Tíminn - 12.01.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 12.01.1975, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Sunnudagur 12. janúar 1975. „Verzlun Eyjafjörftur” Akureyri (3. sept. 1974) Aðalstræti 16, Akureyri (1974) ........ " Ingólfur Davíðsson: Byggt og búið í gamla dag Akureyri hefur lengi borið höföingjasvip. Kirkjan gnæfir yfir miðbæinn uppi á brekku- briininni, og innar gamli gagn- fræðaskólinn, arftaki Möðru- vallaskóla. Upp af hafnar- bryggjunni á Torfunefi vekja ýmsar byggingar eftirtekt. Kaupfélagshúsið (byggt 1930) er viröulegt með þungu stein- skrauti sinu, en öllu léttara er yfir Paris með sægrænum turn- unum tveim. Bankinn er ein- tyrningur. Straumur ferðafóks liggur að og frá hótel K.E.A. undir gilbrekkunni. Sjávarmeg- in ögn innar vekur athygli fallegt hús meö tréskurði, súl- um, svölum og sólbyrgi. Það heitir „Verzlunin Eyjafjöröur” Hafnarstræti 86. Norður úr þvi var slðar byggður lágur stein- kumbaldi, er á er letraö „Skipa- þjónustan”, en lengst til vinstri sér i gamla bankahúsið, vinsælt meðal skólapilta, vegna þess hve margar og myndarlegar dætur Bjarna bankastjóra komu i gagnfræöaskólann. Húsið „Verzlunin Eyjafjörður” mun byggt um eða rétt eftir aldamót- in. Hinn kunni athafnamaður Magnús Sigurðsson á Grund I Eyjafirði myndaði félag með bræðrunum Friðrik og Magnúsi Kristjánssonum á Akureyri. Þeir fengu lóð og gerðu heil- mikla uppfyllingu og byggöu húsið, sem lengi framan af var kallað Grundarhús. Verzlunin þarna gekk vel, en eftir tvö ár seldi Magnús bræðrunum sinn hluta. Þeir ráku þar I mörg ár verzlun „eldri bræðra”, er svo var kölluð til aðgreiningar frá verzlun „yngri bræðra”, það er Jóhannesar og Sigvalda Þor- steinsson i Hamborg og Paris litlu utar. Arið 1909 byrjaði Magnús á Grund aftur verzlun I húsinu og var hún fyrst kölluð Grundarverzlun, en siðar Verzlunin Eyjafjöröur. Kristján Árnason, sem veriö haföi búöar- maður á Grund 1902-1909, veitti verzluninni forstööu og dafnaði hún vel. Að nokkrum árum liðn- um seldi Magnús Kristjáni hús- ið og sinn hlut i verzluninni — og rak Kristján hana lengi með prýði. Enn er verzlað I húsinu, en húsið og lóðin er nú I eigu vikublaðsins Dags. Þarna sleit Arni Kristjánsson pianóleikari barnsskónum. Mér er enn I minni, þegar ég á unglingsárun- um kom I heimsókn til önnu föðursystur minnar, er þá bjó uppi á lofti i húsinu. Þá um kvöldiö heyrði ég i fyrsta sinn leikið á pianó og varð ákaflega hrifinn. Þeir léku og sungu sam- an feðgarnir Arni og Kristján. önnur Hafnarstrætis-Akur- eyrarmynd sýnir hús Jóhanns Ragúelssonar, til hægri við „Verzlun Eyjafjörð” en hann rak þar lengi verzlun, og lengst til hægri sér i gamla sim- stöðvarhúsið. Nú skulum við færa okkur inn i Fjöru og lita á hús upp frá Höepfnersbryggju, en þar var eitt sinn mikið athafnasvæði — verzlun og útgerð. Höepfners- húsið er hið reisulegasta, byggt 1912. Fyrrum var veldi Höepfn- ers mikið. A öldinni sem leið var ekki grunlaust um að þáverandi Höepfner reyndi að ná undir sig allri verzlun á Akureyri, og mun þetta og fl. hafa stuðlað að stofnun Gránufélagsins. Á mln- um skólaárum var Hallgrimur Daviðsson verzlunarstjóri hjá Höepfner. Timarnir breytast. Nú dafnar kjörbúð KEA i Höepfnershúsinu. Skammt frá stendur Tuliniusarhúsið, byggt 1903. Þar rak Otto Tulinius lengi verzlun og útgerð. Nú er þetta fyrrum fallega hús heldur hrör- legt að sjá og fáir munu þar búa. Nöfnin Höepfner og Tulinius höfðu sérstæðan hljóm, sumir nefndu þau með óttablandinni virðingu gamla timans. Litum ögn ofar. Þar undir brekku stendur enn eitt fallega „tré-, skuröarhúsið”, Aðalstræti 16. Hús þetta byggði Sigtryggur' Jónsson smiður um siðustu aldamót. 1 þættinum 29. des. sl. var birt teikning af „kjötpotti landsins” 1911. Sumir telja myndina runna frá Hannesi Hafstein, en aðrir telja sennilegt að Villas Egill Sandholt sé höfundurinn. Væri fróðlegt að fá úr þessu skorið. Og skeggjaða dýrið á baki asnans, getur það átt að tákna Þórð Thoroddsen? Gamla TuliniusarhúsiD Hafnarstræti 18, Akureyri . . Akureyri 3. sept. 1974. Hafnarstræti 20. Gamla Höpfnersverzlun (nú kjörbúð KEA) Hafnarstræti 84-88 Akureyri (3. sept. 1974)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.