Tíminn - 15.01.1975, Blaðsíða 15

Tíminn - 15.01.1975, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 15. janúar 1975. TÍMINN 15 0 Eldsvoðinn fer það i brunahana niðri á Reykjavikurvegi, á móts við hús- ið nr. 23, en um leið og þeir byrja að draga úr þeim hana, minnkar hjá okkur. Þriðji haninn, sem við tengjum við, er við gömlu farangursbygginguna, en það er endaleiðsla, sem þornar við allt þetta álag. Þá er hafizt handa um að leggja tvöfalda leiðslu frá brunahana hjá Hótel Loftleiðum, en það verk gekk seint. Slöngurn- ar eru léttar svona tómar en hvassviðri mikið. Veðurstofan sagöi okkur eftir á, að það hefði verið 9 vindstig, en gustað upp i 11 i hryðjunum. Svo að slöngurnar fuku bara út úr höndunum á mannskapnum. Meðan þessu fór fram, magnaðist eldurinn. Vatnið frá Loftleiðahótelinu komst ekki á fyrr en eldurinn var kominn i þakið á flugskýlinu, og þá var úti vonin um að bjarga þvi. • — En björgunarstarfið hófst um leið og eldsins varö vart? — Já, það má segja það, en þvi miður var það of rólegt til aö byrja með. Það var eins og menn tryðu þvi ekki, að kviknaði i flug- skýlinu sjálfu. Þegar ég kem á staðinn, er búið að bjarga litlu vélinni, TF-RÓS, gömlu vélinni hans Björns Pálssonar. Ég spyr, hvort það séu fleiri vélar i skýl- inu, en sé ekki Fokkerinn vegna reyks. Mér var þá sagt frá henni, og þegar ég haföi litið á hana og séð að hún var á tékkum, sagði ég þeim Flugfélagsmönnum að fara umsvifalaust út með hana. Þeir töldu vandkvæði á þvi, en ég stóð fast á minni skoðun, og þvi fór vélin út. Eftir það er hafizt handa um að bjarga öllu lauslegu, sem til náðist, þangað til eldurinn komst i skýlið. — Þú hefur verið þeirrar skoðunar, að flugskýlið væri i hættu, enda þótt eldurinn virtist viðráðanlegur þarna i viðbygg- ingunni? — Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar, að það myndi allt fara, ef þaö kviknaöi i þarna. Þetta er svoleiðis rosabygging. t veggjum og þaki skýlisins var nánast sprengiefni, það er ekki hægt að kalla þaö öðru nafni. Það er ein- angrað með gömlu braggatexi og inni i þvi er tjörupappi, sem notaður var i braggana. Þetta er það alversta gagnvart eldi, sem hægt er að eiga við. Enda flaug eldurinn eftir þakinu, þegar hann komst i þurran pappann. — Það var þó bjargað þvi, sem hægt var? — Já, en það hefði mátt byrja fyrr á þvi. Hins vegar gekk prýði- lega, eftir að það byrjaði, og von- um framar. Það var hætt við skýlið um leið og eldurinn komst i það, en farið að bjarga úr eldhúsi og pappirum úr skoðunardeildum i viðbyggingunni að austanverðu. Þá einbeittum við okkur lika að þvi að verja fragtafgreiðsluna og siðan farþegaafgreiðsluna fyrir neistafluginu, sem var gffurlegt af texinu. Til vonar og vara voru vörurnar i fragtafgreiðslunni drifnar út, og i neistafluginu kviknaði i varningnum á einum vagninum, þegar þeir voru komn- ir um 50 metra frá dyrunum. — En eldurinn komst aldrei i farangursgeymsluna? — Nei, það tókst að verja hana. 1 öllu þessu eldhafi náði eldurinn ekki þangað. FlugvallarbiHinn var við norðurgaflinn og slökkvi- liðið með vatnið frá Hótel Loft- leiðum á hinum gaflinum. — Þið fenguð aðstoð frá Kefla- vikurflugvelli, var það ekki? — Ja, það komu þarna tveir bil- ar frá Keflavikurflugvelli, en eiginlega bara til að pusa úr þeim. Sveinn bauð þessa aðstoð, en hún var ekki þegin, við afþökk- uðum hana, við Gunnar, hvor i sinu lagi, og án þess að vita af neitun hins. Það verður nú sjálf- sagt einhver kjaftagangur uppi um þetta, en það var álit okkar beggja, min og Gunnars, að okkur vantaði ekki tæki, okkur vantaði ekki menn. Þó að ekið sé með tvo bila með vatni sunnan úr Kefla- vik, þá var það ekki það, sem okkur vantaði á þetta bál. Það var alveg tilgangslaust að koma meö þessa bila. Við áttum ekkert vatn aflögu handa þeim. — Hvenær er svo búið að slökkva eldinn? — Þetta er búið um 9-leytið i morgun. Reykjavikurslökkviliðið er með vakt ásamt okkur til kl. 6, þá fara þeir heim, og okkar menn fara um 9-leytið. Siðan höfum við skroppið eina ferð til þess að slökkva i glóðum, sem tóku sig upp. — Var ekki hætta af lausum járnplötum? — Jú, vissulega, en um leið og vinnuflokkarnir komu i morgun, fengum við þá til að setja þær inn i grunninn aftur og reyna að fergja þær. — Að lokum, Guðmundur? — Ég tel, að það hafi verið stað- iðað þessu eftir föngum, það varð ekki við þetta ráðið, en umfram allt erum við innilega þakklátir öllum, sem þarna gengu að verki, fyrir gott og fórnfúst starf, slökkviliðsmönnum og öðrum. 0 Hvammstangi Fólk hefur haldið sig að mestu innan dyra. Sumir hafa verið innifenntir, og ekki komizt út, og ekki heldur getað haft samband við nágranna sina vegna sima- sambandsleysisins, til þess að biðja þá að moka sig út. Ekki eru horfur á þvi, að gert verði viö rafmagnsbilunina, sem er hér i spennistöð staðarins, fyrr en veður lægir og viðgerðarmenn og efni fæst frá Blönduósi. Ekki vita menn enn sem komið er hvar bilunin er á Vatnsneslinunni norðan Hvammstanga, þar eð ekki hefur verið hægt að kanna það enn. Þrátt fyrir rafmagnsleysið hafa menn það gott hér á Hvamms- tanga, þvi þeir njóta hitaveitunn- ar, sem tekin var i notkun i árs- lok 1972. Sjúkrahúsiö hefur sina eigin rafstöð, svo þar hefur verið ljós, þótt ljóslaust hafi verið annars staðar. Úti á legunni hafa legið þrir rækjubátar, en ekki hefur verið hægt að sjá til þeirra, og var ekki i gær vitað, hvert ástand þeirra væri. Bátarnir liggja mannlausir við legufæri. Nóg mjólk hefur verið hjá mjólkursamlaginu. Nóg hafði verið komiö af mjólk fyrir helg- ina, svo hægt hefur verið að vinna við hana á mánúdag og þriðjudag. Hvammstangabúar eru mjög óánægðir með simasambands- leysið, sem verið hefur innan staðarins. A simstöðinni eru varageymar, sem eiga að koma inn, ef rafmagnið fer, og á þá sjálfvirka stöðin að vera gangfær i 24 stundir eftir að rafmagnið fer, en það varð ekki nú. Einnig eru menn á Hvammstanga mjög óánægðir yfir þvi, að Rafmagns- veiturnar skuli ekki koma með neinar fréttatilkynningar vegna rafmagnsleysisins. A Hvamms- tanga er einnig litið eða ekkert viðgeröarefni til þess að gera við bilanir, og veröur það að koma frá Blönduósi. Ekki er gott að segja um það enn, hvort isskápar og frystikist- ur hafi skemmzt er rafmagnið fór, en nú er svo komið, að ein- hverjir eru farnir aö bera út úr kistunum matvæli og setja þau út i skafla til þess að geyma matinn þar. Fyrir utan rafmagnsleysiö á Hvammstanga og á Vatnsnesi hefur rafmagn aðeins farið af Vestur-Húnavatnssýslu i einn og hálfan klukkutima frá þvi seinni hluta laugardags, svo segja má, að það hafi haldizt þar á mjög stöðugt. 0 Kraftaverk eftir átta til tiu skipti hjá okkur i hljóðmeðferðinni. Þá fara börnin að fá áhuga á þvi að lesa sjálf. Meðferðinhjá Michalsen kostar 20 krónur danskar i hvert skipti. Þetta varð miklu kostnaðar- samara fyrir foreldra Idu vegna þess að þau þurftu að fara langan veg til Nastved, og bensinið er dýrt. A siðasta vori reyndi þvi móðir Idu að fá sjúkrasamlagið til þess að taka þátt i kost- naðinum, en það reyndist algjör- lega ómögulegt. Þar er ekki greiddur kostaður, sem stafar af þvi að fá lækningu hjá náttúru- læknum. — Ég var ævareið, segir Lis Westh-Jensen. Hefði Ida til dæmis fótbrotnað, hefðum við fengið aðstoð við að koma henni á sjúkrahúsið. En nú urðum við að greiða allan kostnaðinn sjálf — þrátt fyrir það að við gætum sýnt fram á að meðferðin var lifsnauðsynleg fyrir Idu. Fjárhagsvandræðin leystust þó, er foreldrum Idu tókst að kaupa segulband hjá Michaelsen. Annars eru þessi bönd alls ekki seld nema i undantekningartil- fellum Þetta var eina lausnin, hvað við kom Idu. Nú getur hún hlustað á segulbandið heima hjá sér á kvöldin. — Nú förum við aðeins til Nastved annað slagið til þess að láta lita þar á Idu, segir frú Westh-Jensen. Og i hvert skipti kemur i ljós, að henni hefur batn- að töluvert. Hljóðstraumarnir i likama hennar verða stöðugt réttari.... Það er tæpast nauðsynlegt að fara til Nastved til þess að fá að vita, að Ida er orðin betri. Það kemur greinilega fram i daglega lifinu. Kennurum hennar er það þó Ijósara en flestum öðrum. Nú er hún næstum farin að skrifa alveg villulaust. Hún er lika farin að geta lært fyrir skólann, án þess aö pabbi hennar þurfi að lesa allt fyrir hana inn á segulband, eins og hann hafði gert i sex ár, Og það bezta af öllu er, að hún er kominn úr hjálparbekknum og i venjulegan bekk. — Ida er gjörbreytt. Hún er rólynt og eðlilegt barn, segir móðir hennar. Það er ekki hægt að lýsa þvi, hvað hljóðmeðferðin hefur gert fyrir hana — og fyrir alla fjölskylduna. Nú um jólin var reiknað með að Ida væri fulllæknuð samkvæmt áliti náttúrulæknisins. Þó getur vel farið svo, að einhver aftur- kippur komi einhvern tima á skólagöngutima hennar, en allt slikt ætti að vera auðvelt, að lag- færa með frekari hljóðmeðferð. — Afturkippurinn getur stafað af þvi, að spenna kemur aftur, þegar barnið leggur hart að sér við ný verkefni i skólanum’, segir Johana Michaelsen. Ekki er þó ástæða til þess að hafa áhyggjur af þvi, Allt þetta á að vera hægt að lagfæra, og við höfum vissu fyrir þvi, að orðblind börn geta jafnvel lært ensku, þýzku og frönsku. Kennararnir og sálfræðingar- nir i skólanum, sem Ida gengur i eru furðu lostnir yfir framförun- um, sem hún hefur tekið. Til eru þeir, sem eru þess fullvissir, að hljóömeðferðin hafi haft þessi áhrif, en svo eru lika aðrir, sem halda þvi fram, að hún hefði getað breytzt svona án þessa. Sama máli gegnir um flesta lækna I Danmörku, þeir skiptast i tvo hópa, með og á móti. — Þetta eru einhverjir galdrar, segir Lis Westh-Jensen, en þeir hafa gagnað, og hvers getur maður krafizt frekar? r O A vettvangi fyrirvara, sem gerður var af hálfu Islendinga, er þeir gerðust aðilar að Atlantshafs- bandalaginu, um að á Islandi yröi ekki herlið á friðartimum, að það væri algerlega á valdi tslendinga sjálfra, hvenær hér væri erlent herlið, og að tslendingar heföu ekki eigin her og ætluðu ekki að setja hann á fót. Samkvæmt þessum fyrirvara og i samræmi við fyrri yfirlýsingar vill Framsóknar- flokkurinn vinna að þvi, að varnarliðið hverfi úr landi i áföngum), þó að nú um sinn sé ekki þingfylgi til að fylgja henni fram. Við verðum stöðugt að kynna þjóðinni forsendur fyrir þessari stefnu flokks okkar. Næsta stjórn, sem ætlar að framfylgja stefnunni um herlaust Island á friðartimum, verður að hefja það verk i byrjun valdaferils sins, láta einmitt það verkefni „hafa allan forgang Reynslan hefur kennt það. Af henni er nauðsynlegt að læra. H.W.H. SKIPAUTGCR9 RÍKISINS AAs. Hekla fer frá Reykjavik mánudaginn 20. þ.m. ausfur um land i hrinq- ferö. Vörumóttaka fimmtudag og föstu- dag til Austfjarða- hafna, Þórshafnar, Raufarhaf nar, Húsa- víkur og Akureyrar. Fimmtudaginn 16. jan kl. 20.30 verður haldið skemmtikvöld I Hlégarði i Mosfellssveit. Dagskrá: Olafur Jóhannesson flytur ávarp, Guðmundur Jónsson syngur einsöng við undirleik ólafs Vignis Albertssonar. Karl Einarsson fer með gamanmál. Siðan verður spiluð framsóknarvist. Fyrsta kvöldið i þriggja kvölda keppni. Guðmundur G. Þórarinsson stjðrnar. Góð kvöld- verðlaun. Heildarvinningur er glæsileg sólarferö til Kanarieyja með Sunnu. Allir Velkomnir. Framsóknarfélag Kjósarsýslu og Mosfellssveitar. Grór hestur Grár hestur tapaðist úr girðingu á Mos- felli i Mosfellssveit i haust. Markaður heilrifað hægra. Þeir sem gætu gefið upp- lýsingar um hestinn vinsamlega hringið i sima 3-83-79. Tilboð óskast i eftirtalin tæki og vörubifreið, er verða til sýnis mánudaginn 20. janúar 1975 kl. 1-4 við áhaldahús Selfosshrepps, Austurvegi 52: MF traktorsgröfu, árgerð 1965, ásamt loftpressu, árgerð 1973, Bromway loft- pressu, ógangfær, árgerð 1966. Bedford vörubifreið árgerð 1966. Tilboðin verða opnuð sama dag kl. 5 að viðstöddum bjóðendum. Réttur áskilinn til að hafna tilboðum, sem ekki teljast viðunandi. Selfossi 13. janúar 1975 Sveitarstjóri Selfosshrepps. Fjdrmólastjóri Starf fjármálastjóra hjá Rafveitu Hafnar- fjarðar er laust til umsóknar. Umsóknum, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf skal skila fyrir 2. febrúar n.k. til Rafveitustjóra, sem veitir nánari upplýsingar um starfið. Rafveita Hafnarfjarðar. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið. 10. janúar 1975. Laus staða Staða hjúkrunarkonu við heilsugæzlustöðina á Kópa- skeri er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanna. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.