Tíminn - 09.01.1975, Blaðsíða 16

Tíminn - 09.01.1975, Blaðsíða 16
' ' Fimmtudagur 9. janúar 1975. - Tíminn er peníngar Auglýsitf ______iTimanum Danir ganga að kjörborðinu i dag: GSÐI fyrir góöan nmi $ KJÖTIONAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Vinstri flokknum spáð sigri, þótt jafnaðarmenn bæti líklega við sig Anker Jörgensen útilokar stjórnarþátttöku af hálfu jafnaðarmanna, nema hann verði forsætisráðherra. FRA fréttaritara Timans I Kaup- mannahöfn: Lokaorrusta kosn- ingabaráttunnar i Danmörku var liáö l sjónvarpinu á þriöjudags- kvöldiö, þar sem fulltrúar ellefu flokka leiddu saman hesta sina i þriggja klukkustunda langri dag- skrá. Kosningabaráttan snýst svo aö segja alveg um efnahagsmál og úrræöi á þvi sviöi, en önnur mál, svo sém varnarmál, eru varla nefnd eöa alls ekki. Meginsvipt- ingarnar eru á milli tveggja flokka, Vinstri flokksins og Jafnaöarmannaflokksins — eöa öllu heldur foringja þeirra, Pouls Hartlings forsætisráöherra og Ankers Jörgensens. Viröist svo sem álit flokksforingja sé nú þyngra á metunum en flokksfylgi. Mesta athygli vakti, að Anker Jörgensen lýsti yfir i sjónvarpinu, að jafnaðarmenn styddu ekki samsteypustjórn að kosningum loknum, nema hann sjálfur yrði ■Á miLLI Reuter-Kairó. iranskeisari og frú komu til Egyptalands i gær i opinbera heimsókn. Heim- sókn keisararans er talin viö- leitni I þá átt aö bæta sambúö trans við Arabarfkin, en hún hefur oft verið i stirðara lagi. Keisarahjónunum var tekið meö kostum og kynjum, þegar þota þeirra lenti á flug- vellinum við Kairó, en þangað komu þau frá Amman, höfuð- borg Jórdaniu. Keisarinn mun i dag eiga viðræður við Anwar Sadat Egyptalandsforseta. Talið er, að deilurnar i Miðjarðarhafslöndunum verði aðalumræðuefnið, en íran á verulegra hagsmuna að gæta — bæði vegna nálægðar sinnar og mikillar framleiöslu á oliu. Fréttaskýrendur telja, aö aðaltilgangurinn með heimsókn keisarans sé aö veita Sadat forseta pólitiskan stuðning, enda eru þeir Sadat og Hussein Jórdaniukonungur i hópi þeirra Arabaleiðtoga, sem gætilegast vilja fara I deilunum við Israelsmenn. Auk þessa er vist, aö efna- hagsaðstoö iran við Egypta- Jand ber á góma i viöræðum forsætisráðherra hennar. Kvað hann jafnaðarmenn vilja bera fulla ábyrgð á þeirri rikisstjórn, sem þeir kynnu að taka sæti i. Bæði Jörgensen og Hartling tóku fram, að þeir ætluðu sér ekki að þiggja stuðning Mogens Glistrups og flokks hans við Stjórnarmynd- un. Hartling forsætisráðherra hef- ur lagt fram frumvarp um algera verðstöðvun á innlendri vöru og innlendri þjónustu árið 1975. Jörgensen hefur borið fram aðra áætlun af hálfu jafnaðar- manna, sem að þvi leyti er þó ekki eins fastmótuð og hug- myndir Harltings, að hún gerir ráð fyrir samráði við Alþýðu- sambandið danska. Kosningabaráttan fer svo til einvörðungu fram i fjölmiðlum, einkum útvarpi og sjónvarpi, þvi að hin stærri blöð draga, ekki svo mjög dóma af þvi, að kosningar eru á næsta leyti, i gærmorgun transkeisari þjóðhöfðingjanna Iranstjórn hefur þegar ákveðið að verja 850 millj. dala (u.þ.b. 100 milljörðum isl, króna) til fjár- festingar i Egyptalandi i náinni framtið. ★ Reuter-Taipei. Hermaöur nokkur, sem gegndi her- þjónustu i Hinum keisaraiega japanska her I siöari heim- styrjöid, fannst i siöasta mánuöi heiil á húfi eftir aö hafa leynzt á afskekktri eyju I Austur-Indium I full þrjátlu ár. Hermaður þessi, Teruo Nakamura að nafni — sem nú er orðinn tæplega sextugur að aldri — hitti I gær fjölskyldu sina á ný eftir hinn langa að- skilnað. Maðurinn var aö vonum taugaóstyrkur, þegar hann heilsaði eiginkonu sinni að viðstöddum fjölda blaða- manna og ljósmyndara i Taipei, höfuðborg Formósu, þaðan sem hann er ættaður. Nakamura fannst sem fyrr segir fyrir mánuöi á eynni Morotai, sem er vestur af Nýju-Guineu. Og þess má geta, að eiginkona hans giftist fyrir allmörgum árum öörum manni, sem nú er kominnyfir sjötugt. Sá er sannkallaður heiðursmaður, þvi að hann hefur boðizt til að flytjast til dóttur sinnar, svo að Nakamura geti tekið upp sam- búð við konu slna eftir þrjátiu ára aöskilnað. Reuter-Washington John Sirica, dómari I svonefndu Watergate-máli tók þá ákvöröun I gær aö láta lausn úr fangelsi John Dean, lög- fræöiráöunaut Richards Nixons, fyrrum Bandaríkja- forseta. Auk hans var tveim að- stoðarmönnum Nixons sleppt úr haldi, þeim Herbert Kalmbach og Jeb Stuart Magruder. var ekki teljandi áróður i neinu þeirra, nema Aktuelt blaði jafnaðarmanna. Kosningaáróður utan fjölmiðla er nauðalftill — og miklu minni en tiðkast til dæmis á Islandi. Talið er fyrirsjáanlegt, að einn flokkur lendi utan dyra I þessum kosningum, þ.e. vinstri sósialist- ar, sem klufu sig á sinum tima út úr Sósialska þjóðarflokknum. Og jafnvel getur svo farið, að mið- demókratar Erhardt Jakobsens nái ekki heldur tilskildu atkvæða- magni. Sýndu skoðanakannanir um skeið, að miðdemókratar hefðu ekki nema 1,5% atkvæða, en þeir hafa siðustu daga þokazt heldur upp á nýjan leik. Enginn vafi leikur á, að Vinstri flokkurinn stóreykur fylgi sitt. Liklegt er að hann fái 40-45 þing- menn i stað þeirra tuttugu og tveggja, er hann hefur haft. Jafnaðarmenn hafa nú 44 þing- menn, en liklegt er talið, að þeir fái allt að þriðjungi atkvæða og bæti við sig 5-10 þingmönnum. Augljóst virðist, að Ihaldsflokk- urinnog Róttæki vinstri flokkur- inn stórtapi. íhaldsflokkurinn, sem nú hefur 16 þingmenn fær trúlega ekki nema um 5% at- kvæða og missir að likindum um þriðjung þingmanna sinna, sem voru sextán. Róttæki vinstri flokkurinn hrapar trúlega úr 15% atkvæða i u.þ.b. 6%. Flokkur Glistrups er þriðji flokkurinn, sem mun tapa, en þó er dregið i efa, að tap hans verði jafnmikið. Hugsanlegt er, að þingmönnum hans fækki úr 28 I 20. Sósialski þjóðarflokkurinn tapar liklega heldur, þótt tapið Hvor þeirra verður forsætisráöherra aö þingkosningunum loknum? Hartling og Jörgensen bera saman bækur sínar. verði ekki mikið, en Kristilegi þjóðarflokkurinn og Réttar- sambandið bæta við sig einhverju fylgi. Kommúnistar auka að likinduin fylgi sitt, og bæta e.t.v. við sig tveim þingmönnum. Liklegast er, að niðurstaöa kosninganna verði sú, að borg- araflokkarnir hafi meirihluta á þingi að þeim loknum — þó með þeim fyrirvara, að þingmenn Framfaraflokksins — flokks Glistrups teljast ósamstarfshæf- Deila Breta og Norðmanna um friðunaráform: Brezka Ijónið sýnir klærnar Bretar leggja fram nýjar tillögur, en vara Norðmenn um leið við einhliða aðgerðum Reuter—Osló. A fundi þeim, er Jens Evensen, hafréttarráöherra Noregs, átti meö brezkri sendi- nefnd I Osló i gær, voru lagöar fram nýjar tillögur af hálfu Breta i þeim tilgangi aö ná samkomu- iagi um friöunaráform Norö- manna. (Norska stjórnin hefur ákveöiö aö friöa þrjú veiðisvæöi fyrir ströndum Norður-Noregs fyrir togveiöum). Jafnframt hafa Bretar varaö Norömenn viö aö gripa til einhliða aögeröa I friöunarmálum, náist ekki sam- komulag. David Ennals aðstoðarutan- rikisráðherra sem er formaöur brezku sendinefndarinnar, sagði siðdegis I gær, að tillögur Breta værú aðgengilegar. Hann kvaðst ánægður með þau viðbrögð Even- sens að heita að kanna tillögurn- ar gaumgæfilega, áður en nokkur ákvörðun yrði tekin. Evensen neitaði hins vegar að segja álit sitt á tillögunum eöa gangi viðræðna þeirra, er nú standa yfir i Osló. Ennals sagöi á fundi með fréttamönnum i gær, að brezka stjórnin gæti út af fyrir sig fallizt á friðun veiðisvæðanna. Aftur á móti viðurkenndi hún ekki lög- sögu Norðmanna utan tólf sjómilna markanna. Ennals kvaö þá Evensen hafa lagt áherzlu á nauðsyn þess, að samkomulag næðist — og jafnframt á þá ókosti, er einhliða aðgerðir heföu I för með sér. Ennals sagði, að einhliða að- gerðir af hálfu Norðmanna gætu skaðað þá i ýmsu tilliti, t.d. yrðu brezk iðnfyrirtæki eflaust tregari til samvinnu við norsk fyrirtæki frekari samningaumleitanir milli Breta og Norðmanna um haf- réttarmál yrðu stirðari. Norð- menn næðu ekki samningum við EBE um sölu á fiski — og siðast en ekki sizt yrði sambúð Breta og Norðmanna verri að ýmsu leyti. 1 sameiginlegri fréttatilkynn- ingu, sem gefin var út að loknum samningafundinum i gær, segir m.a.: — Sendinefndirnar urðu ásáttar um, að hittast sem fyrst i þvi skyni að freista þess að ná samkomulagi um lausn, er báðir gætu sætt sig við. Œittnn, Blaðhurðarfólk vantar á: Bergstaðastræti Löndin Túnin Voga Sundlaugaveg Upplýsingar í síma 1-23-23

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.