Tíminn - 12.01.1975, Side 1

Tíminn - 12.01.1975, Side 1
Sanderson HF HÖRÐUR GUNNARSSON SKULATUN! 6 -SÍMl (91)19460 í DAG Samvinnu- skólinn að Bifröst — Sja bis. 9—10 11 — 12 Kom söng og sigraði Viðtal við Elínu Sigurvinsdóttur, söngkonu Sjó bls 14 — 15 í). tölublað — Sunnudagur 12. janúar 1975—59. árgangur Lofttjakkar Olíutjakkar Stjórnventlar Landvélar hf Hitaveitu á Siglufirði lokið haustið 1976? BH-Reykjavik. — Ráögert er, aö hitaveituframkvæmdum veröi lokiö á Sigiufiröi haustiö 1976. Nú stendur yfir hönnum fram- kvæmda hjá verkfræöiskrifstofu Guömundar G. Þórarinssonar i Reykjavík, en framkvæmdir hefjast meö vorinu. Taliö er aö heildarkostnaöurinn viö hita- veituna verði um 20 milljónir króna. Bjarni Þór Jónsson bæjarstjóri á Siglufirði, er staddur i borginni þessa dagana vegna þessa máls, og hitti blaðamaður hann sem snöggvast að máli, ásamt Guömundir G. Þórarinssyni verk fræðingi, en verkfræðiskrifstofa hans hefur tekið að sér hönnun verksins. Var leitað tilboða i það verk, og reyndist það hag- stæöasta frá verkfræðiskrifstofu Guðmundar. Bjarni Þór Jónsson bæjarstjóri sagði okkur svo frá, að hug- myndin um hitaveitu á Siglufirði væri orðin nokkuð gömul. Menn hefðu lengi vitað um heitar laugar inni i Skútudal, sem er i suðaustur frá kaupstaðnum, austan Hólshyrnu, en þessar laugar hefði ekkert verið nytjaðar. Fyrstu raunhæfu at- huganirnar voru gerðar árið 1966, en þá var hugmyndin búinaðlifa i tiu ár og dr. Gunnar Böðvarsson búinn að kanna málið. Það var Vermir sf., sem tók að sér þessar athuganir, og þær leiddu i ljós, að þarna er vatn með næjarnlegt hitastig til þess að ástæða sé til að kanna málið varðandi hag- kvæmni hitaveitu. A grundvelli þessarar skýrslu var farið út i frekari boranir. Þarna er nú búið að bora 6 holur, og boranirnar og dæluat- huganir hafa leitt i ljós, að þarna má fá 18 litra á sekúndu af 67 stiga heitu vatni, en þetta vatn myndi nægja til þess að gefa 75- 80% af þeirri orku, sem þarf til þess að hita upp allan bæinn. Það er þvi ljóst, að hitaveitan á þessu stigi málsins er hagkvæm, en menn eru að velta fyrir sér, hvort áframhaldandi athuganir gætu gefið likur á meira vatni. Hér veitti Guðmundur okkur þær upplýsingar, að þessar likur væru þó nokkrar. Efnasamsetn- ing vatnsins gæti gefið hugmynd um hita þess og kisilinnihald, vatnsins þarna t.d. benti til þess, að þarna gæti verið um 70-75 stiga heitt vatn að ræða. Þetta atriði skiptir allmiklu máli i hönnum verksins, og getur haft sin áhrif á kostnaðar- og rekstrarhliðina. Reynist yfrið nóg af heitu vatni, nægir aö leggja einfalt kerfi um bæinn, en reynist vatnið ekki miklu meira en þegar er ljóst, verður að leggja tvöfalt kerfi i hluta bæjarins og skerpa á vatninu með kyndistöð á köldustu dögum. Eru menn nú að velta fyrir sér, hvað gera skuli — hvort unnt reynist að fá afgangsorku Framhald á bls. 27 —-Þaö er hérna, sem kyndistööin veröur, ef til kemur, segir Bjarni Þór Jónsson, bæjarstjóri á Siglufiröi, og bendir á staöinn á loftmynd af bænum, og Guömundur G. Þórarinsson verkfræöingur fylgist meö. —Tlmamynd: Róbert. Siglufjaröarkaupstaöar. Áætlað taki til að þörungaverksmiðjan starfa í byrjun maí — Flutningaskip á vegum fyirtækisins komið til landsins Gsal-Reykjavik. Þegar ákvöröun var tekin um byggingu þörungaverk- smiöjunnar var miöaö viö áætlanir, sem giltu fyrir áriö 1973 varöandi stofnkostnaö. Þegar kom fram á árið 1974, þótti sýnt, aö veruleg veröbólga yrði á árinu, og þegar stofn- fundur var haldinn i marz, var sett inn heimild i stofnsamningi þess efnis, að auka mætti hluta- fél.félagsins frá kr. 68.470.000.- í allt að kr. 100.000.000. A siöasta ári urðu sjáaniegar hækkanir á stofnkostnaði og til þess að fjár- magna franikvæmdirnar, höf- um viö notfært okkur þessa heimild. Þannig fórust orð Vilhjálmi Lúðvikssyni efnaverkfræðingi, þegar Timinn leitaði hjá honum upplýsinga varðandi þörunga- verksmiðjuna og framkvæmdir við verksmiðjuhúsið á Breiða- firði, — og einnig varðandi auglýsingu frá Þörunga- vinnslunni hf., sem birtist i dag- blöðunum s.l. föstudag um aukningu hlutaf jár. Varðandi framkvæmdir á Breiðafirði sagði Vilhjálmur: — Lokið er við að gera verk- smiöjuhús þörungaverk- smiðjunnar fokhelt fyrir jólin, og ég býst við að byrjað verði á innréttingum i húsinu núna i janúar. Hafnarframkvæmdum var hætt i nóvember. Þá var búið að leggja út garðinn, en eftir er að gera sjálfan viðlegu- kantinn. Verið er að leggja jarðvarmaleiðsluna frá Reykhólum, og verður þvi verki haldið áfram, og meðan veður og færð leyfa. — Hvenær er áætlað, að verk- smiðjan geti tekið til starfa? — Það verður vonandi i mai- júni. Við reiknum með að verk- smiðjan sjálf verði tilbúin 1. mai, en það sem við lendum ef- laust i mestum erfiðleikum með, eru hafnarfram- kvæmdirnar, sem hafa gengið nokkuð seint, — og þvi er alls óvist, hvort þarna verður komin aðstaða fyrir þau skip,' sem við þurfum á að halda, fyrir 1. mai. — Þegar verksmiðjan verður aö fullu tekin til starfa, verða sennilega um 40 manns starf- andi við hana, en ég býst við, að i byrjun verði um 30 manns starfandi við verksmiðjuna. Hins vegar getur svo farið, að yfir háannatimann þurfi að auka við starfsliðið, allt upp i 60-70 manns, ef reynt yrði að afla á tveimur flóðum sólarhringsins. Sagði Vilhjálmur, að Þörungavinnslan hf., hefði gert samning við skozkt fyrirtæki um sölu á meginhluta fram- leiðslunnar, sem tryggja ætti markaðshliðina — þannig að fyrirtækið yrði arðbært, ef allt yrði samkvæmt áætlun. — Fyrir nokkru kom hingað til lands þangflutningaskip, sem við festum kaup á s.í. haust. Þetta er 270 tonna skip með mjög þægilegum lestarbúnaði, og er það keypt i þvi augnamiði, að það flytji þangið frá fjarlæg- ari miðum við Breiðafjörð. Sagði Vilhjálmur, að skipiö myndi án efa nægja, en ef svo yrði ekki yfir mesta anna- timann, yrði reynt að fá fleiri skip til starfans þann tima.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.