Tíminn - 09.01.1975, Blaðsíða 12

Tíminn - 09.01.1975, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Fimnitudagur 9. janúar 1975. ,,Það er nú ekki svo dimmt núna, að við komumst þetta ekki einhvern veginn, ef hann skellir ekki á þoku. En það er komin talsverð kvika, og það sem verra er: ég held, að hann sé að hvessa”. ,,Heldurðu, að hann geri rok?" ,,Hræddur væri ég um það, eins og Anti gamli var van- ur að komast að orði, en ef við höf um hraðan á, ættum við að sleppa, áður en hann hvessir til muna. — Það er bezt, að ég rói". „Nei-nei, Jóhann, Ég læt þig ekki róa. Ég skal róa eins og þaulvanur sjómaður, ef þú lætur fara vel um þig og vísar mér leiðina". „Beittu þá fyrst nokkurn veginn beint upp í vindinn, það er norðanátt". „Svona áttu ekki að segja. Þú verður að benda mér í hvaða átt ég á að róa". „Holræt.... þú verður sjóhetja, þegar þú ferð að venj- ast við. Hafðu nú áratogin jöfn og löng og leggðu ára- blöðin flöt í loftinu, svo að vindurinn standi ekki óþarf- lega mikið í þau". Það var kominn stinningskaldi, en samt sóttist þeim ferðin vel út sundið. Þegar Presteynni sleppti, komu öld- ur Þórseyjarfjarðarins æðandi beint á móti. Jóhann benti út í myrkrið. „Sláðu nú undan, Katrín, og taktu heldur austlægari stef nu, en beittu hægri árinni ekki allt- of mikið, svo að okkur beri ekki suður á bóginn". Augu Katrínar greindu ekki annað en endalaust myrk^ið. Hún sá hvorki land né sjó, og varð þess alls ekki vör, þvort bátnum miðaði áfram eða ekki. Allur þessi sorti,virtist vera f reyðandi haf, en í suðurátt mátti heyra öldur hlymja við ósýnilega kletta. Saltur úði ýrðist um andlit hennar, og vatnið í kjölsoginu jókst sífellt, svo að hún varð hvað eftir annað að færa fæturna til þess að hún vöknaði ekki. „Beittu vinstri árinni betur", hrópaði Jóhann. Katrin herti vinstri handartakið, laut fram á og rétti sig upp aftur með jöfnum, þróttmiklum hreyf ingum. En að lítilli stund liðinni hrópaði maðurinn aftur: „Beittu vinstri hendinni meira, Katrín". „Ég ræ af öllum kröftum. En hvernig komumst við heim til Þórseyjar með þessu lagi? Stefnum við ekki í öfuga átt". „Skilirðu ekki, að vindurinn hrekur okkur suður á bóg- inn", hrópaði Jóhann. „Stefndu nú meira í norður, því að annars rekur bátinn upp á eitthvert skerið við hólmana hérna suður frá..." Öldurnar urðu því stærri sem lengra dró út á f jörðinn, og litla kænan hoppaði eins og skel á f öldunum. Skyndilega spratt Jóhann á fætur og þreif um annan árahlumminn og hjálpaði henni standandi nokkur ára- tog. „Það hvessir", öskraði Katrín gegnum ölduniðinn. Jóhann svaraði ekki. Á fölu, grannleitu andliti hans var annarlegur svipur, og munnurinn var saman- klemmdur. Svo lét hann fallast aftur í sæti sitt, og Katrín hélt áfram að berjast við storminn og sjóinn. Stutt stund var liðin er Jóhann spratt aftur á fætur og nærri því hratt henni aftur af þóftunni og greip árarnar sjálfur og beitti bátnum í skyndi upp í vindinn. í sömu svipan reið stór alda undir bátinn og lyfti honum upp á fald sinn jafn léttilega og sprek eitt væri og steypti hon- um síðan niður í næsta öldudalinn, þar sem ný bylgja tók við honum og hóf hann upp á nýjan hrygg. Katrín varð dauðhrædd. Hún skreiddist þegjandi af þóftunni og lét sér það lynda, að maðurinnar tæki við árunum. „Setztu í skutinn, Katrín", skipaði hann. Hún klofaði yf ir handlegg Jóhanns og settist þar, sem hann hafði áður verið, og gaf nánar gætur, hvernig hann stjórnaði bátnum. Andlit hans sýndist náhvítt í myrkr- inu, svo sem armslengd frá henni. Hann reri af jötun- móði og reis því nær upp við hvert áratog. Hvað eftir annað beitti hann stefni bátsins upp í vindinn til þess að mæta stærstu bylgjunum með ósveigjanlegri elju, þótt sjór syði á keipum og allt eins vel virtist sem kænunni myndi hvolfa í næstu andrá. En snögglega brugðust kraftarnir, þegar hann ætlaði að beita bátnum gegn fer- legri öldu, sem kom æðandi utan úr myrkrinu. Hann steyptist fram yfir árarnar, sem særótið hafði nærri því hrifið úr höndum hans. Með því að beita allri orku sinni heppnaðisthonumþóað halda þeim. En holskelflan, sem hann hafði ætlað að forðast, færðist óðf luga nær og reis hærra og hærra, unz hún gnæfði við kinnunginn eins og veggur, sem var að hrynja, albúin að steypast yfir bát- skelina og fólkið, sem i honum var, og færa hvort tveggja í kaf í votum faðmi sínum. Það var eins og eilifðartími liði, áður en aldan reið yf- ir þó gerðist þetta allt á svipstundu. Er þau áttuðu sig aftur, sátu þau enn andspænis hvort öðru. Það krafta- verk hafði gerzt, að þau sluppu lífs úr greip dauðans. Katrin hélt báðum höndum dauðahaldi í borðstokkinn. Hún var rennblaut upp í mitti, skýlan var farin veg allr ar veraldar og vott hárið lamdist f raman i hana. Jóhann sat enn undir árum. Þrátt fyrir skelf inguna gat hún ekki lIlTOÍir'fí Fimmtudagur 9. janúar 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.30, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 9.15: Finnborg örnólfsdóttir lessöguna „Maggi, Mari og Matthias” eftir Hans Petterson (7). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli liða. Við sjóinnkl. 10.25: Ingólfur Stefánsson ræðir við Sigur- jón Ingvarsson skipstjóra i Neskaupstað. Tónleikar kl. 10.40. Popp kl. 11.00. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 A frivaktinni. Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Dauðasyndir menn- ingarinnar. Vilborg Auður tsleifsdóttir les þýðingu sina á útvarpsfyrirlestrum eftir Konrad Lorenz. Annar kafl- inn fjallar um kaupphlaup mannsins við sjálfan sig og útkulnun tilfinninganna. 15.10 Miödegistónleikar. Eve- lyn Lear, Roberta Peters, Lisa Otto, Fritz Wunderlich, Dietrich Fischer-Dieskau kór útvarpsins i Berlin og Fllharmónfusveitin i Berlin flytja atriði úr „Töfráflaut- unni eftir Mozart, Karl Böhm stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). Tón- leikar. 16.40 Barnatimi: Eiríkur Stefánsson stjórnar. 1 þætt- inum verður fjallað um nýtt ár og hækkandi sól. 17.30 Framburðarkennsla I ensku. 17.45 Tónleikar. Tilkynning- 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Mælt mál. Bjarni Einarsson flytur þáttinn. 19.40 Gestir I útvarpssal: Sovéskt listafólk. Gennadi Penjaskin syngur og Ta- mata Gúséva leikur á pianó. a. „Bajkalvatn”, þjóðlag. b. Rómansa eftir Glinka. c. Aria úr „Sadko” eftir Rim- ský-Korsakoff. d. Rómansa, þjóðlag. e. Elegila eftir Rakhmaninoff. f. „Fugla- söngur” eftir Glinka / Balakireff. g. Tokkata eftir Katsjatúrjan. h. Prelúdia i cis-moll eftir Rakhmanin- off. i. „Negradans” eftir Le- cuona. 20.20 Leikrit: „Ókunna kon- an” eftir Max Gundermann lauslega byggt á sögu eftir Dostojevský. Aður útvarpað 1972. Leikstjóri: GIsli Halldórsson. Persónur og leikendur: Ivan Andrejvitsj Sabrin, Rúrik Haraldsson. Stephan, Þórhallur Sigurðs- son. Bobynzin, Pétur Einarsson. Ökunna konan, Edda Þórarinsdóttir. Novi- koff, Sigurður Skúlason. Ekkill, Sigurður Karlsson. 21.10 Þættir úr „Alfhól” eftir K.Kuhiau. Konunglega hljómsveitin i Kaupmanna- höfn leikur, Johan Hye- Knudsen stjórnar. 21.40 ÓÓÓÖur um ísland” eft- ir Hannes Pétursson. Andrés Björnsson útvarps- stjóri les. 22.00 Fréttir. 22.15 Kvöldsagan: „1 ver- um”, sjálfsævisaga Theó- dórs Friðrikssonar. Gils Guðmundsson les (17). 22.35 Létt músik á sfðkvöldi. 23.25 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Timinner peningar j Auglýsícf : i Timanum : ^^^*^*^*******»*»*^*^*—»»»»***^ i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.