sett á laggirnar. Að sögn Arafats hafa 37.600 skæruliðar PLO fallið, frá þvi samtökin voru stofnuð fyrir tiu árum. Hann fullyrðir einnig, að um þessar mundir sitji um 10 þúsund skæruliðar i fangelsi I Israel auk þeirra 850 sem þegar hafa komið fyrir rétt og hlotið dóm. Blaðburðarfólk vantar á: Bergstaðastræti Suðurlandsbraut Túnin Voga Sundlaugaveg Kleppsveg (frá 118) Upplýsingar í síma 1-23-23

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.