Tíminn - 15.01.1975, Blaðsíða 12

Tíminn - 15.01.1975, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Miftvikudagur 15. janúar 1975. mennum þorpsins niður að Bátvikinni. Þar frétti hann það ef tir f rú Engman, að f oreldrar hans hef ðu f arið með bátnum til Bómarsunds. Eirikur gat sér til um það, hvers vegna þau hefðu farið þar í land og afrét að bíða komu þeirra niðri við Bátvikina. Hann settist því fremst á bryggjuna. Brátt var hann orðinn aleinn, því að allir aðr- ir f lýttu sér leiðar sinnar. En vindurinn var napur, svo að hann varð f I jótlega að leita skjóls undir vöruskemmunni.. Tíminn leið, og honum fór að leiðast biðin. Hann klifraði þá upp á klapparhyrnurnar uppi af bryggjunni og mændi út yf ir sjóinn. F jörðurinn var skuggalegur yf ir að líta, og rökkrið lagðist æ þéttar yfir týplótt sundin. Þegar loks var komið svartamyrkur og honum var orðið sárkalt að híma úti í rokinu, sá hann, að ekki var vert að bíða lengur. Hann skundaði því upp i þorpið og beina leið heim og lagðist þar einn til svefns. En hann svaf illa, lá oft vakandi og hlustaði eftir fótataki foreldra sinna. Morguninn eftir fór hann árla niður að Bátvíkinni og horfði lengi út yf ir f jörðinn. Það var enn hvasst og rigndi látlaust. Svo flóðhátt var, að sjórinn flæddi yfir allan strandveginn. Hálffullir bátar köstuðust þyngslalega til við bryggjuna og kipptu í festarnar. Þetta var óhugnan- leg sjón,. og hann var kvíðinn og hugstola, er hann sneri aftur upp í þorpið. Það var ekki um það að ræða að aka heim meira korni að sinni eftir alla rigninguna. Það eina sem, hægt var að gera, var að özla um vatnsósa akrana og reisa við kornskrýfin sem fokið höfðu um. Eiríkur reikaði um iðjulaus og reyndi að eyða einhvern veginn tímanum. Það lá illa á honum. Seint um daginn tók hann loks á sig rögg og fór að leita Norðkvists. Hann f ann hann í búðinni. Þar sat hann á af- greiðsluborðinu og skeggræddi við einn viðskiptavin- anna. Eiríkur stóð þegjandi um stund og beið þess, að yrt yrði á sig. Hann þurfti heldur ekki lengi að biöa. ,,Nú jæja, drengur minn. Hvað segirðu títt?" hrópaði Norðkvist. „Mamma og pabbi eru ekki enn komin heim", svaraði hann. Hann var f Ijótmæltur og leit bænaraugum á þenn- an volduga mann. „Eru þau ókomin heim? — Já, þetta var voðaveður í nótt, og það er raunar rok ennþá. Þau koma, þegar hann lægir". „En þau voru á gufubátnum og fóru á land í Bómar- sundi. Báturinn þeirra var þar". „Nú-já, nú-já. Þá eru þau auðvitað í Bómasundi". „Það hugsa ég ekki. Þau ætluðu víst að leggja strax af stað heim". „Það getur ekki annað verið, drengur minn. Faðir þinn er gamall og þaulvanur sjómaður, og hann hlýtur að hafa séð, að hann var að ganga upp með foraðsveður í gær. Þau hafa áreiðanlega ekki lagt af stað á litlum ára- báti eftir að komið var svartamyrkur. Hún móðir þín var með pilsvasann f ullan af peningum. Það var ekki aðeins sér til gamans, að hún gekk hús úr húsi og rúði okkur karlana hérna innað skinni.— Nei. Þau lifa áreiðanlega í dýrðlegum fagnaði í gistihúsinu í Bómarsundi". „Heldur kapteinninn það?" „Auðvitað er ég viss um það. Á morgun verður komið indælt veður, og þá skaltu sanna, að þau koma heim". Eiríkur var heldur rórri í skapi, en hann hélt heim. Á f immtudagsmorgun var tekið að lygna, og þegar fram á daginn kom, brauztsólin fram úr skýjunum. Honum létti stórum, og hann fór að sópa gólfið og þrífa kofann. Nú hlutu foreldrar hans að koma bráðum heim.-. Hann tók sér enn eina ferð á hendur að ströndinni og litaðist um. En hann varð einskis vísari. Á heimleiðinni kom hann við hjá Norðkvist. „Þau eru ekki enn komin". „Ekki enn?" hrópaði Norðkvist undrandi. „Kannski faðir þinn sé svo þungt haldinn, að hann sé ekki ferðafær. Móðir þín er ekki jafn kræf á sjó sem akri". „ En hún gæti vel komizt heim, ef hún vildi". „Ef hún vildi, segirðu! Þarna komstu með lausnina. Hún móðir þín á það stundum til að gera það, sem henni sýnist.— En komdu annars inn. Ég skal síma til Bómar- sunds og spyrjast fyrir um þau". En þessi tilraun strandaði á því venjulega: símaþráð- urinn haf ði slitnað í veðrinu, og það hafði ekki enn unnizt tími til þess að gera við bilunina. „Það næst ekki símasamband við Áland", sagði Norð- kvist, „en þú getur reitt þig á, að þau eru í góðu yfirlæti« fyrir h^ndan fjörð. Ef síminn væri ekki í ólagi, hefðu þau sjálf hringt. Farðu bara heim að sofa.ertu annars ekki matarlaus? — Tilda! Láttu Eirík hennar Katrínar fá kvöldmat áður en hann fer". Föstudagurinn rann upp, og enn bar ekkert til tíðinda. Eirikur reikaði enn niður að sjónum, þar eð hann fann bát, sem ekki var rammbyggilega bundinn, tók hann hann traustataki og lagði af stað á honum að grennslast eftir foreldrum sinum. Hann reri hægt út sundin og hélt sig við suðurhólmana. Hann gerði ráð f yrir, að þar hefði bátnum eða braki úr honum skolað á land, ef eitthvert slys hefði hent. Sólin þokaðist á loft og gekk undir í Miðvikudagur 15. janúar 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar 14.30 Miðdegissagan: 15.00 Miðdegistónleikar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Popphornið 17.10 Útvarpssaga barnanna: 17.30 Framburðarkennsla i dönsku og frönsku 17.50 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. 19.35 Upphaf eingyðistrúar. Jón Hnefill Aðalsteinsson fil. lic. flytur síðara erindi sitt. 20.00 Kvöldvaka. a. Kórsöng- ur. Karlakór Reykjavikur syngur lög eftir Sigvalda Kaldalóns. b. Þegar ég var 17 ára. Guðmundur Þor- steinsson frá Lundi segir frá. c. Sumarkvöld i Al- berta, kvæði eftir Stephan G. Stephansson. Ævar R. Kvaran leikari les. d. Hest- urinn, Börkur. Sigriður Jónsdóttir frá Stöpum flytur siðari hluta frásagnar af gæðingi sinum. e. Kvæöa- lög. Jónas Jósteinsson kennari kveður nokkrar stökur. f. Guðmundur Bárð- arson, frásögn Skúla Guð- jónssonar á Ljótunnarstöð- um. Pétur Sumarliðason kennari les. g. Einsöngur. Ólafur Þ. Jónsson syngur 21.30 tJtvarpssagan: ,,Dag- renning” eftir Romain Rol- land. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. Leiklist- arþáttur i umsjá örnólfs Arnasonar. 22.45 Nútimatónlist.. 23.30 Fréttir i stuttu máli. Miðvikudagur 15.janúar 1975 18.00 Björninn Jógi. 18.20 Filahirðirinn. Bresk framhaldsmynd. Spilagos- arnir. 18.45 Vesturfararnir. 5. þáttur endurtekinn. 19.35 Hlé 20.00 Fréttir og veöur. 20.30 Dagskrárkynning og auglýsingar. 20.35 Umhverfis jörðina á 80 dögum. Breskur teikni- myndaflokkur, byggður að mestu á samnefndri sögu eftir Jules Verne. 2. þáttur. Kapp er best með forsjá. Þýðandi Heba Júliusdóttir. Efni 1. þáttar: Breskur aðalsmaður, Fileas Fogg að nafni, vill kvænast stúlku, sem Blinda heitir, en frændi hennar, Blaze lávarður, er mótfallinn þeim ráðahag. Hann lofar þó að gifta hon- um meyna með vissum skil- yrðum. Krafa hans er sú, að herra Fogg feröist um- hverfis jöröina á áttatiu dögum, og jafnframt veöjar hann miklu fé um, að þetta sé ekki framkvæmanlegt. 21.00 Meðferð gúmbjörgunar- báta. Fræðslumynd um notkun gúmbáta og fleiri björgunar- og öryggistækja. Kvikmyndun Þorgeir Þor- geirsson. Inngangsorð og skýringar Hjálmar R. Bárðarson, siglingamála- stjóri. 21.20 Nýjasta tækni og visindi. Umsjónarmaður Siguröur H. Richter. 21.50 Vesturfararnir. Fram- haldsmynd, byggð á sagna- flokki eftir Vilhelm Moberg. 6. þáttur. Landið sem þau breyttu. Þýðandi Dóra Haf- steinsdóttir. (Nordvision) Efni 5. þáttar: Karl Óskar og kona hans nema land við vatnið Ki-Chi-Saga, og kalla bæ sinn eftir æskuheimili Kristinar. Róbert og Arvid fara til Kaliforniu i leit að gulli, og Ulrika gengur i heilagt hjónaband með baptistapresti. 22.40 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.