Tíminn - 15.01.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 15.01.1975, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 15. janúar 1975. TÍMINN 7 (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm). Jón Helgason. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gisiason. Ritstjórnarskrifstofur f Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrif- stofur f Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð i lausasölu kr. 35.00. Askriftargjald kr. 600.00 á mánuði. Blaðaprent h.f. Við líkbörur hagvaxtar Það er dugnaður og atorka að sækja sjóinn af kappi, yrkja jörðina, vinna verðmæta vöru úr hrá- efnum og koma upp húsum og fyrirtækjum, sem þjóna hagsmunum þjóðarinnar. Það er fyrir- hyggja að búa i haginn fyrir sig og niðjana, svo sem kostur er. Allt þetta höfum við gert, og aldrei af jafnmikilli atorku sem nokkur siðustu ár, eins og hvarvetna má sjá — einnig i þeim landshlutum, þar sem vonleysi grúfði yfir öllu og lamaði getu fólks og áræði til athafna á ,,viðreisnar”-árunum illræmdu. En þvi miður hefur fyrirhyggjan ekki verið hin eina krýnda drottning þjóðarinnar. Klóalöng eyðslusemin hefur einnig komið ár sinni fyrir borð, og það svo hatrammlega, að forráðamenn á sviði kaupsýslu sögðu þau tiðindi nú eftir jóla- kauptiðina, að efnahagskreppan, sem svo marg- rætt væri um i fjölmiðlum, hefði afneitað sjálfri sér i búðunum. Eftir stendur þó, að hallinn á við- skiptum okkar við útlönd varð siðastliðið ár meiri en dæmi eru um. Það er sizt af öllu nein huggun, að kaupæði siðasta misseris skyldi fyrir jólin draga á eftir sér hala svo digran, að hann hefur aldrei jafn- þrútinn verið. Viðbótarkostnaður þjóðfélagsins upp á milljarða vegna verðlags á oliu og bensini, sihækkandi verð á útlendum varningi öðrum, tregða á sölu útflutn- ingsvara okkar og hæpnar vonir um viðunandi gjald fyrir þær — allt þetta hefur aukadrottningin, eyðsluklóin, látið sem sér væri óviðkomandi. Það er loppa, sem ekki hefur auga á hverjum fingri til annars en koma sem mestu i lóg, án þess að skeyta um, hvort eða að hve miklu leyti við erum borgunarmenn fyrir þvi, sem eftir er fíkzt. Það er sograrsagan um það, að allt of fáir kunna sér allt of litið hóf, þegar þeir hafa fjármuni i höndum — hugarfar, sem var eggjað og brýnt til útrásar, þegar meirihluti alþingis skellti skollaeyrum við aðsteðjandi vandamálum i fyrravor og tók þann vonda og óþjóðholla kost, að neita að bregðast við þeim á réttan hátt i tæka tið. Þetta ábyrgðarleysi einsýnna stjórnmálamanna, sem aðeins voru á höttunum eftir þvi að bæta pólitiska vigstöðu sina, hvað sem það kostaði, ásamt óæskilegri stefnu, sem kjarasamningarnir i byrjun ársins 1974 tóku, á mesta sök á, hvernig farið hefur. Glötuð tækifæri verða ekki endurheimt, og ekk- ert bendir til þess, að fram undan séu neinir upp- gripatimar. Gjaldeyrissjóðurinn er rokinn út i veður og vind, og i eindaga er fallið að koma upp lifsnauðsynlegum orkuverum, afardýrum. Uggur- inn við byrjandi heimskreppu verður æ áleitnari. 1 sumum löndum, ekki fjarri okkar, er tiundi hver verkfær maður atvinnulaus. Við eigum það að þakka miklum kaupum á góðum atvinnutækjum á siðustu árum, að þess konar ógifta hefur ekki enn orðið hlutskipti okkar. En augljóst er hitt, að við megum hafa okkur öll við og gæta hófs i hvivetna, ef við eigum að fóta okkur, áður en verr fer. Mega menn þá leggja sér á minni, að þolanleg fjárhags- staða þjóðarinnar er ekki bara forsenda viðunandi afkomu, heldur einnig þess, hvernig sjálfstæði þjóðarinnar reiðir af. Nú er ekki hvað heppilegastur timi til glimu- bragða um það, hvort þessari eða hinni stéttinni má takast að draga burst úr nefi annarrar. Hitt er meginverkefnið að halda uppi fullri atvinnu og rétta við fjárhag okkar út á við eins og unnt er. Kaupæðinu verður að slota, og fólk verður að leggja sér á minni, að á ný er það þjóðfélagsleg skylda að kaupa frekar innlenda framleiðslu en út- lenda. — JH. George F. Kennan, fyrrv. sendiherra Bandaríkjanna íMoskvu: Ástundum góða sam- búð við Sovétríkin Það er mikilvægt fyrir Bandaríkin og Vestur-Evrópu George F. Kennan hefur verið talinn einna fróðastur Banda- rikjamanna um málefni Sovétrikjanna, enda var hann um skeiö sendiherra Bandarikjanna I Moskvu. Hann er frægur fyrir skrif sin um rússnesk málefni. Hann telur núverandi leiötoga Sovét- rikjanna gerólika Stalin, eins og kemur fram i meðfyigjandi grein. SÚ staðreynd, að bættri sam- búð Sovétmanna og Banda- rlkjamanna hefir ekki fylgt aukið frjálsræði I innanlands- málum i Sovétríkjunum eða samræming á afstöðu þeirra og afstöðu Bandarfkjanna til annarra rikja, sér i lagi rikj- anna fyrir botni Miðjarðar- hafsins, ætti ekki að þurfa að koma neinum á óvart. Ekki er hægt að ætlast til, að sovézkir leiðtogar loki augunum fyrir þvi, sem þeir telja viðleitni til að kollvarpa stjórn þeirra. Vegna keppninnar við kin- verska leiðtoga hafa þeir ekki ráð á að láta lita svo út sem þeir séu að yfirgefa varðstöðu slna eða hverfa frá grundvall- arkenningum Marx-Leninista. Þetta er þó ekki nægileg á- stæða til að láta undir höfuð leggjast að leggja rækt við þau svið, þar sem hagsmunir Sovétmanna og Bandarlkja- manna kunna að fara saman. Þessa rækt hefir rikisstjórn Fords einmitt reynt að á- stunda, og eins næstu tvær rlkisstjórnir á undan henni. VIÐSKIPTASAMNIN GUR- INN, sem öldungadeild Bandarikjaþings hefir fyrir skömmu samþykkt, glæðir einmitt þá von okkar, að beztu kjaraákvæði gagnvart inn- flutningi okkar frá Sovétrlkj- unum verði skjótlega ofan á. Þetta skiptir okkur ekki miklu máli I framkvæmd, en úr þvi var þvi miður allt of mikið veður gert. Þegar þetta er komið I kring, ætti að mega vænta aukinna viðskipta milli Bandarlkjamanna og Sovét- manna, en þau eru nú allt I einu orðin töluverð, og það hefir ekki áður gerzt, slðan byltingin var gerð I Rússlandi. Skipti bandariskra fyrir- tækja við erlenda rlkiseinokun krefjast þó stöðugrar athygli og nokkurs aðhalds af rikisins hálfu til þess að tryggja, að þróun þeirra verði ekki and- stæð hagsmunum þjóðarinn- ar. Vald bandarisku stjórnar- innar á framkvæmd mála er svo lltið, að hún er vanbúin þessari ábyrgð. En þegar búið er að setja undir þennan leka, ættum við að fagna vel aukn- um skiptum Bandarikja- manna og Sovétmanna. VITANLEGA veldur von- brigðum, að viðræðurnar um takmörkun kjarnorkuvopna hafa ekki leitt til verulegrar minnkunar kjamorkuvopna- birgða. Enn hafa jafn máttug- ar hindranir innanlands af beggja hálfu komið I veg fyrir þann æskilega árangur. Við megum þvi ekki gefa samn- ingamönnum að sök minni á- rangur en æskilegt hefði verið að ná. Mjög er mikilvægt að gera sér þess grein, að þessar við- ræður snúast ekki um venju- leg vopn, sem unnt er að nota skynsamlega og með skapleg- um árangri I vopnaviðskipt- um, heldur óhemju ofgnótt tækja, sem eru litlu háska- minni fyrir hugsanlegan not- anda en hinn, sem fyrir þeim verður. Þessi tæki hafa þvi miklu meira gildi siðferðilega og I áróðri en venjulegri notk- un. Viðræðurnar snúast með öðrum orðum miklu meira um útlit og áferð en notagildi i framkvæmd. Hvorugur vill spilla útlitinu og áferðinni meira en nauösyn krefur, og það af góðum og gildum á- stæöum. ÞEGAR á málin er litið frá þessum sjónarhóli, verður að telja hámarkssamkomulagið, sem náðist i Vladivostok, góða og giftusamlega byrjun. Gildi hennar má ekki vanmeta. Hitt er þó vitaskuld meira um vert, að framhald verði á þessum viðræðum, þar sem hvor aðili um sig geti öölast gleggri og á- reiðanlegri yfirsýn yfir mark- mið og viðhorf hins en unnt er með nokkru öðru móti. Sovézku leiðtogarnir axla þunga og áhættusamlega stjórnmálaábyrgð með þvi að boða viðleitni til bættrar sam- búðar og ástunda hana. Flest- ir þeirra, sem fylgzt hafa náið með framvindu mála I Sovét- rikjunum að undanförnu, hafa sannfærzt betur og betur um, að þessi ábyrgð er bæöi mikil og alvarlegs eðlis. ÞESS verður að minnast, að rússneskir leiðtogar eru arf- takar að hugsjónum Marx og Lenins, sem valdakerfi þeirra er byggt á. Lögmæti stjórnar þeirra hvilir óneitanlega á þessum grunni. Ekki er unnt að ætlast til þess i alvöru, að þeir afneiti þessu eða láti sig það engu skipta. Þetta mun lengi halda áfram að tak- marka samninga okkar viö þá, ásamt vissum aðferðum, sem virðast orðnar venju- bundnar hjá þeim i innan- landsmálum. Leiðtogarnir, sem nú fara með völd i Sovétríkjunum, standa viösfjarri hundingja- hætti þeim og grimmd, sem einkenndi stjórnarfar Stalins. En þeir eru eigi að siður full- trúar aldraðrar stjórnar, og meta þvi meira — eins og flestum gömlum mönnum hættir til — að þróa og varð- veita það, sem þeir halda og hafa, en að leggja i verulega áhættu til að öðlast eitthvað, sem þeir ekki hafa. VESTRÆNIR menn gætu ekki gert alvarlegri eða háskalegri skyssu en þá, að ganga út frá t>vi sem gefnu, að sovézkir eiðtogar eigi engan girni- legri kost en að halda áfram viðleitninni til bættrar sambúðar viö Banda- rikjamenn. Þess má held- ur ekki ganga dulinn, að þessir hugsanlegu valkostir gætu orðið Bandarikjunum miklu háskalegri, ef horfið yrði að þeim. Fyrirsjáanlegir erfiðleikar Bandarikjamanna og banda- manna þeirra i Evrópu á kom- andi ári eru slikir, að þeir munu þarfnast eins góðrar sambúðar við Sovétmenn og unnt er að koma á, og ættu sannarlega að reyna að meta hana að verðleikum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.