Tíminn - 16.01.1975, Blaðsíða 1

Tíminn - 16.01.1975, Blaðsíða 1
12. tbl. — Fimmtudagur 16. janúar 1975 —59. árgangur Lofttjakkar Olíutjakkar Stjórnventlar % tf ,m Landvélarhf Hæstaréttardómur: Greiðaber fasteigna- gjöld af Frímúmm- höllinni FB—Reykjavik. Kveðinn hefur verið upp dómur I hæstarétti I máli Gjald- heimtunnar gegn Frímúrarareglunni i Reykjavik. Fjailaöi málið um það, hvort Frimúrara- reglunni bæri að greiða fast- eignaskatt af húsi sinu við Skúlagötu, en samkvæmt lögum munu féiagsheimili vera uridanþegin fasteigna- gjöldum. I undirrétti féll dómur á þá leið, að Frimúrarareglunni væri skylt að greiða fast- eignagjöld, og I hæstarétti var þessi dómur undirréttar staðfestur. Þó má geta þess, að þrlr dómenda greiddji at- kvæði með, en tveir voru hins vegar þeirrar skoðunar, að höll frimúrara félli undir félagsheimilalögin, sem áð- ur voru nefnd. Snjóflóð á Seyðisfirði FB—Reykjavik. Snjóflóð hefur fallið á síldarbræðsluna Hafsfld á Seyðisfirði. Talið er lfklegt, að snjóflóðið hafi fallið aðfaranótt miðvikudagsins, en ekki er þó vit- að nákvæmlega um það. Skemmdir eru miklar að sögn Kristins Sigurjónssonar, fram- kvæmdastjóra verksmiðjunnar, en hann gat ekki i gærkvöldi gert sér neina grein fyrir þvi, hversu miklar þær væru. Afkastageta verKsmiðjunnar var um 3-400 lestir i sólarhring, og er illt i efni, að önnur bræðsla á Austfjörðum skuli nú vera óstarfhæf i upphafi vertiðar. Kristinn sagði I viðtali við Timann, að engir hefðu verið hafðir við vinnu i verksmiðjunni undanfarna daga. Þar væri ekki haft fólk, þegar „menn vissu ekki hvaö væri fyrir ofan þá", eins og hann komst að orði, en Hafsild stendur norðan við Seyðisfjörð, beint á móti Ríkisverksmiðjun- um, undir svokölluðum Háubökk- um. Kristinn sagðist hafa verið I verksmiðjunni á mánudagskvöld- ið, og þá hefði verið þar allt með kyrrum kjörum. Hann kom svo KOSTAR JUGUR- BÖLGAN BÆND- UR 400 MILLJÓN IR Á ÁRl HVERJU? FB-Reykjavik. A rannsóknar- stofu Mjólkursamsölunnar i Reykjavik er fylgzt mjög náið með gæðum mjólkurinnar dag hvern, og fjöldi sýna er tekinn. Þar eru einnig framkvæmdar júgurbólgurannsóknir, sem bændur um allt land geta fengið endurgjaldslaust fyrir mjólkur- kýr sinar. Þetta er mikil þjón- usta, sem hefur mikla fjárhags- lega þýðingu fyrir bændur, og raunar alla landsmenn, þvf að júgurbólgan veldur geysilegu tjóni. Má jafnvel reikna með, að það sé ekki undir 400 milljónum króna á ári. Guðbrandur Hliðar, forstöðu- maður rannsóknarstofu MS, skýrði blaðamönnum frá þvi, er þeim var sýnd starfsemin i gær i tilefni af 40 ára afmæli Mjólkur- samsölunnar, að árið 1950 hefðu til dæmis verið gerðar 307 rann- sóknir á stofunni, en til saman- burðar mætti nefna, að rannsókn- irnar urðu 38 þúsund árið 1973. Allar rannsóknir eru byggðar á samnorrænum staðli, þannig að gæði mjólkurinnar eiga að vera jafnmikil hér og annars staðar á Norðurlöndum. Þá má geta þess, að á rannsóknarstofunni eru rannsökuð mjólkursýni frá ein- stökum bændum, og má þannig kanna gæði mjólkurinnar frá hverjum stað. Til þessara rann- sókna er notað nýtt tæki, sem nefnist Biomatic. Plastdós með sýni er sett undir auga i tækinu, og siðan kemur fram á sjónvarps- skermi gerlainnihald sýnisins, og á sérstökum rita, sem einnig er tengdur tækinu, kemur fram númer sýnisins og tala gerlanna. Tækið er mjög fullkomið sem hingað komið kostar að sögn Guð- brands um eina milljón króna. Guðbrandur Hliðar skýrði enn fremur frá rannsóknum stofunn- ar á júgurbólgu i kúm. Sagði hann, að rannsóknir þessar hefðu fyrst verið teknar upp árið 1967, og þá einungis verið gerðar á sér- stöku tilraunasvæði á svæði Mjókursamsölunnar. Árið 1970 fékk svo Mjólkursamsalan fjár- styrk á fjárlögum til þessara rannsókna, og var þá bændum um allt land boðið að færa sér þær i nyt. Bændur fá senda sérstaka plastöskju með dauðhreinsuðum glösum fyrir sýni, einu glasi fyrir hvern spena kýrinnar. Rannsókn- in tekur tvo til sjö daga á rann- sóknarstofunni, og fer timalengd- in eftir þvi, hvort júgurbólga finnst i sýnunum, en þá þarf lengri tima til greininganna. Að rannsókn lokinni fær bóndinn skýrslu um ástand kua sinna, og til hvaða aðgerða þurfi að gripa hverju sinni. Þessi þjónusta er bændum að kostnaðarlausu. Talið er, að tjón af júgurbólgu sé frá 10-15%, þar sem nyt kiinna minnkar sem þessu nemur. Ef reiknað er með að mjólkurfram- leiðsla i landinu sé um 110 milljónir litra á ári, og verð til bænda fyrir hvert mjólkurkiló sé 40 krónur, er tjónið af þessum sökum, og þá einungis reiknað Frh. á bls. 15 Verksmiðja Haf- síldar stórskemmd — óvíst, hvort hún verður starfhæf á loðnuvertíðinni aftur I verksmiðjuna um klukkan eitt I gærdag, og sá þá, hvað gerzt hafði. Snjóflóðið hefur ekki verið mik- ið, að sögn Kristins, þrátt fyrir þaö, að það hafi valdið miklu tjóni. Hann sagði, að það hefði brotið niður tvær-þrjár sperrur I verksmiðjuþakinu og liggur nú yfir þurrkurunum. Skemmdir eru enn ókannaðar, og ómögulegt um þær að segja, aö svo komnu máli. Erfitt getur reynzt að moka snjónum út úr verksmiðjunni, þvi engum tækjum verður þar við komið. Þar við bætist svo, að allt er á kafi I snjó og ekki nema jarð- ýtur, sem komast leiðar sinnar og svo snjóbilar, en af þeim er ekki nema einn til staðar. Kristinn sagðist ekki geta sagt um það, að svo komnu máli, hvaða áhrif þetta snjóflóð ætti eftir að hafa nú iupphafi loðnu- vertiðar, en hann sagði, að allt yrði gert til þess að koma verk- smiðjunni I gang sem fyrst. Séð austur Seyðisfjörð. örin visar á verksmiöju Hafsfldar norðan fjarðar. Ljósm: Astvaldur Kristinsson. „ „Endurskoðun hag- stjórnaraðferða" segir í desemberskýrslu OECD VERÐLAG á tslandi hefur hækk- að um 12% á ári frá striðslokum fram til ársins 1970, segir I úr- drætti úr ársskýrslu OECD I des- embermánuði siðastliðnum. Edl- gosið i Vestmannaeyjum olli á slnum tima auknum þrýstingi, bæði i sjávarútvegi og byggingar- iðnaði, og nú er svo komið, að verðbólgan hefur aukizt yfir 40% á einu ári. Aður hefur árleg verð- hækkun komizt allt upp I 60%. „Megineinkenni efnahags- framvindunnar á íslandi árið 1974 eru hin hastarlega aukning við- skiptahalla og uggvekjandi hækk- un verðlags og kauplags", segir I skýrslunni. „1 utanrikisverzlun hefur hvort tveggja gerzt, að eftirspurn eftir helztu utflutn- ingsvörum landsmanna hefur minnkað um leið og verð á inn- flutningsvörum hefur hækkað 6- venjulega mikið. Nýjustu spár, gerðar i ljósi efnahagsráðstafan- anna I ágúst og september, benda til þess, að viðskiptahallinn nemi 9% vergrar þjóðarframleiðslu". Þá segir i skýrslunni, að horfur á árinu 1975 séu óráðnar, og sé þess gætt, hvernig utanrikisverzl- un Islendinga er háttað, sé ólik- legt, að sú rýrnun viðskiptakjara, sem komið hefur fram að undan- förnu, sniiist okkur i vil. Með nokkurn veginn óbreyttu verðlagi útflutningsvara og heldur minnk- andi verðhækkun innflutnings- vara, sýnist mega gera ráð fyrir, að viðskiptahallinn fari niöur i 5,5% af vergum þjóðartekjum, segir slðan i skýrslunni. Þetta er þó við þaö miðað, að dragi úr eft- irspurn I landinu. Hitt er Islendingum talið hag- stætt, enda þótt verðhækkun oliu hafi valdið þeim þungum búsifj- um, að ónytjaðar eru miklar orkulindir, og þess vegna geti framtlðaráhrif orkukreppunnar orðið hagstæö hérlendis. Þá segir, aö islenzk stjórnar- völd verði að taka hagstjórnarað- feröir sinar til gagngerrar endur- skoðunar. Lióst sé, að ekki hefur Frh. á bls. 15 Neyðarástand á Raufarhöfn — NEYDARASTAND vofir nú yfir á Raufarhöfn, og er olla að ganga þar alveg til þurrðar. Reynt hefur verið að safna saman slöttum til þess að geta yljað hús og haldið disilstöðinni gangandi. En slikt hrekkur skammt og frestar aðeins vandræðaástandi örskamma stund. Ýmsar vörutegundir eru á þrot- um I þorpinu, en langalvarlegast er olíuleysið. Rætist ekki úr þvl, verða þorpsbúar að hírast i myrkri og kulda, þar til oliuskip kemur. Skuttogarinn ttauðinúpur, sem væntanlegur er til hafnar innan skamms, mun ekki heldur kom- ast á veiðar á ný, nema olla fáist.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.