Tíminn - 14.01.1975, Blaðsíða 16

Tíminn - 14.01.1975, Blaðsíða 16
 Þriöjudagur 14. janúar 1975. J Tímlnner penlngar Auglýsid' iTímanum SLS-FOMJK SUNDAHÖFN l:: fyrirgóÓan nnti $ KJÖTIÐNAÐARSTÖO SAMBANDSINS Ráðstefna Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington: Healey bjartsýnn á samkomulagshorfur Greiðsluhagnaður olíuframleiðsluríkja áætlaður um 130 milljarðar dala á árunum 1973 og 1974 Reuter—Washington. Nú stendur yfir I Washington ráðstefna á Healey: — Eitthvað verður til bragðs taö taka og það fyrr en sfðar. vegum Alþjóða gjaldeyrissjóðs- ins með þátttöku rúmlega eitt hundrað rfkja um ieiðir til Iausn- ar á þeim vandamálum, er hækk- un á oliuverði á sfðasta einu og hálfu ári hefur skapað. Denis Healey, fjármálaráð- herra Bretlands, kvaðst í gær bjartsýnn á, að samkomulag næðist á ráðstefnunni um stofnun sérstaks sjóðs til að styrkja þau riki, er einkum hafa orðið illa úti vegna hækkunar á olíuveröi. Healey sagði, á fundi með frétta- mönnum að aðildarríki Efna- hagsbandalags Evrópu sæju öll nauðsyn á að stofna slikan sjóð sem allra fyrst, þá innancvébanda Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Hins végar væru þau reiðubúín til að taka til athugunar tillögíí Banda- rikjastjórnar um stofnun sérstaks sjóðs iðnvæddra rikja } sama tilgangi. Henry Kissinger, utanrikisráð- herra Bandarikjanna, hefur sett MIKLIR ÞURRKAR 150 millj. punda tjón á Spáni — uppskera eyðileggst í Marokkó — vatn skammtað í Portúgal — eldar á Korsíku — minni ferðamannatekjur á Italíu Reuter—Madrid. Miklir þurrkar hafa að undanförnu herjað á Spán og Norðvestur-Afrfku og þegar valdið miklu tjóni. Nú um helgina féll að visu smáregn á skrælnaða jörðina, en sú væta kom þó að litlu gagni. Þurrkarnir hafa þegar á Spáni einum valdið tjóni, sem að mati sérfræðinga nemur 150 millj. punda (rúmum 40 milljörðum Isl. króna). Neyöarástandi hefur ver- ið lýst í yfir tuttugu héruðum, en þurrkarnir nú eru taldir með þeim verstu, er dunið hafa yfir Spán á þessari öld. Þá hafa þurrkarnir eyðilagt kornuppskeru I Marokkó, neytt stjórnvöld I Portúgal til að taka upp skömmtun á vatni, vaidið skógareldum á eynni Korsiku og brætt snjó á Norður-ttalfu (og þar með skoriö niöur tekjur ítala af , ferðamönnum). Spánn hefur — eins og að ofan getur — orðið verst úti I þurrkun- um, en i mörgum héruðum Spán- Nú um helgina hafa tsraelsmenn gert itrekaðar árásir á suðurhluta Lfbanon — að sögn I þeim tilgangi að gera árásir á bækistöðvar Palestfnuaraba. Fjöldi saklauss fólks hefur orðið illa úti I þeim skærum, sem á liðnum árum hafa átt sér stað beggja vegna landamæra tsrael og Lfbanon. A myndinni sést libanönsk fjölskylda á rústum fyrra heimilis sins, sem varð fyrir árás tsraelshers. fram hugmynd aö stofnun sjóðs þessa. Hugmynd hans gerir ráð fyrir, að sjóðurinn hafi yfir að ráða u.þ.b. 25 milljörðum dala (u.þ.b. 3000 milljörðum Isl. króna). í svörum Healeys á frétta- mannafundinum kom fram, að fulltrúar á ráðstefnunni eru fúsir til samstarfs. — Það, sem einkum hefur borið á milli til þessa, staf- ar að minu áliti af misskilningi, en honum er hægt að eyða og komast þar með að samkomu- lagi, sagði brezki ráðherrann ennfremur. Healey upplýsti að viðskipta- hagnaður olfuframleiðslurikja vegna fimmfaldrar verðhækkun- ar á olfu næmi — á að gizka — 60 milljörðum dala árið 1973 og 70 milljörðum dala árið 1974. Healey sagði, að fram að þessu hefðu bankar viðkomandi rikja getað spornað við neikvæðum afleiðing- um af þessum tilflutningi fjármagns, en nú væri svo komið, að alþjóðleg samtök yrðu að gripa I taumana og það fyrr en siöar. [ ar — einkum I mið- og suðurhluta landsins — hefur vart komið dropi úr lofti svo mánuðum skiptir. Talsmaður spænska land- búnaðarráðuneytisins sagöi I gær,aö april-mánuður ynði að vera votviðrasamur — ella færi mikill hluti af kornuppskeru landsins forgörðum. Ef svo færi, yrðu Spánverjar. sem til þessa hafa verið sjálfum sér nógir, hvað snertir kornneyzlu, að flytja inn korn. Andalúsia og Kastilia hafa orö- ið verst úti af spænskum lands- hlutum. Aö visu rigndi nokkuð I Andaiúsiu nú um helgina, en hvergi nærri nóg, enda hafa þurrkarnir þegar eyðilagt rauð- rófuuppskeruna I þeim lands- hluta. Þá er loftmengun i Madrid höfuðborg Spánar, sem stendur á Kastiliu-hásléttunni, með versta móti vegna þurrkanna og hefur þurft að flytja fjölda manns á sjúkrahús er átt hafa i öndunar- erfiðleikum. Guðmundur Sigurjónsson. Nýr stór meistari Guðmundur Sigurjónsson tryggði sér stórmeistaratitil, þegar hann vann Garcia frá Kúbu siöustu umferö jólaskákmótsins Reuter-Belgrad. Yfir eitt hundraö manna voru nýlega handteknir I Pristina, höfuðborg Kosovo-héraðs I Júgóslavfu, eftir mótmæla- aðgerðir, sem albaniskir þjóðernissinnar — sem eru andsnúnir stjórn Titós Júgóslavfuforseta — efndu til. Mótmælendur, sem einkum voru úr hópi stúdenta, sökuðu Titó um pólitiskar ofsóknir og gagnrýndu leiðtoga júgóslavneska kommúnista- flokksins I Kosovo. Reuter-fréttastofan kveðst hafa þessar fréttir eftir áreiðanlegum heimildum. Ennfremur, að mótmælendur hafi með vigorðum á borð við „Lengi lifi Albania!” eða „Lifi Hoxha!” lagt áherzlu á þá kröfu sina, að Kosov og önnur héruð i suðurhl Júgóslaviu tengist Albaniu. (Enver Hoxha er leiðtogi albaniska kommúnista- flokksins.) Fólk af albönskum kynstofni er langstærsti hluti ibúa Kosovo-héraðs, sem er fá- tækasta og vanþróaðasta hérað Júgóslaviu. Svo virðist em þjóðerniskennd fari vax- andi með ibúum héraðsins, en þetta er ekki i fyrsta sinn, að til alvarlegra átaka kemur i Kosovo, þvi að árið 1967 efndu þjóðernissinnar til óeirða. Júgóslaviustjórn hefur staðfest, að til átaka hafi komið, en engin opinber fréttatilkynning hefur veriö gefin út af þvi tilefni. • • Reuter-Brussel. Ráðherrar frá þeim niu rikjum, er aðild eiga að Efnahagsbandalagi Evrópu, og frá fjörutiu og fimm þróunarlöndum sitja um þessar mundir á rökstólum i Briíssel og reyna aö ná sam- komulagi um gagnkvæm viðskipti. Reuter-fréttastofan hefur eftir áreiðanlegum heimild- um, að djúpstæður ágreining- ur riki milli þessara 2ja að ila um efni samkomulagsins. Sérfræðingar hafa að undan- förnu setiö á stöðugum fundum i þvi skyni að komast að samkomulagi en að sögn tókst þeim ekki að ganga frá uppkasti að formlegum sátt- mála, er þeir luku störfum i fyrrakvöld. í gærmorgun fóru svo fram óformlegar viðræður milli ráðherra, en að sögn embættismanna tókst ekki að brúa bilið að fullu á þeim fundum. Sameiginlegur fund- ur ráðherranna hófst svo siðdegis I gær. Skoðanaágreiningur virðist rikja um flest atriði væntan- legs viðskiptasáttmála. (Fyrri sáttmálar aðilanna renna út siðar I þessum mánuðiXM.a.s. eru aðilar ekki ásáttir um heiti sáttmálans. Þá er djúpstæður ágreiningur talinn rikja um verð þeirra 1.4 millj. tonna af sykri, sem EBE hefur heitið að flytja árlega inn frá þróunarlöndunum. Sridath Ramphal, utanrikis- ráðherra Guyana, sagöi i viðtali við fréttamenn i Brussel i gær, að nokkrir af starfsbræðrum sinum væru á þeirri skoöun að þeim hefði verið stefnt til Brussel til að þinga „undir pressu”. • • Reuter-Kaupmannahöfn. Stööugar viðræður hafa nú um helgina farið fram milliþeirra flokka, sem hlutu sæti á þingi I kosningunum I Danmörku I fyrri viku. Aö þeim loknum viröist litil von til, að Poul Hartling forsætisráðherra takist að fá nægilegan stuðning við áform sfn i efna- hagsmálum. Hartling hélt fund með fréttamönnum I gær og kvaðst ótrauður ætla að halda áfram viðræðum við flokksleiötoga en aö þessu sinni um myndun starfshæfrar rikisstjórnar, undir forystu Vinstri flokksins, enda hafa leiðtogarnir neitað að styðja efnahagsáform minnihluta- stjórnar flokksins. Hann kvað þó aðeins þá flokka koma til greina i slika stjórn, er væru fylgjandi aðild Danmerkur að Atlantshafs- bandalaginu og Efnahags- bandalagi Evrópu. (Þessi ummæli Hartlings útiloka frá þátttöku i væntanlegum stjórnarmyndunarviðræðum þá flokka, er standa vinstra megin við sósialdemókrata, þ.e. Sósialíska þjóðar- flokkinn, vinstri sósialista og kommúnista.) i Hastings i gærkvöldi. Guðmund- ur hlaut þar með 10 vinninga á mótinu, sem nægði honum til að hljóta hinn eftirsótta stór- meistaratitil. Þess má geta, að Guðmundur er annar Islendingurinn, sem hlýtur stórmeistaratitil. Hinn er að sjálfsögðu Friðrik Ólafsson. Að loknu Hastings-mótinu held- ur Guðmundur rakleitt til Hol- lands, þar sem hann tekur þátt i alþjóðlegu skákmóti. ) 14 ára pilt- ur efstur SOS-Reykjavik. Margeir Pétursson, sem er aðeins 14 ára og mjög efnilegur skák- maður, hefur nú tekið for- ustuna á skákþingi Reykjavfkur. Hann hefur hlotið 3 1/2 vinning, en stór- meistarinn Friðrik Ólafsson er I öðru sæti meö 3 vinninga og biðskák, sem er unnin fyrir Friðrik. Tvær umf. voru tefldar um helgina, og urðu úrslit þessi 3. umferð: Friðrik vann Jón Þor- steinsson, Björn Þorsteins- son vann Björn Jóhannesson, Margeir og Jóhann örn Sigurjónsson, Haraldur Haraldsson og Jón Kristins- son og Bragi Kristjánsson og Gylfi Magnússon gerðu jafn- tefli. Skák Leifs Jósteins- sonar, og ómars J.ónssonar fór i bið. 4. umferð: Margeir vann Björn J., Ómar vann Jón Þ., Jóhann örn og Bragi gerðu jafntefli. Skákir Haralds og Leifs og Friðriks og Gylfa fóru i bið. Skák Björns Þorsteinssonar og Jóns Kristinssonar var frestað.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.