Tíminn - 15.01.1975, Blaðsíða 5

Tíminn - 15.01.1975, Blaðsíða 5
Miövikudagur 15. janúar 1975. TÍMINN 5 Fundur Hlífar : Atvinnumálastofn- un sett á laggirnar í Hafnarfirði Verkamannafélagiö Hlif I Hafn- arfiröi hélt fund um atvinnu og kjaramál s.l. sunnudag. Haföi bæjarráöi og bæjarfuiltráum þeirra flokka, sem ekki eiga full- trúa I bæjarráöi, svo og bæjar- stjóra veriö boöiö til umræöu um atvinnumálin og mættu þeir, en sú venja hefur ríkt um langan tima aö þessum aöilum væri boö- iö á fyrsta félagsfund Hlifar á nýbyrjuöu ári til umræöu um at- vinnumál. Aö umræðum loknum var samþykkt einróma tillaga um at- vinnumálin með tilliti til ástands þess, sem skapazt hefur i viö- skiptalöndum Islendinga. Samþykkti fundurinn aö skora á bæjarstjórn Hafnarfjarðar, að setja þegar á laggirnar sérstaka atvinnumálastofnun, með jafnri aðild verkalýðsfélaganna i bæn- um, atvinnurekenda og bæjar- stjórnar. Hlutverk þessarar stofnunar verði að fylgjast með atvinnu- ástandinu, gera tillögur um at- vinnuaukningu, kanna núverandi atvinnugreinar og setja fram til- lögur um aukningu þeirra, gera athugun um möguleika að koma upp nýjum atvinnugreinum og vinna að öðrum þeim verkefnum er snerta atvinnulifið í bænum. Ennfremur staðfesti fundurinn þá ákvörðun stjórnar félagsins, að veita samninganefnd A.S.I. umboð til viðræðna við vinnu- veitendur og rikisvald um nýja kjarasamninga. Fundarmenn töldu, að höfuö- áherzlu bæri að leggja á, að full verðtrygging launa verði tryggð, að laun verkamanna veröi hækk- uð sem svarar kaupmáttarrýrnun þeirri, sem orðið hefur siðan samningar voru gerðir I febr. 1974 og að lagfæring verði gerð á skattamálunum og komið á stað- greiðslukerfi skatta. Permobel Blöndum bílalökk IILOSSH Skipholti 35 • Simar: 8-13-50 verzlun • 8-13-51 verkstæði • 8-13-52 skrifstola Kveikjuhlutir i flestar tegundir bíla og vinnuvéla _ frá Evrópu og Japan. HLOSSI? Skipholti 35 • Símar: . 8-13-50 verzlun • 8-13-51 verkstæði • 8-13-52 sknlstol* 611 atvinnulausir á um síðustu áramót BH—Reykjavfk. —Atvinnulausir á skrá reyndust um áramótin vera 611 talsins og skiptast þannig milli byggðarlaga: Reykjavik 66, aðrir kaupstaðir 220, kauptún með yfir 1.000 ibúa 8, önnur kauptún 317. Skipting milli kynja er sú, að atvinnulausir karlar á skrá I Reykjavfk eru 52, konur 14, karlar í öðrum kaupstöðum 67, konur 153, karlar i kauptúnum yfir 1.000 ibúa 1, konur 7, karlar i öðrum kauptún- um 146, konur 171. V.-U' V -'t ; » Aðstoðarlæknar S ¥ •Jwi VEGHEFLUNUM FJÖLGAR Á VESTFJÖRÐUM SÞ-Þingeyri. Þau gleðitiðindi berast héöan, að hingaö er að koma aukahefill. Hann er væntanlegur um 28. janúar. Hann er á Isafiröi núna, en þangað er væntanlegur hefill, sem hefur veriö I viðgerö I Reykjavík. Þegar hann kemur fáum við þennan hefil, sem er góður Caterpillar-hefill. Hefillinn verður þá hafður hér á Þingeyri, og á hann siðan að þjóna Þingeyrarhreppi fyrst og fremst, en auðvitað verða heflarnir notaðir á víxl. Hér er annar miklu öflugri hefill, Austin, sem er mjög miklu betur úr garöi gerr. Hann er með snjóvæng, þ.e.a.s. hann er með þrjár tennur, kviðtönn, framtönn og snjóvæng, auk þess sem hann er stýranlegur á afturhjólum og meö framdrifi, sem hinn er ekki. Þessi hefill verður að þjóna, eins og er, allri Vestur-Isafjarðarsýslu, og það er algjörlega vonlaust verk. Austin-hefillinn verður framvegis hafður norðan Dýrafjaröar, sennilega ýmist á Gemlufalli eða Flateyri, en þessi nýi sér um flugvöllinn á Þingeyri og Þingeyrarhrepp , — suðurströnd Dýrafjarðar. A þetta að verða til verulegra bóta. Þessi nýi hefill er getu- minni en Austinheflarnir, en hann hefur aftur á móti bilað 2 stöður aöstoðarlækna á Skurðlækningadeild Borgar- spítalans eru lausar til umsóknar, frá 1. febrúar n.k. til allt aö 12 mánaða. Laun samkvæmt kjarasamningi Læknafélags Reykja- vikur við Reykjavikurborg. Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf skulu sendar yfirlækni deildarinnar, fyrir 25. janúar n.k. Frekari upplýsingar veitir yfirlæknirinn. Reykjavik, 13. janúar 1975. Stjórn sjúkrastofnana Reykjavikurborgar. SJ i'S. k ■S‘. SAS Vé. •V: y-' v>'.A ‘:>r * ‘SJ' -i . - i :jT • . S'jfr V- • ^ Skrifstofustjóri Starf skrifstofustjóra Selfosshrepps er laust til umsóknar. Umsóknum ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf skal skilað fyrir 31. janúar n.k. til undirritaðs sem veitir nán- ari upplýsingar um starfið. Selfossi 10. janúar 1975. Sveitarstjóri Selfosshrepps. SKIPAKAUP Fulltrúar hinna erlendu seljenda verða til viðtals að Hótel Sögu fimmtu- dag og föstudag 16. og 17. janúar n.k. kl. 1-7 e.h. báða dagana. Þar verða gefnar allar nánari upplýsingar. Höfum til sölu nýtisku fiskiskip, smiðuð i Noregi og Sviþjóð til afhendingar á næstu mánuðum. Hér er um að ræða nýsmiði og stærð skipanna er 499 tonn og 950 tónn. Mjög góðir greiðsluskilmálar. Höfum kaupendur að fiskiskipum allt að 10 ára gömlum, af stærðinni 100-600 tonn. Til greina kemur, að seljendur nýju skipanna taki eldri skip uppi kaupin. NITTO umboðið hf. Verkamannafélagið Idagsbrunl Dagsbrún Tillögur uppstillinganefndar og trúnabarráðs um stjórn og aðra trúnaðarmenn félagsins fyrir árið 1975 liggja frammi i skrifstofu félagsins frá og með 16. janúar. öðrum tillögum ber að skila i skrifstofu Dagsbrúnar fyrir kl. 17 föstudaginn 17. janúar 1975. Kjörstjórn Dagsbrúnar. Þeir sem eru á vel negldum snjódekkjum komast leiðar sinnar. GUMMIVINNUSTOFAN SKIPHOLTI 35, SÍMI 31055, REYKJAVÍK.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.