Tíminn - 14.01.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 14.01.1975, Blaðsíða 7
Þriftjudagur 14. janúar 1975. TÍMINN 7 (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm). Jón Helgason. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Glslason. Ritstjórnarskrifstofur f Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrif- stofur I Aftalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð i lausasöiu kr. 35.00. Askriftargjald kr. 600.00 á mánufti. Blaftaprent h.f. Viðbótarritlaun Fyrir nokkrum árum var mjög til umræðu, að rit- höfundar fengju að njóta söluskatts af bókum sin- um, i þvi skyni að talsvert stærri hópur manna gæti lifað af ritstörfum einvörðungu heldur en annars gerðist. Þetta hefði verið réttlátt, að þvi er tók til manna, sem stundað hafa ritstörf um nokkurt skeið, alþjóð þekkti og vissi nokkurn veginn, hvað höfðu að bjóða. Að visu eru þess mörg dæmi, að menn séu ekki metnir sem skyldi af samtið sinni, en eigi að siður mun vandfundinn skárri mælikvarði en sá að hlynna að þeim, er skrifa þær bækur, sem alþýða manna nennir að lesa og fær notið. Ungum höfundum og litt þekktum hefði þetta ekki verið fullnægjandi, og heföi þess vegna orðið að finna aðra leið til liðsinnis þeim, sem efnilegastir töldust. Að þessu ráði var ekki horfið, heldur tók alþingi tólf milljónir króna af þessu söluskattsfé og lagði i sjóð, sem þrir menn fengu til úthlutunar. Hefur nefnd þessi deilt fé nú á milli um það bil fjörutiu manna fyrir jólin undanfarin tvö ár. Þær reglur, hefur nefndin sett sér, að höfundar verði að sækja um þá hugnun, er hún útdeilir, og verða það að kallast fremur niðurlægjandi skilmálar með sníku- sniði. f öðru lagi eiga menn þvi aðeins að geta talið sig vonarpening i þessari jólaös, að eftir þá hafi komið út bók á tilteknum misserum. Nú hefur magn ritverka eða fjöldi bóka ekki hingað til þótt einhlitasti mælikvarðinn á rit- höfunda. Þeir lifa með þjóð sinni fyrir það, sem þeir gera bezt. Ein bók góð hefur meira gildi en margar, sem hespað er af i skyndi, bara til þess að vera með þetta eða hitt árið. Á hinn bóginn er þessi regla jóla- glaðningsnefndarinnar farin að hafa áhrif, þvi að þó nokkrir höfundar hafa þegar fallið i þá freistni að drifa út kver i einhvers konar skyndiútgáfum, og margan grunar, að það sé gert i þvi skyni, að þeir geti talizt hlutgengir næsta ár. Er illa farið, ef svo er, þvi að þá dregur úthlutunin og fjárvonin, þann dilk á eftir sér, að við fáum lakari bækur en efni standa til. Úthlutunin sjálf hefur þessi ár komið mörgum spánskt fyrir sjónir. Um hana er þó erfitt að fjalla, þvi nefndin hefur ekki séð ástæðu til þess að gera neina grein fyrir þvi, hver er hennar vog og mæli- kvarði. Að einhverju leyti eru þessar reglur, sem nefndar hafa verið, henni fjötur um fót. En sá grun- ur hlýtur þó að skjóta upp kolli, að fleira komi til. Haustið 1973 þótti nefndinni ekki ástæða til þess, að fjögur af fimm viðurkenndustu ljóðskáldum þjóðar- innar, Guðmundur Böðvarsson, Jóhannes úr Kötl- um, Jón Helgason, prófessor og Snorri Hjartarson, hlytu neitt úr sjóðnum. í haust náði sjóndeildar- hringur nefndarinnar ekki lengra út úr miðbæ Reykjavíkur en austur i Hveragerði og suður i Hafnarfjörð — með tveimur undantekningum. Og jafnvel búseta i hjarta höfuðborgarinnar nægði ekki einum fremsta rithöfundi þjóðarinnar, ólafi Jóhanni Sigurðssyni, til þess að komast á blað i ár — og fæst hann þó eingöngu við ritstörf og fullnægði útgáfuákvæðinu. Bekk með honum skipa Halldór Laxness og Guðmundur Danielsson og Kristmann Guðmundsson var hvorugt árið tækur i hóp út- valinna, frekar en norðlenzk kona á borð við Jakobinu Sigurðardóttur eða ljóðskáld eins og Guðmundur Ingi og Heiðrekur Guðmundsson. Þarf hér ekki einhverja skipulagsbreytingu? -JH. Theo Sommer, Newsweek: Latneska-Ameríka leitar nýrra ráða Forvitnileg framvinda í helztu ríkjum þar LATNESKA-Amerika á þaö sameiginlegt meft Asiu, aft nöfnin eru fremur til þess aö leyna veruleikanum en lýsa honum. Hift sameiginlega nafn gefur I skyn sameiginleg ein- kenni landa og þjófta. Breyti- leikinn verftur þó mest áber- andi, þegar til á aö taka, en liking skýtur upp kollinum, þar sem sérkenni eru sterkust. Ég fór fyrir skömmu hálfs- mánaöarferft um þau riki álf- unnar, sem forvitnilegust eru um þessar mundir, efta Brasi- liu, Argentinu, Perú og Venuzuela. Kynþáttablandan i rikjunum er fjölbreytileg og merkileg, en hitt þótti mér þó forvitnilegra, aft þarna fara greinilega fram furftulegri og merkilegri tilraunir i stjórn- málum en viftast annars staft- ar i heinunum. RIKIN fjögur, sem ég heim- sótti, glima öll viö sama grunnverkefniö, efta efna- hagslegar framfarir I samfé- laginu, þegar erfiftleikar steftja viftast aö. 1 flestu tilliti er meginvandinn hinn sami: Hvernig má takast aft láta eft- ir þjófternisstefnunni án þess aft fæla frá erlent fjármagn og tækniþekkingu, sem brýn þörf . er á? Eins er vanda bundift aö koma á félagslegum framför- um, án þess aö minnka fram- ' leiftnina, og aft lokum er sá vandi, hvert hlutverk eigi aö ætla hernum I framtiftinni. öll fjögur rikin, sem ég heimsótti, eru aft þreifa sig áfram i samtimanum til þess aft undirbúa framtiftina og öftl- ast vald á henni, en þetta er raunar viftfangsefni allra rikja I Suftur-Ameriku. Rikin fjögur hafa tekift þarna sina stefnuna hvert. Þarna eru sem sagt fjögur ríki, fjögur mis- munandi svift, ferns konar ástand I framvindu og breyt- ingum og fjögur mismunandi kjörorft uppi. KJÖRORÐIÐ i Brasiliu er „þrýstingslétting”. Orftift er i upphafi ór máli djúpkafara. Ernesto Geisel forseti hyggst auka þátttöku almennings i á- kvöröunum og áhrifum meft „þrýstingsléttingu”, en til þessa hefir allsráftandi her haft þetta meft höndum i sam- vinnu viö vaxtarsólgna tækni- postula. „Þrýstingslétting” á raunar einnig aft tákna, aö sá helmingur Brasiliubúa, sem heita má á steinaldarstigi, eigi aö öftlast aukna hluttöku i aufti landsins. Hugtakiö hefir sýnilega hlotift vifturkenningu i stjórn- málunum. Kosningar til þings fóru fram snemma i vetur og þá vann stjórnarandstaöan at- hyglisverfta sigra. Grunur er þó uppi um, aft þetta kunni aft valda afturhvarfi hjá harft- linumönnum til hægri, einkum þó þeim, sem starfa vift hvers konar öryggisþjónustu og líta á pyndingar sem sjálfsagfta valdstjórnaraftferftog telja, aft „þrýstingsléttingin” bjófti háska og öngþvejti heim. Og enn er mikiö verkefni óleyst I efnahagsmálum, áftur en Brasillumönnum tekst aft rjúfa vitahring örbyrgftar, þrátt fyrir innreift nútimans. Enn er of snemmt aft fullyrfta, hvort Brasilía muni likjast Indlandi efta Bandarikjunum árift 2000. EFLING stofnana er kjör- orftift i Argentinu. Herinn hefir þar einn öllu ráftið i sjö ár og tekizt hörmulega. Hift nýja kjörorft á aft tákna viftleitni til aft koma á eftlilegu ástandi I Maria Estela Martinez de Peron. landinu. En erfitt er aft efla stofnanir og reglu og auka framfarir, þegar svo er ástatt, aft hinir óánægöu, bæfti til hægri og vinstri, kjósa tiftast fremur aft gripa til ofbeldis- verka en aft vinna aft framgangi hugsjóna sinna meft eftlilegum hætti. Maria Estela Martinez dé Peron tók vift forsetaembætti i júli I sumar viö fráfall eigin- manns sins. Slftan hefir verift framift þar pólitiskt morft á nltján klukkustunda fresti aft meftaltali. Herinn hefir orftiö einna harftast úti I hryftju- verkafaraldrinum, en varla er þess aft vænta, aft hann sitji óendanlega meft hendur I skauti, enda þótt hernaöar- yfirvöld hafi lýst yfir, aft þau hafi ekki I hyggju aö skipta sér framar af stjórnmálum. Flestum kemur ásamt um, aft á næsta vori ráftist framvind- an. Takist ekki aft lægja of- beldisölduna I vetur, er litift svo á, aft hermennirnir muni streyma frá herbúftunum og taka til sinna ráfta. Peronistar stefna aft tveim- ur markmiöum i efnahags- málum. Þeir vilja auka stór- lega hlutdeild verkamanna i þjóftartekjunum og reysta verulega taumhaldiö á starf- semi erlendra fyrirtækja i landinu. 1 vor ætti aft fást úr þvi skoriö, hvort þessi viö- leitni komi I veg fyrir, aft þjóft- in fái nægilegt erlent fjármagn til þess aft fullnægja fjárfestingarþörfinni. BYLTING er kjörorftift i Perú. Hin vinstrisinnafta bylt- ingarstjórn hersins hefir setiö aft völdum I sex ár, en virftist nú eiga viö mjög alvarlega erfiftleika aft strifta. Stjórninni tókst I upphafi aft þjóftnýta oliufyrirtæki Bandarikja- manna I landinu og efna til áætlunar um verulegar úrbæt- ur I yfirráftum ræktarlands. Þetta kann aft hafa stælt kjark almennings til muna, en hefir þó ekki vakift þá breytingaöldu, sem vænzt var. Olluvinnslan er ekki umfangs- mikil og umbæturnar á yfir- ráftum lands ná ekki til nema 12 af hundrafti stórjaröanna. Nú rikir kyrrstafta i efnahags- framvindunni. Til þess aft nýta auftlindir landsins þarf erlent fjármagn, en rikisstjórnin ætlar af göfl- unum aft ganga vift tilhugsun- ina eina. Hjá hernum hafa komiö fram verulegar veilur, sem ekki er auftvelt aft leyna. Uppskátt hefir orftiö um nokk- ur mjög alvarleg hneykslis- mál, meftal annars i búvöru- sölu rlkisins, námuiftnaftinum og jafnvel I þjóftbankanum. Hinir nýju hernaftarhúsbænd- ur á þjóöarheimilinu þykja bera æ meiri keim nýrrar for- réttindastéttar. Þegar gagnrýni almennings tók aö aukast, greip Velasco forseti til þeirra ráfta aö taka eignarnámi sex dagblöft I Lima. Þetta gerftist I júli I sumar. Siftan lét hann banna útkomu tveggja skorinorftra vikurita og visa niu orfthvöt- um blaftamönnum úr landi. Jafnframt þessu hafa innlend yfirvöld sýnt útlendingum vaxandi hroka. Þetta sýnist allt benda til þess, aft byltingin sé stöftnuft. KJÖRORÐIÐ I Venezuela er „lýftræfti meö orku”. Siftan Venezuelamenn losnuftu und- an einræöi Jemenez, hefir þeim tvivegis tekizt aö skipta áfallalaust um stjórn sam- kvæmt stjórnarskrá. Mörg ný og djarfleg iftnfyrirtæki bera þess vott, aö framfara- og framkvæmdahugur er mikill. Ofan á þetta bætist, aft Venezuela er orftift auftugt riki. Arleg vinnsla hráoliu I landinu nemur 155 milljónum smálesta og gæti fullnægt þörfum Vestur-Þýzkalands. Samkvæmt fjárlögum rikisins 1975 eiga 85 af hundrafti tekn- anna aft koma frá oliuauftnum. En Venezuela er enn van- þróaft riki þrátt fyrir oliuauö- inn. Hvarvetna blasa aft visu vift einkenni auftsældar, en auftkenni örbyrgftar fara held- ur ekki framhjá neinum. Glæpir eru afar tiftir, réttar- gæzla I molum, og verulega virftist bresta á, aö miöstétt tæknimanna og stjórnenda á hinum ýmsu sviftum sé nægi- lega fjölmenn. „Oliuaufti okkar verftur aft sá”, segja menntamenn i Venezuela. En landsmenn brestur erlenda tækniaftstoft til þess aft þetta megi takast. Stjórn lýöræftisjafnaöar- manna sýnast hneigjast mjög til þjóftnýtingar iftnaftar, en þaft hlýtur aö fæla erlenda menn frá. óhjákvæmilegt virftist einnig, aö nokkru af oliuauftnum veröi sáö I óheppi legan jarftveg, þar sem áætl- anagerft er ónóg, ávöxtunar- möguleikar eru takmarkaöir, en framgirnin full mikil. Röng nýting handbærs fjár felur þó ekki I sér mesta háskann. Al- varlegasti vafinn um velgengni Venezuela i fram- tiftinni er i þvi fólginn, hvort 12 milljóna þjóft, sem er aft stór- um hluta fáfróft og örbirg, geti sýnt nægilegan sjálfsaga til þess aö biöa fullþroska upp- skeru af sáningu oliuauftsins. LATNESKA-Amerika er ekki deigla hinna almennu heimsátaka. Hún veldur held- ur ekki röskun i efnahagsmál- um á heimsmælikvaröa. En þar er á ferftinni framvinda, sem uppfyllir drauma stjórn- vlsindamanna, og þar fara fram heillandi tilraunir til undirbúnings framtiftarinnar meft mismunandi hætti. Naumastgetur þá uppskrift, sem ekki er reynd einhvers- staftar I álfunni og varla getur fagurt fyrirheit, sem ekki hef- ir verift gefift þar. Arangur þessara ákaflega umfangs- miklu tilrauna er enn á huldu. Mjög er sennilegt, aft þessi öld renni sitt skeift, áftur en úr verftur skorift um hift endan- lega svar — efta svör.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.