Tíminn - 09.01.1975, Qupperneq 1

Tíminn - 09.01.1975, Qupperneq 1
Sanderson lyftarinn kominn HF HORÐUR GUNNARSSON I SKULATUNI 6 - SIMI (91)19460 J 6. tölublað — Fimmtudagur 9. janúar 1975—59. árgangur Landvélar hf Allt I einu kom hrlO I Reykjavlk. Regluleg Islenzk þurrahrlO, þótt ekki væri hún aiveg stöOug nema hluta úr degi. Þetta var hressandi tilbreyting, og til voru þeir, sem gjarna heföu þegiö aö taka sér frl frá störfum til þess eins aO ganga úti I þessu blessaöa vetrarveöri. Ekki er þó vist, aö allir hafi veriö jafnhrifnir. Aö visu munu fiestir bileigendur hafa látiö nagladekk undir bllana slna, strax I haust, og þeim mun snjórinn tæplega hafa gert mikinn óleik, en til eru þó þeir, sem enn nota keöjur, og trúlega hafa sumir þeirra oröiö fyrir þvl aö milliband hafi slitnaö eöa hlekkur hrokkiö I sundur. Ekki veröur þó séö, aö bileigandinn hér á myndinni sé neitt sérlega mæddur, hvort sem hann nú er aö iáta keöjuna undir I fyrsta skipti, eöa gera viö bilun. Og ungar hendur nota tækifæriö og byrja strax aö sópa snjó af bílnum hans pabba sins. Timamynd Róbert. Loðnunefnd tekin til starfa: Meiri loðna norður — þar sem verksmiðjan á Neskaupstað er ónothæf í DAG Dönsku kosningarnar: Vinstri flokkn- um spáð sigri — sjá baksíðu „Tel svör mín full- nægjandi" — segir sýslu- maðurinn á Blönduósi MÉR FINNST það rang- hermi, að skýrsla sú, sem sjávarútvegsmála- ráðuneytið fékk frá mér i desembermánuði um tiltekin atriði um rækju- veiðar annars Blönduóssbátsins, hafi verið ófullnægjandi, eins og haft er eftir Þórði Ásgeirssyni i Timanum á þriðjudaginn, sagði Jón tsberg, sýslumaður á Blönduósi, við blaðið i gær. — Ég fékk slmskeyti 12. desember frá sjávarútvegsráðu- neytinu, þar sem æskt var svara við 5 spurningum sagði Jón enn- fremur, og þeim svaraði ég 17. desember, nema hinni fjórðu og fimmtu. Fjórða spurningin var þess efnis, hverjir veriö hefðu skipverjar á Aðalbjörgu I til- teknum róðri, en var að mlnum dómi út i hött, þar sem hásetar bera ekki ábyrgð. Efni fimmta atriðisins var, að ég fengi staðfest hjá Kára Snorrasyni, hvað farið hefði á milli hans og ráðuneytis- stjórans við tiltekiö tækifæri. Til þess hefði ég þurft að kalla Kára Snorrason fyrir rétt, en það get ég ekki, nema kæra komi fram. Af þessari orsök gat ég ekki f jallað um þetta atriði I svari minu, sagði Jón að lokum. Friðrik og Jón efstir — á skákþingi Reykjavíkur SOS-Reykjavik. — Friörik ólafs- son og Jón Kristinsson eru nú efstir eftir tvær umferöir I skák- móti Skákþings Reykjavfkur — þeir hafa hlotiö 2 vinninga. Á gær lauk 2. umferö, og uröu úrslit þessi: Friðrik vann Ómar Jóns- son, Margeir Pétursson vann Gylfa Magnússon, Jón Kristins- son vann Leif Jósteinsson. Skákir Jóns Þorsteinssonar og Braga Kristjánssonar, Björns Jó- hannessonar og Haralds Haralds- sonar, fóru I biö. FB—Reykjavlk — Loönunefnd hefur nú verið skipuð, og heldur hún fyrsta fund sinn I dag. Gylfi Þórðarson, formaöur loönunefnd- ar, sagöi I viðtali viö Tlmann, aö taka myndi stuttan tlma aö koma starfsemi nefndarinnar I gang aö þessu sinni, þar sem allt kerfi hennar væri til frá i fyrra. Störf nefndarinnar eru m.a. fólgin I þvl aö afla upplýsinga um afla og skipuleggja löndun bátanna á loönuvertiöinni. Gylfi sagði, að I fyrra hefðu verið 136 skip á loðnuvertiöinni. Nú hefði verið gerð lausleg könn- un um bátaflotann, og svo virtist, sem flestir bátar, sem eru 200 tonn og þar yfir, og hefðu verið á vertiðinni I fyrra, yrðu það aftur nú. Nokkur óvissa er um fjölda minni bátanna, sem eingöngu hafa veitt til frystingar, og verður ekki hægt að sjá, hversu margir þeir verða, fyrr en frystingarverð liggur fyrir. Taldi Gylfi, að ef verðið yrði hagstætt, mætti jafnvel reikna með að fleiri slikir bátar kæmu til veiðanna en I fyrra. Lokið mun vera við lengingu og yfirbyggingu nokkurra báta, og bera þeir þvi meira magn en áður, og á þessari vertið bætast einnig við fjórir nýir bátar, sem veriö er að smiða fyrir Islendinga I Noregi. Einn þeirra er kominn, og hinir eru væntanlegir. Við þetta bætist svo danska skipið Isafold, sem áður hefur verið sagt frá hér I blaðinu, og sjávarút- vegsráðherra hefur fengið heimild til að veita leyfi til veiða hér við land. í fyrra voru verksmiðjurnar, sem tóku við loðnu, 28 talsins, en verða nú einni færri vegna snjó- flóðsins, sem eyðilagði verk- smiöjuna I Neskaupstað. Má þvi reikna með, verði veður skaplegt, að mun meira magn verði flutt norður fyrir landiö nú en áður. Sagði Gylfi, aö þar af leiðandi ætti Frh. á bls. 15 Sjómanna- samningarnir: Kaup- hækkun óhugs- andi — segja togara- eigendur — kröfur lítið breyttar, segja forystumenn sjómanna FB—Reykjavik — Fyrsti samn- ingafundur meö Sjómannasam- bandinu og togaraeigendum var haldinn I gærmorgun, aö sögn Jóns Sigurðssonar hjá Sjómanna- sambandinu. Hann sagði, aö þess heföi vérið óskaö af hálfu sam- bandsins, aö málinu yrði visaö til sáttasemjara, og þaö yrði nú gcrt. Um kröfurnar sagðist Jón litið geta sagt aö sinni. Langt væri siðan sjómenn heföu samiö slöast um bætt kjör, og hefði tillit veriö tekiö til þess i kröfugeröinni. Ingimar Einarsson, fram- kvæmdastjóri Félags islenzkra botnvörpuskipaeigenda, sagði, að samningar við sjómannafélögin hefðu verið lausir frá þvi um ára- mótin 1973-1974, og hefðu við- ræður farið fram alltaf öðru hverju allt slðast liðið ár. Aðspurður um það, hvort nú væru kómnar fram nýjar kröfur, sagöi hann, að kröfurnar væru ósköp litið breyttar, heldur Væru þær þó til hækkunar. Hann sagði einnig, að þrátt fyrir það, að samningar hefðu verið lausir svo lengi, hefði málinu aldrei verið visað til sáttasemjara fyrr en I gær- morgun, og þá að ósk sjómanna- sambandsins. Hann sagði að lokum, að enginn grundvöllur væri til kauphækkunar að áliti togaraeigenda, siður en svo. Fyrsti fundur Sjómannasam- bandsins og LÍÚ verður I dag Kristján Ragnarsson, formaður Llú, sagði, aö á þessu stigi máls- ins væri ekkert hægt um þessar samningaviðræður að segja. Þegar hann var spurður aö þvi, hvort menn óttuðust verkfall, svaraði hann þvi til, að þeir létu sér ekki detta I hug, að menn væru að fara i verkfall við þessar aðstæður sem nú eru. — Sjómenn fá kauphækkun i sama hlutfalli og fiskverð hækkar og það er nú á næstu grösum, sagði Kristján — Við teljum, að það sé hinn eðlilegi grundvöllur, varðandi launa- breytingar fyrir sjómenn. Stjórn Suðurnesja- hitaveitu að fæðast BH—Reykjavik — Samkvæmt upplýsingum, sem blaöið hefur aflaö sér, stendur til aö skipa stjórn Hitaveitu Suöurnesja um næstu helgi, en eins og kunnugt er var fruntvarpið um heitaveituna samþykkt,á Alþingi fyrir jólin. Eitt fyrsta verkefni stjórnarinnar verður að freista þess aö komast aö santningum við Landeigenda- félag Járngeröastaöa og llóps um afnot af Svartsengi. Svartsengi er i hrauninu i grennd við fjallið Þorbjörn, og hafa boranir eftir heitu vatni verið framkvæmda vestan vegar- ins til Grindavikur með mjög góðum árangri. Er talið, að varmaveita þaðan geti náð til 96% allra ibúa Suðurnesja, og er mikill hugur i Suðurnesja- mönnum, að framkvæmdir hefjist sem fyrst. Verður þess þvi væntanlega ekki langt að biða, að samningar náist við landeigenda- félagið, sem áður er getið. I Landeigendafélagi Járn- gerðarstaða og Hóps munu vera um 40 manns, og er hlutur aðila nokkuð misjafn, allt niður i 1%. Stærstu aðilarnir og forsvars- menn félagsins munu vera Ing- veldur Einarsdóttir, frú i Reykjavik, og Jón Tómasson, simstöðvarstjóri i Keflavik.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.