Tíminn - 15.01.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 15.01.1975, Blaðsíða 6
6 TlMINN MiOvikudagur 15. janúar 1975. Séu skriðbelti undir biinum komast menn yfir votlendi ófært öðrum farartækjum, enda var þessi búnaður upphaflega smiðaður til notkunar f votlendi og sandi. Venjuleg farartæki myndu óðara festast i lausum sandinum, en öðru máii gegnir um bil á skriðbeltum. Hér má sjá, hvernig skriðbeltunum er komið fyrir undir bilnum. 0 Snjóbíll allt að 35 km hraða á klst og sveigjuradius er hinn sami og ek- ið væri á hjólum. Þegar skriðbeltin eru komin undir, hækkar billinn um 40-50 sentimetra. Snertiflötur beltanna er auk þess svo mikill, að þyngdin verður ei nema sem svarar 50 grömm á íersentimetrann miðað við fimm manna jeppa. betta er svipuð þyngd á flatareiningu og hjá manni á skiðum og af þessu leiðir að bfll á skriðbeltum kemst leiðar sinnar, þótt kafsnjór séoglausamjöll, sem yrði jafnvel snjóbil að farartálma. Hvert belti kostar um 250 þúsund. Gangurinn kostar þvi um eina milljón króna. Hins vegar geta menn látið sér nægja, að setja skriðbeltin undir að framan, og setja skiði undir að aftan, eða verið nokkrir saman um kaupin. 30% tollur er á beltunum, en væri tollaflokkurinn hinn sami og gild- ir )«m snjóbila, myndi verðið lækka um 170 þús. kr. Það er fyrirtækið Landvélar I Reykjavik sem flytur skriðbeltin inn. Fyrirtækinu hafa þegar borizt tugir fyrirspurna, og nú um helgina verða fyrstu skriöbeltin sett undir einn bfla hins alkunna fjalla- og öræfabilstjóra Guð- mundar Jónassonar. Eins og fyrr segir fer bill i skriðbeltum flestra sinna feröa — ekki að eins i snjó — heldur einnig i sandi og votlendi, enda voru skriöbeltin upphaflega smiðuð til þess brúks. Reyndist þessi búnaður jafnvel og vonir standa til veröur ekki betur séð en hér sé um hið mesta þarfaþing að ræða, sem eigi eftir að koma að miklum notum hér- lendis. Geirfinnsmólid tengt smyglmálinu en ekkert hægt um tengslin að segja FB-Reykjavik. ,,í ljós hefur kom- ið, að rannsókn vegna hvarfs Gcirfinns Einarssonar tengdist þessu smyglmáli litillega og hef- ur nú fengizt á þeim þætti full- nægjandi skýring.” Þannig segir i fréttatilkynningu, sem bæjar- fógetaembættið i Keflavik hefur gefið út. Fjallar hún um stórfellt spirasmygl, sem frá hefur verið skýrt áður, og fátt nýtt virðist hafa komið fram í, ef dæma má af orðum þeirra, sem með rannsókn málanna fara. Timinn leitaði i gær upplýsinga hjá Hauki Guðmundssyni, rann- sóknarlögreglumanni i Keflavik, um tengsl Geirfinns og smygl- málsins. Hann sagðist ekki geta gefið frekari skýringu en þá, sem I fréttatilkynningunni væri. í einu dagblaðanna i gær var skýrt frá þvi, að þessi tengsl væru i þvi fólgin, að Geirfinnur hefði verið beðinn um að eima spira, sem lenthefðii sjó. Hefði hann þó ekki gert þetta, enda hefði hann horfið daginn eftir, að farið var fram á það við hann að hann ynni þetta verk. Haukur sagðist ekki vita til þess, að þessi fullyrðing ætti við rök að styðjast, en aðspurður um það hvort lögreglan hefði heyrt um þetta, svaraði hann þvi ját- andi, og Ijætti við — Við höfum heyrt ótalmargt. Annars sagði hann að þessi þáttur væri i rann- sókn, sem og margt annað. Margvíslegar sögusagnir á kreiki Þá spuröum við Hauk um það, hvort Geirfinns hef ði verið leitað i Kleifarvatni, og hvort hann hefði verið kafari, en hvort tveggja hefur mikið veriö rætt meðal al- mennings að undanförnu. Sagðist Haukur ekki vita til þess að Geir- finnur hefði verið kafari, og neit- aði þvf, að hans hefði verið leitað i Kleifarvatni. Um helgina var von á manni, sem sjónvarpiö sagði, aö hefði átt að koma frá Kanarieyjum, og hefði lögreglan haft áhuga á að ná sambandi viö hann. Maður þessi kom þó ekki, er hans var vænzt. Haukur sagði, að ekkert hefði verið gert til þess að fá mann framseldan, hvorki frá Kanari- eyjum né annars staðar frá. 1 fréttatilkynningu bæjarfóget- ans i Keflavik segir um smyglið, að upplýst sé um innflutning á rúmlega 3200 litrum af 96% spiri- tus, um 3000 flöskum af öðrum áfengistegundum, yfir 1000 pakkalengjum af vindlingum og verulegu magni af kjötvörum. Þar segir einnig, að fram hafi komiö, að megnið af varningnum hafi verið selt ýmsum aðilum. Ekkert, sem bendir til þess að veitingahús sé við málið riðið Þórir Oddsson, fulltrúi hjá Sakadómi, hefur haft með rann- sókn smyglsins, sem kom með Mánafossi, að gera, og spurðum við hann hvort nokkuð benti til þess, að veitingahús hér i bænum hefðu keypt þennan smyglvarn- ing. Sagði hann, að ekkert hefði komið fram i sambandi við Mánafosssmyglið, sem benti til þess að svo væri. Hann sagði, að þeir, sem yfirheyrðir hefðu verið, hefðu þvertekið fyrir það, og sagzt hafa selt smyglið ýmsum aðilum. Einn þeirra, sem játað hefur á sig smyglið, hefur viður- kennt, að hafa blandað spirann og vatn til helminga og selt það siö- an, og auðvitaö lækkað verðið i samræmi við blönduna. Þórir sagði, að ekki væri enn farið að reikna saman verðmæti smyglvarningsins, og i rauninni vissi enginn, hversu mikið magn væri um að ræða. — Ég myndi ekki leggja þessa tölu, 3000 litra, til grundvallar, heldur eitthvað lægri tölu, sagði hann að lokum. Sex menn eru enn i gæzluvarð- haldi, sagði Þórir, og ekkert væri hægt að segja um það, hvort fleiri ættu eftir að bætast þar við. Hér fer svo á eftir fréttatil- kynning bæjarfógetaembættisins I Keflavik: „Vegna blaðaskrifa að undan- förnu um áfengis- og tollalaga- brot, er verið hefur til rannsóknar hjá embættinu, þykir rétt að eftir- farandi komi fram. Við rannsókn vegna hvarfs Geirfinns Einars- sonar, Brekkubraut 15, Keflavik, þótti rétt að rannsaka ákveðnar ábendingar i þá átt, að tengsl væru hugsanlega á milli þessara tveggja mála. Bæjarfógetaemb- ættið i Keflavik fól þeim Hauki Guðmundssyni, rannsóknarlög- reglumanni, Kristjáni Péturs- syni, deildarstjóra tollgæzlu og Rúnari Sigurðssyni hjá lögregl- unni i Reykjavlk, að rannsaka sérstaklega þennan þátt. Þegar i upphafi athugunar kom i ljós, að hér var um umfangs- mikið áfengis- og tollalagabrot að ræöa og eru nokkrir skipverjar á fimm millilandaskipum viðriðnir smygl á áfengi, vindlingum og matvörum. Þegar hefur verið upplýst um innflutning á rúmlega 3200 litrum af 96% spiritus, um gébé Reykjavik — A þriöjudag höfðu safnazt 21.319.512.00 i snjó- flóðasöfnunina. Það eru Rauði kross tslands, Hjálparstofnun kirkjunnar og Norðfirðingafélag- ið sem standa að söfnun þessari svo sem kunnugt er. Þeir aðilar, sem stærstar upp- hæðirnar hafa gefið — nú eftir siðustu fréttum, — eru: Ungmennafélagið Haukur I Leir- ár- og Melahreppi, en þeir héldu áramótadansleik, og vörðu þeir ágóðanum af dansleiknum til snjóflóðasöfnunarinnar, en hann varð 107.000.00 krónur. Þá gaf Al- þýðusamband Islands tvö hundruð þúsund, Kristján Skag- fjörð, fyrirtækið og starfsfólk þrjú hundruð þúsund krónur. A 3000 flöskum af öðrum áfengis- tegundum, yfir 1000 pakkalengj- um af vindlingum og verulegu magni af kjötvöru. Mestum hluta þessa spiritus var varpað frá borði skipa skömmu áður en komið var til hafnar i Reykjavik og siðan var hann sóttur á litlum bátum, en i öðrum tilvikum hefur varninginn rekið á land, þar sem eigendur hafa fundið hann. Þá hefur varningur þessi i nokkrum tilvikum verið fluttur frá skips- hlið eftir að I höfn var komið. Samkvæmt framburði aðila var varningurinn að mestu keyptur i Rotterdam og Antwerpen, en inn- kaupsverð þar er um 300 kr. hver litri. Fram hefur komið, að megnið af varningnum hefur ver- iðseltýmsum aðilum. Hefur sölu- verð á spiritus verið allt að kr. 5.000,- hver litri og annað áfengi verið selt á kr. 1600-2200 hver flaska. Þá hefur vindlingalengjan verið seld á kr. 900-1000 hver lengja. Rannsókn þessa máls hefur aðallega beinzt að ólöglegum inn- flutningi áfengis á siðari hluta ársins 1974 og er mestur hluti framangreinds magns frá þvi timabili. Þess skal getið, að að- eins hefur verið rannsakaður innflutningur nokkurra skipverja á 5 millilandaskipum. í ljós hefur komið, að rannsókn vegna hvarfs Geirfinns Einars- sonar tengdist þessu smyglmáli Htillega og hefur nú fengizt á þeim þætti fullnægjandi skýring. Ekkert hefur komið fram, er bendi til þess — á þessu stigi, — að Geirfinnur Einarsson hafi ver- ið þátttakandi i áðurgreindu áfengis- og tollalagabroti, og hef- ur sakadómur Reykjavikur nú tekið við rannsókn þessa máls. Þá hefur Tollgæzlustjóra i Rvik. veriö tilkynnt jatnóðum um gang rannsóknarinnar og afhent gögn þar að lútandi. Rannsókn þessi fór fram i Lög- reglustööinni i Reykjavlk og ber sérstaklega að þakka lögreglu- stjóranum i Reykjavik fyrir mikilvæga aðstoð, er hann lét I té.” Stöðvarfirði var söfnunin á veg- um skólanna og söfnuðust hundrað og átján þúsund krónur, Fiskiðjusamlag Húsavikur með eitt hundrað þúsund, frá Fá- skrúðsfiröi bárust tvö hundruð áttatiu og eitt þúsund krónur, frá Akureyrardeild Rauða krossins, eitt hundrað og fjórtán þúsund krónur, frá Vopnafirði eitt hundrað og sautján þúsund krón- ur, þrjú hundruð og tólf þúsund frá Eskifirði, tvö hundruð sjötiu og sex þúsund frá Reyðarfirði og svo eitt hundrað þúsund frá skipasmiöastöð Daniels Þor- steinssonar og starfsfólki. Vitaö mun um meira fé, sem væntanlegt er, og að söfnunin er i fullum gangi enn viða um land. 21 milljón króna í snjóflóðasöfnunina Tveir símastrengir skemmast: Átta hundruð síma línur úr sambandi Rafmagnsbilanir á Vestur- og Norðvesturlandi: Viðgerðarmenn urðu að skríða milli húsa SJ-Reykjavik. Rafmagnslaust var á sunnanveröu Snæfellsnesi i gær og fyrrinótt. Það var þó ekki nýja háspennulinan, sem bilaöi, heídur Hnur I sveitunum. Um miðjan dag var sums staðar kominn á straumur, en raf- magnsiaust annars staðar. Menn frá Orkustofnun voru komnir vestur, en gátu litiö aö gert, þvi að ekki var stætt úti i veðrinu. 1 Skagafirði var eitthvert straumleysi, að sögn Baldurs Helgasonar hjá Orkustofnun. Þar var einnig skammtað rafmagn. 1 Dölum var einnig býsna viöa rafmagnslaust, sennilega vegna bilana á linum af völdum storms og áfoks. 1 Húnavatnssýslum var viða rafmagnslaust, svo sem i Vatns- dal, Langadal, Hvammstanga, Svinadal, Boröeyri aö hluta og á Strandalínu frá Boröseyri. A öllum þessum stööum var það sameiginlegt að viðgeröarmenn gátu litiö að gert. Veöurofsinn var svo mikill, að skriða varö milli húsa. Snjókófið var það mikið að erfitt var að gera sér grein fyrir, hverjar bilanirnar i raun og veru voru. Þá er og mikill krapi i virkjun- um, sem einnig dregur úr rafmagninu. gébé Reykjavik — Tveir sima- strengir skemmdust I Breiöholti I á þriöjudagsmorguninn og eru nú Bakkarnir simasambandslausir. Eru þetta i allt átta hundruö simalinur, sem um er aö ræöa. Einn fimm hundruö lína strengur fór alveg I sundur, og annar þrjú hundruö lina skemmdist töluvert. Orsakirnar fyrir skemmdum þessum eru að það var verið að vinna við undirbúning á lagningu á nýjum streng, þegar vinnu- flokkurinn skemmdi þessa tvo simastrengi. Hjá Pósti og sima fengum við þær upplýsingar, að erfitt hefði verið að átta sig á hvar simastrengirnir væru, þar sem þetta er á bersvæði. Það var á þriðjudagsmorgun milli klukkan niu og tiu aö strengirnir skemmdust, og var þá þegar hafizt handa um viögerðir. Erfitt er að vinna þarna, þvi að jöröin er gaddfrosin, og sækist verkið þvi heldur seint. Búizt var þó við að viðgerð myndi ljúka seint I gærkvöldi eða nótt. Lögreglan verður með tal- stöðvarvakt i Bökkunum þangað til viögerðinni lýkur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.