Tíminn - 15.01.1975, Blaðsíða 1

Tíminn - 15.01.1975, Blaðsíða 1
Lofttjakkar Olíutjakkar Stjórnventlar ( 11, tbl. — Miðvikudagur 15. janúar 1975 — 59. árgangur Landvélar hf Þök sligast undan snjóþunga fjárskaði á Árbakka í Hróarstungu JK-Egilsstöðum. — Enn er blind- bylur og mikil veðurhæð á Fljóts- dalshéraöi, og hefur viöa hlaðizt ákafiega mikill snjór á hiísþök. Á Arbakka i Hróarstungu hefur fjárhúsþak sligazt undan snjóþunganum ofan á féo, sem inni var, og orðið einhverju af þvi aö fjörtjóni. Bóndi á Arbakka er Hafsteinn Kröyer, en ekki er vit- að, fyrir hversu miklum fjár- skaða hann hefur orðið, þvl að Htið hefur verið aðhafst vegna veðurofsans. Víðar á Héraði eru flöt og stór húsþbk talin I hættu vegna snjóþungans á þeim, og er sums staðar farið að setja styttur undir þök stórra útihiisa til þess að styrkja þau. Þannig eru bændur á Egilsstöðum að slá stoðum undir þök i'jóss og hlöðu, og hið sama hefur vlðar verið gripið til bragðs. Slmabilanir eru þó nokkrar á Fljótsdalshéraði, og eru þess vegna óljósar eða alls engar spurnir úr sumum byggðar- lögum, og vegir allir eru ófærir eins og gefur að skilja. Rafmagnslaust er uppi á Jökuldal, og ekki er kunnugt, hvað bilað hefur þar, en annars staðar mun rafmagn vera yfir- leitt. Hvammstangi: Allt raf- magns- laust og síminn bilaður BS—Hvammstanga. Ibiiar a Hvammstanga hafa verið raf- magnslausir frá þvi klukkan 10 á sunnudagskvöldið, og voru það enn kl. 7 I gær. Nær rafmagns- leysið til Hvammstanga og Vatnsness, norðan Hvamms- tanga.Þá hafa Hvammstangabú- ar verið simasambandslausir frá þvl skömmu eftir að rafmagnið fór þar til um 6 I gær. Sjálfvirki siminn hefur verið úr sambandi vegna rafmagnsleysis, en á hinn bóginn hefur gengið ágætlega að ná sambandi frá slmstöðinni sjálfri og út um sveitir. A mánudaginn var reynt að sækja hér innan staðar, rafstöð, sem Vegagerð rlkisins á, en menn urðu frá að hverfa vegna veðurs. Siðan var aftur reynt á þriðju- dagsmorgun. Var þá lagt af stað á stærsta veghefli staðarins, til þess að ná stöðinni, sem var rúm- an hálfan km. frá símstöðinni. Lagt var upp kl. 9 I morgun, og um fjögurleytið var fyrst hægt að fara að tengja hana. Eftir það komst fjölsiminn I samband. Ekki gátu menn þeir, sem voru að sækja stöðina komizt heim I mat, vegna þess hve færðin var erfið, heldur fengu þeir hressingu i mjólkurstöðinni, vegna þess að mjólkurstöðin, slökkvistöðin og eitt ibúðarhús eru með rafmagn. Frh. á bls. 15 Vesturgafl flugskýlisins á ReykjavIkurflugveUi, sem brann I fyrrakvöld. Viðtöl og nánari frásagnir af eldsvoðanum ábls.3. :, Timamynd: Róbert. Vopnafjörður: Miklar skemmdir á hafnar- garði og mannvirkjum SS-Vopnafirði. Aftakaveður hefur verið á Vopnafirði frá þvl á laugardagskvöld, og hefur sett niður mikinn snjó. Allar götur I þorpinu eru óf ærar, svo og vegir I nágrenninu. Mjólk hefur ekki borizt hingað sfðan á föstudag, og er nú mjólkurlaust. Snjóblll átti að sækja mjólk á næstu bæi, en varð að snúa við sökum illviðris. Ollubirgðir eru nú á þrotum hér, og ekki er til olla nema til nokkurra daga. t þessum veður- ham hafa orðið verulegar skemmdir við höfnina, og er ekki ___________-n__________ séð fyrir þær enn. Saman hefur farið aftakabrim, svo að menn muna vart annað eins, og stór- straumsflóð. Brimið hefur rofið tvö skörð I hafnargarðinn, og óttazt er, að sjórinn haldi áfram að brjóta garðinn, því að veður fer enn harðnandi. Þá hefur sjórinn brotið að mestu húseignir við gömlu hafskipabryggjuna, sem áður var söltunarstöðin Hafblik hf., en er nú I eigu kaupfélagsins. Einnig hefur sjór flætt inn I eina af vöruskemmum kaupfélagsins, þar sem m.a. voru geymdar fóöurvörubirgðir. Var unnið að þvl I gær, að bjarga fóðurvörun- um. Var ekki vitað seint i gær, hversu miklar skemmdirnar voru. Þá hefur og margt annað gengið úr lagi við höfnina, sem ekki hefur verið hægt að kanna sökum illveðursins og brims, þvi aö segja má, að allar bryggjur I höfninni séu á kafi i sjó. Ekki hefur frétzt um tjón á öörum mannvirkjum á landi uppi. Ur sveitinni hafa nú verið heldur litlar fréttir, en ekki hefur fretzt um skaða. Þó hafa bændur átt I einhverjum örðugleikum við að fara tilgegninga og dæmi eru um, aö þeir hafi þurft að skrlða milli húsa. Skólar hafa legið hér niöri, og börn vir heimavistarskólanum, sem keyrð voru heimá föstudags- kvöld, hafa ekki komizt aftur I skólann. Sjónvarp hefur ekki sést hér slðan á laugardag. Er það ekkert nýtt, þvi að ekki virðist mega koma snjókorn Ur lofti, þá bilar stöðin á Gagnheiði, og er hún svo oft I ólagi dögum saman. SKRIÐBELTI A JEPPANN OG HANN ER ORÐINN SNJÓBÍLL Nýr búnaður, sem getur orðið notadrjúgur, ef vel reynist HHJ-Rvlk. — Undanfarna mánuði hafa samgöngur I heilum Iandshlutum verið I lamasessi sökum óvenju mikillar snjókomu — oft svo dögum hefur skipt og sums staðar hefur jafnvel allt verið ófært á landi vikum saman. Ekki þarf að tlunda fyrir mönn- um, hvert óhagræði hefur leitt af þessu, svo að ekki sé fastar að orði kveðið. — Nú er hins vegar hafinn innflutningur á tækjá- búnaði, sem ætti að geta bætt verulega úr skák hvað sam- göngur áhrærir. Hér er um að ræða skriðbelti, sem setja má undir hvaða fjögurra drifa jeppa, sem er. Með þessum útbúnaði komast menn flestra sinna ferða á jeppa, hvort heldur er í snjó, á sandi eða votlendi. Skriðbeltin, sem nefnast Una-Track, eru bandarisk uppfinning og gegnir raunar furðu, að þessi útbúnaður skuli ekki hafa verið fluttur inn fyrr en nú, þvl að uppfinningin er fimm ára gömul. Hvert skriðbelti er 180 sentimetrar á lengd og breiddin er 44 sm. Þyngd hvers beltis er 130 kflógrömm. Þannig er að verki staðið, að hjól og felgur eru teknar undan bllnum og skriðbeltin fest á felgu- boltana. Tveir menn setja beltin undir bilinn á stundarf jóðungi, en sé maður einn slns liðs tekur verkið um 45 mlnútur. Sjálf beltin eru lir sérstöku nælonefni, framleidd hjá hinu kunna bandariska fyrirtæki DuPont, og eiga að endast hálft annað ár miðað við akstur á auðu. A beltunum er hægt að aka með Frh. á bls. 15 Bfll á skriðbeltum kemst flestra sinna ferða I snjó. Þyngd á flatareiningu er svipuð og hjá manni á sklð- um, þ.e. átta sinnum minni en hjá gangandi maniii. Burðarþolið er hið sama og blllinn væri á hjólum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.