Tíminn - 12.01.1975, Blaðsíða 20

Tíminn - 12.01.1975, Blaðsíða 20
20 TÍMINN Sunnudagur 12. janúar 1975. Þegar Linda Eastman kom til St. John’s Wood i London til þess að búa þar með Paul Cartney, hafði hann verið einn af eftirsóttustu piparsveinum i Bretlandi. Linda, sem var frá- skilin og átti fimm ára gamla dóttur, Heather, var mjög þekktur ljósmyndari i listaheimi New-Yorkborgar. Nokkrum mánuðum eftir komu Lindu til London giftist hún Paul. Við þann atburð spruttu upp meðal hinna mörgu aðdáenda Pauls, sem daglega söfnuðust saman fyrir framan heimili hans, tilfinningar, sem ekki verða skilgreindar með öðrum orðum en þessum: fát, ánægja, söknuður. Þau búa enn á sama stað, og i Mc- Cartney-fjölskylduna hafa bætzt tveir með- limir, — tvær litlar stúlkur, Mary og Stella. Undir miklum tónlistaráhrifum frá Paul hefur Linda lært að leika á flest hljómborðs- hljómfærði og er nú einn af meðlimum Wings-hljómsveitarinnar, sem Paul stofnaði eftir að Bitlarnir hættu. „Band on the Run” — nýjasta LP-plata þeirra — hefur náð geysimiklum vinsældum beggja vegna Atlantshafs, og i mörgum öðrum löndum viða um heim. — Hvað hafið þið verið að gera siðan þið lukuð viö upptöku á „Band on the Run”? — Eftir að við lukum upptöku á plötunni, sáum við strax fram á, að bezt myndi vera að ná saman nýrri hljómsveit. Við vorum aðeins þrjú, sem unnum að gerð LP-plötunnar „Band on the Run”, — ég, Paul og Danny (Laine), þannig að þótt við hefð- um viljað leika á hljómleikum, heföum við ekki getað það. Við spurðum Jimmy McCull- ock, — sem er mjög góður gitar- leikari, —hvort hann vildi ger- ast meðlimur i hljómsveitinni, og hann játti þvi. Þá hlustuðum við á 52 trommuleikara, og völdum úr þeim hópi einn, sem við töldum að yröi góöur. Hann heitir Jeff Britton og var áður trommuleikari i hljómsveitinni Wild Angels. Við töldum, að við ættum að æfa hljómsveitina upp ein- hvers staðar annars staðar en i Englandi, og þess vegna fórum við til Bandarikjanna, — til Nashville i Tennessee. Á meðan við vorum þar, tókum við upp á hljómplötu fimm lög, — og eitt þeirra m.a. eftir föður Pauls. Það lag er eingöngu leikið og kallast „Walking in the Park With Eloise”. Paul minnist atviks frá þvi hann var litill strákur, 10 ára eða jafnvel yngri: Hann sat á gólfinu við hliðina á pianóinu,og pabbi hans lék þetta lag. Kvöld eitt, meðan við vorum i Nashville, borðuðum við með gitarleikaranum Chet Atkins. Paul lék mörg af lögum sinum fyrir Chet, og allt i einu sagði hann: „Hérna er eitt.lag, sem faöir minn samdi fyrir mörgum árum.” Siðan lék hann lagið. Chet sagði siðan við Paul, að þetta lag þyrfti að taka upp á hljómplötu, þvi að það myndi verða föður Paul til mikillar ánægju. Já, hversvegna ekki? — hugsuðum við. Við fengum Chet til að leika með okkur og pianóleikaranum Floyd Cramer, og Chet náði sjálfur saman litilli og skemmtilegri hljómsveit: Country Hams. Einnig léku með okkur aðrir Nashvillebúar. Þessi litla plata, sem kölluð er „Walking in the Park with Eloise”, með Country veizt..við gáfum hvort öðru auga og . hrifumst hvort af öðru. Svo fórum við að tala saman þarna i klúbbnum. Paul og vinir hans ætluðu I annan klúbb, svo að Paul spurði mig, hvort ég vildi koma meö honum. Ég játti' þvi, og við fórum ásamt mörgu öðru fólki, Keith Moon, Roger Daltrey, Pete Townshend, Brian Jones og Eric Clapton. Við skemmtum okkur vel, — en eftir þetta hittumst við ekki i nokkurn tima, þvi að ég þurfti að fara aftur til Bandarikjanna. Stuttu siðar komu Paul og John til New York til að kynna Apple- fyrirtækið, — og ég fylgdi þeim út á flugvöll þegar þeir fóru aftur til Englands daginn eftir. Svo kom Paul til Bandarikj- anna, og við fórum saman til Kaliforniu.. — Hvenær bað hann þin? — Það var dálitið seinna, — I lok ársins 1968, að mig minnir. Ég var i New York, og hann hringdi til min og spurði: „Viltu koma með mér til Englands?” Égtók þvivel, —en ég var þá löglega skilin, — og ég fór til Englands og við bjuggum saman um tima. Hvorugt okkar minntist einu orði á hjónaband. Við elskuðum bara hvort annað og bjuggum saman. Siðar, einn dag, fannst okkur allt I einu, að réttast væri bara að ganga I hjónaband. Svona gekk þetta fyrir sig, — og vissulega kom þetta mörgu fólki mjög á óvart. Það héldu allir, að Paul væri örugglega algjör piparsveinn á þessum tima, og hann hafði allar tán- ingaskvisurnar I bænum á eftir Linda McCartney Ljósmyndarinn sem varð eiginkona Pqul McCartneys og hljómborðsleikari í hljómsveitinni Wings Hams, kom út fyrir jólin á EMI- plötu. — Hversu mörg eintök hafið þiö selt af „Band on the Run” til þessa? • — Tveggja laga platan hefur selzt I u.þ.b. 2 millj. eintaka i Bandarikjunum, og LP-platan i svipuðu upplagi. 1 Bretlandi hafa þær báðar selzt i u.þ.b. milljón eintökum (ánægjulegt bros). Ég veit ekki, i hve mörgum eintökum „Band on the Run” hefur selzt alls. Þetta er mjög ánægjulegt, þvi eins og þú veizt, fórum við I gegnum mjög slæmt timabil I byrjun. Paul vissi ekki, hvað hann átti að gera, eftir að Bltlarnir hættu. Þetta er likt og að þú hefðir eitthvert verkefni að vinna aðá blaði. — Þú vinnur mikið og hefur trú á þvi, sem þú ert að gera, en dag einn leggur blaðið upp laupana, vegna þess að ritstjórinn eða útgefandinn ákveður það.....þú skilur hvað ég er að fara. Paul vildi ekki að Bitlarnir hættu. Hann hefði verið ánægður með að þeir lékju saman um aldur og ævi. Eftir að Bitlarnir hættu, þurfti hann næstum að læra allt upp á nýtt til þess að geta leikið með öðr- um en George, John og Ringó. Ég held að Paul hafi verið mjög leiður eftir að samstarf þeirra brást og hafi hugsað: „Ég ætla ekkert að hugsa um þetta framar”. Hins vegar gat hann að sjálfsögðu ekki staðið við þetta, þvi ef maður hefur tónlistina I sér, er ekki svo auðvelt að segja allt I einu stopp. — Hvers vegna völduð þið Afriku, þegar þið létuð hljóðrita „Band on the Run”? — Við báðum EMI um lista yfir alla þá staði, þar sem þeir hefðu upptökustúdió. Þegar við fengum listann, fórum við yfir hann og sögðum: „Þarna er sól, og þarna hafa þeir góða tón- list”, — og þar með var ákveðið að fara til Lagos f Afriku. En þar með er ekki öll sagan sögð, þvi þegar viðkomum aftur, biðu „...Paul vildi ekki að Bítlarnir leystust upp. Hann hefði veriðánægður með að þeir lékju saman um aldur og ævi" okkar bréf, þar sem okkur var tilkynnt, að kólerufaraldur geis- aði f Afriku. Frá okkar sjónarmiði var þetta dálitiö ævintýralegt, svo viö létum slag standa og fórum. Fimm minútum áður en við héldum af stað til Lagos, hringdi trommuleikarinn okkar og sagði: „Heyrðu, ég get ekki farið þessa ferð..” — og gitar- leikari Wings hafði hætt fyrir nokkrum vikum, svo að ég og Paul vorum ein eftir i hljóm- sveitinni. Við hugsuðum með okkur: „Skyldi Danny vilja koma með?” Og hann fór með okkur og var •alla feröina til enda, — en þótt hann hefði ekki viljað koma með, heföum viö samt farið. Þessi staður vakti mikla furðu mina, þvi ég hef aldrei komið á kolsvartan stað. Afrika! Hún er ekkert lfk Jamaica eða Notting Hill. — 1 Afriku er allt fólkið dökkt á hör- und og hvergi er sjáanlegur hvitur maöur. Þarna voru engar sundlaugar, vegna hættu á malariu, — og ég gæti svo sem sagt frá ýmsu öðru, sem kom mér spánskt fyrir sjónir, en það er tilgangslaust, þvi þú myndir ekki trúa mér. En þarna hljóðrituðum við „Band on the Run”, — bara við þrjú, — og Paul lék á bassann og trommurnar i öllum lögunum. Þetta er ein af þessum plötum, sem Paul segir við sjálfan sig um: Ég verð, ég verð, eða ég get alveg eins hætt og gefizt upp. Ég held að þessi plata hafi gefið honum þá trú á sjálfan sig, sem hann þarfnaðist svo sannarlega á þessum tima. Með gerð plötunnar gat hann full- vissað sjálfan sig um, að það var hann sjálfur, sem gerði þessa plötu,og hann gat gert þessa plötu. Paul er svo músikalskur, að erfitt er að lýsa þvi fyrir ókunn- uga. En ég get sagt þér, að meðan ég starfaöi sem ljós- myndari, hitti ég marga tónlist- armenn og heyrði þá leika, en... Hvert hljóöfæri verkar svo eðlilega I höndunum á Paul. — Hvernig hittir þú Paul? — Ég hitti hann I klúbbi, sem heitir Bag O’Nails og er i London. Á þeim tima var þessi klúbbur mjög virtur, og ég var stödd í London til að taka myndir i bók. Einhvern veginn æxlaðist þaö þannig, að ég fór með Chas Chandler, sem eitt sinn var i Animals, og mörgu öðru fólki til aö sjá skemmti- kraftinn, sem klúbburinn hafði upp á að bjóða, nefnilega Georgie Fame and the Blue Flames. Þetta var á þeim tima sem Stg. Pepper-timabilið var i algleymingi, — og Paul var þarna I klúbbnum með hópi af vinum sinum og sat við næsta borö. Og þetta gerðist bara.....þú sér... En hvað um það, við erum mjög hamingjusöm og hamingjan er alltaf aðalatriðið. • — Er Paul góður eiginmaður? — Já, m jög góður, — ég hugsa að þeir finnist vart betri. Við komum bæði frá fjölskyldum, þar sem foreldrarnir elskuðu hvort annað mjög mikið. Hjóna- band foreldra minna var mjög farsælt i þau 25 ár, sem það stóð, en móðir min lézt i flugslysi. Sömu sögu er að segja um for- eldra Pauls, — móðir hans er raunar látin núna, en hjónaband foreldra hans var lika mjög gott. Ég held, að þegar maður kemur frá fjölskyldu, sem er eins góð og min fjölskylda, vilji maður sjálfur umfram allt eiga góða fjölskyldu sjálfur. — Hvernig var þér innan- brjósts i byrjun? Var ekki erfitt ,,..,Og þetta gerðist bara... þú veizt...vioð gáfum hvort öðru auga og hrifumst hvort af öðru” að vera skyndilega gift einum af Bitlunum? — Ég var ljósmyndari og hafði gott upp úr þeim starfa. Þvi starfi fylgdi það, að ég þurfti einatt að vera innan um listafólk, bæði i málaralist og tónlist. Ég var þvi alls ekki óvön að umgangast og vera innan um Nú-tíminn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.